Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 2
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR2 Haraldur, bólar ekkert á óbólusettu börnunum? „Við þurfum að skima eftir þeim og munum finna þau.“ Haraldur Briem sóttvarnalæknir hefur hafið leit að öllum íslenskum börnum sem hafa ekki verið bólusett við mislingum. SAMFÉLAGSMÁL Borgarstjórn hefur samþykkt 40 milljóna aukafjárveitingu til að bæta hag útigangs- fólks í Reykjavík í vetur. Fjöldi útigangsmanna og -kvenna í Reykjavík er að jafnaði talinn vera um 50 til 60 manns. Margir þeirra eiga við alvarlega sjúkdóma að stríða auk margs konar fylgikvilla sem brýnt er að meðhöndla, að mati Margrétar Sverris- dóttur, formanns mannréttindaráðs Reykjavíkur. Margrét sagði á fundi sem haldinn var í Iðnó í gær, að á næsta ári fari af stað samstarfsverkefni velferðarsviðs borgarinnar og lögreglu og fleiri aðila undir heitinu „Borgarverðir“. Verkefnið er til- raunaverkefni til eins árs og miðar að því að auka þjónustu við útigangsfólk í borginni. Teymi fagfólks fer um götur borgarinnar alla daga og sér til þess að þeir sem ekki eiga í örugg hús að venda, komist í skjól. „Á undanförnum árum hefur heilbrigðisástandi útigangsfólks, drykkjufólks og annarra fíkla, hrak- að. Síðasta vetur urðu nokkrir úti á götum borg- arinnar. HIV grasserar meðal sprautunotenda og veikari og veikari einstaklingar leita til heilbrigðis- þjónustunnar,“ sagði Margrét á fundinum og benti á að útskúfun þessa fólks úr mannlegu samfélagi sé alvarlegt mannréttindabrot. Nauðsynlegt sé að koma upp neyðarskýlum og veita fólkinu örugga þjónustu. - sv Fjörutíu milljónir veittar í bætt réttindi útigangsfólks í Reykjavíkurborg: Bæta hag útigangsfólks í vetur BRÝNT AÐ BREGÐAST VIÐ Margrét Sverrisdóttir segir brýnt að bæta aðbúnað útigangsfólks í borginni. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÖRYGGISMÁL Ökumanni bíls af gerðinni Mazda 6 brá í brún þegar hann var á ferð á þriðju- dag og fann skyndilega mikinn hita við bakið á sér. Í ljós kom að hitari hafði sviðið sig í gegnum sætisbakið og gert gat á úlpu mannsins áður en hann uggði að sér. Brimborg er með umboð fyrir Mazda og þangað leitaði maður- inn eftir skýringum. Bíll hans er sex ára gamall og ekinn yfir hundrað þúsund kílómetra. „Þjónustustjórinn fletti þessu upp í kerfunum hjá Mazda og þar er ekkert um að það séu inn- kallanir eða einhverjir þekktir gallar. Það er aftur á móti þekkt að sætishitarar geta bilað og valdið sviðnun og jafnvel bruna í sætum en það á ekkert frekar við í þessari tegund en öðrum,“ segir Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar. - gar Ökumanni hitnaði í Mazda: Sætisbakshitari sveið gat á úlpu REYKJAVÍKURBORG „Það er einkenni- legt að borgin ákveði að stráfella þarna fjölda trjáa út af flugvelli sem hvort sem er á að fara,“ segir Gísli Marteinn Baldursson, borg- arfulltrúi Sjálfstæðisflokks, sem er andvígur því að orðið verði við ósk flugmála- yfirvalda um grisjun trjáa í Öskjuh l íð vegna umferð- ar um Reykja- víkurflugvöll. Flugmála- yfirvöld hafa í tvo og hálfan mánuð óskað samþykkis Reykjavíkur- borgar fyrir því að sagað verði ofan af sumum hæstu trjánum í Öskjuhlíð eða þau felld. Jón Baldvin Pálsson, flugvallar- stjóri Reykjavíkurflugvallar, segir í bréfi sem hann sendi umhverf- is- og samgöngusviði borgarinnar 20. september að tré í Öskjuhlíð- inni hafi hækkað svo mikið að þau skapi hættu fyrir flugvélar í aðflugi og flugtaki frá austur-vesturbraut vallarins. Lækka þurfi eða fella þau tré sem skagi hátt upp í svokallaðan hindranaflöt í Öskjuhlíð. „Þar sem þetta er brýnt öryggis- mál er þess óskað að úrlausn máls- ins verði hraðað eins og kostur er,“ segir flugvallarstjóri í niðurlagi bréfs síns. Afgreiðslu erindis flugvallar- stjórans var frestað í umhverfis- og samgönguráði Reykjavíkur á miðvikudag að ósk Gísla Marteins, sem vill að Skógræktarfélag Reykjavíkur veiti fyrst umsögn um málið. „Ég er mjög ein- dregið andsnúinn því að fella þessi tré,“ segir Gísli Marteinn. Hann k ve ð u r m i k i l verðmæti fólgin í Öskjuhlíðarskóg- inum, sem búið sé að rækta í sextíu ár. „Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heiminum að skóg- ur vaxi,“ heldur Gísli Marteinn áfram. Að trén myndu hækka hafi þvert á móti legið fyrir alla tíð og menn ávallt séð það fyrir að flugvöllurinn myndi fara. „Ég vil auðvitað ekki frekar en neinn að flugöryggi sé stefnt í tvísýnu en ég veit að við eigum það góða flugumsjónarmenn og flugtæknifræðinga að þeir finna einhverjar lausnir á því aðrar en að fella skóginn. Í dag meta menn skóglendi mjög mikils og líta ekkert á það sem möguleika að stráfella skóga,“ segir Gísli Marteinn. „Við sjáum það í hendi okkar að ef farið verður út í þetta er bókstaflega tekið besta skógar- svæðið úr Öskjuhlíðinni. Þá yrði hreinlega einum þriðja af útivist- arsvæðinu meira eða minna fórnað og sjónrænu áhrifin yrðu gríðar- leg,“ segir Helgi Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur. gar@frettabladid.is Flugvallarmenn vilja tré burt úr Öskjuhlíð Umhverfisráð Reykjavíkur vill umsögn skógræktarmanna áður en það heimilar að skógurinn í Öskjuhlíð verði lækkaður eins og flugmálayfirvöld segja brýnt af öryggisástæðum. Borgarfulltrúi vill aðrar lausnir en að fella tré í stórum stíl. ÖSKJUHLÍÐIN Áhættumat hefur leitt í ljós að trén í Öskjuhlíðinni hafa vaxið verulega upp fyrir svokallaðan hindranaflöt vegna umferðar um Reykjavíkurflugvöll. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GÍSLI MARTEINN BALDURSSON JÓN BALDVIN PÁLSSON HELGI GÍSLASON Þetta er ekki fyrsta dæmi þess í heim- inum að skógur vaxi. GÍSLI MARTEINN BALDURSSON BORGARFULLTRÚI LÖGREGLUMÁL Karl sem handtek- inn var í fyrradag í tengslum við rannsókn lögreglunnar á skot- árás á Sævarhöfða 18. nóvem- ber hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 22. desember. Þá hafa Þrír karlar sem þegar eru í gæsluvarðhaldi vegna málsins verið úrskurðaðir í áframhaldandi varðhald, tveir til 22. desember og einn til 16. desember. Mennirnir fjórir eru á þrítugs- og fertugsaldri sam- kvæmt lögreglunni. - gar Skotárásin á Sævarhöfða: Enn einn í gæsluvarðhald ATVINNUMÁL „Ég veit um mýmörg dæmi þar sem blaðberar detta vegna hálku þar sem er illa mokað eða slæmt aðgengi að húsum. Fólk hefur beinbrotnað, dottið á andlitið og brotið tennur,“ segir Felix Gunnar Sigurðsson hjá hverfastjórnun og stýringu hjá Póstdreifingu. Felix fær tilkynningu um slys á blaðberum um fimm til tíu sinnum á vetri. Sjálfur hefur Felix borið út í sex ár og að eigin sögn nokkrum sinnum flogið á hausinn vegna slæms aðgengis. „Stundum bjargar taskan manni, stundum ekki,“ segir hann. „Þegar ég var að bera út í Grafarholti datt ég eitt sinn ofarlega í brekku og rann um hundr- að metra niður,“ segir Felix sem hvetur íbúa og yfirvöld til að huga betur að aðstæðum blaðbera, moka við húsin og gæta þess að næg birta sé á svæðinu. „Unglingar sem bera út fara ekki ofan í kjallara þar sem er niðamyrkur. Maður veit aldrei hverju maður á von á þar. Ég myndi alla vega ekki senda börnin mín þangað.“ Nauðsynlegt er fyrir íbúa að átta sig á því að ef aðstæður eru verulega slæmar hafa blaðberar fullan rétt á að sleppa því að bera út í viðkomandi hús, segir Felix. - sv Forsvarsmaður blaðbera hjá Póstinum segir slys hjá þeim of tíð og hvetur íbúa til að moka við hús sín: Blaðberi rann 100 metra niður brekku ERFIÐAR AÐSTÆÐUR Vilhelm segir að á bilinu 5 til 10 blaðberar slasist við vinnu á ári hverju. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Stundum bjargar taskan manni, stundum ekki. FELIX GUNNAR SIGURÐSSON HJÁ PÓSTDREIFINGU Outlaws formlega til Íslands Alþjóðlegu vélhjólasamtökin Outlaws eru formlega komin til Íslands, að mati lögreglu. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Samtökin hafa merkt sér hús við Trönuhraun í Hafnarfirði og lögreglan telur þetta staðfesta að þau hafi hafið starfsemi hér á landi. LÖGREGLUMÁL pizza með beikoni, klettasalati og rjómaosti Farðu inn á gottimatinn.is til að fá alla uppskriftina og hugmyndir að fleiri girnilegum réttum. SPURNING DAGSINS LÖGREGLUMÁL „Við höfum fengið margar ábendingar og upp- hringingar og erum búin að vera í allan dag [gærdag] að kanna þær,“ segir Björgvin Björgvins- son, yfirmaður kynferðisbrota- deildar, um leit sem stendur yfir að leigubílstjóra sem talinn er geta veitt mikilvægar upplýs- ingar um nauðgunarmál. Leitin hafi hins vegar enn engu skilað. Leigubílstjórinn ók skemmti- kraftinum Agli Einarssyni, unn- ustu hans og átján ára stúlku heim til Egils fyrir tveimur vikum. Stúlkan kærði parið síðar fyrir nauðgun. - sh Mál Egils Einarsonar: Ábendingar um leigubílstjóra bera ekki ávöxt BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Anders Fogh Rasmussen, framkvæmda- stjóri Atlantshafsbandalagsins, vísar því alger- lega á bug að NATO kunni að grípa til hernað- araðgerða gegn Sýrlandi, með sambærilegum hætti og gert var gegn Líbíu. Á blaða- mannafundi í Brussel í gær sagði Rasmus- sen: „NATO hefur nákvæmlega engin áform um að grípa til aðgerða í Sýr- landi.“ - óþs Anders Fogh Rasmussen: Engin afskipti NATO í Sýrlandi ANDERS FOGH RASMUSSEN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.