Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 68
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR40 40 menning@frettabladid.is ÓÐUR TIL KYNLÍFS OG HVÖT GEGN KLÁMI SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR Segist hafa verið knúin áfram af innri þörf til að skrifa ljóðabók um kynlíf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Bækur HHH Kýr Stalíns Mál og menning Höfundur: Sofi Oksanen. Þýðing: Sigurður Karlsson. Sofi Oksanen tók heiminn með trompi með skáldsögunni Hreinsun og að mörgu leyti má segja að Kýr Stalíns sé tilhlaup að þeirri bók. Söguhetjan Anna er, eins og höf� undurinn, hálfeistnesk og hálf� finnsk og sú samsetning mótar allt líf hennar og veldur truflun� um í sálarlífinu. Það er nefnilega skammarlegt að vera Eisti í Finn� landi. Uppruninn er leyndarmál sem Önnu er af móður sinni uppá� lagt að kjafta aldrei frá. Eistnesk� ar konur eru hórur í augum Vest� urlandabúa, hversu vel sem þær reyna að dulbúa þá staðreynd. Því staðreynd er það að mati móðurinn� ar og reyndar allra þeirra finnsku karlmanna sem við sögu koma. Og skömmin sem fylgir þessari stað� reynd, ásamt skelfilegu hjóna� bandi foreldranna, þránni eftir móðurlandinu, þar sem föður� landið er fyrir fram á móti henni, og sú bjargfasta vissa að vera annars flokks verður til þess að Anna þróar með sér lystarstol og lotugræðgi. Hún hefur þó allavega stjórn á því hvað fer ofan í hana – og upp úr henni aftur. Inn í fyrstu persónu frásögn Önnu af lífi sínu í upphafi 21. ald� arinnar er fléttað sögum af móður hennar, ömmu og frændfólki í Sovét�Eistlandi frá upphafi inn� rásar kommúnista og þar til landið fagnar brothættu sjálfstæði. Stef sem Oksanen átti síðar eftir að fullkomna í Hreinsun. Kýr Stalíns er sláandi lesning. Bæði vegna fordómanna í garð Austur�Evrópubúa sem höfund� urinn flettir miskunnarlaust ofan af og eiga sér svo sterka samsvör� un á Íslandi í dag að maður dauð� skammast sín, en ekki síður vegna lýsinganna á hringrásinni í lífi Draugagangur í sálinni lotugræðgisjúklings, lýsinga sem ég minnist ekki að hafa lesið annars staðar. Reyndar hefði gjarnan mátt þjappa því efni dálítið, skerpa á því og ydda, en eftir situr engu að síður hrollvekjandi lestrarupplifun sem gleymist ekki svo glatt. Eistnesku kaflarnir eru einnig sláandi og sterkir, en ná þó ekki þeim hæðum sem þær lýsingar náðu í Hreinsun. Stíll Oksanen er í þýðingu Sig� urðar Karlssonar hreinn og beinn og krúsidúllulaus, myndmálið sterkt og persónulýsingar magn� aðar. Sérstaklega er ánægjulegt að lesa þýddan texta sem hvergi nokk� urs staðar höktir eða ber nokkurn keim af þýðingu. Kýr Stalíns er ekki stórvirki á borð við Hreinsun en engu að síður mögnuð lesning sem sýnir vestur� lenskum lesendum afar óþægilega spegilmynd um leið og hún varpar ljósi á sögu Eista í fortíð og sam� tíð, opnar nýja sýn á átraskanir og vekur óþyrmilega til umhugsunar um hroka, yfirgang og fordóma sem lifa góðu lífi enn í dag. Friðrika Benónýsdóttir Niðurstaða: Sláandi saga sem hristir upp í lesendum og veitir nýja sýn, en er ofurlítið langdregin á köflum. Nýstofnaður kór, Söngfjelagið, heldur sína fyrstu aðventutón� leika í Háteigskirkju á sunnudags� kvöld. Á tónleikunum verður meðal annars frumflutt spánnýtt jólalag eftir Báru Grímsdóttur við ljóð Erlends Hansen, en Bára stjórnar að auki Valskórnum sem verður í gestahlutverki á tónleiknum. Tveir einsöngvarar koma fram, þau Björg Þórhallsdóttir sópr� an og Óskar Pétursson tenór. Á efnisskránni eru innlend jafnt sem erlend lög tengd aðventu og jólum. Hljóðfæraleikarar eru þau Peter Tompkins á óbó, Kristín Lárusdóttir á selló, Sophie Scho� onjans á hörpu, Kári Þormar á orgel og þeir Chris Foster og Gunnar Þórðarson á gítar. Söngfjelagið var stofnað í haust og er skipað vönu söngfólki. Kór� inn varð til vegna áhuga hópsins á að flytja vandaða kórtónlist undir stjórn Hilmars Arnar Agnarsson� ar, en hann er meðal reyndustu og fremstu kórstjóra landsins. Kórinn kom fram í fyrsta sinn á styrktartónleikum Hollvinasam� taka Líknardeilda Landspítalans 17. nóvember sl. við góðan orðstír. Forsala aðgöngumiða er hjá félögum í Söngfjelaginu og Valskórnum, og á netfanginu song� fjelagid@gmail.com. Einnig verð� ur hægt að kaupa miða við inn� ganginn á tónleikakvöldi. Aðventutónleikar Söngfjelagsins SÖNGFJELAGIÐ Var stofnað í haust og hefur einu sinni áður komið fram. Tónlist HHHH Brautryðjandinn Kammerverk eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson Smekkleysa Falleg kammerverk Höfundur íslenska þjóðsöngsins, Sveinbjörn Sveinbjörnsson, var uppi á árunum 1847 til 1927. Eftir hann liggja mörg kammerverk. Hann var hámenntað tónskáld, miklu lærðari en þá tíðkaðist á Íslandi. Fyrir slíkan tónlistarmann var ekki mikið um atvinnutækifæri á hér. Enda bjó Sveinbjörn lengst af erlendis. Nú hefur Smekkleysa gefið út glæsilegan geisladisk með Kammersveit Reykjavíkur þar sem fram eru borin nokkur kammerverk Sveinbjörns. Það kemur á óvart hversu góð tónlistin er. Hún er kannski ekki sérlega frumleg, en laglínurnar eru samt innblásnar og formbygging verkanna er rökrétt og skemmtileg. Þetta er tónlist sem rennur ljúflega niður. Flutningurinn, sem er í höndunum á nokkrum meðlimum Kammersveit- arinnar, er í senn líflegur og öruggur. Það er gaman að hlusta. Helst má finna að því að hljómurinn í upptökunni er mismunandi eftir verkum. Enda fóru tökurnar fram á tveimur stöðum, í Víðistaðakirkju og í Salnum í Kópavogi. Endurómunin er stundum leiðinlega mikil. Þetta skemmir nokkuð heildarsvipinn. Að öðru leyti er geisladiskurinn flottur. Jónas Sen Niðurstaða: Vönduð útgáfa með fallegri tónlist eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Sigríður Jónsdóttir, bóndi og kennari á Suðurlandi, sendi frá sér sína aðra ljóðabók í haust. Kanill er hispurslaust kver um holdsins lystisemdir. Ævintýri og örfá ljóð um kynlíf er undirtitill Kanils, annarrar ljóðabókar Sigríðar Jónsdóttur, bónda í Arnarholti og kennara í Reykholtsskóla í Biskupstung� um. Undirtitillinn lýgur engu, kvæðin eru mörg hver blautleg, til dæmis ljóðið um elskhugann sem er „ófeiminn eins og bráð� ger foli/ ógeltur í apríl“ og gerir sitthvað með „sprota sínum“ sem ekki er hafandi eftir í borgara� legu dagblaði. Spurð hvað hafi orðið til þess að hún orti bók um kynlíf segist Sigríður einfaldlega hafa neyðst til þess. „Eins og með allt sem ég yrki, það er þessi knýjandi innri þörf skáldsins og þetta efni sótti mjög fast að mér.“ Fyrri ljóðabók henn� ar, Einnar báru vatn, kom út 2005. Hún var að sögn Sigríðar „venju� leg ljóðabók“ um ýmisleg efni, en sum ljóðanna í Kanil voru ort meðfram. „Ég ákvað aftur á móti að gefa þessi ljóð út sér, þau styngju kannski of mikið í stúf í hinni bókinni.“ Sigríður segist hafa fengið mjög góð viðbrögð við bókinni. „Það kom mér eiginlega á óvart hversu vel henni hefur verið tekið; ólíklegustu sveitungar mínir hafa lýst yfir ánægju sinni og fallið þetta í geð. Ég verð ekki vör við að fólk sé feimið við þetta efni. Það tengist kannski því að mér fannst ég þurfa að yrkja þetta og aldrei koma neitt annað til greina en að gefa þetta út, því fyrst ég þurfti að skrifa þetta þyrfti ein� hver annar að lesa þetta. Það tel ég hafa verið raunin.“ Stigið milli hins fína og dólgs� lega getur verið vandratað þegar nautnir holdsins eiga í hlut og ljóð Sigríðar dansa sum við roðmörk� in. Sjálf segist hún líta á bókina sem „antíklám“. „Ég er mjög frá� bitin klámi og er eiginlega í her� ferð gegn því. Þessi bók er fyrst og fremst óður til kynlífs og ást� arinnar; kynæxlunin er samofin sögu lífs á jörðinni og þetta er elsta söguefni í heimi.“ Sigríður segist yrkja tiltölulega lítið. Hún hafi sett saman vísur og ljóð á unglingsaldri, hætt því en tekið upp þráðinn eftir tutt� ugu ára hlé og segir að aldrei hafi annað hvarflað að sér en að reyna að fá það útgefið. „Ætli það sé ekki framhleypnin í mér, að minnsta kosti hefur mér aldrei dottið í hug að yrkja fyrir skúff� una. Það eru nokkrir hlutir í lífinu sem ég hef ákveðið að taka mér fyrir hendur. Eitt af því var að skrifa bækur og það gekk eftir.“ Innihald Kanillinn er kynlíf sykurinn er ástin grauturinn og ástin eru lífið bæði þykkt og þunnt. Við höfum ekkert að gera við kanil eintóman en hin efnin geta öll nýst án hans. Þó eigum við kanil einan á bauk að grípa til bragðbætis. Þessi kanill verður blandaður sykri. Þannig er hann bestur. AÐVENTUHELGI Í GRASAGARÐINUM Kaffihúsið og jólabasarinn í Café Flóru í Grasagarðinum verða opin frá klukkan 12 til 18 um helgina. Á laugardag lesa prestarnir og hjónin Bjarni Karlsson og Jóna Hrönn Bolladóttir upp úr nýútkominni bók sinni Af heilum hug. Ragga Gröndal syngur og kynnir nýju plötuna sína Astrocat Lullaby, auk fleiri skemmtiatriða. Á torginu fyrir framan garðinn mun Flugbjörgunarsveitin í Reykjavík selja jólatré alla helgina frá 13 til 17.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.