Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 49

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 49
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2011 5UNICEF ● Í MP banka er dagurinn tekinn alveg sérstaklega hátíðlega. Ekki er látið nægja að kaupa nef handa öllum starfsmönnum bankans heldur er boðið upp á rauða köku með kaffinu auk þess sem blásið er til veglegrar brandarakeppni með það að markmiði að safna áheitum. „Starfsmenn flytja brandara sem eru teknir upp og svo velj- um við þann besta,“ segir Hildur Þórisdóttir, starfs- mannastjóri hjá MP banka. Samstarfs- fólkið getur svo heitið á þann koll- ega sem þeim finnst standa sig best. Að auki styrkir MP banki svo UNICEF um sem nemur verð- mæti eins moskító- nets, en moskítónet sem börn sofa undir á næturnar er víst albesta vörnin gegn malaríu.“ STOLT AÐ STYÐJA STARF UNICEF Hildur veit ýmislegt um moskító- net og annað sem lýtur að hjálp- arstarfi fyrir börn eftir að hafa fengið fróðlega heimsókn á starfs- mannafund bankans. „Við fengum starfsmann frá UNICEF til að veita okkur innsýn í það mikilvæga starf sem sam- tökin vinna um allan heim. Starf samtakanna í þágu barna er mjög áhrifamikið og sérstaklega fannst mér merkilegt hvað hefur í raun og veru náðst mikill árangur á mörgum sviðum – og ekki síður hvað hver og einn getur lagt mikið af mörkum, t.d. með því að gerast heimsforeldri. Við höfum einmitt hvatt bæði starfsfólk og viðskipta- vini okkar til að gerast heimsfor- eldrar, séu þeir það ekki nú þegar. Til enn frekari hvatningar mun bankinn styrkja UNICEF um námsgagnapakka, þ.e. 40 stílabækur og 40 blýanta, fyrir hvern starfsmann sem er eða gerist heimsforeldri.“ Hildur segir að starfsfólk bankans sé afar stolt af því að taka þátt í degi rauða nefsins. „Við höfum tekið þátt í að vekja athygli á þættinum í kvöld með auglýs- ingum auk þess sem hægt hefur verið að kaupa rauðu nefin í úti búum okkar. Svo erum við auðvitað farin að huga að jólum og munum senda jóla- kort frá UNICEF til okkar helstu samstarfsaðila. Það er nefnilega hægt að leggja UNICEF lið á svo ótal vegu. Það mikilvægasta er svo auðvitað að stuðningurinn, í hvaða mynd sem hann kemur, nýtist til að bæta aðstæður bágstaddra barna um allan heim. Það er markmið sem allir ættu að vilja leggja lið.“ Það verður vafalaust mikil stemning á mörgum vinnustöðum landsins í dag þar sem óhefðbundnum meðölum verður beitt til að brjóta upp daglegt amstur. Fjöldi fyrirtækja hafur keypt nef handa starfsfólki sínu og efnt er til ýmissa uppákoma, til gamans en jafnframt til góðs. Brandarakeppni, nef og rauð kaka Það er upplagt að koma sér í rétta gírinn fyrir kvöldið. Dagur rauða nefsins er jú bara einu sinni á ári. Hér eru nokkrar hugmyndir að því hvernig hægt er að koma sér og sínum í reglulega gott skap. ● Kauptu rautt nef, Skottu, Skrepp eða Skjóðu, og vertu með nefið í allan dag. ● Farðu á Youtube og kíktu á gamalt rauðanefsgrín frá mörgum af allra bestu grínurum landsins, svo sem Tvíhöfða, Sögu Garðars- dóttur, Ara Eldjárn og aðalkynnunum kvöldsins, Ilmi Kristjáns- dóttur og Þorsteini Guðmundssyni. ● Hlustaðu á lagið „Megi það byrja með mér“ eftir Pál Óskar Hjálmtýsson og Redd Lights. Nú, eða eldri lög dags rauða nefs- ins á borð við „Brostu“ með Baggalúti og „Hætt‘essu væli“ með Ljótu hálfvitunum. ● Safnaðu áheitum frá vinum eða vinnufélögum og gerðu eitthvað sem þú ert ekki vanur að gera; hvort sem það er að syngja allt sem þú þarft að segja, tala ein- ungis dönsku, búa til einstak- lega flippaðan fésbókar- status eða borða bara rauðan mat. ● Skráðu þig sem heims- foreldri á www.unicef.is Hitað upp fyrir kvöldið ● VEITA VERND OG SKJÓL Á hverju ári gera styrktaraðilar UNI- CEF samtökunum kleift að bæta líf milljóna barna um allan heim; að veita þeim heilsugæslu, vernd gegn ofbeldi og misnotkun, menntun, að- gang að vatni og skjól í neyð. Þessar fallegu myndir eru af börnum sem notið hafa góðs af starfi UNICEF. „Við höfum hvatt bæði starfsfólk og viðskiptavini okkar til að gerast heimsforeldrar,” segir Hildur. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI „Við fengum starfsmann frá UNICEF til að veita okkur innsýn í það starf sem samtökin vinna um allan heim.”
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.