Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 74
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR46 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 9. desember 2011 ➜ Tónleikar 17.30 Hljómsveitirnar Samaris og Mr. Silla stíga á svið á fjórðu tónleikunum í tónleikaröðinni Undiröldunni í Kalda- lóni, Hörpunni. Aðgangur er ókeypis. 18.00 Jane Ade Sutarjo spilar á píanó og Þuríður Helga Ingvarsdóttir á fiðlu, auk þess sem Karen Nadía Pálsdóttir syngur á vetrartónleikum Listaháskóla Íslands í Þjóðmenningarhúsinu. Aðgangur er ókeypis. 19.30 Beethoven-hringurinn II fer fram í sal Eldborgar í Hörpu. Fluttar verða sinfóníur hans nr. 4 og 5. Miða- verð er frá kr. 2.000. 20.00 Vetrartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands halda áfram í Þjóðmenningarhúsinu. Að þessu sinni koma fram þau Elín Arnardóttir á píanó og Þorkell Helgi Sigfússon og Jónína Björt Gunnarsdóttir syngja. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Sigurður Guðmundsson og Memfismafían ásamt gestum halda aðventutónleika í Hofi, Akureyri. Miða- verð er kr. 4.900. 21.00 Birgitta Haukdal heldur útgáfu- tónleika á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Reptilicus kynnir nýja plötu sína, Initial Conditions, auk þess sem rafdúettinn Stereo Hypnosis kynnir þriðju plötu sína, Synopsis, á Gauki á Stöng. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og for- drykkur fylgir með frá Létt og Gott Lögg. 21.00 O beata Cecilia – Sönghópur- inn Voces Thules heldur jólatónleika í Langholtskirkju. Aðgangseyrir er kr. 2000, en kr. 1000 fyrir námsmenn. 22.00 Sannkölluð tónlistarveisla verður á Faktorý í kvöld þar sem Benni Hemm Hemm, Lay Low og Prinspóló koma fram. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Kveðjutónleikar fyrir Kormák Bragason verða haldnir á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitirnar Gæðablóð, Bítladrengirnir blíðu, Heiðrún Hallgrímsdóttir og fleiri. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiklist 19.30 Leikritið Svartur hundur prestsins er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð er kr. 4.300. 20.00 Nemendaleikhús Listahá- skóla Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölv- hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500. 20.00 Heimildarleikritið Elsku barn er sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðaverð er kr. 4.400. 20.00 Leikritið Hjónabandssæla með þeim Eddu Björgvins og Ladda er sýnt í Gamla Bíói. Miðaverð er frá kr. 3.600. 21.00 Dagbók Önnu Knúts – Helförin mín er drepfyndin uppistands-einleikur sem er fluttur í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Sýningar 17.00 Opnun á sýningu og sölu á verkum Svövu K. Egilson í Skeifunni 19. Opið alla daga frá 14-18 til og með 23. desember. 18.00 Þriðja sýningin í sýningarrými listfræðinema við Háskóla Íslands, Artíma, opnar. Þau Óskar Hallgríms- son, Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Hekla Björt Helgadóttir verða hvert með sína sjálfstæðu sýningu í rýminu. ➜ Uppákomur 12.30 Séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir les úr bók sinni, Aðgát skal höfð í nærveru sálar, á aðventuhátíð félagsmiðstöðvarinnar Aflagranda 40. Aðgangur er ókeypis. 12.34 Allir velkomnir á jóladagatal Norræna hússins í Norræna húsinu. Spennandi uppákomur á hverjum degi fram til jóla. 18.00 Hemmi Gunn og jóla- stjörnurnar hans halda stuðinu gangandi á jóla- hlaðborði Spot, Kópavogi. Honum til aðstoðar verð- ur hljómsveitin Á móti sól auk þess sem hver stjarnan á fætur annarri stígur á stokk. ➜ Kynningar 20.00 Kínaklúbbur Unnar kynnir Kínaferð 5.-24. júní með myndasýningu á Njálsgötu 33A. Ómæld ókeypis tedrykkja! ➜ Ljósmyndasýningar 17.45 Útgáfuhóf og ljósmyndasýning Jónatans Grétars- sonar opnar í Hamraborg 1. Sýn- ingin ber yfirskriftina Icelandic queens / artists / angels / stages / scapes / BDSM and the kid. ➜ Tónlist 21.30 Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsan leikur Balkantónlist á Café Haití, Geirsgötu 7b. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Latínband Tómasar R. Einars- sonar spilar á Café Rosenberg við Klapparstíg. Sérstakur gestur kvöldsins er söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Freyðibað Emmsé Gauta spilar á Prikinu auk þess sem Dj árni Kocoon þeytir skífum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. FYRST Á SVIÐ Hljómsveitin Hellvar stígur fyrst á svið í tónleikaröð Súfistans. Súfistinn er að fara af stað með tónleikaseríuna Ljáðu mér eyra. Hún fer fram á hverjum laugar- degi á kaffihúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Ýmsir tónlistar- menn munu koma fram og flytja lögin sín í lágstemmdum útsetn- ingum. Meiningin er að tónleik- arnir byrji ávallt á bilinu 11 til 14. Fyrstu tónleikarnir í seríunni verða haldnir núna á laugardag- inn. Þá spilar Hellvar órafmögn- uð lög og hefjast leikar klukk- an 13. Sóley kíkir svo við 17. desember og spilar fyrir gesti Súfistans. Tónleikaröð á Súfistanum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.