Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 12
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR12
STJÓRNSÝSLA Hafnarfjarðarbær
hefur samið við þýsku fjármála-
stofnanirnar DEPFA ACS og FMS
Wertmanagement um framleng-
ingu á erlendum lánum sveitar-
félagsins. Samkomulagið nær yfir
13 milljarða af skuldum Hafnar-
fjarðar. Þar af voru 4,3 milljarð-
ar á gjalddaga í apríl síðastliðn-
um og 5,5 milljarðar á gjalddaga
í janúar á næsta ári.
Skuldir bæjarins voru um síð-
ustu áramót rúmir 30 milljarð-
ar króna, sem jafngildir 243
prósentum af tekjum bæjarins í
fyrra.
„Þetta sam-
komulag hefur
gríðarlega
mikla þýðingu
fyrir bæinn
því þetta eyðir
þeirri óvissu
sem við höfum
búið við. Þetta
setur afborgun-
arferlið í þann-
ig ramma að
það rúmast vel innan þeirra fjár-
hagsáætlana sem við höfum gert
til næstu ára,“ segir Guðmundur
Rúnar Árnason, bæjarstjóri
Hafnarfjarðar, og bætir því
við að fínt jafnvægi sé að nást í
rekstur bæjarins eftir erfið ár.
Samkomulagið kveður á um
lán til fjögurra ára með afborg-
unum og greiðslu vaxta á þriggja
mánaða fresti. Í tilkynningu frá
bænum segir að sveitarfélagið
geti vel staðið undir greiðslum af
láninu. Þá leggur bærinn meðal
annars óseldar en skipulagð-
ar lóðir í bænum og skuldabréf
við Alterra Power (áður Magma
Energy) að veði fyrir láninu.
Fjárhagsáætlun fyrir árið
2012 var lögð fram í bæjarstjórn
á miðvikudag. Stefnt er að því að
rekstarniðurstaða A- og B-hluta
verði samanlagt jákvæð um 156,7
milljónir. Á árinu er ráðgert að
greiða niður lán að fjárhæð 1,4
milljarðar króna en áætlað veltu-
fé samantekið frá rekstri A- og B-
hluta er áætlað 1,9 milljarðar.
Þá er í fjárhagsáætluninni gert
ráð fyrir hóflegum hækkunum
á gjaldskrá sveitarfélagsins en
samkvæmt tilkynningu munu
þær í flestum tilfellum aðeins
fylgja verðlagsbreytingum og
hækkunum á verði aðfanga og
launa. - mþl
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2012 gerir ráð fyrir afgangi af rekstri og niðurgreiðslu á lánum:
Hafnarfjarðarbær semur um erlend lán
GUÐMUNDUR
RÚNAR ÁRNASON
MEÐ HNÍFINN Á LOFTI Á helgideginum
Ashura minnast sumir múslímar
sorgardags í sögunni með því að skera
sig til blóðs, eins og þessi maður í
Bagdad. NORDICPHOTOS/AFP
Bæjarstjórn Akureyrar auglýsir hér með tillögu að
breytingu á aðalskipulagi skv. skipulagslögum nr.
123/2010.
Í tillögunni er gert ráð fyrir nýrri háspennulínu, Blöndulínu
3, tengivirki við Kífsá og háspennustrengjum að tengivirki á
Rangárvöllum og þaðan að Krossanesi.
Tillöguuppdráttur ásamt greinargerð mun liggja frammi í
þjónustuanddyri Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9,
1. hæð, frá 7. desember 2011 til 19. janúar 2012, svo að
þeir sem þess óska geti kynnt sér tillöguna og gert við
hana athugasemdir. Tillagan er einnig birt á heimasíðu
Akureyrarkaupstaðar, www.akureyri.is/skipulagsdeild.
Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna rennur
út kl. 16.00 fimmtudaginn 19. janúar 2012 og skal
athugasemdum skilað skriflega til skipulagsdeildar
Akureyrarkaupstaðar, Geislagötu 9, 3. hæð, og/eða í
tölvupósti (arnarb@akureyri.is) þar sem nafn, kennitala
og heimilisfang sendanda kemur fram.
Skipulagsstjóri Akureyrarkaupstaðar
Flutningslínur raforku
og tengivirki við Kífsá
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Kletthálsi 7 - Reykjavík
Fuglavík 18 - Reykjanesbæ
Furuvöllum 15 - Akureyri
GOTT FYRIR BÍLINN
Deka Tjöru- og olíu-
hreinsir 4 lítrar
1.550
Rúðuvökvi -18 C 4 lítrar
540
TIA-JM-3340
Bílaþvottakústur
1.795
1400W
360 min/lit/klst
Þolir 50C heitt vatn
5 metra barki
Sápubox
Black&Decker
háþrýstidæla
110 bar
15.900
Álskófla S805-2Y
1.590,-
FÓLK Jón Gnarr borgarstjóri opn-
aði nýjan jólamarkað á Ingólfs-
torgi í gærdag. Markaðurinn
verður opinn á torginu til jóla, en
hann er hluti af átaki borgarinn-
ar sem nefnist Jólaborgin Reykja-
vík.
Á jólamarkaðnum verður
ýmislegt til sölu í bjálkakofum
sem þar hefur verið komið fyrir.
Meðal þess er hönnun, handverk,
kjöt beint frá býli, jólaskraut og
fleira jólatengt. Þá verða ýmsir
viðburðir á torginu í tengslum við
markaðinn sem og annars staðar
í borginni.
Jón Gnarr afhenti viðurkenn-
ingarskjöl fyrir fegurstu jóla-
glugganna í miðborginni og fengu
Aurum í Bankastræti og Eva og
Nostalgía á Laugavegi viðurkenn-
ingar. - þeb
Jólamarkaður á Ingólfstorgi verður opinn alla daga fram að jólum:
Borgarstjóri opnaði jólamarkað
INGÓLFSTORG Í JÓLABÚNINGI Talsverður fjöldi fólks lagði leið sína á Ingólfstorg
síðdegis í gær þegar markaðurinn var opnaður þar. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
LÖGREGLUMÁL Hlutfall erlendra
ríkisborgara sem kærðir hafa
verið fyrir afbrot hér á landi er
orðið það sama og það var fyrir tíu
árum, eða um 1,9 prósent af heild-
arfjölda skráðra
á landinu. Hafa
ber í huga að
fleiri erlendir
ríkisborgarar
eru hér á landi
heldur en töl-
urnar segja til
um, því ekki
er hægt að
aðgreina ferða-
menn sem ger-
ast brotlegir og
ekki eru allir þeir sem eru búsettir
hér skráðir í þjóðskrá.
Samkvæmt tölum Hagstofunn-
ar fyrir árið 2010 voru rúmlega
21.700 erlendir ríkisborgarar
skráðir á Íslandi, sem er fækk-
un um tæplega 3.000 manns frá
árinu áður, þegar skráðir voru um
24.400 einstaklingar. Árið 2005
voru erlendir ríkisborgarar 10.600
talsins.
Helgi Gunnlaugsson afbrota-
fræðingur segir mikilvægt að átta
sig á að dreifing þeirra erlendu
ríkisborgara sem hér voru árin
2007 og 2008 sé allt önnur en
Íslendinga og bendir þar sérstak-
lega á að hlutfall meintra brota-
manna sé komið í samt horf og
fyrir tíu árum.
„Það er afar áhugavert,“ segir
Helgi, en árið 2000 voru um 7.300
erlendir ríkisborgarar skráðir í
þjóðskrá, þrefalt færri en í dag.
„Hlutfall erlendra ríkisborgara
er talsvert hátt hér á landi, eða
yfir sjö prósent. Vissulega hefur
það minnkað á allra síðustu árum,
en ekki eins mikið og allir vilja
meina,“ segir Helgi og bendir á
að meirihluti þeirra sem hér voru
á góðærisárunum voru í miklum
meirihluta karlar í yngri kant-
inum, á þeim aldri þar sem brot
koma upp að öllu jöfnu.
„Það var sá hópur sem sést mest
í gögnum lögreglu yfirleitt svo það
er ekki óeðlilegt að sjá hærri pró-
sentutölu hjá erlendum ríkisborg-
urum en hjá Íslendingum þar sem
þeir dreifast öðruvísi.“
Helgi segir brýnt fyrir almenn-
ing að átta sig á að ef heildar-
fjöldi yfir þjóðerni brotamanna
hér á landi er skoðaður kemur
það afar skýrt í ljós að í langflest-
um tilvikum eru brotin framin af
Íslendingum.
„En þegar þessi einstöku mál
koma upp, eins og til dæmis
úraránið, þá virðist fólk fá á til-
finninguna að brotamennirnir
séu meira og minna útlendingar.
En það er bara alls ekki þannig,“
segir hann og undirstrikar að
slík hugsun ýti undir fordóma og
jafnvel útlendingahatur.
Rannveig Þórisdóttir, deildar-
stjóri hjá lögreglunni á höfuðborg-
arsvæðinu, segir að þó tölurnar
væru leiðréttar fyrir aldri og kyni,
sé samt umframhækkun á afbrot-
um meðal erlendra karlmanna.
Það skýrist líklegast af því að fólk
skráir sig ekki alltaf inn í landið,
líkt og áður sagði. „Því er fjöldinn
ónákvæmur,“ útskýrir Rannveig.
„Það skiptir máli þegar vantar
þúsund manns í 20 þúsund manna
hóp. En fyrir 300 þúsund skiptir
það hlutfallslega mun minna máli.“
sunna@frettabladid.is
Hlutfall meintra brotamanna
Af fjölda íbúa 1998 til 2010
4
3,5
3
2,5
2
1,5
1
0,5
0 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005 2006 2007 2008 2009 2010
%
a
f í
bú
af
jö
ld
a
■ Erlendir ríkisborgarar
■ Íslenskir ríkisborgarar
HEIMILD: LÖGREGLUSTJÓRINN Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU
Hlutfall kærðra nú
svipað og árið 2000
Hlutfall meintra erlendra brotamanna af fjölda íbúa hér á landi er orðið eins
og það var árið 2000. Fór í 4% árið 2008 en er komið niður í 1,9%. Mikilvægt að
skoða ólíka dreifingu íbúa á landinu eftir þjóðerni, segir afbrotafræðingur.
HELGI
GUNNLAUGSSON