Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 38
2 föstudagur 9. desember
U M B O Ð S - O G D R E I F I N G A R A Ð I L I : O P T I C A L S T U D I O
RAY BAN
SÓLGLERAUGU
glæsilegt úrval
TEG. ORB2140/1084*3N
ÖÐRUVÍSI JÓLAGJÖF
Myndband hljómsveitar innar Steed Lord við lagið 123 If
You Want Me hefur verið tilnefnt
sem Myndband ársins hjá þýska
tímaritinu Honk Magazine en
tónlistarkonan Björk einnig til-
nefnd í sama flokki.
Fimm tónlistarmenn keppa
um titilinn um Myndband árs-
ins og er myndbandið við 123 If
You Want Me þar á meðal. Svala
Björgvinsdóttir,
söngkona Steed
Lord, segir tilnefn-
inguna hafa komið
meðlimum sveit-
arinnar nokkuð á
óvart. „Honk Maga-
zine hefur fjallað
svolítið um okkur
undanfarið og við
vorum meðal ann-
ars á forsíðu blaðs-
ins í nóvember en
tilnefningin kom
okkur samt sem áður á óvart. Ég
veit afskaplega lítið um þetta og
held að úrslitin verði tilkynnt í
lok mánaðarins.“
Svala var stödd hér á landi
í síðustu viku og kom fram á
einum jólatónleikum föður síns,
stórsöngvarans Björgvins Hall-
dórssonar. Hún mun þó eyða jól-
unum í Los Angeles ásamt bróð-
ur sínum og sambýlismanni. „Ég
er ósköp lítið jólabarn og finnst
mjög notalegt að vera úti í LA
um jólin. Foreldrunum finnst þó
leiðinlegt að bæði börnin séu í
burtu á aðfangadag en í staðinn
halda þau upp á jólin með fimm
köttum,“ segir hún.
Að sögn Svölu voru jólatón-
leikarnir vel sóttir og komst
hún sjálf í nokkurt jólaskap að
þeim loknum. Svala söng meðal
annars dúett með föður sínum
en söng þó ekki hið vinsæla lag
Ég hlakka svo til. „Það er barna-
lag og ekkert sér-
staklega krefjandi
sönglag fyrir full-
orðna manneskju
þó mér þyki vænt
um það. Ég söng
önnur jólalög og
tók meðal annars
dúett með pabba
sem var meiri hátt-
ar gaman.“
Steed Lord situr
ekki auðum hönd-
um þessa dagana
því meðlimir sveitarinnar eru í
óða önn að taka upp efni fyrir
nýja breiðskífu og búast við að
senda frá sér fyrstu stuttskíf-
una í vor. „Við erum líka farin
að safna saman hugmyndum að
myndböndum fyrir nýju lögin í
litla möppu. Okkur finnst ótrú-
lega gaman að búa til myndbönd
við lögin okkar, næstum því
jafn skemmtilegt og að semja
lögin sjálf,“ segir söngkonan að
lokum.
- sm
núna
✽ Jólagleði og innkaup
augnablikið
Útgáfufélag 365 miðlar ehf. Umsjón Sara McMahon Forsíðumynd Valgarður Gíslason Útlitshönnun
Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is
Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000
meðmælin Myndband Steed Lord tilnefnt sem myndband ársins:
EYÐIR JÓLUNUM ÚTI Í LA
FRAMLEIÐANDI Bandaríska söng-
konan Madonna er farin að leita á ný
mið og sótti frumsýningu kvikmynd-
arinnar WE sem hún framleiðir. Mynd-
in var sýnd í MOMA í New York um
síðustu helgi. NORDICPHOTOS/GETTY
Hönnuðurinn Vivienne West-
wood er mikill aðgerðasinni og
hefur viðurkennt að henni bjóði
við tískuheiminum. Hún hefur
einnig hvatt kaupendur til að
fjárfesta heldur í einni góðri flík
heldur en mörgum ódýrum.
Westwood viðurkennir að það
séu miklar andstæður milli þess
að vera umhverfissinni og fata-
hönnuður sem hvetur fólk til
aukinnar neyslu. „Skilaboð mín
eru þau; Veldu vel og kauptu
minna. Ég á erfitt með að verja
iðn mína því í fimmtán ár hef
ég hatað tísku. Af hverju? Af því
þetta er ekki vitsmunaleg eða
andleg vinna, mig langar held-
ur að lesa. Hönnun var bara eitt-
hvað sem ég var góð í en er ekki
eitthvað sem skilgreinir mig sem
manneskju,“ sagði hinn sérvitri
hönnuður.
Vivienne Westwood þolir ekki tískugeirann:
Vill heldur lesa
Hatar tísku Vivienne Westwood segist
heldur vilja lesa en að skapa tískufatnað.
NORDICPHOTOS/GETTY
Hressandi jóladagatal
Jóladagatal Norræna hússins er
orðin gróin hefð hjá mörgum og á
hverjum degi fram að jólum verð-
ur opnaður nýr gluggi á dagatalinu.
Klukkan 12.34 dag hvern fá gestir
að njóta skemmtiatriðis í sal Nor-
ræna hússins. Meðal þeirra lista-
manna sem koma
fram þessi jólin eru
Borkó, Sóley, Pétur
Ben, Ari Eldjárn og
Mundi vondi, en ekki
er gefið upp hvaða
listamaður stígur
á svið hvaða
dag. Aðgang-
ur er ókeypis og
er gestum boðið
upp á óáfengt
jólaglögg og
piparkökur.
Jólamatarmarkaður
Jólamatarmarkaður Búrsins og
Beint frá býli verður opnaður á
morgun í Nóatúni 17 á milli klukkan
12 og 16. Stóru tjaldi verður komið
fyrir á bílaplaninu þar sem boðið
verður upp á heitt kakó og ýmsar
dásamlegar matvörur í forréttinn,
aðalréttinn eða eftirréttinn þessi
jól. Meðal þess sem hægt verður
að kaupa er grasfóðrað holda-
naut, reykt nautakjöt
og kæfur, jólaostur,
hrökkbrauð og skyr-
konfekt. Þetta er
markaður sem
sælkerar eiga
ekki að láta
framhjá sér
fara.
GLIMMER OG GLAMÚR Miss Universe naglalakkalínan frá OPI er nú komin
í verslanir. OPI sótti innblástur sinn í samnefndra fegurðarsamkeppni og heita lit-
irnir nöfnum eins og Congeniality is my middle name, It’s MY Year og Swim-
suit … Nailed It! Fallegir litir sem passa vel við jólafötin eða áramótakjólinn.
Nóg að gera Myndband hljómsveitarinnar Steed Lord er tilnefnt sem Myndband
ársins af tónlistartímaritinu Honk Magazine. Svala heimsótti Ísland í síðustu viku til að
syngja á jólatónleikum föður síns. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Við erum
farin að
safna saman
hugmyndum
að mynd-
böndum fyrir
nýju lögin.