Fréttablaðið - 21.10.2011, Page 26

Fréttablaðið - 21.10.2011, Page 26
2 föstudagur 21. október núna ✽ Vertu meistari augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Anton Brink Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Rokkað á Gauknum Rokksveitin og eftir- hermubandið Stóns held- ur tónleika á Gaukn- um annað kvöld. Stóns sérhæfir sig í að leika tónlist hinnar mögnuðu sveit- ar Rolling Stones og gerir það listavel. Hljómsveitina skipa valin- kunnir menn úr íslensku tónlistar- lífi og eru því engir nýgræðingar við stjórnvölinn. Tónleikarnir hefj- ast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn. Íslenskt, já takk Kvikmyndin Borgríki er nútíma glæpasaga í anda Stiegs Larsson. Myndin er í leikstjórn Ólafs de Fleur og segir frá serbneskum bif- vélavirkja sem missir ófætt barn sitt í árás. Hann hefnir sín og í leiðinni tvinnast örlög hans saman við lögreglu- konu sem ýtt er út á ystu nöf, spilltan yfirmann hennar í fíkniefnadeild lögreglunnar og glæpakóng sem er að missa tökin á veldi sínu. Borg- ríki er sögð vera besta íslenska spennumyndin til þessa og fer leikara- hópurinn á kostum. Franski fatahönnuðurinn Jean Paul Gaultier viðurkenndi ný- verið að honum væri illa við Önnu Wintour, ritstjóra banda- ríska Vogue. „Ég var ekki hrifinn af myndinni The Devil Wears Prada því Anna Wintour er meira skrímsli en myndin gefur í skyn. Hún er ekki jákvæður karakter, hún er bara karakter,“ sagði hönnuðurinn. The Devil Wears Prada skartar þeim Meryl Streep og Anne Hathaway í aðalhlutverkum og er persóna Streep byggð að miklu leyti á Wintour, sem var mjög ósátt við gerð myndarinnar á sínum tíma. Þó að myndin eigi að gerast í tískuheiminum þorðu fatahönn- uðir ekki að koma fram sem þeir sjálfir af ótta við reiði Wintour, en hún þykir ein sú valdamesta innan tískuheimsins í dag. - sm Jean Paul Gaultier er illa við Önnu Wintour: Segir Wintour vera skrímsli Óttast Wintour Jean Paul Gaultier er ekki aðdáandi Önnu Wintour, ritstjóra bandaríska Vogue. NORDICPHOTOS/GETTY FLOTTAR BUXUR Verslunin Geysir heldur kynn- ingu á gallabuxnamerkinu Lee 101 í dag frá klukkan 17. Í tilefni þess verður boðið upp á léttar veitingar og góða músík auk afsláttar af öllum Lee-vörum. TÖFF Hönnuðurinn Vivienne Westwood var flott á opnun nýrrar verslunar sinnar í Shjanghæ í Kína. Westwood hefur verið á meðal fremstu hönnuða heims allt frá upp- hafi áttunda áratugarins. NORDICPHOTOS/GETTY É g er með örlítinn fiðring og hef ákveðið að njóta augnabliksins, sýna auðmýkt og gera mitt allra besta við að vera landi og þjóð til sóma á þessu kvöldi,“ segir Sigrún Lilja Guðjónsdóttir, hönnuður og framkvæmda- stjóri Gyðju Collection, en hún fær veitt verð- laun frá The National Academy of Best Sell- ing Authors í kvöld. Sigrún Lilja er einn af höfundum bókarinn- ar The Next Big Thing sem seldist á methraða á Amazon. Þess vegna heldur Sigrún Lilja til Hollywood þar sem hún tekur á móti sérstök- um Golden Quill-verðlaunum fyrir framlag sitt til bókar- innar á The Annual Best Sell- ing Summit and Awards Gala sem haldin eru á hinu einstaka Roosevelt-hóteli í hjarta Holly- wood. „Undirbúningur hófst fyrir um einum og hálfum mánuði þegar byrjað var að huga að klæðnaði og skart- inu sem ég klæðist í kvöld,“ segir Sigrún Lilja sem verður í sérhönnuðum kjól frá íslenska merkinu Arfleifð frá hönnuðin- um Ágústu Margrét Arnardóttur. „Ágústa vinnur mikið úr íslenska roð- inu sem ég er rosalega hrifin af, enda nota ég þetta fallega og alíslenska efni mjög mikið í skóna og fylgihlutina frá Gyðju. Það ríkti ákveðin leynd yfir kjólnum á meðan Ágústa saumaði hann og gerði hún nokkrar útfærslur og liti á mig áður en við ákváðum að kjóllinn sem ég klæðist í kvöld yrði hvít- ur og gylltur.“ Sigrún Lilja fékk Jóhannes Ottósson gull- smið sem er með skartgripahönnunina Nox til liðs við sig en hann hefur sérhannað skartgripi fyrir viðburðinn. Jóhannes hefur áður unnið með Sigrúnu og þykir henni mikið til hans koma. Sigrún er stödd í Los Angeles ásamt vinkonu sem hún bauð með sér á verðlaunin og verður henni til halds og trausts í kvöld. „Dagarnir hérna úti eru mjög vel nýttir og er dagskráin þéttbókuð, því ásamt því að taka við þessum verð- launum er ég að funda nánast alla daga frá morgni til kvölds vegna Gyðju Collection, með teyminu mínu hérna úti,“ segir Sig- rún Lilja spennt fyrir kvöld- inu. alfrun@frettabladid.is Tekur við verðlaunum í Hollywood VERÐUR Í ROÐI FRÁ TOPPI TIL TÁAR Verðlaun metsöluhöfunda Sig- rún Lilja Guðjónsdóttir tekur við verðlaununum í kvöld klædd íslensku fiski- roði frá toppi til táar. Sigrún hannar skó og fylgi- hluti undir nafninu Gyðja.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.