Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 48
9. DESEMBER 2011 FÖSTUDAGUR4 ● UNICEF „Við fengum einfaldlega símtal frá Unicef með ósk um að semja lagið og maður segir ekki nei við því,“ segir Ingi Már Úlfarsson, spurður um tilurð Rauðanefslags- ins, en hann og Jóhann Bjarkason eru lagahöfundar í tvíeykinu Redd Lights. „Við höfum ekki unnið verk- efni áður sem tengist góðgerðar- málum en við hikuðum ekki við að gefa vinnu okkar fyrir þennan málstað,“ bætir hann við. Páll Óskar Hjálmtýsson samdi textann við lagið og segir Ingi samstarfið hafa gengið vonum framar. „Það gæti ekki hafa gengið betur. Palli gengur hreint til verks og veit upp á hár hvað hann er að gera. Við sömdum nokkra grunna og sendum honum. Hann kom svo mjög fljótlega með texta og laglínu við þann grunn sem honum leist best á. Þetta var í fyrsta skipti sem við unnum með Palla og við vonumst til að það samstarf haldi áfram, við stefnum á það.“ „Við unnum Gull af mönnum með Steinda jr., Matta Matt og Bent sem kom út seinasta sumar, en það var mjög skemmtilegt verkefni. Svo unnum við nánast alla plötu Friðriks Dórs og stóran part af plötu Erps Eyvindar sonar og fengum gullplötu í hendurn- ar fyrir plötu Erps á dögunum,“ segir Ingi, en þeir félagar halda sig ekki við eina tónlistarstefnu. „Nei, alls ekki. Í byrjun var þetta aðallega rapp, svo R’n’B og svo popp en við erum alltaf að skipta um stíl. Við förum kannski langt í eina átt en endum svo á að blanda öllu saman.“ Ingi segir tilfinninguna góða að geta stutt við góðan málstað á þennan hátt. Páll Óskar hafi einn- ig hrifið þá með sér með frásögn- um sínum af ástandinu. Palli er náttúrulega svo sann- færandi og allt öðruvísi að heyra einhvern segja frá hlutunum frá fyrstu hendi en að lesa eitthvað í bæklingum. Það er gott að fá staðfestingu á að þetta er að gera gagn.“ Gott að gera gagn Ingi Már Úlfarsson og Jóhann Bjarkason, lagahöfundar Redd Lights sömdu Rauðanefslagið ásamt Páli Óskari. MYND/ANTON Ef að ég gæti breytt öllum heiminum myndi ég kannski byrja hjá börnunum. Gefa þeim sól sumaryl Þau lifa í heimi sem að þau bjuggu ekki til Ég hélt að ég gæti ekkert leyst en nú hef ég sjálfur breyst MEGI ÞAÐ BYRJA MEÐ MÉR ÞORSTEINN GUÐMUNDSSON Hægt að monta sig af því að gefa Ilmur Kristjánsdóttir og Þorsteinn Guðmundsson eru aðaldagskrárkynnar á degi rauða nefsins. Þau hafa lagt UNICEF lið með margvíslegum hætti í gegnum tíðina. Þessir hjartans vinir UNICEF svara hér nokkrum mjög mikilvægum spurningum. Ef þú værir rautt nef í einn dag, á hverjum myndir þú vilja vera? „Ég myndi gjarnan vilja vera á nefinu á manni með engar nasir.“ Ef þú mættir gefa hverjum sem er í mannkynssögunni rautt nef, hver yrði það? „Móður Theresu. Hún var voða góð en það vantaði smá húmor í hana, held ég.“ Er sælla að gefa en þiggja? „Já, miklu sælla. Það er hægt að monta sig af því í mörg ár.“ Hvaða rauða nef finnst þér skemmtilegast (þ.e. Skotta, Skjóða eða Skreppur) og af hverju? „Skreppur er fínn. Hann kvartar ekki.“ Ef þú mættir búa til þitt eigið rauða nef, hvernig yrði það? „Ég myndi hanna svolítið stórt nef sem væri langt og pínu á ská og kalla það Gyllinæð.“ Hvernig er að kynna margra tíma dagskrá á degi rauða nefsins? „Svolítið eins og að taka á móti þríburum.“ Verður þitt nef einhvern tímann rautt? „Já, einu sinni reyndi ég að kreista unglingabólur á því og kreisti það næstum óvart af mér.“ Ertu heimsforeldri? „Já, vegna þess að konan mín sagði mér að við ætluðum að gera það.“ Þekkirðu einhvern sem er alltaf með rautt nef? „Nei, en ég þekkti einu sinni dreng með tvö rassgöt. Hann var kallaður Gummi tvörassgöt.“ ILMUR KRISTJÁNSDÓTTIR Ef þú værir rautt nef í einn dag, á hverjum myndir þú vilja vera? „Jólasveininum.“ Ef þú mættir gefa hverjum sem er í mannkynssögunni rautt nef, hver yrði það? „Ágústínusi keisara.“ Er sælla að gefa en þiggja? „Já, það er sælla að gefa en maður þarf líka að kunna að þiggja.“ Hvaða rauða nef finnst þér skemmtilegast og af hverju? „Þau eru best saman í hóp.“ Ef þú mættir búa til þitt eigið rauða nef, hvernig yrði það? „Það héti Friðrik og væri voða rólegt.“ Af hverju gefur þú vinnu þína á degi rauða nefsins? „Mig langar til að hjálpa og þegar UNICEF biður þá svarar maður kallinu.“ Hvernig er að kynna margra tíma dagskrá á degi rauða nefsins? „Strembið en ég ætla að láta Þorstein sjá um allt erfiðið.“ Verður þitt nef einhvern tímann rautt? „Oft, ég er ofnæmissjúklingur.“ Ertu heimsforeldri? „Já, af því að það skiptir máli og ég hef séð það með eigin augum.“ Þekkirðu einhvern sem er alltaf með rautt nef? „Margir alkóhólistar, fólk með rósroða og ofnæmissjúklingar.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.