Fréttablaðið - 21.10.2011, Page 17

Fréttablaðið - 21.10.2011, Page 17
FÖSTUDAGUR 21. október 2011 17 Ármúla 30 | 108 Reyk jav í k | S ími 560 1600 | w w w.borgun . i s Það er alltaf nóg að gera! Borgun gerir það eins auðvelt og hægt er. J Ó N S S O N & L E ’M A C K S • jl .i s • S ÍA Um miðbik seinustu aldar voru margir rithöfundar og leik- stjórar uppteknir af hættu á fas- istastjórnum. Bækur á borð við 1984, Brave New World og Fahren- heit 451 sýndu alumlykjandi ríkis- stjórnir sem fylgdust með öllu og stjórnuðu flestu. Þær réðu hver mætti sofa hjá hverjum. Þær settu myndavélar og hljóðnema heim til allra. „Stóri bróðir fylgist með þér,“ var sagt. Til allrar lifandi lukku hafa þessar sýnir listamannanna ekki ræst, alla vega ekki í okkar heims- hluta. En það er kannski eilítið skoplegt hve langt í átt til eftirlits- samfélagsins við sem neytendur höfum teygst, algjörlega af fúsum og frjálsum vilja. Við komum fyrir nettengdum njósnamyndavélum heima hjá okkur. Við göngum með hljóðnema og staðsetningartæki á okkur. Svo látum við alla vita hvar við erum og hvað við erum að gera og hugsa, bara til öryggis. Langflestar fartölvur eru með innbyggðum myndavélum og hljóðnemum. Það er hægt að láta þessi tæki senda myndir og hljóð þótt við vitum ekki af því og það hefur verið gert. Óprúttnir aðilar hafa tekið myndir á vefmynda- vélar fólks að því forspurðu. Það hafa ríki líka gert. Nú síðast frétt- ist af því að lögreglan í Þýskalandi hefði notað slíkar aðferðir við gagnaöflun í sakamáli. Samsæriskenningar? Nú er ég almennt lítið fyrir hvers kyns samsæriskenningar, sérstaklega þær sem krefjast samstarfs fjölmargra manna í ólíkum ríkjum, fyrirtækjum eða stofnunum. En það er auðvitað verulega mikill munur á fullyrð- ingum á borð við „Bandaríkja- stjórn lagði á ráðin með Al-Kaída til að ráðast á Pentagonið“ eða „það eru til pervertar sem kunna að forrita“. Sú fyrri finnst mér fremur hæpin, sú síðari mjög sennileg. Einhverjir ótíndir tölvuþrjótar eru ekki eina hugsanlega vanda- málið. Fyrirtæki á borð við Google, Facebook og Microsoft eru í dag voldugri en margar ríkisstjórnir. Þau hafa aðgang að tölvupósti stórs hluta mannkyns og búa yfir upplýsingum um hvar hver og einn er, hver áhugamál hans eru og hvað hann er að gera. Hættan á misnotkun þessara upp- lýsinga er ekki minni þótt um sé að ræða fyrirtæki en ekki ríkis- stjórnir. Þá er sterk markaðsstaða þeirra auðvitað gríðarlegt vopn. Hugsum okkur að Google færi á hliðina. Allur tölvupóstur, allar ljósmyndir og allt annað sem það fyrirtæki geymir ætti á hættu á að glatast. Kæmi ekki fram krafa um að bjarga þessu? Er Google kannski orðið „of stórt til að falla“? Hafi maður einhverjar kröfur á ríkisvaldið í þessum efnum þá er það auðvitað að sjá til að almenn- ar leikreglur séu til, og að þær séu virtar. En smæð ríkja er auð- vitað ekki kostur þegar kemur að því að setja stórum alþjóðlegum fyrirtækjum stólinn fyrir dyrnar. Ef lög myndu til dæmis banna Google að lesa tölvupóstinn manns myndi það sennilega ekki hafa önnur áhrif en þau að lokað yrði fyrir Gmail hérlendis. Annað dæmi: Það er brýnt að skera upp herör gegn hvers kyns svæðislæsingum á tónlist og afþreyingu sem í reynd hafa skapað kerfi einkarekinna toll- svæða. En hér dygðu lög eins ríkis skammt. Það þyrfti sam- starf fleiri ríkja, t.d. allra ríkja Evrópusambandsins, til að slíkt bann við svæðislæsingum og ann- arri vitleysu hefði einhverja vigt. Með njósnum gegn frelsi Fá ef nokkur dæmi má nefna af því að íslenska ríkið hafi með lög- gjöf reynt að tryggja frelsi borg- aranna á netinu. Almennt finnast fá dæmi um áhuga stjórnvalda á netmálum almennt, ef frá er talin gagnrýnislaus innleiðing flestra stefnumála höfundarréttarlobbý- ista inn í íslenska löggjöf og svo auðvitað skipulögð óbeit löggjaf- ans á nafnlausum kommentum. Sú síðarnefnda stefnir í raun að því að skylda síðueigendur til að njósna um notendur sína, í stað þess að banna að slíkt sé gert. Þetta nafnleyndarhatur er annars hættulegt. Nafnlaus skrif eru oft eina leiðin til að ýta óvinsælum, illa þóknanlegum málum af stað. Sagan geymir mörg dæmi. Netið skapar gríðarlegt frelsi. En netið getur hæglega breyst í kúgunartól í höndum stjórnvalda eða annarra ef við förum ekki að með gát. Þar sem ég sit tel ég þrjá hljóðnema, tvær mynda- vélar, þrjá útvarpssenda og eitt staðsetningartæki. Hvað með ykkur? Augað í tölvunni Pawel Bartoszek Stærðfræðingur Í DAG Ég tel mig vera jákvæða og lífs-glaða manneskju og reyni eftir fremsta megni að líta jákvætt á þær aðstæður sem á vegi mínum verða. Ég hef ekki viljað vera með stór orð í garð ráðamanna því ég tel mig ekki hafa betri ráð og forðast að gagnrýna þær ákvarð- anir sem teknar hafa verið í þessu þjóðfélagi. En þegar málin snerta mann beint og maður kemst í þær aðstæður að einu svörin sem maður fær eru niðurskurður og því miður … Við að heyra þær fréttir að loka ætti líknardeildinni á Landakoti varð mér allri lokið. Hvað er í gangi? Fárveikt fólk er sent heim, þar sem makinn (oftast kominn yfir sjötugt eða jafnvel áttrætt) á að vera á 24 tíma vakt – jú, hann fær símanúmer til að hringja í þegar eitthvað kemur upp á og öryggis- hnapp ef hann ræður ekki við aðstæður. Börnin sem eru í fullri vinnu við að reyna að halda sínum heimilum gangandi eiga að taka vaktina annað slagið og versla inn. En þetta gengur bara ekki upp, makinn sem er kannski nokk- uð hress endist ekki til lengdar ósofinn og félagslega vannærður, hann gefst hreinlega upp. Og þetta endar með því að sjúklingarnir verða tveir sem þurfa umönnun í stað eins. Og viljum við hafa þetta svona? Að það sé ekki pláss fyrir okkur þegar við höfum klárað lífsstarfið og erum að bíða eftir lokaferðalag- inu sem er það eina örugga í lífinu. Er það ekki eitt af því mikilvæg- asta að við fáum að kveðja með reisn og finna að við eigum stað sem tekur á móti okkur þegar lífs- kraftinn þrýtur? Ég held að við séum öll sammála því að þessi þáttur í þjóðfélaginu verður að vera í lagi, þ.e. að heil- brigðiskerfið okkar sé traust og að vel sé tekið á móti okkur þegar við þurfum á því að halda. Það er mín tilfinning að það sé verið að gera breytingar til þess eins að það sé verið að gera eitt- hvað, burtséð frá því hvort það sé hagkvæmt eða skynsamlegt. Að loka einni stofnun og ætla að sameina hana annarri sem er nú þegar full er ég ekki að skilja. Ef við erum raunsæ í þessu þá hætt- um við ekki að veikjast og deyja. Við gætum jú tekið upp þann hátt eins og t.d. á bílaverkstæðum, að þegar það borgar sig ekki að gera við, þá erum við send í Vöku. Ég tek ofan fyrir þeim sem velja sér það ævistarf að hlúa að öðrum og vona að þeir haldi það út að vinna hér áfram, því að með hverri uppsögn bætist sú vinna á þá sem eftir eru. Hugum að því sem skiptir máli og hættum að eltast við sýndar- mennsku. Viljum við þetta? Heilbrigðismál Svava K. Egilson aðstandandi Við að heyra þær fréttir að loka ætti líknardeildinni á Landakoti varð mér allri lokið.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.