Morgunblaðið - 05.07.2010, Side 32

Morgunblaðið - 05.07.2010, Side 32
MÁNUDAGUR 5. JÚLÍ 186. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Syntu yfir Hvítá í ölæði 2. Dreng bjargað úr kviksyndi 3. Ungt norskt fólk nennir ekki að vinna 4. Jafntefli hjá Keflavík og FH »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Austurríski tónlistarmaðurinn Jak- ob Kettner starfar hjá RIFF, Reykjavík International Film Festival. Hann er tónlistarheiminum þaulkunnugur og hefur unnið með stórlöxum á borð við rapparann Game. »25 Morgunblaðið/Ernir Ungur rappari starfar hjá RIFF  Tónleikarnir „Iceland Inspires“ fóru fram í Hljóm- skálagarðinum síðastliðinn fimmtudag. Marg- ir lögðu leið sína í garðinn þrátt fyrir nokkra rigningar- dropa, enda ekki á hverjum degi sem heill her innlendra og erlendra stórstjarna treður upp undir berum himni hér á landi. »24 Gleði og rigning í Hljómskálagarðinum  Tónlistarkonan Lovísa Elísabet, eða Lay Low eins og hún er oft kölluð, sit- ur ekki auðum höndum um þessar mundir. Hún kom fram á Regnbogahátíðinni í Fríkirkjunni 27. júní síðastliðinn, steig á svið á tónleikunum „Iceland Inspires“ á fimmtudag og hefur nú sam- þykkt að leika á opnunar- kvöldi LungA. Lay Low áberandi í tónlistarlífinu Á þriðjudag Austan og norðaustan 3-10 m/s, hvassast norðvestantil. Skýjað með köfl- um og stöku skúrir og hiti víðast 10 til 18 stig. Hvessir um nóttina. Á miðvikudag Norðaustan 8-15 m/s og rigning norðan- og austanlands, en skýjað með köflum og þurrt suðvestanlands. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast suðvestantil. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Hæg austlæg eða breytileg átt, skýjað með köflum og stöku skúrir, en líkur á þokulofti við austurströndina. Hiti 8 til 18 stig, hlýjast inn til landsins. VEÐUR Enn urðu breytingar á toppi úrvalsdeildar karla í fótbolt- anum í gær. Keflvíkingar gerðu jafntefli, 1:1, við FH og náðu þar með ekki að halda efsta sætinu í deild- inni. Það er í höndum Eyja- manna sem sigruðu Stjörn- una, 2:0, í Garðabænum í gær, en Breiðablik gæti náð því af ÍBV í kvöld. KR þokaði sér upp um eitt sæti með því að sigra Grindvíkinga, 1:0. »2, 3, 8 ÍBV hirti topp- sætið af Keflavík Hátt í tvö þúsund strákar voru á fleygiferð á fótboltavöllum KA- manna á Akureyri frá miðvikudegi til laugardags. Þá fór fram hið árlega N1-mót þeirra í 5. flokki drengja og þangað mættu til leiks 168 lið frá 35 félögum. Morgunblaðið var á staðnum og fjallar um mót- ið í máli og mörgum mynd- um. »7 Fjörugt fótboltamót 5. flokks á Akureyri Frjálsíþróttakapparnir Þorsteinn Ingvarsson úr Bárðardal og Björgvin Víkingsson úr FH náðu um helgina lágmörkum fyrir Evrópumeistara- mótið sem fram fer síðar í þessum mánuði. Þorsteinn hélt áfram að bæta árangur sinn í langstökkinu, hann stökk 7,79 metra í Gautaborg og vonast til þess að slá Íslandsmetið áður en árið er úti. »1 Þorsteinn ætlar að ná Íslandsmeti Jóns í ár ÍÞRÓTTIR 8 SÍÐUR Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Í rauninni var Geilo eini framhalds- skólinn sem mér fannst koma til greina að sækja um nám í. Ég er því mjög ánægð að komast þarna inn enda gefur það mér gott tækifæri til þjálfunar þar sem ég hef það að markmiði að komast í fremstu röð skíðakvenna á alþjóðavettvangi og að taka þátt í vetrarólympíuleikunum í Rússlandi 2014 og vonandi fleiri. Og fram að því eru ótalmörg stórmót,“ segir Erla Ásgeirsdóttir skíðakona. Erla hefur undanfarin ár verið ein sigursælasta skíðakona landsins og náð góðum árangri, m.a. í sviggrein- um. Hún hefur æft hér heima en einnig í Geilo í Noregi, þeim kunna skíðamenntaskóla sem er uppi í fjöll- unum í 800 metra hæð, u.þ.b. miðja vegu milli Óslóar og Bergen í Nor- egi. Eftir að Erla lauk grunnskólanámi í vor afréð hún í samráði við foreldra sína að sækja um nám í skíða- menntaskólanum í Geilo og fékk á dögunum jákvætt svar við umsókn- inni. Hafa mál skipast svo að Erla fer utan nú síðar í mánuðinum og Þóra Úlfarsdóttir móðir hennar með henni og ætlar að halda henni heimili og vera til halds og trausts. Faðir Erlu og maður Þóru, Ásgeir Magnússon, verður hins vegar hér heima ásamt tveimur eldri börnum. Styðjum við dóttur okkar „Við viljum styðja dóttur okkar og ætlum því að halda heimili í tveimur löndum svo henni sé mögulegt að komast í þennan skóla. Stefnan er að vera þarna í þrjá vetur uns stúdents- prófi er náð,“ segir Þóra sem nú er að undirbúa flutning þeirra mæðgna til Noregs. „Mér skilst að það eigi ekki að vera neitt mál fyrir Íslendinga að fá vinnu úti. Ég hef sjálf unnið við bók- hald og vonast til þess að fá vinnu þegar við erum komnar út.“ Þrjár íslenskar stúlkur sem allar hafa getið sér gott orð við skíðaiðkun eru um þessar mundir við nám í Geilo: María Guðmundsdóttir, Fann- ey Guðmundsdóttir og Katrín Vil- helmsdóttir. Einnig æfir Íris Guð- mundsdóttir, systir Maríu, með skólanum en hún hefur lokið prófi þaðan. Þá stundaði skíðakappinn frá Ólafsfirði, Kristinn Björnsson, nám við skólann á sínum tíma. „Skíðasvæðið í Geilo er vel búið til snjóframleiðslu og því byrjar skíða- tímabilið um miðjan nóvember og lýkur í apríl. Á sumrin og snemma hausts er svo farið á skíði upp á jökla eða annars staðar þar sem fannir er að finna. Æfingarnar eru þrotlausar og þær skapa meistarann,“ segir Þóra. Mamma flytur með dótturinni Erla Ásgeirsdóttir í norskan skíða- menntaskóla Morgunblaðið/Árni Sæberg Mæðgur Erla og Þóra, móðir hennar, undirbúa nú Noregsför þar sem þær hyggjast vera í þrjú ár á meðan dóttirin nemur í skíðamenntaskólanum sem þykir vera í fremstu röð og ávísun á mörg tækfæri og jafnvel sæta sigra. Sveifla Skíðadísin Erla Ásgeirsdóttir í góðri sveiflu í bröttum brekkum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.