Morgunblaðið - 24.07.2010, Side 26

Morgunblaðið - 24.07.2010, Side 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 24. JÚLÍ 2010 ✝ Sveinn Karlssonfæddist í Reykjavík 31. des- ember 1944. Hann varð bráðkvaddur á heimili sínu, Skóg- um 2, Vopnafirði, mánudaginn 12. júlí 2010. Foreldrar hans voru Bergþóra Sig- marsdóttir frá Krossavík í Vopna- firði, f. 6. sept- ember 1916, d. 1. ágúst 2007 og Karl Sveinsson frá Hvílft í Önund- arfirði, f. 15. maí 1922, d. 24. júlí 1980. Systkini Sveins eru: Ásdís, f. 1947, Sigmar, f. 1949 og Sigríður, f. 1957. Sveinn kvæntist 1968 Auði H. Jónsdóttur, þau skildu. Börn þeirra eru: a) Áslaug, f. 11.12. 1966, maki Heimir Helgason. hann í Hvalstöðinni í Hvalfirði og starfaði þar að námi loknu. Faðir hans var skrifstofustjóri hjá Hvali hf. og dvaldi fjöl- skyldan þar sumarlangt til 1965. Sveinn stofnaði og rak ásamt öðrum bílaverkstæði í Reykjavík og vann um tveggja ára skeið hjá Vökli hf. við bílaviðgerðir. Starfaði á tímabili á þjónustu- bifreiðum FÍB. Árið 1974 fluttist hann með fjölskyldu sína til Vopnafjarðar þar sem hann varð verkstæðisformaður á Bílaverk- stæði Kaupfélags Vopnfirðinga. Hann tók síðar yfir rekstur verkstæðisins og rak það í nokk- ur ár. Eftir að hann hætti þeim rekstri tók hann að sér starf vélagæslumanns hjá útgerð- arfélaginu Tanga hf. Árið 2000 gerðist hann starfsmaður Vega- gerðarinnar og starfaði þar allt til haustsins 2009 er hann lét af störfum. Útför Sveins Karlssonar fer fram frá Vopnafjarðarkirkju í dag, 24. júlí 2010, og hefst at- höfnin kl 11. Dætur þeirra eru Hrefna Ösp og Magnea Petra. b) Karl, f. 25.5. 1968. c) Sveinn Auðunn, f. 21.10. 1975, maki Sara Jenkins. Börn þeirra: Bergþóra Marín og Magnús Örvar. Sonur Sveins er Daníel Freyr. d) Guðrún, f. 21.6. 1977, maki Svanur Trausti Aðal- geirsson. Börn þeirra: Karen Ósk, Bergur Snær og Arney Rósa. Sveinn ólst upp í Reykjavík, en tengdist snemma Krossavík í Vopnafirði, þar sem hann kom oft í sveit á sumrin til afa síns og ömmu, Sigmars og Sigríðar. Hann útskrifaðist sem vélvirki frá Iðnskólanum í Reykjavík en verklega hluta námsins lærði Elsku besti afi okkar. Við eigum erfitt með að trúa því að þú sért farinn frá okkur. Við eigum margar góðar minningar um þig sem við geymum í hjartanu, við vonum að Guð passi þig vel fyrir okkur. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Þín afabörn, Karen Ósk, Bergþóra Marín, Magnús Örvar, Bergur Snær og Arney Rósa. Sveinn Karlsson, frændi minn og vinur, er floginn til fegri landa, fyrr en tilefni var til. „Allt sem á sér upphaf hefur einnig endi“ sagði ítalski heim- spekingurinn Seneca, sem var uppi á sömu tímum og frelsari mannkynsins. Þannig er lífshlaupið. Þegar það hefst vitum við það eitt að á einum stað lýk- ur því og eilífðin tekur við. Við Svenni Karls, eins og hann var oftast nefndur, erum komnir af Gromsurum í Bolungarvík, sem eru stór og mikil ætt með sterk persónu- einkenni, sem hann fór ekki varhluta af. Þó svo að hann hafi búið á Vopna- firði allar götur frá 1974 þá hélt hann í margt af því besta sem Gromsara klæðir, eins og góðmennsku, hjálp- semi, dugnað og jákvæða afstöðu til allra manna. Móðurætt Sveins er frá Krossavík í Vopnafirði og ungur fór hann með Bergþóru móður sinni og systkinum austur á sumrin meðan pabbi hans, Karl Sveinsson, var skrif- stofustjóri í Hvalnum í Hvalfirði. Þau ár mótuðu framtíð hans og ljóst er að segulmagnið í Vopnafirði dró hann til sín af fullum þunga. Þar fann Sveinn sig enda átti hann þar góða að og bjó um sig til framtíðar. Í honum bjó sterkur Vopnfirðingur sem blandaðist vel við Gromsaraeðlið úr Víkinni vestra. Sveinn var náttúru- barn og veraldlegir hlutir voru eitt- hvað sem hann gat verið án. Góð veiði eða vélsleðaferð á fjöllum á vetrum var honum dýrmætari en seðlar á sparisjóðsbók. Hann var ekki fyrir að láta bera á sér og prjál átti engan veg- inn við hann. Sveinn var vinur vina sinna og traustur frændi. Ég á góðar minningar um stundirnar þegar við vorum litlir hnokkar og lékum okkur saman í fjölskylduboðum. Böndin sem þá sköpuðust héldu alla ævi. Með honum er genginn góður vinur, tryggur frændi og traustur drengur. „Ber er hver að baki nema sér bróður eigi“ segir í Njálu. Það verða mín lokaorð um þennan frænda minn. Við sendum börnum hans, syst- kinum og fjölskyldum þeirra okkar innilegustu samúðar- og frændkveðj- ur á sorgarstundu. Áslaug og Jón Hákon Magnússon. Sveinn Karlsson Legsteinar ehf, Gjótuhrauni 3 Hafnarfirði, Sími: 822 4774 legsteinar@gmail.com ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu samúð og vinarhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns, bróður, mágs og frænda, VIGGÓS JÓSEFSSONAR, Laugalæk 1. Sérstakar þakkir til séra Bjarna Karlssonar, Ragnheiðar Linnet, Rúnars Geirmundssonar, starfsfólks Skjóls, 5. hæð, og allra sem hjálpuðu á einn eða annan hátt. Guð blessi ykkur öll. Sigrún Ingunn Þorsteinsdóttir, Guðjón Jósefsson, Vilborg Sigurðardóttir, Elín Magnúsdóttir og systkinabörn hins látna. ✝ Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýjar kveðjur vegna andláts og útfarar ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, MÖGNU GUNNARSDÓTTUR húsfreyju, Egilsstöðum 3. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki sjúkra- hússins á Egilsstöðum fyrir góða umönnun. Jón Egill Sveinsson, Sveinn Jónsson, Jóhanna Illugadóttir, Gunnar Jónsson, Vigdís M. Sveinbjörnsdóttir, Egill Jónsson, Anna Guðný Eiríksdóttir, Þröstur Jónsson, Róbert Jónsson, Björn Jónsson, Annamaria Cusenza, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, systur, mágkonu, ömmu og langömmu, ÁSLAUGAR JÓNSDÓTTUR, Unnarbraut 26, Seltjarnarnesi. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11-E á Landspítalanum og Karitas hjúkrunarþjónustu, fyrir stuðning og aðhlynningu. Jón Oddur Magnússon, Magnús Ingi Magnússon, Aðalheiður Björk Olgudóttir, Inga Lára Hjaltadóttir, Elías Árnason, Þórður Jónsson, Björg Kofoed-Hansen, Margrét Þórunn Jónsdóttir, Björgvin H. Fjeldsted, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR GEORGSDÓTTUR, frá Miðhúsum í Breiðuvík, síðast til heimilis að, Hólabraut 19, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Drafnarhúss og Hrafnistuheimilanna fyrir góða umönnun. Jón Guðmundsson, Áslaug Garðarsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðbjartur Daníelsson, Jenný Guðmundsdóttir, Gunnar Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna andláts og útfarar elskulegrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, ÁSU ÁSTHILDAR HARALDSDÓTTUR, Fögrukinn 30, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11B á Landspítala og Karitas hjúkrunarþjónustu. Jóhann Reynir Björnsson, Andrés Eyberg Jóhannsson, María Ingibjörg Kjartansdóttir, Jens Jóhannsson, Guðrún Árný Árnadóttir, Jón Gunnar Jóhannsson, Katrín Rut Árnadóttir, Þór Reynir Jóhannsson og barnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, amma og langamma, RANNVEIG KRISTINSDÓTTIR, Veiga, áður til heimilis að, Yrsufelli 7, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu mánudaginn 26. júlí kl. 13.00. Sigurbjörn Bjarnason, Sigríður Erla Bjarnadóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls okkar ástkæru eiginkonu, frænku, ömmu og langömmu, MJALLAR ÞÓRÐARDÓTTUR. Ólafur Steinar Björnsson og fjölskylda.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.