Morgunblaðið - 24.07.2010, Page 18
18 FréttirVIÐSKIPTI | ATVINNULÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
Þórður Gunnarsson
thg@mbl.is
Gengisbundin lán á bókum íslenskra
fyrirtækja eru tæplega 44% af
landsframleiðslu síðasta árs. Sé lán-
um eignarhaldsfélaga bætt við sam-
svarar sú upphæð hálfri landsfram-
leiðslu Íslands. Samkvæmt nýjum
tölum um bankakerfið sem Seðla-
bankinn birti í gær námu útistand-
andi erlend lán alls 883 milljörðum
króna í lok maí síðastliðins. Lán til
fyrirtækja eru þar langveigamest og
nema um 75% heildarupphæðarinn-
ar. Eins og við var að búast eru
greinar tengdar sjávarútvegi
stærstar í þeim lið, en útstandandi
erlend lán til fyrirtækja í greinum
tengdum sjávarútvegi nema alls 262
milljörðum króna. Þjónustugeirinn
fylgir þó skammt á eftir með 234
milljarða útistandandi.
Aðeins um 6% í fasteignalánum
Erlend fasteignalán til einstak-
linga eru samkvæmt tölum Seðla-
bankans 53,5 milljarðar króna. Það
samsvaraði um 6% allra útistand-
andi erlendra lána á bókum banka-
kerfisins í lok maí. Erlend lán til ein-
staklinga eru í heild um 12,5% af
öllum slíkum lánum. Íslandsbanki
og Arion banki sendu báðir frá sér
tilkynningar fyrir um mánuði, þar
sem því var lýst yfir að ef öll lán til
einstaklinga væru færð niður,
myndu bankarnir samt sem áður
standast kröfur um eigið fé. Ekkert
var minnst á fyrirtækjalán.
Ef Hæstiréttur staðfestir úrskurð
Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í
gær, þess efnis að óverðtryggðir
vextir Seðlabankans skuli gilda við
endurreikning lána, verður höggið á
efnahagsreikninga bankanna mun
minna en ef notast yrði við samn-
ingsvexti. Í þeim samtölum sem
Morgunblaðið átti við kröfuhafa
gömlu bankanna, sem eru eigendur
Íslandsbanka og Arion banka, mátti
merkja nokkurn létti vegna þeirra
vísbendinga sem úrskurður héraðs-
dóms gaf í gær.
Erlend lán fyrirtækja
veigamest hjá bönkunum
Fasteignalán einstaklinga í erlendri mynt mjög lítill hluti
Morgunblaðið/ÞÖK
Byggingar Erlend lán til byggingariðnaðar voru 33,2 milljarðar króna í lok
maí. Öll erlend húsnæðislán til einstaklinga voru 53,5 milljarðar króna.
Erlend lán
» Mestu skiptir fyrir fjár-
málakerfið að gengistryggingu
fyrirtækjalána verði ekki kippt
úr sambandi án þess að eitt-
hvað komi á móti.
» Fasteignalán einstaklinga í
erlendri mynt voru um 6%
allra slíkra lána í lok maí síð-
astliðins.
Einar Örn Gíslason
einarorn@mbl.is
Eignarhaldsfélagið Vestia, sem er
eignaumsýslufélag í eigu Lands-
bankans, hefur lokið sölu á 80 pró-
senta hlut sínum í Parlogis ehf. Hin
20 prósentin voru í eigu Atorku
Group, sem jafnframt selur sinn
hlut. Lyfjaþjónustan ehf. kaupir
allt hlutaféð í Parlogis og greiðir
250 milljónir króna fyrir fyrirtæk-
ið, sem sinnir vörudreifingu til ís-
lensks heilbrigðiskerfis. Frá söl-
unni var gengið með fyrirvara um
samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Þar með er fyrstu sölu Vestia á
félagi í sinni eigu lokið. Steinþór
Baldursson, framkvæmdastjóri
Vestia, sagði af þessu tilefni að með
sölunni hefði tekist að „hámarka
endurheimtur við ráðstöfun eigna,
lágmarka eignarhaldstíma og gæta
jafnræðis og gagnsæis við sölu-
ferli.“
Söluverðið lágt?
Tekjur Parlogis árið 2009 voru
rúmir 8 milljarðar króna. Hagnað-
ur fyrir vexti, skatta og afskriftir
(EBITDA) var 284 milljónir eða
töluvert yfir söluverðinu nú. Fjög-
ur óskuldbindandi tilboð bárust í
félagið, en sú krafa var gerð að til-
vonandi kaupendur sýndu fram á
fjárfestingargetu upp á að minnsta
kosti 300 milljónir króna, sem er
einnig töluvert yfir endanlegu sölu-
verði. Það má því draga þá ályktun
að verðið hafi verið í lægra lagi.
Fleiri sölur í burðarliðnum
Önnur fyrirtæki sem Vestia á að
miklu eða öllu leyti eru Húsasmiðj-
an, Icelandic Group, Plastprent og
Teymi, svo einhver séu nefnd. Sölu-
ferli þessara fyrirtækja er ekki enn
hafið, en til stendur að selja þau öll.
Steinþór segir söluna á Parlogis nú
gefa Vestia „byr í seglin við und-
irbúning frekari eignasölu.“
Vestia og Atorka selja Parlogis
Fyrsta fyrirtækið sem Vestia, eignaumsýslufélag Landsbankans, selur
Selt Fjórir aðilar gerðu óskuldbin-
andi kauptilboð í Parlogis.
Örn Arnarson
ornarnar@mbl.is
Sjö af þeim 91 banka sem þreyttu
álagspróf Samstarfsnefndar evr-
ópskra eftirlitsaðila á lánamarkaði
féllu á prófinu. Samkvæmt niður-
stöðum prófsins þá þurfa þessir
bankar um 3,5 milljarða evra í eig-
infjárframlag til þess að uppfylla
skilyrði um 6% eiginfjárhlutfall, það
er að segja ef verstu forsendur
álagsprófsins verða að veruleika.
Dekksta sviðsmyndin sem sett
var fyrir í álagsprófinu var að hag-
vöxtur myndi dragast saman um 3%
af landsframleiðslu í ríkjum Evr-
ópusambandsins á næstu 18 mán-
uðum og að samdrættinum myndi
fylgja vaxandi titringur á markaðn-
um með ríkisskuldabréf aðildarríkja
evrusvæðisins á borð við þann sem
var uppi í maí vegna skuldakreppu
gríska ríkisins.
Ekki gert ráð fyrir skulda-
kreppu í Evrópu
Segja má að þessar forsendur feli
í sér að önnur djúp efnahagslægð
ríði yfir Evrópu en hinsvegar fól
prófið ekki í sér að eitt af verst
stöddu evruríkjunum myndi standa
frammi fyrir greiðslufalli. Þessi út-
færsla hefur verið gagnrýnd en hún
fól í sér að bankarnir sem tóku þátt í
álagsprófinu þurftu einungis að
færa niður tap á eign sinni á evr-
ópskum ríkisskuldabréfum undir
verstu sviðsmynd í veltubók en ekki
fjárfestingabók.
Fram kemur í umfjöllun Dow
Jones-fréttaveitunnar að samkvæmt
úttekt Morgan Stanley færa við-
komandi lánastofnanir um 90% af
stöðum sínum í grískum ríkis-
skuldabréfum í fjárfestingabækur
sínar og þar af leiðandi eru aðeins
10% í veltubókum þeirra. Þeirri
sviðsmynd að gríska ríkið stæði
frammi fyrir greiðslufalli var ekki
brugðið upp í prófinu og þar af leið-
andi reyndi ekki á þennan þátt.
Sem kunnugt er standa ríkisfjár-
mál Grikklands úti á ystu nöf og sé
horft til markaðarins með skulda-
tryggingar á skuldabréf þess sést að
fjárfestar telja helmings líkur á
greiðslufalli á næstu fimm árum.
Vonir evrópskra yfirvalda standa
til að prófið og birting niðurstöð-
unnar verði til þess að auka tiltrú
manna á evrópska bankakerfinu og
getu þess til þess að takast á við erf-
iðar aðstæður í efnahagslífi álfunar.
Ljóst er að niðurstöðurnar munu
vekja upp spurningar um trúverð-
ugleika prófsins en í því samhengi
má nefna að svartsýnustu sérfræð-
ingar höfðu spáð að það myndi leiða
í ljós að evrópskir bankar þyrftu að
sækja sér á bilinu 30 til 90 milljarða
evra til þess að geta haldið sjó.
Sjö svartir sauðir í evrópskri bankahjörð
Niðurstöður álagsprófsins jákvæðar Tók ekki tillit til áhrifa skuldakreppu á bankana
● Hagnaður af rekstri Nýherja nam
100 milljónum króna á fyrri árshelm-
ingi en á sama tímabili í fyrra var 71
milljónar króna tap á rekstrinum.
Samkvæmt uppgjöri var vörusala
innanlands á öðrum ársfjórðungi 30%
meiri en á sama tíma í fyrra. Þá hafi
náðst jafnvægi í rekstri erlendra dótt-
urfélaga og séu horfur góðar á síðari
árshelmingi. Fram kemur í tilkynningu
um afkomuna að stefnt sé að því að
samningar við viðskiptabanka félags-
ins um fjárhagslega endurskipulagn-
ingu liggi fyrir á næstunni og sé gert
ráð fyrir að niðurstöður liggi fyrir á
næstunni.
Nýherji hagnast á fyrri
helmingi ársins
● Matsfyrirtækið
Moody’s hefur
sett lánshæfismat
ungverskra stjórn-
valda á neikvæðar
horfur. Ákvörð-
unin er tekin í
kjölfar þess að
Viktor Orban, for-
sætisráðherra,
lýsti því yfir í
ræðu á þinginu í
vikunni að stjórnvöld þyrftu ekki
lengur á aðstoð Alþjóðagjaldeyr-
issjóðsins að halda. Orban sagði
meðal annars í ræðu sinni að ung-
verska hagkerfið myndi ekki vaxa á
ný fyrr en stjórnvöld myndu ná aftur
fullum yfirráðum yfir efnahagsstefnu
sinni. Samkvæmt Moody’s myndi fyr-
irtækið staðfesta núverandi lánshæf-
ismat ungverskra stjórnvalda á ný ef
stjórnvöld taka af öll tvímæli um að
þau ætli sér að ná fram markmiðum
efnahagsáætlunar AGS.
Vara Ungverja við
Viktor
Orban
● Lítil velta var á skuldabréfamark-
aðnum í gær en veltan nam aðeins 3,6
milljarði króna. Skuldabréfavísitala
Gamma fyrir óverðtryggð bréf hækkaði
um 0,23% í tæplega 1,9 milljarða við-
skiptum. Hinsvegar lækkaði vísitala
Gamma fyrir verðtryggð bréf um
0,03% í tæplega 1,8 milljarða við-
skiptum. Óverðtryggða vísitalan hækk-
aði um 0,3% í vikunni en sú verð-
tryggða lækkaði um 0,16%.
Lítil velta í vikulok
ÞETTA HELST…
!"# $% " &'( )* '$*
+,+-.
+//-+,
++0-+1
,+-+2.
+.-0.3
+2-045
++2-/.
+-5..
+/3-5.
+10-00
+,,-+.
+//-1/
++0-3.
,+-,5+
+.-/1,
+2-01,
++0-,,
+-345+
+/3-.3
+1/-,+
,+5-+5.
+,,-3/
+/.-43
++0-/5
,+-,.5
+.-.+
+2-/4+
++0-11
+-340,
+/1-3.
+1/-21
Einn grískur og einn þýskur
banki auk fimm spænskra
sparisjóða féllu á prófinu. Um er
að ræða gríska bankann ATE-
Bank, sem er í meirihlutaeigu
ríkisins og þýska bankann Hypo
sem er einnig í ríkiseign.
Spænsku sparisjóðirnir fimm
eru: Unnim, Diada, Espiga,
Banca Civica og Cajasur.
Sjö féllu
ÁLAGSPRÓFIÐ
880
milljarðar af gengistryggðum lánum
eru á bókum íslenskra banka í dag
75%
allra gengistryggðra lána eru til fyr-
irtækja, eða 659 milljarðar
110
milljarðar af gengistryggðum lánum
hvíla á einstaklingum á Íslandi,
þ.e.a.s. húsnæðis- og bílalán
6%
allra gengistryggðra lána eru vegna
fasteignalána til einstaklinga, eða
um 53 milljarðar króna
272
gengistryggðir milljarðar hvíldu á
íslenskum heimilum við hrunið í
októbermánuði 2008.
29%
allra gengistryggðra lána eru til fyr-
irtækja tengd sjávarútvegi
‹ ERLENDU LÁNIN ›
»