Morgunblaðið - 05.07.2010, Page 26
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 2010
Killers kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 B.i. 12 ára The A-Team kl. 5:20 - 8 - 10:30 B.i. 12 ára
Killers kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LÚXUS Get Him to the Greek kl. 5:30- 8 - 10:25 B.i. 12 ára
Grown Ups kl. 3:30 - 5:45 - 8 - 10:20 LEYFÐ Húgó 3 kl. 4 íslenskt tal LEYFÐ
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
H E I M S F R U M S Ý N D
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
ÞEIR VORU PLATAÐIR - ÞEIR VORU SVIKNIR - HEFNDIN ER ÞEIRRA
Sími 462 3500
MISSIÐ EKKI AF FYRSTU STÓRMYND SUMARSINS!
FRÁ LEIKSTJÓRA FORGETTING SARAH MARSHALL
OG FRAMLEIÐANDA KNOCKED UP
KEMUR EIN KLIKKAÐASTA GRÍNMYND SUMARSINS
SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
HHHH
„Ofursvöl Scarface
Norðurlanda“
Ómar Eyþórsson X-ið 977SÝND Í HÁSKÓLABÍÓI
Killers kl. 6 - 8 - 10 B.i. 12 ára
Grown Ups kl. 6 - 8 LEYFÐ
The A-Team kl. 10 B.i. 12 ára
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Smárabíó,
Háskólabíó
og Borgarbíó
Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng
ÞRIÐJA myndin byggð á met-
sölubókunum kenndum við Twi-
light – Ljósaskipti, hefur hafið
innreið sína í íslensk kvikmynda-
hús og ég komst að því að mynd
nr. 2 hafði farið framhjá mér. Það
skiptir litlu máli, allt við sama
heygarðshornið og í fyrstu mynd-
inni. Bella (Stewart), fönguleg
skólamær í Seattle, er sem fyrr í
sínum ófélega félagsskap vamp-
írugengis og bíður spennt eftir að
verða tekin í söfnuðinn til að geta
bundist leiðtoganum Edward
(Pattinson), sem lítur út eins og
skelfingu lostinn Prestley – áður
en hann fór í mútur. Grár og
gugginn er heldur óásjálegur við
hlið Jacobs Black (Taylor Laut-
ner), sem fer fyrir flokki varúlfa
af indjánaættum og þráir líka
Bellu.
Mikið er lagt á stelpukvölina,
sem fyrir utan vafasaman fé-
lagsskapinn er kona óspjölluð.
Hún reynir eftir megni að koma
Edward vampírustrák til við sig
fyrir giftinguna (mjög skyn-
samlegt, lítið spennandi að giftast
gaur sem er með eilíf undanbrögð
við að sanna sig í bólinu, gæti
hæglega verið samkynhneigður,
öfuguggi eða bara getulaus þegar
á reynir). Svo hún daðrar við sinn
gamla vin, varúlfinn Jacob, sem
nötrandi af fýsn fær þó ekki að
njóta álfakroppsins.
Stór hluti Eclipse fer í þessar
vitsmunalegu pælingar og rökræð-
ur um stöðu varúlfa og vampíra á
vesturströnd Bandaríkjanna. Von-
biðlarnir, vampíran og varúlfurinn
eru sífellt naggandi, afbrýðissamir
og fúlir. Átök milli hópanna eru
blóðug og subbuleg og lagast ekki
þegar þriðji flokkur drýsla, Ný-
græðingarnir, bætist í hópinn.
Slagsmálin á milli þessara fjanda-
flokka minna á heljarstökk Hulks,
í myndinni hans Angs Lee, sem er
óæskileg upprifjun. Nýgræðing-
arnir, undir stjórn rauðhærðrar
stelpusniftar, virðast til staðar í
þeim eina tilgangi að auka á ring-
ulreiðina og tefja tímann, enda
myndin langhundur. Það er ljóst
að bíógestir eiga von á nokkrum
myndum í viðbót af þessum fénaði,
sem höfðar eingöngu til táninga,
sem er eftirsóttur markhópur.
Leikurinn er skelfilegur, Stew-
art virðist leiðast einhver ósköp
og Pattinson er vita-áhugalaus,
vafrar um með hálflokuð augu.
Átakaatriðin eru einföld og
óspennandi, líkt og söguflétturnar.
Ég á ekki aðra ósk heitari Bellu
til handa en að henni takist að
virkja náttúru Jakobs varúlfs, það
er þó smá-mannsbragur á honum.
En fyrst og síðast virðist bóka-
flokkur Stephanie Meyer óheppi-
legur til kvikmyndagerðar, hann
hlýtur að vera skárri á prenti.
Fjandaflokkar á ferð og flugi
Sambíóin
The Twilight Saga: Eclipse
bbmnn
Leikstjóri: David Slade. Aðalleikarar:
Kristen Stewart, Robert Pattinson,
Jacob Black, Xavier Samuel. 124 mín.
Bandaríkin. 2010.
SÆBJÖRN
VALDIMARSSON
KVIKMYND
Þríeykið Allt er við sama heygarðshornið og í fyrstu myndinni.