Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 2
21. október 2011 FÖSTUDAGUR2
ÍS
LE
N
SK
A
S
IA
.I
S
S
FG
4
20
40
0
4.
20
08
SPURNING DAGSINS
Gunnar, er víða pottur brotinn
í skólamötuneytunum?
„Já, það er laukrétt.“
Gunnar Bollason, matráður í Rima-
skóla, segir mötuneyti grunnskólanna í
Reykjavík líkjast þrælabúðum.
DÝRAHALD Enn ein hryssan varð
fyrir barðinu á níðingi eða níðing-
um fyrr í vikunni er hún reyndist
vera með djúpan skurð í leggöng-
um og annan minni á ytri kyn-
færum, þegar ódæðið komst upp.
Málið var kært til lögreglunnar
á höfuðborgarsvæðinu síðdegis í
gær. Er þetta fjórða níðingsmálið
sem kært er til lögreglu á undan-
förnum mánuðum.
Hryssan er ásamt fleiri hrossum
í hesthúsi í nýja hesthúsahverfinu
á Kjóavöllum í Kópavogi. Eigendur
hesthússins sjá sjálfir um hirðingu
hrossanna á kvöldin en fá annan
aðila til að sjá um morgungjafir
eins og tíðkast. Þegar hryssan var
sett út á þriðjudagskvöld og hún
fór að hreyfa sig reyndist blóð leka
aftur úr henni. Katrín Harðardótt-
ir, dýralæknir á Dýraspítalanum
í Víðidal, var þegar kölluð til og
hefur hún annast hryssuna síðan.
„Hún var mjög aum og fann
auðsjáanlega mikið til,“ segir
Katrín um aðkomuna og lýsir
áverkunum með ofangreindum
hætti. Hún segir allt benda til þess
að áverkarnir hafi verið af manna-
völdum. Annar dýralæknir hefur
einnig staðfest það eftir að hafa
skoðað hryssuna.
Eigendur hesthússins segja að
þeir hafi falið varalykil að hesthús-
inu, sem er nýtt og á að vera óað-
gengilegt ókunnugum, utandyra.
Telja megi fullvíst að sá eða þeir
sem stóðu að misþyrmingunum
á hryssunni hafi vaktað manna-
ferðir í húsið og látið til skarar
skríða aðfaranótt þriðjudagsins.
Fleiri hross hafi verið í húsinu,
þar á meðal einar sjö hryssur en
þær séu allar frekar lítið tamdar
eða styggar og varist að maðurinn
Enn ein hryssan fyrir
barðinu á dýraníðingi
Skurðir fundust á kynfærum hryssu í hesthúsahverfinu á Kjóavöllum á þriðju-
dag. Allt bendir til að þeir séu af mannavöldum. Málið er hið fjórða af þessu
tagi sem kært hefur verið til lögreglu. Talið að níðingurinn hafi vaktað húsið.
HROSS INNAN DYRA OG UTAN Eigendur hesthússins sem hryssunni var misþyrmt
í vilja brýna fyrir hesteigendum að gæta að hrossum sínum í haga og hesthúsum
meðan sá eða þeir sem stunda það að níðast á hrossum eru ófundnir. Hrossin á
myndinni tengjast ekki fréttinni. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA
Tilvikið í hesthúsi á Kjóavöllum sem Fréttablaðið greinir frá í dag er fjórða
málið þessa eðlis sem kært er til lögreglu á árinu. Í síðasta mánuði reyndust
þrjár hryssur í girðingu í Kjós illa útleiknar eftir að eggvopni hafði verið beitt
á kynfæri þeirra. Ein þeirra, gæft barnahross, hafði þó orðið sýnu verst úti.
Hún var sárkvalin og blæðandi, þegar að henni var komið.
Í byrjun marsmánaðar reyndust hryssur á hrossabúi í Skagafirði vera með
áverka á kynfærum sem taldir voru tilkomnir af mannavöldum. Um það bil
mánuði áður hafði hestamaður á Austurlandi komið auga á áverka á hryssu
sinni. Héraðsdýralæknir Austurlandsumdæmis nyrðra var kallaður til, auk
þess sem lögreglu var tilkynnt um málið.
Fjórða málið sem fer til lögreglu
komist nærri þeim. Sú sem fyrir
misþyrmingunum varð er hins
vegar spök og þæg í umgengni.
Eigendurnir vilja brýna fyrir
hesteigendum að læsa vel hest-
húsum sínum, skipta um skrá ef
lyklar hafa farið á flæking, geyma
ekki varalykla utandyra og vera
vel á verði verði sjái þeir til grun-
samlegra mannaferða í hesthúsa-
hverfunum. Þá sýni reynslan að
full þörf sé á því fyrir hestamenn
að huga að hrossum sínum í haga.
jss@frettabladid.is
DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur
ómerkt sýknudóm yfir lögreglu-
varðstjóra sem ákærður var fyrir
að hafa leitað á fimmtán ára stúlku
í þvottahúsi á heimili sínu.
Fimm dómarar Hæstaréttar
telja líkur á að niðurstaða Hér-
aðsdóms Norðurlands vestra um
sönnunar gildi framburðar sé svo
röng að það skipti sköpum um
úrslit málsins.
Stúlkan kom á heimili lögreglu-
mannsins árla morguns til að
fá far á hlaupaæfingu sem hinn
ákærði stýrði. Þar segir hún að
hann hafi strokið fingrum sínum
um klof hennar innanklæða, í kjöl-
farið stungið þeim upp í sig og sagt
henni að hún væri flott.
Sýkna fjölskipaðs héraðsdóms
var einkum byggð á eindregnum
og samhljóða framburði manns-
ins og sonar hans, sem er jafnaldri
stúlkunnar, þrátt fyrir að héraðs-
dómur hafi talið „töluverðar líkur“
á sekt.
Héraðsdómur sagði einnig að
framburður vitna sem hittu stúlk-
una skömmu eftir heimsóknina
segði ekkert um hið ætlaða atvik,
enda hefði ekkert þeirra séð það
eiga sér stað.
Hæstiréttur segir þessa ályktun
héraðsdóms ekki standast, enda
séu frásagnir af andlegu ástandi
stúlkunnar óbein sönnunargögn
sem styðji frásögn stúlkunnar og
til þeirra beri að líta. - sh
Hæstiréttur telur héraðsdóm hafa gert mistök í dómi yfir manni sem var sakaður um að leita á 15 ára stúlku:
Rétta skal aftur yfir grunuðum lögregluvarðstjóra
Samhljóða framburður lögreglumannsins og sonar hans hafði mikið að
segja um niðurstöðu héraðsdóms. Maðurinn kvaðst hafa kallað á son sinn
og vakið hann um leið og hann hefði séð stúlkuna ganga upp að húsinu.
Feðgarnir voru sammála um að tíu sekúndum síðar hefði sonurinn verið
kominn í dyragættina að þvottahúsinu og ekkert óeðlilegt séð, enda hefði
stúlkan verið rétt nýkomin.
Hæstiréttur fellst ekki á það með héraðsdómara að þessi snögga atburða-
rás sé trúverðug. „Til þess er einnig að líta að drengurinn var þá á unglings-
aldri og klukkan ekki orðin sex að morgni,“ segir í niðurstöðu Hæstaréttar.
Hæpið að unglingur hafi rifið sig á fætur
SPÁNN, AP ETA, aðskilnaðar-
hreyfing Baska, batt í gær enda á
vopnaða sjálfstæðisbaráttu sem
staðið hefur í 43 ár og kostað 829
mannslíf.
ETA lýsti því yfir að samtökin
legðu nú endanlega niður vopn,
en vopnahlé hefur verið í gildi
um nokkra hríð. Þau hafa þó ekki
látið af sjálfstæðiskröfum sínum
og hafa kallað eftir viðræðum við
stjórnvöld í Frakklandi og á Spáni.
José Zapatero, forsætisráðherra
Spánar, fagnaði yfirlýsingunni og
sagði fréttirnar marka sigur fyrir
lýðræðið. Hann lét þó ekkert uppi
um hvort til stæði að hefja viðræð-
ur við ETA. - þj
Aðskilnaðarhreyfing Baska:
ETA segjast hætt
öllu vopnaskaki
LEGGJA NIÐUR VOPN Aðskilnaðarhreyf-
ing Baska, ETA, hefur látið af vopnaðri
baráttu, sem hefur kostað 829 mannslíf
á síðustu 43 árum. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
DÓMSMÁL Karlmaður hefur verið
dæmdur í Hæstarétti í þriggja og
hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga
konu. Þá var hann dæmdur til að
greiða henni eina milljón króna í
miskabætur. Með þessu staðfesti
Hæstiréttur dóm Héraðsdóms
Reykjaness.
Maðurinn og konan höfðu átt
í sambandi en því lauk áður en
hann framdi kynferðisbrot gegn
henni.
Maðurinn neitaði sök. Ósam-
ræmis gætti í framburði hans
annars vegar hjá lögreglu og hins
vegar fyrir dómi. Þá þóttu áverk-
ar sem fundust á konunni daginn
eftir samrýmast framburði henn-
ar um að maðurinn hefði beitt
ofbeldi til þess að fá vilja sínum
framgengt. - jss
Greiði þolanda milljón:
Þrjú og hálft ár
fyrir nauðgun
SLYS Tvær íslenskar konur á
níræðisaldri létust í umferðar-
slysi í nágrenni flugvallarins á
Alicante á Spáni í gærdag. Þær
voru í litlum sendiferðabíl sem
lenti í árekstri við rútu með hóp
háskólanema innanborðs. Rútan
valt á hliðina og slösuðust 19 sem
voru þar um borð, en enginn lífs-
hættulega, að því er fram kemur
á fréttavefnum informacion.es.
Samkvæmt upplýsingum frá
utanríkisráðuneytinu í gærkvöldi
var verið að aðstoða ættingja
kvennanna vegna málsins. Nöfn
hinna látnu hafa ekki verið gefin
upp. - þj
Umferðarslys á Spáni:
Tvær íslenskar
konur létu lífið
Úthlutun nýrra lóða í Flatey
Skipulagsnefnd Reykhólahrepps hefur
lagt til við sveitarstjórnina að undir-
búningur verði hafinn að úthlutun
nýrra lóða samkvæmt deiliskipulag-
stillögu við Tröllenda á vestari hluta
Flateyjar.
SKIPULAGSMÁL
KJARAMÁL Flugfreyjur sömdu við
Icelandair í gærkvöldi og hefur
fyrirhuguðu verkfalli þeirra því
verið aflýst.
Samkomulag náðist í kjara-
deilu Flugfreyjufélags Íslands
og Icelandair í gærkvöldi eftir
að fundað hafði verið frá því um
morguninn. Þetta er þriðji samn-
ingurinn sem flugfreyjur skrifa
undir en hinir tveir hafa báðir
verið felldir í atkvæðagreiðslu.
- þeb
Yfirvofandi verkfalli aflýst:
Flugfreyjur
búnar að semja
VIÐSKIPTI Fjármálastofnanir gætu
þurft að endurútreikna þúsund-
ir fjármögnunarsamninga vegna
dóms Hæstaréttar í gær.
Þar var fjármögnunarleigu-
samningur sem Kraftvélaleigan
gerði við Glitni árið 2007 úrskurð-
aður lánssamningur og því var
gengistryggingarákvæði hans
ólöglegt með vísun í hæstaréttar-
dóminn frá 16. júní í fyrra.
Vegna dómsins mun Íslandsbanki
nú þurfa að endurreikna um 5.000
samninga sem voru gerðir við 1.100
lögaðila. Ekki er ljóst hver heildar-
upphæð samninganna er.
Í yfirlýsingu frá Íslandsbanka
í gær sagði að varúðarreikning-
ur bankans stæði undir nauðsyn-
legum aðgerðum vegna dómsins.
Hjá Landsbanka Íslands þarf að
endurreikna um 2.500 samninga
sem gerðir voru við SP fjármögn-
un á sínum tíma, að sögn Kristjáns
Kristjánssonar, upplýsingafull-
trúa bankans. „En þetta mun hafa
óveruleg fjárhagsleg áhrif,“ bætir
hann við.
Þegar blaðið fór í prentun
var ekki ljóst hversu margir
samningar af þessu tagi höfðu
verið gerðir hjá Kaupþingi á sínum
tíma, og heyra því undir Arion
banka. Þá eru áhrif dómsins á fjár-
mögnunarfyrirtækið Lýsingu held-
ur ekki kunn. - þj, jhh
Hæstaréttardómur um fjármögnunarleigusamninga gæti reynst afdrifaríkur:
Kallar á endurreikning þúsunda lána
ENDURREIKNA FLEIRI SAMNINGA Dómur Hæstaréttar í gær kallar á endurreikninga á
þúsundum lána hjá bönkum og fjármögnunarfélögum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR