Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 10
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR10 EVRÓPUSAMBANDIÐ „Því lengur sem við tefjum málið, þeim mun dýr- keyptari og árangursminni verð- ur lausnin,“ sagði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti við flokks- félaga sína í gær, þegar leiðtoga- fundur Evrópusambandsins stóð fyrir dyrum. „Ef við náum ekki samkomulagi á föstudag fáum við ekkert annað tækifæri.“ Leiðtogar margra Evrópuríkja hittust í Marseille í Frakklandi í gær á fundi evrópskra íhalds- flokka en héldu síðan til Brussel á leiðtogafund Evrópusambandsins, þar sem tillögur þeirra Sarkozys og Angelu Merkel Þýskalands- kanslara um strangara bandalag evruríkjanna um ríkisfjármál eru til umræðu. Fáir virtust bjartsýnir á að sam- komulag tækist á leiðtogafundin- um, þótt markaðir biðu spenntir eftir lausn frá Evrópusambandinu sem gæti bjargað evrunni frá enn frekari skakkaföllum. „Ég held að þetta sé mögulegt,“ sagði þó José Manuel Barroso, for- seti framkvæmdastjórnar ESB. „Ég held að það sé lífsnauðsynlegt, og forysta í stjórnmálum snýst um að gera mögulegt það sem er nauðsynlegt.“ Seðlabanki Evrópusambands- ins lækkaði í gær stýrivexti sína í annað sinn á tveimur mánuðum, að þessu sinni úr 1,25 prósentum niður í eitt prósent, í von um að það hefði góð áhrif á efnahagslífið í aðildarríkjum sambandsins. Seðlabankar nokkurra aðildar- ríkjanna eru hins vegar farnir að búa sig undir upplausn evrusvæð- isins eða jafnvel hrun evrunnar. Í gær var svo skýrt frá því að fjármálaeftirlit Evrópusambands- ins hefði gert skyndiálagspróf á þýskum bönkum, og sex þeirra, þar á meðal Deutsche Bank og Commerzbank, hefðu rétt skrölt í gegnum það. Þessir sex bankar fá nú frest fram í júní til að bæta úr fjárhagsstöðu sinni. Merkel og Sarkozy náðu á mánu- dag samkomulagi um tillögur sem fela meðal annars í sér breyting- ar á stofnsáttmálum Evrópusam- bandsins. Bretar hafa verið and- vígir slíku og vilja að minnsta kosti fá í staðinn að liðkað verði til fyrir fjármálafyrirtækjum í Lond- on. Jean-Claude Juncker, forsætis- ráðherra Lúxemborgar, tekur illa í þær kröfur Breta. „Við verðum að vonast eftir sátt- mála allra aðildarríkjanna 27, en ef einhver ríki vilja ekki fylgja okkur í leitinni að betra skipulagi Evrópusambandsins verðum við að láta sáttmála 17 ríkja duga,“ sagði Juncker og átti þar við evruríkin sautján. gudsteinn@frettabladid.is Ef við náum ekki samkomulagi á föstudag fáum við ekkert annað tækifæri. NICOLAS SARKOZY FRAKKLANDSFORSETI Tekist á um evrusvæðið Leiðtogar Evrópusambandsins tóku misvel í hug- myndir Þjóðverja og Frakka um breytingar á stofn- sáttmála Evrópusambandsins í Marseille í gær. Gríska stjórnkerfið ófært um verkið LEIÐTOGAR Á FUNDI Angela Merkel, Nicolas Sarkozy og José Manuel Barroso á flokksþingi Evrópska þjóðarflokksins, sem er Evrópuþingsflokkur evrópskra íhalds- flokka. FRÉTTABLAÐIÐ/AP BRUSSEL, FRÉTTABLAÐIÐ Utanríkis- ráðherrar Atlantshafsbandalagsins (NATO) fordæmdu í gær hryðju- verkin í Afganistan fyrr í vikunni en lýstu því engu að síður yfir að ástandið í landinu færi batnandi. NATO hyggst styðja Afganistan með háum fjárframlögum og marg- víslegri aðstoð eftir árið 2014, en þá er áætlað að herlið bandalagsins hafi yfirgefið landið. Anders Fogh Rasmussen, fram- kvæmdastjóri NATO, sagði upp- reisnarmenn í Afganistan nú veikari en áður. Árásum á alþjóða- liðið (ISAF) hefði fækkað um fjórð- ung síðan í fyrra og og í lok ársins yrði landsvæði þar sem um helming- ur landsmanna byggi undir stjórn afganskra öryggissveita sem nytu aðeins stuðnings frá ISAF. Rasmussen sagði að NATO yrði að búa sig undir stuðning við Afganist- an um langan tíma. Á næstu þremur árum myndi hlutverk bandalagsins í landinu færast frá beinni þátttöku í aðgerðum gegn uppreisnarmönnum yfir í þjálfun og stuðning. Afganist- an myndi áfram þurfa mikinn fjár- stuðning eftir 2014 og leiðtogar NATO myndu á fundi sínum í maí samþykkja heildstæðan pakka með stuðningsaðgerðum. Allt alþjóða- samfélagið yrði hins vegar að leggja sitt af mörkum. „NATO og samstarfsríki þess í ISAF munu ekki hlaupa frá ókláruðu verki. Við munum ekki missa Afgan- istan aftur í hendur vígamanna,“ sagði Rasmussen. Framkvæmdastjórinn sagðist aðspurður ekki vilja nefna tölu um hvað það myndi kosta að halda úti 352.000 manna her- og lögregluliði Afgana sjálfra. Talið er að rekstur öryggissveitanna kosti meira en sem nemur öllum tekjum afganska rík- isins, þannig að alþjóðleg aðstoð er óhjákvæmileg. Fæstir ríkissjóðir eru hins vegar aflögufærir. - óþs NATO telur ástandið í Afganistan fara batnandi þrátt fyrir hryðjuverk: Afganar munu þurfa aðstoð í mörg ár TÆKNI Netfyrirtækið Yahoo! vann í vikunni dómsmál gegn taí- lenskum og nígerískum tölvu- svindlur- um. Fram kemur í frétt CNN að fyrir- tækinu hafi verið dæmdar skaðabætur upp á 72 milljarða króna. Þrjótarnir höfðu sent hátt í 12 milljónir ruslpósta í gegnum tölvupóstþjónustu Yahoo! þar sem viðtakendum var tjáð að þeir hefðu unnið í lottói. Þrátt fyrir að fjárhæðin kæmi sér eflaust vel eru litlar líkur til þess að Yahoo! muni sjá nokkuð af peningunum því að enginn sak- borninganna hefur látið ná í sig undanfarið. - þj Fórnarlamb tölvuþrjóta: Yahoo! fagnaði sigri á netbófum Gríska stjórnkerfið fær mjög harðan dóm hjá alþjóðlegu Efnahags- og framfarastofnuninni OECD, sem hefur birt ítarlega úttekt á lykilstofnunum Grikklands. „Grísk stjórnvöld hafa til þessa hvorki verið fær um né hæf til að gera miklar endurbætur,“ hafði þýska dagblaðið Die Welt eftir Caroline Varley, sem hafði umsjón með úttektinni. Landlæg spilling, samskiptaleysi milli ráðuneyta og skortur á framtíðarsýn eru meðal þess sem stofnunin segir standa því fyrir þrifum að Grikkir geti á næstu árum framkvæmt þær kerfisbreytingar og aðhaldsaðgerðir sem nauðsynlegar eru, eigi grískt efnahagslíf að geta komist út úr kreppunni. „Ráðuneytin taka ákvarðanir sem oft skila sér ekki í neinum áþreifanlegum árangri,“ segir í skýrslunni frá OECD. „Þrátt fyrir einhverjar endurbætur eru breyting- arnar of hægfara og sundurlausar,“ segir þar enn fremur. Skýrslan er áfellisdómur yfir gríska stjórnkerf- inu og dregur mjög úr vonum um að Grikkir geti tekið á þeim innanlandsvanda sem smitað hefur út frá sér yfir til annarra ríkja evrusvæðisins. HERMAÐUR Í FELUBÚNINGI Hermenn í Gvatemala klæddust felubúningi í tengslum við útskriftarathöfn sína í vikunni. NORDICPHOTOS/AFP Við munum ekki missa Afganistan aftur í hendur vígamanna. ANDERS FOGH RASMUSSEN FRAMKVÆMDASTJÓRI NATO
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.