Morgunblaðið - 24.07.2010, Síða 23
Minningar 23
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010
✝ GuðmundurKarlsson fæddist
1. desember 1926 á
Vatneyri við Patreks-
fjörð. Hann lést 14.
júlí 2010.
Foreldrar hans
voru Karl Guðmunds-
son, f. 1885 í Arn-
kötludal í Stranda-
sýslu, d. 1982, lengst
af bóndi á Valshamri í
Geiradal og Ingibjörg
Sumarliðadóttir, f.
1899 á Bakka í Geira-
dal í Reykhólasveit, d.
1989, kennari og húsmóðir. Systk-
ini Guðmundar voru: Loftur, f.
1926, (tvíburabróðir) dó tveggja
daga, Jóhanna Friðrika, f. 1928,
Guðbjörg, f. 1929, d. 2005, og Sig-
ríður, f. 1934.
Eftirlifandi eiginkona Guð-
mundar er Erla Sörladóttir, f. 1931
á Gjögri í Árneshreppi í Stranda-
sýslu. Þau gengu í hjónaband 30.
desember 1950. Erla er dóttir Sörla
Hjálmarssonar, f. 1902, d. 1984, og
Guðbjargar Pétursdóttur, f. 1905,
d. 1987. Dætur Guðmundar og Erlu
eru: 1) Guðbjörg Ásta, f. 1950, m.
Hjörtur Jóhannesson, f. 1955, d.
1995, þau slitu samvistir. Börn:
Iðnskólanum árið 1949 og vorið
1950 útskrifaðist hann sem vélfræð-
ingur frá Vélskóla Íslands. Á náms-
árum sínum kynntist hann eig-
inkonu sinni Erlu og hófu þau
búskap haustið 1950 í Karfavogi 21.
Sumarlangt 1950 var hann vélstjóri
á línuveiðiskipinu Ármanni. Sam-
hliða námi vann Guðmundur í Vél-
smiðju Kristjáns Gíslasonar og
haustið 1950 fór hann aftur þangað
til starfa og vann þar í tvö ár.
Haustið 1952 réði hann sig til vél-
stjórnarstarfa við Laxárvirkjun í
Aðaldal og í kjölfarið flutti fjöl-
skyldan búferlum norður. Árið
1987 lét Guðmundur af störfum
vegna aldurs og fluttu þau hjónin
þá aftur til Reykjavíkur. Guð-
mundur var hagur til munns og
handa. Hann hafið gaman af að
tálga úr tré og smíðaði einnig úr
málmum. Skeifur sló hann í mörg
ár. Guðmundur hafið gaman af tón-
list og kveðskap og kunni mikið af
vísum og gat sett saman bundið
mál. Harmónikku átti hann til
margra ára og um tíma rafmagns-
orgel og spilað hann á hljóðfærin
sér til gamans. Hann hafði áhuga á
trjárækt og sinnti henni vel við
heimili sitt í Aðaldal.
Síðustu ár hrakaði heilsu Guð-
mundar og frá apríl í vor dvaldi
hann því á hjúkrunarheimilinu Eir.
Nokkrum dögum fyrir andlátið
veiktist Guðmundur af lungnabólgu
og var þar við ofurefli að etja.
Guðmundur var jarðsunginn frá
Árbæjarkirkju 22. júlí 2010.
Guðmundur Vet-
urliði, f. 1972, og
Brynjar, f. 1977. Syn-
ir Brynjars: Óli
Freyr, f. 1999, og
Andri Snær, f. 1999.
2) Ingibjörg, f. 1955,
m. Jerzy Goldberg, f.
1954. Börn: Rebecca
Franceska, f. 1984, og
Adam Efraim, f. 1986.
3) Sólveig Jóhanna, f.
1956, m. Gunnar
Gestsson, f. 1955, d.
2010. Börn: Sigríður
Lára, f. 1979, Torfi, f.
1983, og Grímur, f. 1989. Sigríður
Lára er gift Lýði Skúla Erlends-
syni, f. 1970, og börn þeirra eru
Arnbjörg Júlía, f. 2005, og Kolbeinn
Valur, f. 2007. 4) Katrín, f. 1961, m.
Árni Freyr Sigurlaugsson, f. 1959.
Börn: Frigg, f. 1992, Iðunn, f. 1997,
og Sigurlaug, f. 2001. 5) Erla Rúna,
f. 1969, m. Jens Guðfinnsson. Börn:
Ingvar, f. 1999, og Silja, f. 2007,
sonur Jens er Birgir, f. 1987. Guð-
mundur ólst upp á Valshamri í
Geiradal. Árið 1945 hélt hann til
Reykjavíkur til náms í vélvirkjun
hjá Kristjáni Gíslasyni sem rak vél-
smiðju við Nýlendugötu 15. Guð-
mundur lauk prófi í vélvirkjun frá
Guðmundur Karlsson tengdafað-
ir minn er látinn 83 ára að aldri.
Líf hans var gott og átti hann góða
að sem hugsuðu vel um hann.
Fyrst er að nefna perluna hana
Erlu Sörladóttur, eiginkonu hans
til nærri 60 ára en þau hefðu átt
demantsbrúðkaupsafmæli 30. des-
ember nk. Það var mikil gæfa fyrir
Guðmund að ná í Erlu því betri
kona er vandfundin, með fullri
virðingu fyrir öðrum konum. Erla
reyndist Guðmundi góður félagi og
var honum stoð og stytta í lífsins
ólgusjó. Guðmundur og Erla voru
fljót að ávaxta sitt pund því fyrsta
dóttir þeirra af fimm, Guðbjörg,
fæddist á fyrsta ári hjúskapar
þeirra. Þau hjón studdu vel við bak
dætra sinna og aðstoðuðu þau þær
eftir bestu getu. Guðmundur átti
við lát sitt 12 barnabörn og fjögur
barnabarnabörn og það fimmta
mun fæðast nú í júlí. Hann var
mjög stoltur af þessu ríkidæmi.
Þegar barnabörnin komu í heim-
sókn gaukaði hann að þeim pen-
ingum og sagði: „Setja í bauk.“
Þau hjón voru höfðingjar heim að
sækja og voru dætur þeirra dug-
legar að heimsækja þau. Yfirleitt
fóru gestir frá þeim vel mettir í
mat og drykk. Oftar en ekki sat
Guðmundur við stofuborðið þegar
gesti bar að og ég minnist þess
þegar hann sá Katrínu dóttur sína
í dyrunum og sagði: „Ljósið mitt,
ljúktu við krossgátuna fyrir mig,“
en hann kallaði Katrínu ljósið sitt.
Oft var glatt á hjalla í eldhúsinu í
Hraunbænum þegar dæturnar
voru í heimsókn og spjölluðu við
móður sína. Guðmundur sat þá við
stofuborðið og las blöðin eða réð
krossgátu og hlustaði með athygli
á umræðurnar og sagði „kerlinga-
snakk“ og hristi höfuðið en hafði
gaman af að hlusta á umræðurnar í
eldhúsinu. Guðmundur var einnig
mjög lánsamur með systur sínar,
Hönnu, Gullu og Siggu. Þær voru
honum kærar og voru þau systkini
dugleg að halda sambandi, ekki
síst eftir að Guðmundur flutti suð-
ur árið 1987. Guðmundur hafði
áhuga á skáldskap og kunni heil-
mikið af vísum og átti það til að
fara með stöku þegar tilefni var til.
Móðir hans, Ingibjörg, var hagyrð-
ingur góður og gáfu börn hennar
út ljóðabók með ljóðum hennar ár-
ið 1990. Ég er þakklátur fyrir að
hafa kynnst Guðmundi og fengið
að taka þátt í lífshlaupi hans og
hve góður afi hann var dætrum
mínum. Hann er eflaust á góðum
stað núna og mig grunar að hann
sé að ráða krossgátu og hann má
með sönnu horfa yfir jarðvist sína
með gleði og stolti með ríkidæmi
sitt í börnum, barnabörnum og
barnabarnabörnum. Ég votta að-
standendum samúð mína. Mig
langar að enda þessa hugleiðingu á
ljóði eftir móður Guðmundar, Ingi-
björgu Sumarliðadóttur sem heitir
Söknuður:
Ég hugsa þig hjá mér
sem farinn ert frá mér,
og faðminn út breiði,
en auðninni kaldri ég atlotin greiði.
Með tárum ég kalla,
þau titra og falla
á tregans vegi.
Hvort heyrir þú mig eða heyrir þú
eigi?
En sorgbitinn huga
má harmur ei buga,
sú huggun er stærri,
að Herrann þig geymir og Hann er
mér nærri
(Ingibjörg Sumarliðadóttir)
Árni Freyr Sigurlaugsson.
Mig langar að kveðja minn kæra
bróður, Guðmund, með nokkrum
orðum.
Við, sem sátum hjá honum dag-
inn áður en hann lést, vissum að
hverju stefndi. Ég vaknaði um
nóttina, einmitt á sama tíma og
hann lést og heyrði eins og
klukknahljóm og í huga minn kom
sú hugsun skyldi þetta vera hans
andlátsstund. Lína úr ljóði rifjaðist
upp fyrir mér: „Frelsari minn, er
klukkurnar mig kalla/kveð ég og
flyt í bústað minn hjá þér.“
Margar eru minningarnar frá
okkar glöðu æskudögum á Vals-
hamri „Tilveran var traust og hlý.“
Við krakkarnir vorum látnir hjálpa
til en frítímarnir voru nýttir í leiki
og ólmagang. Mummi, eins og
hann var kallaður, lét okkur syst-
urnar finna fyrir aga með ýmsu
móti sem eldri bróðir, t.d. með því
að leysa svuntuböndin ásamt því
að halda nákvæma skrá yfir óhöpp
mín þar sem mér hætti til að fram-
kvæma fyrst og hugsa síðan.
Eitt sinn fékk hann að fara í
póstferð með afa, Sumarliða Guð-
mundssyni pósti. Hans póstferð
var um vesturkjálkann með enda-
stöð á Bíldudal. Ég öfundaði
Mumma afar mikið, að fá að fara
þessa ferð, en öll fengum við okkar
skerf af sælgætinu sem ýmsir
höfðu gefið honum.
Hugur Guðmundar stóð ekki til
búskapar og leið hans lá í Iðnskól-
ann og síðar í Vélskólann í Reykja-
vík. Var ég þá einnig hér syðra í
skóla og hittumst við oft hjá Guð-
björgu Loftsdóttur frænku og fjöl-
skyldu hennar. Enda tók Guð-
mundur verklegt nám í Vélsmiðju
Kristjáns Gíslasonar en Kristján
var kvæntur Ingibjörgu dóttur
Guðbjargar. Á þessum árum
kynntist Guðmundur sinni ágætu
konu Erlu Sörladóttur, ættaðri af
Ströndum. Að námi loknu fluttu
þau norður að Laxárvirkjun þar
sem hann starfaði sem vélstjóri.
Þau höfðu góða aðstöðu þar og í
því fallega umhverfi ólu þau upp
dætur sínar fimm.
Ógleymanlegar voru ferðir okkar
norður til þeirra og móttökur alltaf
frábærar. Stórfjölskyldan hittist
líka stundum á Valshamri, meðan
foreldrar okkar bjuggu þar og
Guðbjörg systir bjó með sinni fjöl-
skyldu á næsta bæ.
Er hann komst á eftirlaun fluttu
þau aftur suður og bjuggu sér fal-
legt heimili hér syðra.
Eitt mesta tilhlökkunarefni okk-
ar systkinanna þegar við vorum lít-
il var hin árlega Borgarferð er við
fórum að heimsækja ömmu og afa
og skyldfólkið á Borg. Þau gátu
séð hersinguna koma yfir „Vað-
alinn“ og heim að bænum. Allir
komu út á móti okkur og það varð
fagnaðarfundur. Þannig vil ég trúa
að hafi verið núna – að það fólk
sem farið er á undan yfir í eilífðina
hafi fagnað honum.
Guðs orð segir oft „Hann safn-
aðist til síns fólks“, „Þar bíða vinir
í varpa, sem von er á gesti.“
Fyrir aðeins tveimur mánuðum
fylgdu þau hjónin tengdasyni sín-
um til grafar og nú er enn sorgar-
og saknaðarstund.
Ég vil þakka bróður mínum alla
hlýjuna, kærleikann og hjálpsem-
ina fyrr og síðar. Mæli ég þar einn-
ig fyrir munn Sigríðar, systur
minnar. Einnig viljum við af alhug
þakka okkar kæru mágkonu Erlu
sem var honum frábær lífsföru-
nautur og studdi hann og hjúkraði
jafnvel mikið lengur en heilsa
hennar leyfði. Henni, dætrunum og
fjölskyldunni allri vottum við inni-
lega samúð.
Jóhanna Karlsdóttir.
Guðmundur
Karlsson
HINSTA KVEÐJA
Afi okkar var mjög góður
maður og við söknum hans mik-
ið.
Hann tók alltaf vel á móti
okkur og geymdi sérstaklega
fyrir okkur klink uppi á skáp og
oftast fylgdu einhverjir seðlar
með því hann var mjög örlátur
maður.
Við elskuðum hann mjög
mikið og munum aldrei gleyma
honum.
Hvíl þú í friði, elsku afi.
Frigg, Iðunn og Sigurlaug.
MOSAIK Hamarshöfða 4 - 110 Reykjavík
sími 587 1960 - www.mosaik.is
Legsteinar og fylgihlutir
Vönduð vinna og frágangur
Yfir 40 ára reynsla
Sendum myndalista
✝
Elskulegur faðir minn,
BJARNI JÓNSSON
fyrrv. leigubifreiðarstjóri,
Akureyri,
lést þriðjudaginn 20. júlí.
Útförin fer fram frá Höfðakapellu þriðjudaginn
27. júlí kl. 13.30.
Rósa Bjarnadóttir.
✝
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
ERLA KRISTBJÖRG GARÐARSDÓTTIR,
Sunnuflöt 8,
Garðabæ,
lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi
mánudaginn 19. júlí.
Útförin fer fram frá Vídalínskirkju í Garðabæ
þriðjudaginn 27. júlí kl. 13.00.
Þeim sem vilja minnast hinnar látnu er bent á líknar- og vinafélagið
Bergmál, reikningur 117-26-1616, kt. 490294-2019.
Ágúst Karlsson,
Kristín Jóhanna Ágústsdóttir,
Ásta Karen Ágústsdóttir,
Ágúst Karl Ágústsson, Katrín Jónsdóttir,
Hekla Karen Pálsdóttir,
Elfa Sól Ágústsdóttir,
Gabríela Rós Ágústsdóttir.
✝
Bróðir okkar,
MIKAEL ÖRLYGUR ÁSBJÖRNSSON,
Aðalgötu 1,
Suðureyri,
lést á heimili sínu þriðjudaginn 20. júlí.
Útförin fer fram frá Suðureyrarkirkju þriðjudaginn
27. júlí kl. 14.00.
Hulda Hafnfjörð,
Jónína Ásbjarnardóttir.
✝
Ástkær eiginmaður minn, sonur, stjúpsonur, faðir,
fósturfaðir, tengdafaðir, bróðir og afi,
JAKOB SMÁRI
prófessor í sálfræði,
Safamýri 25,
Reykjavík,
lést mánudaginn 19. júlí.
Útförin fer fram frá Neskirkju miðvikudaginn 28. júlí
kl. 15.00.
Þeim sem vildu minnast hans er bent á Neistann,
styrktarfélag hjartveikra barna.
Guðbjörg Gústafsdóttir,
Bergþór Smári, Anna Júlíusdóttir,
Örlygur Smári, Svava Gunnarsdóttir,
Bergþór Smári,
Unnur Jakobsdóttir Smári, Friðrik Magnus,
Andri Valur Sigurðsson, Tinna Dögg Guðlaugsdóttir,
Erla Bergþórsdóttir Smári, Thomas Mathiesen,
Júlíus Smári, Bryndís Kristjánsdóttir,
Malín, Gunnar Berg, Jakob Þór, Heba, Hrönn,
Tómas, Davíð, Sara Lind og Bryndís Ýr.