Fréttablaðið - 14.11.2011, Page 18

Fréttablaðið - 14.11.2011, Page 18
Fæst í Bónus og Inspired, Keflavíkurflugvelli HOLLUR BITAFISKUR + 80% prótín Fiskneysla er góð fyrir heilabúið M eirapró f U p p lýsin gar o g in n ritun í s ím a 5670300 Nýtt námskeið hefst 16 nóvember Lampar eru mesta þarfaþing á þessum árstíma og um að gera að bæta þeim í öll horn og skúmaskot til að skapa notalega birtu á heimilinu. Það getur skipt sköpum fyrir andlega líðan í svartasta skammdeginu. Þýski útáfurisinn Taschen gaf í árslok 2009 út bókina Illustration Now! Volume 3 þar sem Signýju Kolbeinsdóttur var skipað í hóp með áhugaverðustu teiknurum heims. Nú hefur Taschen gefið út dagatal sem inniheldur brot af því besta úr bókinni og í því er meðal annars að finna teikningar eftir Signýju. „Þetta er rosalegur heiður, að vera valin úr hópi þeirra bestu; skemmtilegt áframhald á þessu ævintýri,“ segir Signý ánægð með að Taschen hafi séð ástæðu til að birta aftur hluta teikninganna sem eru teknar úr myndheimi hennar Tulipop, en hann samanstendur af litríkum fígúrum í ævintýralegri umgjörð. Óhætt er að segja að Signý sé heldur ekki í amalegum félags- skap í dagatalinu frá Taschen því þar er einnig að finna myndir eftir heimsfræga listamenn á borð við Söru Antoin- ette Martin, Gary Baseman og Blanquet og Brosmind svo fáeinir séu nefndir til sögunnar. Dagatalið er enn ein rósin í hnappagat Tulipop, sem er hönn- unarfyrirtæki í eigu Signýj- ar og Helgu Árnadóttur. En ný- verið bættust YoYa Mart og hinar þekktu Pylones-verslanir í New York í hóp söluaðila þess. Þá hefur Tulipop landað samningi við stóra dreifingaraðila á Englandi. Fyrir eru vörur fyrirtækisins seldar í á fjórða tug verslana á Íslandi, í Sví- þjóð og Bandaríkjunum. „Eiginlega er bara allt að ger- ast hjá okkur um þessar mundir, þessir samningar sem eru ákveð- inn gæðastimpill fyrir okkur og munu opna ýmsar dyr, Taschen- dagatalið, blaðaumfjallanir og svo ný vörulína sem er unnin upp úr myndheimi Tulipop. Fyrstu ein- tök voru einmitt að koma í hús og fara í verslanir í byrjun desem- ber,“ segir Signý. roald@frettabladid.is Á topplista hjá Taschen Teikningar eftir listakonuna Signýju Kolbeinsdóttur prýða dagatal útgáfurisans Taschen fyrir komandi ár. Signý er þar í hópi heimsþekktra listamanna á borð við Söru Antoinette Martin og Gary Baseman. Ný vörulína frá Tulipop er væntanleg í verslanir í desember. Línan samanstendur af matarstelli sem unnin er upp úr litríkum ævintýraheimi Tulipop og þar bregður ýmsum kunnug- legum persónum fyrir. Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir standa að baki fyrirtækinu Tulipop. FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.