Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 66
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR38 BAKÞANKAR Sifjar Sigmars dóttur Flestir þekkja tilfinninguna. Hjartað tekur á rás; maginn fer í hnút; lófarnir verða þvalir. Líkamleg viðbrögð við að vera tekinn í óæðri endann sem neytandi eru voldug. Hvort sem orsökin er léleg þjónusta á kaffihúsi eða vonbrigði með vöru leiðir sært stoltið og léttleiki pyngjunnar gjarnan til innblásinna áforma um að ná fram rétt- læti. Númeri Neytendasamtakanna er flett upp í símaskránni. Í huganum er Dr. Gunna skrifað rismikið bréf til birtingar á Okur- síðu hans. En svo grípur hversdagurinn í taumana. Það þarf að fara út með ruslið. Elda kvöldmatinn. Kíkja á netið til að tékka á hvort Jón Bjarnason sé enn þá ráðherra. Einlægur ásetningur verður að engu. Á ÞEIM upplausnartímum sem nú ríkja bítast ólíkir hópar um auðævi íslensks samfélags sem liggja sem hráviði í rústum spilaborgar sem hrundi. Gamlir kvótakarl- ar keppast við að halda í gull sjávar meðan landsbyggðarmafían heimtar það í byggða- stefnu. Landbúnaðar-lobbíistar standa fastan vörð um tollamúrana um einok- unarverslun sína og hagsmunahópar á borð við Stef sjá til þess að ekki einn einasti hlutur sem fræðilega er hægt að nota til að dilla sér við sé seldur án þess að vera fyrst smurður gjöldum samtökunum til handa. Það eru allir að ota sínum tota, koma ár sinni sem best fyrir borð á hinu Nýja Íslandi. Nema einn hópur. Fjölda síns vegna ættu neytendur að vera háværasti þrýstihópurinn. Hagsmunir neytenda virðast hins vegar ávallt láta í minni- pokann fyrir sérhagsmunum. Í síðustu viku bárust fréttir af því að Matís hefði hætt við að sækja um 300 millj- óna króna styrk til að mæla eiturefni í matvælum því einhverjum líkaði ekki að styrkurinn kæmi frá Evrópusam- bandinu. Í fréttum af málinu kom enn fremur fram að hingað til hafi Ísland verið með undanþágu frá EES-reglum um mælingar á um þrjú hundruð eitur- efnum. Sem neytanda kom mér aðeins eitt orð í huga: Ha? ÍSLENSKIR neytendur búa við háa tolla, skert vöruúrval og bágan skilarétt. Merkingum á matvælum er jafnframt ábótavant; gildistöku reglugerðar um merkingar á erfðabreyttum matvælum var t.a.m. frestað nýverið. Við neyt- endur hljótum þó að draga línuna við að eitrað sé fyrir okkur. Árið 2011 hófst á að í ljós kom að sorpbrennslustöðin Funi á Ísafirði olli því að þrávirk eiturefni komust í mjólk kúabús í nágrenninu, ein- mitt í boði séríslenskrar undanþágu frá EES-samþykkt. Því lýkur á sömu nótum. Hvernig væri að gera 2012 að ári neyt- andans? Látum í okkur heyra, krefjumst þess að við hættum að svindla á okkur sjálfum með undanþágum og sendum Dr. Gunna oftar póst. Íslenskt eitur: Já takk! ■ Handan við hornið Eftir Tony Lopes ■ Pondus Eftir Frode Overli ■ Gelgjan Eftir Jerry Scott & Jim Borgman ■ Barnalán Eftir Kirkman/Scott 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 krossgáta LÁRÉTT 2. báru að, 6. líka, 8. óvild, 9. endir, 11. tveir eins, 12. æxlunarfæri blóms, 14. helgitákn, 16. nudd, 17. nár, 18. spíra, 20. í röð, 21. djamm. LÓÐRÉTT 1. íþrótt, 3. kúgun, 4. land, 5. hár, 7. sveppur, 10. náinn, 13. kjökur, 15. skakki, 16. lík, 19. bor. LAUSN Þú mátt ekki taka þessu illa Ívar en ég þarf á pásu að halda. Ha? Ég þarf á pásu að halda. En við vorum bara að kynnast! Já, ég vil bara ekki ana að neinu. Ég verð að vita að ég sé að breyta rétt. Áður en þetta verður eitthvað alvarlegt verð ég að fá tíma til að hugsa mig um! Ókei, hversu langan tíma? 15 ár? Rosaleg pía! Og ég á ekki að hringja í hana, hún hringir í mig! Ókei Ég færi honum skilaboðin um leið og hann kemur heim. Klikk! Skanna! Prenta! Pabbi hringja í Siggu -P Það er ekk- ert hægt að gera hérna! Af hverju leikurðu ekki við Lóu? Hvar er Hannes? Hér er Hannes! Hvar er Hannes? Hér er Hannes! Fliss! Fliss! Fliss! Fliss! Hvar er Hannes? Hér er Hannes! Hvernig veit maður hvor er að vinna? LÁRÉTT: 2. komu, 6. og, 8. kal, 9. lok, 11. ll, 12. fræva, 14. kross, 16. nú, 17. lík, 18. ála, 20. aá, 21. rall. LÓÐRÉTT: 1. golf, 3. ok, 4. malasía, 5. ull, 7. gorkúla, 10. kær, 13. vol, 15. skái, 16. nár, 19. al. Meðal annars efnis: Skógareyðing ógnar einstöku dýralífi Ferðamenn gætu verið lykillinn að náttúruvernd á eyjunni Madagaskar. Hef alltaf verið á flótta Elín Eiríksdóttir sem var á Bjargi segir vistina þar hafa haft hræðilegar afleiðingar. Mynstur og litadýrð Rýnt í strauma og stefnur í tískunni á árinu sem er að líða. Tilraunakennd klassík Tónskáldið Daníel Bjarnason lætur klassíkina ekki setja sér skorður og fer óhefðbundnar leiðir í sinni listsköpun.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.