Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 38
2 föstudagur 9. desember U M B O Ð S - O G D R E I F I N G A R A Ð I L I : O P T I C A L S T U D I O RAY BAN SÓLGLERAUGU glæsilegt úrval TEG. ORB2140/1084*3N ÖÐRUVÍSI JÓLAGJÖF Myndband hljómsveitar innar Steed Lord við lagið 123 If You Want Me hefur verið tilnefnt sem Myndband ársins hjá þýska tímaritinu Honk Magazine en tónlistarkonan Björk einnig til- nefnd í sama flokki. Fimm tónlistarmenn keppa um titilinn um Myndband árs- ins og er myndbandið við 123 If You Want Me þar á meðal. Svala Björgvinsdóttir, söngkona Steed Lord, segir tilnefn- inguna hafa komið meðlimum sveit- arinnar nokkuð á óvart. „Honk Maga- zine hefur fjallað svolítið um okkur undanfarið og við vorum meðal ann- ars á forsíðu blaðs- ins í nóvember en tilnefningin kom okkur samt sem áður á óvart. Ég veit afskaplega lítið um þetta og held að úrslitin verði tilkynnt í lok mánaðarins.“ Svala var stödd hér á landi í síðustu viku og kom fram á einum jólatónleikum föður síns, stórsöngvarans Björgvins Hall- dórssonar. Hún mun þó eyða jól- unum í Los Angeles ásamt bróð- ur sínum og sambýlismanni. „Ég er ósköp lítið jólabarn og finnst mjög notalegt að vera úti í LA um jólin. Foreldrunum finnst þó leiðinlegt að bæði börnin séu í burtu á aðfangadag en í staðinn halda þau upp á jólin með fimm köttum,“ segir hún. Að sögn Svölu voru jólatón- leikarnir vel sóttir og komst hún sjálf í nokkurt jólaskap að þeim loknum. Svala söng meðal annars dúett með föður sínum en söng þó ekki hið vinsæla lag Ég hlakka svo til. „Það er barna- lag og ekkert sér- staklega krefjandi sönglag fyrir full- orðna manneskju þó mér þyki vænt um það. Ég söng önnur jólalög og tók meðal annars dúett með pabba sem var meiri hátt- ar gaman.“ Steed Lord situr ekki auðum hönd- um þessa dagana því meðlimir sveitarinnar eru í óða önn að taka upp efni fyrir nýja breiðskífu og búast við að senda frá sér fyrstu stuttskíf- una í vor. „Við erum líka farin að safna saman hugmyndum að myndböndum fyrir nýju lögin í litla möppu. Okkur finnst ótrú- lega gaman að búa til myndbönd við lögin okkar, næstum því jafn skemmtilegt og að semja lögin sjálf,“ segir söngkonan að lokum. - sm núna ✽ Jólagleði og innkaup augnablikið Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 meðmælin Myndband Steed Lord tilnefnt sem myndband ársins: EYÐIR JÓLUNUM ÚTI Í LA FRAMLEIÐANDI Bandaríska söng- konan Madonna er farin að leita á ný mið og sótti frumsýningu kvikmynd- arinnar WE sem hún framleiðir. Mynd- in var sýnd í MOMA í New York um síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY Hönnuðurinn Vivienne West- wood er mikill aðgerðasinni og hefur viðurkennt að henni bjóði við tískuheiminum. Hún hefur einnig hvatt kaupendur til að fjárfesta heldur í einni góðri flík heldur en mörgum ódýrum. Westwood viðurkennir að það séu miklar andstæður milli þess að vera umhverfissinni og fata- hönnuður sem hvetur fólk til aukinnar neyslu. „Skilaboð mín eru þau; Veldu vel og kauptu minna. Ég á erfitt með að verja iðn mína því í fimmtán ár hef ég hatað tísku. Af hverju? Af því þetta er ekki vitsmunaleg eða andleg vinna, mig langar held- ur að lesa. Hönnun var bara eitt- hvað sem ég var góð í en er ekki eitthvað sem skilgreinir mig sem manneskju,“ sagði hinn sérvitri hönnuður. Vivienne Westwood þolir ekki tískugeirann: Vill heldur lesa Hatar tísku Vivienne Westwood segist heldur vilja lesa en að skapa tískufatnað. NORDICPHOTOS/GETTY Hressandi jóladagatal Jóladagatal Norræna hússins er orðin gróin hefð hjá mörgum og á hverjum degi fram að jólum verð- ur opnaður nýr gluggi á dagatalinu. Klukkan 12.34 dag hvern fá gestir að njóta skemmtiatriðis í sal Nor- ræna hússins. Meðal þeirra lista- manna sem koma fram þessi jólin eru Borkó, Sóley, Pétur Ben, Ari Eldjárn og Mundi vondi, en ekki er gefið upp hvaða listamaður stígur á svið hvaða dag. Aðgang- ur er ókeypis og er gestum boðið upp á óáfengt jólaglögg og piparkökur. Jólamatarmarkaður Jólamatarmarkaður Búrsins og Beint frá býli verður opnaður á morgun í Nóatúni 17 á milli klukkan 12 og 16. Stóru tjaldi verður komið fyrir á bílaplaninu þar sem boðið verður upp á heitt kakó og ýmsar dásamlegar matvörur í forréttinn, aðalréttinn eða eftirréttinn þessi jól. Meðal þess sem hægt verður að kaupa er grasfóðrað holda- naut, reykt nautakjöt og kæfur, jólaostur, hrökkbrauð og skyr- konfekt. Þetta er markaður sem sælkerar eiga ekki að láta framhjá sér fara. GLIMMER OG GLAMÚR Miss Universe naglalakkalínan frá OPI er nú komin í verslanir. OPI sótti innblástur sinn í samnefndra fegurðarsamkeppni og heita lit- irnir nöfnum eins og Congeniality is my middle name, It’s MY Year og Swim- suit … Nailed It! Fallegir litir sem passa vel við jólafötin eða áramótakjólinn. Nóg að gera Myndband hljómsveitarinnar Steed Lord er tilnefnt sem Myndband ársins af tónlistartímaritinu Honk Magazine. Svala heimsótti Ísland í síðustu viku til að syngja á jólatónleikum föður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Við erum farin að safna saman hugmyndum að mynd- böndum fyrir nýju lögin.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.