Morgunblaðið - 24.07.2010, Qupperneq 22
22 Umræðan
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
Árið 2004 skipaði
Sturla Böðvarsson,
þáverandi samgöngu-
ráðherra, starfshóp
til að fjalla um sam-
göngur til Vest-
mannaeyja. Í starfs-
hópnum, sem skilaði
lokaskýrslu í júní
2006, áttu sæti Páll
Sigurjónsson verk-
fræðingur, formaður
hópsins, Bergur Elías Ágústsson,
þáverandi bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, Ingi Sigurðsson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, Páll Zóphóníasson,
fyrrverandi bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, Jón Eðvald Malm-
quist, lögfræðingur í samgöngu-
ráðuneytinu og Gunnar
Gunnarsson aðstoðarvega-
málastjóri.
Starfshópurinn átti einkum að
líta til þriggja möguleika, þ.e. a)
Áframhaldandi siglingar til Þor-
lákshafnar með nýrri og hrað-
skreiðari ferju, b) Ný ferjuhöfn í
Bakkafjöru og c) Jarðgöng til
Vestmannaeyja.
Í lokaskýrslu sinni lagði starfs-
hópurinn til að skoðuð yrði nánar
sú lausn að byggja ferjuhöfn í
Bakkafjöru. Að þeirri athugun
lokinni ákvað þáverandi sam-
gönguráðherra, Sturla Böðv-
arsson, að leggja til við rík-
isstjórn að ráðast í hafnargerð í
Bakkafjöru og var það samþykkt.
Þessi niðurstaða
gaf Árna Johnsen
m.a. tilefni til þess að
ráðast með hrakyrð-
um að Vegagerðinni
og undirrituðum í
grein í Morg-
unblaðinu 26. apríl
2008 undir yfirskrift-
inni: „Klúður fv. sam-
gönguráðherra og að-
stoðarvegamála-
stjóra“. Gaf hann í
skyn að undirritaður
hefði verið handbendi samgöngu-
ráðherra og hefði nánast kúgað
meðnefndarmenn til þess að
skrifa undir tillöguna um höfn í
Bakkafjöru, sbr. eftirfarandi til-
vitnun í greinina: „Ef nefnd-
armenn í úttektarnefndinni komu
með tillögur um að skoða ýmsa
þætti betur var það slegið út af
borðinu með orðum aðstoð-
arvegamálastjóra, lögfræðingsins
í nefndinni. Hann stjórnaði sem
sagt gangi mála og þess vegna
varð vinna nefndarinnar varðandi
jarðgangamöguleika eða nýjan
Herjólf til Þorlákshafnar fúsk
eitt.“
Árni barðist hart fyrir jarð-
göngum til Vestmannaeyja og
miklu fé var varið til rannsókna
þar að lútandi. Árna fannst ekki
nóg að gert og vildi meiri rann-
sóknir sem hefðu kostað tugi
milljóna. Sérfræðingar Vegagerð-
arinnar töldu að frekari rann-
sóknir myndu litlu skila til við-
bótar því sem þegar lá fyrir og
myndu ekki auka líkurnar á því
að ráðlegt væri að ráðast í jarð-
gangagerð, hvort sem litið væri
til aðstæðna eða kostnaðar.
Árni lætur ekki þar við sitja. Í
grein í Morgunblaðinu 20. júlí sl.
ræðst hann enn að Vegagerðinni
með ásakanir um lítið vit og að-
dróttanir um andstöðu við fagleg-
ar rannsóknir. Staðreyndin er
hins vegar sú að afstaða Vega-
gerðarinnar kom í veg fyrir að
mál varðandi Landeyjahöfn frest-
uðust. Þáverandi og núverandi
samgönguráðherrar fylgdu mál-
inu eftir af einurð. Náðist rétt
fyrir „hrun“ að koma verkefninu
af stað. Ef svo hefði ekki til tek-
ist væri ekki enn byrjað þar á
framkvæmdum.
Í ljósi framanritaðs var ein-
kennilegt að hlusta á Árna John-
sen mæra sig og aðra mæra hann
og heiðra við opnun Land-
eyjahafnar, manninn sem næstum
hafði komið í veg fyrir að þetta
mannvirki yrði að veruleika.
„Klúður“ Árna Johnsen
Eftir Gunnar
Gunnarsson » Staðreyndin er hins
vegar sú að afstaða
Vegagerðarinnar kom í
veg fyrir að mál varð-
andi Landeyjahöfn
frestuðust.
Gunnar Gunnarsson
Höfundur er aðstoðarvegamálastjóri
og fyrrverandi nefndarmaður í stýri-
hópi sem lagði til að ráðist yrði í gerð
Landeyjahafnar.
Íbúalýðræði var of-
arlega á stefnuskrá
meirihlutaflokkanna
fyrir síðustu bæj-
arstjórnarkosningar.
Það var mál til komið
að menn áttuðu sig vel
á því að það þarf að
hlusta á vilja bæj-
arbúa og stilla saman
strengi, óháð klíku-
skap og pólitík. Við er-
um þegar allt kemur til alls lítið
samfélag sem á alla möguleika á að
vera fremst meðal jafninga en til
þess þurfum við að nýta þau tæki-
færi sem hvarvetna bjóðast og setja
til hliðar þröngsýni og skilja nauð-
syn samvinnu fyrir heildina. Aug-
lýst var eftir bæjarstjóra á Akranesi
og fjöldinn allur af hæfileikaríku
fólki sóttist eftir stöðunni.
Fyrirtækið Capacent Gallup hef-
ur þegar skoðað allar umsóknir og,
eftir því sem ég best veit, valið þau
fimm sem talin eru hæfust til starfs-
ins. Í prestskosningum þykir það
sjálfsagt að söfnuðurinn sé spurður
og nú er rakið tækifæri að leyfa
íbúalýðræðinu að blómstra með því
að íbúar fái að velja milli þessara
fimm aðila. Það er einfalt, það er
ódýrt, það er fljótlegt og það er lýð-
ræðislegt og með þessu móti gæti
umræðan blómstrað um það sem er
nauðsynlegt að gera á næstu miss-
erum til að efla bæjarfélagið og trú-
verðugleika bæj-
arstjórnar. Ekki efast
ég um ágæti Capacent
Gallup í þessu ferli en
ég spyr mig í hvaða
flokk ráðgjafarstofan
hefði sett Jón Gnarr
hefði hann sótt um
stöðuna. Það væri
vissulega forvitnilegt!
Er ekki vilji bæj-
arbúa á Akranesi að
þeir fái að kjósa sinn
bæjarstjóra úr fimm af
þeim sem taldir eru hæfastir? Það
er umræðan sem ég hef heyrt víða í
bænum. Nú höfum við tækifæri til
að reyna eitthvað nýtt og spennandi
sem ekki hefur verið reynt áður á
Íslandi, eða er búið að ákveða eitt-
hvað fyrirfram? Ég held að svo sé
ekki. Eða hvað heldur þú? Er ekki
fínt að fá umræðu um málið fyrir
opnum tjöldum? Það finnst mér. Ef
eitthvað er einfalt að leggja fyrir
dóm kjósenda, þá er það mál eins og
þetta.
Nú er tækifærið
– á Akranesi
Eftir Ingibjörgu
Pálmadóttur
Ingibjörg Pálmadóttir
»Er ekki vilji bæj-
arbúa á Akranesi að
þeir fái að kjósa sinn
bæjarstjóra úr fimm af
þeim sem taldir eru
hæfastir?
Höfundur er fyrrv. ráðherra.
Skúli Á. Sigurðsson, ágætur blaða-
maður Morgunblaðsins, ritaði pistil
í Morgunblaðið 22. júlí síðastliðinn
um hverjum bæri að túlka lögin og
hverjum bæri að segja til um
Kötlugos. Skúla er vinsamlegast
bent á að undirritaður er alinn upp
á Suðurlandi og kannast nú yf-
irleitt við að bændur á bænum
Galtalæk sögðu oftast til um
Heklugos hér á árum áður en ekki
jarðfræðingar sem reyndar báru
mikla virðingu fyrir bændum.
Jarðfræðingar eru mikilvægir sem
og lögfræðingar í túlkun á lögum
og skiptir litlu hvort um landslög
er að ræða eða jarðlög.
Blaðamanni Morgunblaðsins er
bent á að á Íslandi hefur ávallt
verið lögð áhersla á að almenn-
ingur geti lesið í lögin og regl-
urnar en að öðrum kosti væri til
lítils að setja lög sem væru alls-
kostar ólæsileg. Einnig er bent á
að sá sem þetta ritar leggur
áherslu að leita ráðleggingar um
lögfræðileg efni hjá lögmönnum og
birtir greinar sínar eftir að þær
hafa verið ritrýndar af góðum og
gegnum lögfræðingum sem margir
leggja ekki í að andmæla því sem
viðgengst nú á Íslandi. Það þurfti
ekki lækna hér í Phnom Penh til
að segja til um hvort fjöldamorð
voru framin hér
á sínum tíma.
Það var hægt að
sjá það með ber-
um augum en fá-
ir lögðu í að
segja til um það
og gagnrýna
þegar hörmung-
arnar gengu yf-
ir. Í dag biðja
hinir gulklæddu
búddamunkar enn um frið eftir
hörmungarnar. Ekki verður bók-
vitið í askana látið. Það skilja
munkarnir hér í Suð-austur-Asíu.
Það getur verið að kynslóð Skúla
skilji það ekki enn en það kemur
að því.
Á Íslandi er verið að fara illa
með fólk og það er verið að taka
marga saklausa einstaklinga fjár-
hagslega af lífi. Það er einnig að
gerast í Bandaríkjunum og bendir
hagfræðiprófessorinn Robert Rus-
sell á það í nýlegri skýrslu sinni
um það hvernig fjármálastofnanir
eru orðnar háðar opinberum
styrkjum og fyrirgreiðslum á
kostnað skattgreiðenda. Það kann
ekki góðri lukku að stýra ef ís-
lenskur fjármálamarkaður á að
þiggja búfjárstyrki eins og bændur
á Íslandi.
Þeir sem standa fjármálafyr-
irtækjum næst eru betur settir í
að gagnrýna þá er vilja rétta hjálp-
arhönd. Það er farið illa með þegna
Íslands í dag. Það er ekki auðsótt á
Íslandi frekar en í öðrum löndum
að fara gegn ríkjandi öflum. Því
þurfa íslenskir blaðamenn að sýna
kjark og hafa sterk bein.
Hér skal áréttað að lög á Íslandi
skulu áfram birt almenningi til
lestrar enda er markmiðið að þau
verði áfram læsileg. Hins vegar
eru til illa meinandi menn á Íslandi
eins og annars staðar í þessum
guðsvolaða heimi. Því er ég sam-
mála blaðamanni Morgunblaðsins
varðandi það að leita á til fag-
manna í fjölmörgum verkum en
slíkt á ekki við um gengistryggð
lán enda um frekar einfalt málefni
að ræða sem verið er að flækja.
Það hafa reyndir lögmenn tjáð mér
og það er mér einnig ljóst út frá
mínum fræðum.
Ég vona að blaðamaðurinn sjái
sér fært að lesa þennan texta og
meðtaka eitthvað af efni hans þrátt
fyrir að sá sem þetta skrifar frá
Kambódíu hafi aðeins verið frétta-
ritari Morgunblaðsins um tíma í
Peking en ekki blaðamaður í hinni
rósrauðu Reykjavík.
SVEINN ÓSKAR
SIGURÐSSON,
bA í heimspeki og hagfræði, við-
skiptafræðingur MBA.
Kjaftæðið og kjarkurinn
Frá Sveini Óskari Sigurðssyni
Sveinn Óskar
Sigurðsson
BRÉF TIL BLAÐSINS
Morgunblaðið birtir alla útgáfudaga aðsendar um-
ræðugreinar frá lesendum. Blaðið áskilur sér rétt til
að hafna greinum, stytta texta í samráði við höfunda
og ákveða hvort grein birtist í umræðunni, í bréfum
til blaðsins eða á vefnum mbl.is. Blaðið birtir ekki
greinar, sem eru skrifaðar fyrst og fremst til að
kynna starfsemi einstakra stofnana, fyrirtækja eða
samtaka eða til að kynna viðburði, svo sem fundi og
ráðstefnur.
Innsendikerfið
Þeir sem þurfa að senda Morgunblaðinu greinar
eru vinsamlega beðnir að nota innsendikerfi blaðs-
ins. Formið er undir liðnum „Senda inn efni“ of-
arlega á forsíðu mbl.is. Einnig er hægt að slá inn
slóðina www.mbl.is/sendagrein.
Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í
tölvupósti.
Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn
að nýskrá sig inn í kerfið, en næst þegar kerfið er
notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá
notandasvæðið virkt.
Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem
nemur þeirri hámarkslengd sem gefin er upp fyrir
hvern efnisþátt en boðið er upp á birtingu lengri
greina á vefnum.
Nánari upplýsingar gefur starfsfólk greinadeild-
ar.
Móttaka aðsendra greina
Til sölumeðferðar u.þ.b. 2,5
ha skógivaxið eignarland
með eldra húsi nefnt Lundur
í Kollafirði Reykjavík. Nú er
tækifæri fyrir þá sem kjósa
að búa nálægt borginni og
vilja jafnframt njóta kyrrðar
náttúrunnar, að eignast land
við Esjurætur. Mögulegur
byggingaréttur fyrir 2 hús.
TILBOÐ ÓSKAST.
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM / Fasteignamidstodin.is. 110452
Lundur - Kollafirði
Fasteignamiðstöðin er með til sölu vatnsfall og land á
Snæfellsnesi þar sem fyrir liggur framkvæmdaleyfi fyrir 655 KW
virkjun.
Nánari upplýsingar gefur Magnús Leópoldsson á skrifstofu FM
sími 550-3000
Nánari upplýsingar á skrifstofu FM / Fasteignamidstodin.is. 110452
VILTU GERAST ORKUBÓNDI?