Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 47

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 47
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2011 3UNICEF ● Hvað hafði mest áhrif á þig við að heimsækja verkefni UNICEF með Halldóru? Duglegu og fallegu börnin höfðu mest áhrif á mig. Þau fá svo litlu að ráða um eigið líf en trúa á allt það besta. Sum eru munaðarlaus en önnur eiga mömmur og pabba. Ég hitti litla stelpu sem var niður- setningur hjá konu sem gaf henni pening fyrir mat þegar hún fékk að flytja aftur til pabba síns, en stelpan var svo glöð og spennt að hún eyddi öllum peningnum sínum í tyggjó! Er hægt að hjálpa bágstöddum börnum í fátækum löndum heims? Já, og það er ekki bara hægt, heldur verðum við að hjálpa til! Annars erum við bara hross með blöðkur fyrir augunum og lokað hjarta. Getum við Íslendingar gert eitt- hvað? Já, allir Íslendingar geta orðið heimsforeldrar. Þá borga þeir mánaðar lega upphæð sem þeir eru aflögufærir um og starfsfólk UNI- CEF finnur út hvar þörfin er mest. Áður en jarðskjálftinn reið yfir Haítí voru þar 40 starfsmenn frá UNICEF, en nú eru þar 160 starfs- menn til hjálpar börnum í neyð. Þeir vinna með innlendum hjálpar- samtökum og eru eins og hjarta sem pumpar hjálpinni út í ós- æðarnar til fullt af góðu fólki sem eru bláæðarnar og renna á milli allra frumanna sem eru börnin. Nú er líka vitað að best er að fara strax til barna sem eru verst stödd því þá berst hjálp til svo margra annarra í leiðinni. Hvaða börn eru verst stödd? Börnin sem búa ekki með for- eldrum sínum. Þau lifa í kærleiks- lausu umhverfi og eiga sér ekki tilverurétt nema að leggja fram vinnu af einhverju tagi. Þessi börn eru verst stödd vegna þess að þeim er ekki sagt á degi hverjum að þau séu stórkostleg gjöf og að þau megi vera eins og þau eru. Á Haítí þarf að breyta því hugarfari að börnum sé betur borgið hjá vandalausum, því það er ekki rétt. Barn þarfnast fyrst og fremst kærleika og svo menntunar og heilbrigðiskerfis til að eiga möguleika á að verða sjálf- stæður einstaklingur. Ertu breyttur trúður eftir að hafa séð erfiðar aðstæður barna í fátækari löndum? Já, ég náttúrulega græt bara, en ég hlæ líka því þetta eru töfrabörn og þeim finnst gott að hlæja saman. Ég græt samt aldrei með börnun- um því þá erum við saman í ljósinu, hlæjum og horfum í augun á hvort öðru. En um leið og ég labba í burtu frá þeim fer ég að skæla, og Hall- dóra líka því hún skilur aðstæður barnanna betur en þau sjálf og veit að þau eiga svo miklu betra skilið. Hvernig þótti börnunum úti að hitta alvöru trúð? Þeim fannst það mjög sniðugt og fengu sjálf að prófa, því það er skítlétt að vera trúður. Maður setur bara á sig rautt nef og breyt- ir kannski röddinni, því allir eiga innra með sér trúð sem segir allt- af satt og er alveg sama hvort það komi vel út eða ekki. Trúðar eru nefnilega ekki bara trúðar heldur sannleiksenglar sem umfram allt vilja segja satt, en stundum þarf maður að treysta nefinu og hlusta í dálitla stund áður en maður heyrir röddina í trúðnum sínum. Hefur þig langað að taka eitt- hvert barnanna með þér heim? Mig langaði meira að taka að mér einhverja mömmuna til að geta hjálpað henni að hjálpa þeim. Hvaða merkingu hefur rauða nefið fyrir þig? Rauða nefnið þýðir að lifa í núinu og láta ekki eins og hlutirnir séu bara eins og þeir eru. Að gráta yfir því sem maður þarf að gráta yfir og hlæja vegna þess sem er fyndið. Ef þú fengir einn dag til að láta til þín taka á heimsvísu, hverju myndir þú vilja breyta fyrst? Ég vildi óska að börn heimsins gætu lifað við aðstæðurnar sem Barnasáttmáli Sameinuðu þjóð- anna gerir kröfu um að öll börn eigi að lifa við. Þá hefðum við ansi góðar undirstöður fyrir betra líf barna. Þetta er líka vel hægt en tekur tíma. Við megum ekki gef- ast upp, heldur ákveða í staðinn að verða heimsforeldri, því það er skítlétt. En hvernig hugsum við best um íslensku börnin? Við eigum að segja þeim á hverj- um degi að þau séu frábær og það dýrmætasta sem við eigum. Og þótt þau hafi það gott í samanburði við börnin á Haítí eigum við alls ekki að segja slíkt við þau í tíma og ótíma. Bara gleyma því ekki að til eru fleiri dýrmæt börn sem eru rosalega glöð að fá aðstoð þegar það þarf. - þlg Trúðar eru sannleiksenglar Barbara bregður á leik með barnahópi í Úganda. Hún segir skítlétt að vera trúður og leyfði börnunum að prófa rautt nef. Þá spjallaði Barbara við unga grunnskólanema á Haítí. Hún segir börn sem búa ekki hjá foreldrum sínum vera verst stödd. Trúðurinn Barbara fer aldrei að gráta fyrir framan bágstödd börn heldur hlær sem mest með þeim því það þykir þeim gott. MYND/GVA Trúðurinn Barbara er hliðarsjálf leikkonunnar Halldóru Geir- harðs dóttur. Fyrir dag rauða nefsins í fyrra heimsótti Halldóra verkefni UNICEF í Úganda og í ár fór hún til Haítí. Eins og alltaf var Barbara með í för og upplifði heimsóknirnar með sínum einlægu og óritskoðuð augum. Þökkum stuðninginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.