Morgunblaðið - 24.07.2010, Síða 14

Morgunblaðið - 24.07.2010, Síða 14
ÚR BÆJARLÍFINU Jónas Erlendsson Fagridalur Sól og blíða er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar hugsað er um hvað er helst að gerast í Mýrdaln- um en júlímánuður hefur það sem af er verið mjög sólríkur. Flestir bænd- ur eru búnir með fyrri slátt og stytt- ist í aðra umferð. Og mikið af þurru og góðu heyi hefur verið sett í rúllur.    Eftir frekar lélegt vor hvað varðar ferðamannastraum hefur ástandið mikið lagast eftir því sem hefur liðið á sumarið og þó svo að ferðamenn verði aldrei jafnmargir þetta sumar og vonast var eftir í byrjun árs eru flestir ferðaþjón- ustuaðilar bjartsýnir og telja að gosið í Eyjafjallajökli hafi ekki varanleg áhrif á ferðamannastraum til lands- ins.    Töluverð aukning varð á gisti- möguleikum í sumar í Mýrdalnum. Á Reyni í Mýrdal var byggt gistihús sem hefur gott útsýni í átt að Dyr- hólaey. Á Suður-Hvoli voru byggð tvö sumarhús til útleigu, einnig með útsýni til Dyrhólaeyjar en úr annarri átt. Hótel Vík var stækkað og hjá Ferðaþjónustunni í Sólheimahjá- leigu var byggt nýtt gistihús. Einnig stækkaði Hótel Dyrhólaey gistingu sína.    Ný sveitarstjórn tók til starfa eftir kosningar í vor en hana skipa eingöngu nýliðar í sveitarstjórn fyrir utan oddvitann Elínu Einarsdóttur. Auglýst var eftir sveitarstjóra og var Ásgeir Magnússon ráðinn í starfið en hann hefur verið forstöðumaður skrifstofu Samtaka iðnaðarins á Ak- ureyri. Gert er ráð fyrir að hann hefji störf í byrjun ágúst.    Ferðafélag Mýrdælinga stóð nú í júlí fyrir áheitagöngu til fjáröfl- unar vegna endurbyggingar Deild- arárskóla sem stendur nú við Barð í Höfðabrekkuafrétti. Gengið var frá þeim stað sem skólinn stóð á á sínum tíma við Deildarárgil að Barði, alls í sex og hálfan klukkutíma, tuttugu og tveir luku göngunni og söfnuðust 242.700 krónur. Sól og blíða í Mýrdalnum Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Náttúra Mikill fjöldi ferðamanna skoðar Dyrhólaey ár hvert. 14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Samþykkt var í borgarráði Reykja- víkur sl. fimmtudag bókun þar sem fram kemur að ráðið telji rétt að fallið verði frá fyrirhugaðri bygg- ingu vélageymslu á starfssvæði Golfklúbbs Reykjavíkur (GR). Enn- fremur er farið fram á það að klúbb- urinn endurgreiði borginni þá fjár- hæð sem hann fékk úr borgarsjóði vegna þeirrar framkvæmdar. Bók- un borgarráðs er byggð á skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkur- borgar um samninga borgarinnar og GR sem lögð var fram á fundi ráðsins. Málið teygir sig aftur til ársins 2006 þegar samið var um það á milli Reykjavíkurborgar og GR að stækka golfvöllinn í landi Korpúlfs- staða í Grafarvogi úr 18 holum í 27 og auk þess fjárstyrk frá borginni til sex tiltekinna verkefna á vegum klúbbsins. Hljóðaði kostnaðaráætl- un upp á samtals 267 milljónir króna samkvæmt þáverandi verð- lagi. Reykjavíkurborg skyldi leggja til 210 milljónir króna sem greiddar yrðu út á fjórum árum en GR brúa það sem upp á vantaði. Stuðningi hafnað Í skýrslu innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar kemur fram að GR hafi óskað eftir því með bréfum til borgarstjóra síðari hluta árs 2007 að fá viðbótarfjárstuðning frá borg- inni til þess m.a. að standa straum af kostnaði vegna ýmissa fram- kvæmda á starfssvæði sínu, þ. á m. vegna byggingar vélageymslu. Beiðni GR um fjárstuðning til þessara framkvæmda var rædd í borgarráði, umsagnar Íþrótta- og tómstundaráðs (ÍTR) óskað og er- indinu síðan vísað til fjárhagsáætl- unargerðar ársins 2009 að því er fram kemur í skýrslu innri endur- skoðunar. Niðurstaðan hafi hins vegar orðið sú að ekki var gert ráð fyrir fjárstuðningnum í fjárhags- áætlun árins 2009 sem verði að túlka sem svo „að erindinu hafi í raun verið synjað“. Svo virðist hins vegar sem GR hafi litið á afgreiðslu borgarráðs sem skuldbindandi lof- orð um styrk. Framkvæmdum frestað Vegna bankahrunsins haustið 2008 ákvað GR m.a. að fresta bygg- ingu vélageymslunnar í ljósi óviss- unnar sem skapaðist í kjölfar þess. Hins vegar mun öðrum fram- kvæmdum sem Reykjavíkurborg styrkti nú vera lokið eða að ljúka. Á heimasíðu GR kemur fram að allt til ársloka 2008 hafi allar framkvæmd- ir við golfvöllinn í landi Korpúlfs- staða verið í fullu samræmi við þá samninga sem gerðir voru. Hins vegar hafi klúbburinn litið á það sem ábyrgðarhluta að fresta ýmsum stórum framkvæmdum þegar hrun- ið skall á og að í „ljósi óvissunnar var talið ráðlegra að greiða frekar niður lán vegna framkvæmda og hafa vaðið fyrir neðan sig“. Skortur á upplýsingum Á heimasíðunni segir að eitt stærsta verkið sem samið hafi verið um sé vélageymsla sem til stóð upp- haflega að reisa árið 2009 fyrir um 90 milljónir á þáverandi verðlagi. Staðið hafi til að reisa innflutt stál- grindarhús en að það hafi tvöfaldast í verði þegar gengi krónunnar féll. Því hafi verið leitað annarra leiða og í sumar hefjist bygging á íslensku húsi og sú framkvæmd rúmist innan upphaflegu fjárhagsáætlunarinnar. Innri endurskoðun Reykjavík- urborgar gagnrýnir það m.a. í skýrslu sinni að GR hafi ekki upp- lýst borgaryfirvöld nægjanlega um það að til stæði að fresta byggingu vélageymslunnar. Ennfremur er ÍTR gagnrýnt fyrir að inna af hendi greiðslu til GR í byrjun árs 2009 án þess að kanna áður hvernig staðan væri í þeim framkvæmdum sem fyr- irhugaðar hefðu verið. Fram kemur í skýrslunni að samkvæmt bréfi frá GR til innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar hafi klúbburinn lýst því yfir að hann myndi ljúka framkvæmdum við vélageymsluna fyrir eigin reikning. Morgunblaðið / Frikki Golf Ungir golfarar spreyta sig á golfvellinum í landi Korpúlfsstaða í Grafarvogi. Vilja styrk til baka  Reykjavíkurborg vill að fallið verði frá byggingu fyrirhug- aðrar vélageymslu á starfssvæði Golfklúbbs Reykjavíkur Vélageymslan » Golfklúbbur Reykjavíkur óskaði eftir því 2007 að Reykjavíkurborg styrkti m.a. byggingu vélageymslu á starfssvæði klúbbsins. » GR ákvað í kjölfar banka- hrunsins að fresta byggingu vélageymslunnar vegna þeirrar óvissu sem skapaðist í kjölfar þess. » Borgarráð Reykjavíkur sam- þykkti bókun sl. fimmtudag þar sem kallað er eftir því að fallið verði frá byggingu véla- geymslunnar. Á morgun, sunnudag, verður hinn árlegi Barnadagur haldinn í Viðey. Öllum börnum er boðið á hestbak og alls kyns afþreyingu verður að finna á leiksvæðinu. Lalli töframað- ur verður við Viðeyjarstofu og galdrar fyrir börnin auk þess sem Gunni og Felix munu skemmta börnunum með tónlist og spjalli. Þá munu öll börn sem koma fá ókeypis íspinna á meðan birgðir endast. Dagskrá barnadagsins er að finna á www.videy.com. Barnadagur í Viðey Gefið hefur verið út nýtt göngukort á fjöll í Grímsnesi. Fjöllin eru Búr- fell, Mosfell og Hestfjall með hinu sígilda ljóði Tómasar Guðmunds- sonar, „Fjallganga“. Kortið er sam- starfsverkefni nemenda og kenn- ara Ljósuborgar, ferðamálafulltrúa uppsveita Ánessýslu og handhafa höfundaréttar Tómasar Guðmunds- sonar skálds. auk þess kom að verk- inu Rúnar Gunnarsson hjá Þríbroti ehf. sem sá um útlit og grafíska hönnun kortsins. Efnt var til teiknisamkeppni meðal nemenda grunnskólans Ljós- uborgar. allir nemendur skólans teiknuðu myndir og var erfitt að velja úr. Vinningsmyndin sem prýð- ir bakrunninn við ljóðið „Fjall- ganga“ er teiknuð af Katli Árna Laufdal Ingólfssyni og fékk hann ljóðabókina Fögru veröld í við- urkenningarskyni fyrir myndina. Göngukortið er hægt að nálgast á heimasíðu Grímsnes- og Grafn- ingshrepps auk þess sem það mun liggja frammi á helstu ferða- mannastöðum í hreppnum. Kortagerð Ingveldur Eiríksdóttir kennari, Irena Sævarsdóttir og Ketill Árni Laufdal Ingólfsson verðlaunahafar, Guðrún Ásgeirsdóttir og Ragnar Guðmundsson, barnabarn skáldsins. Nýtt göngukort komið út ásamt ljóði Tómasar Guðmundssonar Umferðarstofu hefur ítrekað bor- ist kvartanir ökumanna stórra hópferðabíla og vöruflutningabíla um að einstaka ökumenn, sem eru að aka um vegi landsins með stór hjólhýsi og aðra eftirvagna, víki ekki nægilega vel út í kant þegar þeir mæta bílum. Oft séu eft- irvagnarnir að einhverju leyti inni á öfugum vegarhelmingi þegar bílar mætast. Svo virðist sem ein- staka ökumenn hafi gleymt stærð og breidd vagnsins og stafar af þessu athugunarleysi mikil hætta, segir í tilkynningu frá Umferð- arstofu. „Oft er það kostur og í ein- hverjum tilfellum lífsnauðsynlegt að gera sér grein fyrir stærð sinni,“ segir Umferðarstofa. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fellihýsi Tjaldsvæðið í Reykjahlíð. Hversu þungur er tengivagninn? Heimdallur, félag ungra sjálfstæð- ismanna í Reykjavík, hefur óskað eftir því að umboðsmaður Alþingis kanni lögmæti hverfaskiptingar í framhaldsskóla en samkvæmt nýj- um reglum ber skólum að taka inn 45% nemenda af svonefndu heima- svæði skólans. Heimdallur telur að í því felist að möguleikar ungs fólks á að komast í þann skóla sem það óskar eftir séu takmarkaðir og bú- seta látin ráða meiru en einkunnir. Réttara væri að einkunnir myndu ráða, enda ræður ungt, ólögráða fólk allajafna litlu um búsetu sína. Fyrir utan hversu vond skilaboð reglurnar senda má draga verulega í efa að þær séu lögmætar. Innritun í skóla

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.