Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 32
32 9. desember 2011 FÖSTUDAGUR
STEINI/PÉSI
&GAUR Á TROMMU
Miðasala á gamlabi
o.is
og midi.is. Símanúm
er í
miðasölu 563 4000
.
Opið mán.-mið. 14:
00-18:00
og fim.-sun. 14:00-2
0:00.
Þú færð magavöðva af hlátri.
Steindi – grínisti Hló endalaust í Gamla Bíó í kvöld
– Steini & Pési fara á kostum!!!
Jón Gunnar Geirdal – markaðsgúrú
Ég hló allan tímann!
Helga Braga – leikkona
Takk fyrir frábæra skemmtun með Steina og Pétri í gærkvöld, ég vældi af hlátri :)
Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir – leikkona og grínisti
Fimmtudagur 08.12.11 22:30
Fimmtudagur 15.12.11 20:00
Föstudagur 16.12.11 22:30
Aukasýning!
Aukasýning!
Síðustu sýningar fyrir jól!
25% jólaafsláttur
fyrir duglega námsmenn í desember
í miðasölu Gamla bíós.
Í frétt á bls. 10 í Fréttablaðinu hinn 3. desember sl. er vitnað í
ályktun 5 manna stjórnar Lands-
sambands heilbrigðisstofnana,
sem blandar sér í kjördæmapotið
með ófaglegum hætti um mikil-
vægi Reykjavíkurflugvallar fyrir
bráðaþjónustu við landsbyggðina
(sjá nánar: http://lhh.123.is/blog/
yearmonth/2011/10/default.aspx).
Það vekur furðu Samtaka um
betri byggð að Björn Zoëga for-
stjóri og aðrir forsvarsmenn LSH
hafi ekki brugðist strax við þess-
ari ályktun þar sem hann og fleiri
hafa staðfest opinberlega að það
skipti engu um stækkun LSH
hvort flugvöllur fari eða veri í
Vatnsmýri.
Þessi ólýðræðislega og umboðs-
lausa 5 manna stjórn fer hér með
grófum hætti gegn þeirri fag-
mennsku, mannúð og mannviti
sem krefjast verður af stjórn
samtaka með jafnháfleygt og
virðulegt heiti.
Samtökum stofnana sem hafa
það göfuga verkefni að bjarga
mannslífum og bæta heilsu borg-
aranna væri betur sæmandi
að styðja einmitt þá stefnu að
höfuðborgin losni við þá mein-
semd sem flugvöllurinn í Vatns-
mýri er. Þau ættu í staðinn að
mæla með þéttri og blandaðri mið-
borgarbyggð í Vatnsmýri. Þannig
yrði vítahringur bílasamfélagsins
rofinn, þörf fyrir akstur yrði allt
að 40% minni en ella og umferðar-
slysum með eigna- og líkamstjóni
fækkaði að sama skapi.
Þar með sköpuðust betri
aðstæður fyrir sjúkraflutninga,
eldvarnir, löggæslu, öryggis-
gæslu og daglegt líf íbúa á höf-
uðborgarsvæðinu. Splundrun
byggðarinnar hefur leitt af sér
mikla bílaumferð, einhverja þá
mestu sem þekkist á byggðu bóli,
sem kostar nú samfélagið á þriðja
hundrað milljarða kr. á ári, með
tilheyrandi heilbrigðis- og lýð-
heilsuvanda af völdum mengunar,
streitu, bílslysa, hreyfingarleysis
og óheilbrigðs lífsstíls.
Við í Samtökum um betri byggð
bendum á eftirfarandi varðandi
sjúkraflug:
Ekki er verjandi að flytja sjúk-
linga í óstöðugu ástandi með
vængjuðu sjúkraflugi. Bráðveika
og stórslasaða ber að flytja með
þyrlu nema hægt sé að koma þeim
í svo stöðugt ástand að flutnings-
tími í sjúkraflugi hafi ekki áhrif
á batahorfur.
Stórbæta má sjúkraflug með
brotabroti af því fjármagni
sem nú er bundið í verðmætu
byggingarlandi ríkisins undir
flugbrautum í Vatnsmýri.
Heildarflutningstími í vængj-
uðu sjúkraflugi er nú a.m.k. 70
mínútur en er oftast nokkrar
klukkustundir. Lenging þessa
tíma um 10-30 mínútur við komu
á LSH breytir því augljóslega
engu.
Sjúkraflutninga má bæta veru-
lega með bættu skipulagi og þjálf-
un, meiri mannafla, auknum
fjölda farartækja (bíla, flugvéla
og þyrla) og betri búnaði. Stytta
má viðbragðstíma flugáhafna,
sjúkrabílstjóra og hjúkrunarliðs.
Athuga ætti hvort taka mætti í
notkun léttari og hagkvæmari
þyrlur við hlið þungra leitar- og
björgunarþyrla Landhelgisgæsl-
unnar. Eðlilegt er að ein eða fleiri
þyrlur verði varanlega staðsettar
utan Reykjavíkur.
Sú fullyrðing að nánd nýs Land-
spítala við Vatnsmýrarflugvöll sé
mikilvæg á að sjálfsögðu ekki við
rök að styðjast, sbr. t.d. opinber
ummæli Björns Zoëga forstjóra
og annarra forsvarsmanna LSH.
Enda fyrirfinnast slíkar aðstæð-
ur hvergi. Núverandi staðsetning
flugvallar í Vatnsmýri þrengir
hins vegar mjög að umferð í Vest-
urborginni og getur m.a. torveld-
að neyðaraðkomu að LSH.
Óþarft er að deila við stjórn LH
um þessi efni en benda má henni
á u.þ.b. 20 blaðsíðna opinbera,
faglega skýrslu um sjúkraflutn-
inga á slóðinni: Sjúkraflutning-
ar á Íslandi: Tillögur nefndar 31.
janúar 2008, enda byggjum við
málflutning okkar um sjúkra-
flutninga á henni.
Kjördæmapot
Á Íslandi er bara eitt fyrirtæki sem veitir upplýsingar um
símanúmer einstaklinga. Það selur
þjónustu sína fyrir meira en þús-
und milljónir á ári og enginn getur
veitt því samkeppni á þessu sviði.
Árið 2009 var hagnaður þess fyrir
skatta 281 milljón – 28% af veltu
eða 48% arðsemi eigin fjár, sam-
kvæmt upplýsingum frá Frjálsri
verslun. Það ár voru fá fyrirtæki á
Íslandi sem græddu meira. Þjónust-
an er dýr enda er það þekkt stef hjá
fyrirtækjum með einokunarstöðu
á markaði. Þessi aðili er Já Upplýs-
ingaveitur og hér á eftir er sagan
af baráttu Miðlunar fyrir að fá að
veita ódýrari þjónustu í samkeppni
við Já.
Sagan byrjar fyrir mörgum
árum, þegar Símaskráin og 118
voru í höndum Pósts og síma.
Árið 2005 var Síminn einkavædd-
ur – kaupendurnir voru bræðurn-
ir Ágúst og Lýður Guðmundssynir
(Exista), Kaupþing og aðrir fjár-
málamenn. Exista fór í þrot og
haustið 2010 keyptu stjórnendur
Já og óþekktur fjárfestingarsjóður
fyrirtækið – þessir aðilar eiga það
í dag.
Þegar Póstur og sími átti fyrir-
tækið var viðskiptalífið einfalt. Í þá
daga var einfaldlega bannað með
lögum og reglugerðum að keppa
við 118. Þegar Síminn átti fyrir-
tækið var komið í veg fyrir sam-
keppni með tæknilegum aðgangs-
hindrunum. Þegar fyrirtækið var
selt stjórnendum haustið 2010 töld-
um við starfsmenn Miðlunar að nú
gæfist tækifæri til að hefja sam-
keppni og bjóða ódýrari þjónustu.
Já Upplýsingaveitum var skylt
samkvæmt reglum að selja þriðja
aðila gögn með nöfnum og síma-
númerum einstaklinga sem þær
fengu frá símafyrirtækjunum.
Þetta ákvæði var sett í reglur fyrir
nokkrum árum til að reyna að
skapa samkeppni.
Starfsmenn Miðlunar voru til-
búnir í samkeppni haustið 2010.
Reglurnar voru til staðar og Já Upp-
lýsingaveitur voru ekki lengur hluti
af Símanum. Það hlaut því að vera
hægt að hefja samkeppni með því að
opna nýja símaþjónustu sem veitti
ódýrari upplýsingar um símanúmer
einstaklinga en gert er í 118.
Við sendum fyrirspurn til Já Upp-
lýsingaveitna um verð á upplýsing-
um í samræmi við þær reglur sem
þá voru í gildi. Svarið barst fljótt –
42 krónur áttum við að greiða fyrir
uppflettingu ef við nýttum upplýs-
ingarnar til að veita þjónustu í síma
í samkeppni við 118 en 125 krónur
ef við ætluðum að keppa við Já með
því að bjóða sams konar þjónustu
á netinu. Þessi verð eru galin og
útiloka algerlega samkeppni.
Við báðum Póst og fjarskipta-
stofnun að athuga málið – þetta gat
ekki verið eðlilegt. Póst og fjar-
skiptastofnun vann fljótt og vel og
skilaði bráðabirgðaniðurstöðum
síðastliðið sumar.
Niðurstaðan var að verðið ætti
að vera 1,14 – ein króna og fjórtán
aurar – fyrir hverja uppflettingu
óháð notkun á upplýsingunum. Mun-
urinn er mörg þúsund prósent. Það
er augljóst að verðskrá Já var sett
fram til að koma í veg fyrir eðlilega
samkeppni.
Miðlun hafði unnið sigur; með
þessum úrskurði Póst og fjarskipta-
stofnunar var ljóst að samkeppni
gæti hafist. Neytendur hefðu fengið
fleiri valkosti og ódýrari þjónustu.
Hagnaðurinn hjá Já Upplýsinga-
veitum hf. hefði mögulega minnk-
að eitthvað aðeins en staða þeirra
hefði áfram orðið sterk. En þessu
gátu Já Upplýsingaveitur ekki unað
– örfáum dögum eftir að úrskurð-
ur Póst og fjarskiptastofnunar lá
fyrir kærði fyrirtækið reglurnar
sem gerðu því skylt að veita þriðja
aðila aðgang að upplýsingum. Af
einhverjum ástæðum vann fyrir-
tækið það mál og tryggði sér einok-
un á þessum markaði enn um sinn.
Þar með er ekki öll sagan sögð. Ef
einokun Já Upplýsingaveitna verð-
ur aflétt fær fyrirtækið að veita
sína þjónustu í þriggja stafa núm-
eri eins og 118 á meðan mögulegir
keppinautar þurfa að nota fjögurra
stafa númer – í okkar tilfelli núm-
erið 1800. Þetta er eins og Bónus
væri leyft að vera með verslanir í
Reykjavík en Krónan fengi bara að
vera úti á landi.
Þetta er samt ekki það versta
varðandi númerið 118. Þannig er að
Póst- og fjarskiptastofnun hefur for-
ræði yfir símanúmerinu 118. Í þetta
símanúmer er líklega hringt fimm
milljón sinnum á ári til að spyrjast
fyrir um símanúmer. Símtalið er
dýrt, þannig að tekjur sem fylgja
þessum hringingum eru líklega
500-700 milljónir á ári.
Hinn 10. febrúar 2011 fengu Já
Upplýsingaveitur þessu númeri
úthlutað til ársins 2016. Það þýðir
að þær fá tekjurnar af innhring-
ingum í fimm ár, það eru samtals
2.500–3.000 milljónir án þess að
rætt væri við aðra eða þjónustan
boðin út! Þetta hljómar ótrúlega
en haustið 2010 keyptu stjórnend-
ur Já og óþekktir fjárfestar starf-
semi fyrirtækisins, fjórum mánuð-
um síðar voru þeim tryggðar tekjur
af símtölum í númerið 118 til fimm
ára, líklega að upphæð 2.500–3.000
milljónir!
Það er skylda stjórnvalda að eyða
svona einokun og tryggja sam-
keppni.
Víða hefur verið gengið langt til
að tryggja möguleika nýrra aðila
til að hasla sér völl á einokunar-
mörkuðum. Á fjarskiptamarkaði
er nýjum fyrirtækjum jafnvel
tryggð betri staða en gömlum grón-
um fyrirtækjum – þetta er kallað
jákvæð mismunun. Við erum ekki
að biðja um slíkt, við förum bara
fram á að fá að keppa við Já Upplýs-
ingaveitur á jafnræðisgrundvelli og
veita neytendum ódýrari þjónustu.
Við ætlum ekki að gefast upp.
Miðlun hefur fengið úthlutað núm-
erinu 1800 til að veita þjónustu í
samkeppni við 118. Við vitum að
það er hægt að bjóða ódýrari þjón-
ustu en nú stendur til boða í 118. Það
munum við gera um leið og einokun
á þessum markaði verður afnumin.
Já-málið
Símaþjónusta
Andri Árnason
framkvæmdastjóri
Miðlunar ehf
Skipulagsmál
Gunnar H.
Gunnarsson
verkfræðingur
Örn Sigurðsson
arkitekt
Við ætlum ekki
að gefast upp.
Miðlun hefur fengið út-
hlutað númerinu 1800 til
að veita þjónustu í sam-
keppni við 118.
AF NETINU
Að útkljá málin á netinu
Hvernig dettur fólki í hug, í þessu fámenna landi, í þessu mikla nábýli, að ætla
að fara gera út um alvarlegt sakamál á bloggi og spjallsíðum internetsins?
Þetta hefur maður mátt horfa upp á síðustu daga – í ýmsum miður skemmti-
legum myndum.
Að þetta skuli vera orðið aðalhitamál desembermánaðar segir sitt um hversu
erfitt við eigum með að umgangast nýmiðlana svokallaða – hversu stutt við
erum komin áleiðis í að þróa heilbrigðar samskiptavenjur á þeim.
Það má reyndar nefna fleiri upphlaup sem eru lýsandi fyrir þetta – þau eru
bara ekki jafn alvarleg – eins og til dæmis hið óskiljanlega mál guðfræðikenn-
arans sem móðgaði trúleysingjana, og svo má í raun lengi telja. Nýr dagur, nýtt
upphlaup, ný geðshræring.
http://silfuregils.eyjan
Egill Helgason