Fréttablaðið - 21.10.2011, Side 14
21. október 2011 FÖSTUDAGUR14
Š
tefan Füle, stækkunarstjóri fram-
kvæmdastjórnar Evrópusam-
bandsins, heimsótti Ísland í gær
og fyrradag og ræddi meðal ann-
ars við forsætisráðherra og utan-
ríkisráðherra, samninganefnd
Íslands í aðildarviðræðunum við ESB og
utanríkismálanefnd Alþingis. Füle segist
ánægður með þá fundi sem hann hafi átt
hér, ekki sízt skoðanaskiptin við þingmenn-
ina í utanríkismálanefnd. Hann vilji að
Alþingi taki virkan þátt og fylgist vel með
aðildarviðræðunum.
„Ég vildi fullvissa þingmennina um að
ég leitaði allra leiða til að koma til móts við
sérstöðu og sérstaka hagsmuni Íslands, án
þess að fara á svig við lög og meginreglur
Evrópu sambandsins,“ segir hann.
Füle segir að samningaviðræðurnar gangi
vel og stjórnsýsla og samningamenn Íslands
vinni af skilvirkni og fagmennsku. Hann
segist taka undir það markmið Össurar
Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að
hefja viðræður um alla 33 kafla löggjafar
ESB í formennskutíð Danmerkur í sam-
bandinu, það er fyrir miðbik næsta árs.
„Ég heiti því að ég og samstarfsmenn mínir
munum leggja okkur fram um að í for-
mennskutíð Dana verði eins margir kaflar
opnaðir og mögulegt er, ef ekki allir,“ segir
Füle.
Hann segist sömuleiðis hafa biðlað til
þingmannanna í utanríkismálanefnd um
stuðning við að beina athyglinni ekki ein-
göngu að erfiðu köflunum, heldur ekki síður
þeim tækifærum sem Íslandi bjóðist með
ESB-aðild. „Ég vil sjá til þess að þegar þeir
fara að telja saman plúsana og mínusana
verði alltaf meira af plúsunum.“
Áhrif á sjávarútvegsstefnuna
Spurður hvort Ísland sé ekki í sérkennilegri
stöðu sem umsóknarríki, þar sem ríkis-
stjórnin sem sótti um aðild sé í raun klof-
in í afstöðu sinni til ESB, segist Füle bera
fulla virðingu fyrir ólíkum sjónarmiðum og
viðhorfum, bæði hjá íslenzkum stjórnmála-
mönnum og almenningi. „Ég horfi núna á
þau 63 prósent Íslendinga sem samkvæmt
könnunum vilja halda aðildarviðræðunum
áfram,“ segir hann. „Að lokum verður það
íslenzkur almenningur sem þarf að vega og
meta hvort okkur hefur tekizt að færa góð
rök fyrir því að Ísland eigi að verða aðildar-
ríki ESB.“
Hvernig viltu koma til móts við sérstöðu
og hagsmuni Íslands í sjávarútvegsmálum
án þess að það fari á svig við lög og regl-
ur ESB? Íslendingar vilja áfram stjórna
fiskveiðum við landið að sem mestu leyti.
Hvernig rúmast það innan sameiginlegrar
sjávarútvegsstefnu?
„Sú sameiginlega stefna er í endurskoðun.
Þegar við óskuðum eftir umsögnum og ráð-
leggingum um endurskoðunina fengum við
hvað dýrmætast innlegg frá íslenzkum sér-
fræðingum. Við horfum mjög til jákvæðrar
reynslu Íslands af sínu fiskveiðistjórn unar-
kerfi. Þetta mál mun að sjálfsögðu krefjast
mikillar athygli og tíma. Framkvæmda-
stjórnin er að leggja lokahönd á stöðuskýrslu
um endurskoðunina, sem aðildarríkin hafa
enn ekki séð. Við höfum ekki heldur feng-
ið að vita hver samningsafstaða Íslands er í
þessu máli, þannig að það er heldur snemmt
að tjá sig um það í smá atriðum, en á Íslandi
þarf enginn að efast um að við skiljum að
hér eru sérstakir hagsmunir á ferð og við
virðum þá eins og við framast getum, innan
ramma regluverks ESB.“
Ertu að segja að aðildarviðræðurnar við
Ísland geti í raun haft áhrif á endurskoðun
sjávarútvegsstefnunnar?
„Þær hafa haft það nú þegar á vissan hátt.
Við höfum fengið mikilvægar tillögur frá
Íslandi og reynum að læra ekki eingöngu af
okkar eigin reynslu heldur líka reynslu ann-
arra. Við horfum ekki aðeins þröngt á hags-
muni aðildarríkjanna heldur líka hagsmuni
atvinnugreinarinnar sem slíkrar og hag
fiskistofnanna. Íslendingum hefur tekizt
vel að nýta fiskimiðin með sjálfbærum og
ábyrgum hætti og við berum mikla virðingu
fyrir því. Ég er sannfærður um að ný sjávar-
útvegsstefna, sem nú er til umræðu innan
ESB, mun henta Íslandi betur.
Hvað um landbúnaðinn? Formleg
samnings afstaða Íslands hefur ekki verið
sett fram, en landbúnaðarráðherrann
segir að eigi Ísland að ganga í ESB, verði
að viðhalda þeirri tollvernd sem innlend
framleiðsla nýtur. Er það raunsæ krafa?
„Það er raunsætt að fara fram á að við
tökum tillit til sérstöðu Íslands og þeirra
sérstöku aðstæðna sem landbúnaðurinn býr
við í eyríki. Það er líka sanngjarnt að gera
ráð fyrir að það séu bæði hagsmunir land-
búnaðarins og íslenzkra neytenda að fjór-
frelsið [frjálst flæði vöru, fólks, þjónustu
og fjármagns] gildi um landbúnaðinn eins
og aðrar atvinnugreinar.“
Við höfum margoft fengið að heyra að
gangi Ísland í ESB verði að hætta hval-
veiðum. Er sú krafa studd einhverjum vís-
indalegum gögnum? Rannsóknir íslenzkra
vísindamanna benda ekki til að hvalveiðar
hafi nein neikvæð áhrif á hvalastofnana.
„Þetta tilheyrir kafla sem hefur ekki
verið opnaður. Við skulum hefja viðræður
og sjá hvar við stöndum. Á þessum tíma get
ég sagt að hvalveiðar í atvinnuskyni sam-
rýmast ekki löggjöf ESB um náttúruvernd.
En ég vil ekki horfa á þetta mál frá því
sjónarhorni að hér komi Brussel og þröngvi
sínum sjónarmiðum upp á Ísland. Það fara
líka fram umræður um hvalveiðar hér á
Íslandi. Ég vona að í aðildar viðræðunum
fari fram upplýst skoðanaskipti um þetta
viðkvæma mál.“
Alltaf tillit til þjóðarhagsmuna
Hvað segirðu um þá gagnrýni sumra and-
stæðinga ESB-aðildar Íslands að við-
ræðurnar séu ekki neinar samninga-
viðræður, heldur aðlögunarviðræður um
það hvernig Ísland taki upp löggjöf ESB?
„Þegar ríki sækir um að ganga í ESB
endurspeglar það vilja til að samþykkja
lög og meginreglur sambandsins. Annars
vegar er svarið þess vegna já; við erum
ekki að semja um breytingar á löggjöf
ESB. Ef Ísland verður aðildarríki er ekki
víst að Íslendingar yrðu hrifnir af því að
ríkið sem kæmi næst fengi fram alls konar
breytingar á löggjöfinni sem þeir hefðu
ekki fengið. En það þýðir hins vegar ekki
að þetta séu ekki raunverulegar samn-
ingaviðræður. Þetta er erfitt og langdreg-
ið ferli, þar sem við aðstoðum umsóknar-
ríkið við að laga stefnu sína og löggjöf að
því sem gerist í ESB, en um leið tökum við
sérstöðu og hagsmuni einstakra ríkja til
greina.
Ef menn skoða sögu stækkunar ESB,
hafa öll umsóknarríkin haft einhverja sér-
stöðu. Með fullri virðingu, þá er Ísland alls
ekki eina ríkið sem er sér á parti. Evrópu-
sambandið hefur alltaf virt slíka þjóðar-
hagsmuni, án þess að setja regluverk sam-
bandsins úr skorðum, þannig að báðir
aðilar græði á niðurstöðunni; bæði borg-
arar umsóknarríkisins og borgarar ESB.
Markmiðið með aðildarviðræðunum er
sterkara Ísland og um leið sterkara Evrópu-
samband. Það er ekkert vit í neinni annarri
niðurstöðu.“
Ríkisstjórn Íslands ætlar hvorki að gera
breytingar á löggjöf né stjórnsýslu vegna
ESB-aðildar nema aðildarsamningur hafi
verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Er framkvæmdastjórn ESB sátt við þessa
tilhögun?
„Ísland hefur árum saman átt aðild að
Evrópska efnahagssvæðinu og staðið sig
frábærlega við að laga löggjöf sína og stofn-
anir að því sem gerist í Evrópu sambandinu.
Það sem hér skiptir raunverulega máli er
að þegar til aðildar kemur, séum við sann-
færð um að Ísland sé í stakk búið að tak-
ast á hendur bæði réttindi og skyldur sem
fylgja ESB-aðild. Við nálgumst þetta bara
á raunsæjan máta.“
Vettvangur til að ræða þróun ESB
Ein meginröksemd stuðningsmanna ESB-
aðildar er að þannig eigi Ísland möguleika
á að fá stöðugan gjaldmiðil með upptöku
evru. Nú er hins vegar mikið uppnám á evru-
svæðinu. Geturðu lofað því að evran verði
áfram einn af plúsunum við aðild og að evru-
svæðið finni leið út úr vandræðunum?
„Ég get lofað því að framkvæmdastjórn
ESB gerir sitt ýtrasta til að tryggja vel-
gengni evrunnar. Núverandi ástand hefur
ósköp lítið með evruna sem gjaldmiðil að
gera. Hún er áfram sterk og henni fylgja
sömu kostir og áður. Það eru ríki evru-
svæðisins, sem glíma við óstöðugleika sem
á rætur sínar í kerfislægum vanda,“ segir
Füle.
Hann segist sannfærður um að hægt sé
að bregðast við skulda- og ríkisfjármála-
vanda evrusvæðisins. „Ég er sannfærður
um að evran verði áfram traustur viti fyrir
ríki eins og Ísland.“
En þurfa aðildarríkin að gefa eftir meira
af fullveldinu til yfirþjóðlegra stofnana, til
dæmis í skipulagningu ríkisfjármála?
„Hluti af áætlun okkar er að styrkja
samstarfið, fyrst og fremst á milli land-
anna sem nota evruna. Það er hins vegar
í hag allra aðildarríkjanna að það sé líka
eitthvert samræmi í stefnu landanna sem
ekki nota evru. Ég vil gjarnan að í aðildar-
viðræðunum við Ísland einblínum við ekki
á regluverk ESB, þótt það sé tilgangur
viðræðnanna, heldur búum okkur líka til
vettvang til að deila með Íslendingum því
sem er framundan á dagskrá ESB og evru-
svæðisins og ræða þau mál í þaula. Það
mun auka traust í viðræðunum enn frekar.“
Upplýsingar eyði goðsögnum
Framkvæmdastjórnin ætlar f ljótlega að
opna upplýsingaskrifstofu í Reykjavík. Mun
hún veita hlutlægar upplýsingar eða verður
þetta einhliða áróður, studdur „fémútum“ í
formi styrkja, eins og landbúnaðarráðherra
Íslands kallar það?
„Almáttugur, nei. Við tökum ekki afstöðu
í umræðum á Íslandi. Við berum fulla virð-
ingu fyrir mismunandi sjónarmiðum. Þegar
að því kemur að Íslendingar taki ákvörðun
þarf hún að byggjast á traustum, hlutlæg-
um upplýsingum. Slíkar upplýsingar á skrif-
stofan í Reykjavík að veita; réttar upplýs-
ingar um stefnu Evrópusambandsins til að
svara þeim mörgu spurningum sem íslenzk-
ur almenningur vill spyrja. Ég vona að þessi
upplýsingastarfsemi eyði goðsögnum og
vangaveltum um ESB.“
Föstudagsviðtaliðföstuda
gur Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins
Plúsarnir verði fleiri en mínusarnir
Štefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins, segist telja að hægt verði að taka tillit til sérstöðu og hagsmuna Íslands í aðildar-
viðræðunum sem nú fara fram. Hann vill ekki einblína á erfiðu kaflana, heldur beina líka sjónum að tækifærunum sem Íslandi
bjóðist með ESB-aðild. Ólafur Þ. Stephensen ræddi við Füle, sem segir vanda evrusvæðisins hafa lítið með evruna sjálfa að gera.
STEFAN FÜLE Framkvæmdastjóri stækkunarmála hjá ESB segir sambandið hafa fullan skilning á sérstöðu Íslands á sviði sjávarútvegs og landbúnaðar. Hann boðar
enn fremur samráðsvettvang með Íslendingum um framtíðarþróun ESB. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Markmiðið með aðildarviðræðunum er
sterkara Ísland og um leið sterkara Evrópu-
samband. Það er ekkert vit í neinni annarri
niðurstöðu.