Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 16
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR16 Föstudagsviðtaliðföstuda gur Carlos Bronzatto, formaður Alþjóðlegra fjárfestingasamtaka Áreiðan- leiki í reglu- gerðum er lykilatriði, sérstaklega þar sem þið eruð land sem býr ekki við stóran markað. A llar þjóðir heimsins keppast við að laða til sín erlendar fjár- festingar og er mikil samkeppni þar á milli. Síðustu árin hefur slíkt valdið deilum hér á landi og oft hefur verið erfitt að negla niður hver stefna stjórnvalda er í málaflokknum. Carlos Bronzatto er framkvæmda- stjóri World Association of Invest- ment Promotion Agencies (WAIPA), sem útleggja mætti sem alþjóðasam- tök fjárfestingarstofa. Hann segir áreiðanleika í regluverki lykilinn að því að laða fjárfesta að. Bronzatto segir Ísland geta lært margt af öðrum löndum þegar komi að erlendum fjárfestingum. Engin ástæða sé til þess að eyða tíma í að reyna að finna upp hjólið. Þess í stað geti Íslendingar byggt á reynslu ann- arra þegar komi að kynningum á fjárfestingarmöguleikum. Alþjóðlegt tengslanet WAIPA eru alþjóðasamtök fjárfest- ingarstofa um allan heim sem hafa tengsl sín á milli í gegnum samtökin. Ríkisstjórnir flestra landa hafa komið á fót slíkum stofnunum og er Íslands- stofa dæmi um eina slíka. Bronzatto segir WAIPA virka eins og tengslanet á milli stofanna. „Við erum aðallega með tengsl á milli ríkisstofnana sem eru að reyna að laða fjárfesta að. Einnig höfum við tengsl við ákveðna fjárfesta sem deila sinni reynslu með okkur um hvað það er sem fær þá til að velja einhvern einn stað umfram annan. Við erum ekki mikið í því að koma fólki saman, heldur fremur að deila reynslu og veita ráðgjöf.“ Bronzatto segir að stofnunin vinni einnig með alþjóðlegum stofnunum á sviði efnahagsmála beggja megin Atlantsála. Hann segir umhverfið að sumu leyti ólíkt í Bandaríkjunum en í Evrópu, en þekking á báðum mörk- uðum sé fyrir hendi hjá WAIPA. Ábatasöm verkefni Bronzatto segir að þar sem Ísland sé lítið land og fámennt ættu stjórnvöld að einblína á ábatasöm verkefni þegar komi að beinni erlendri fjárfestingu. Mikilvægt sé að tengja saman marga aðila og gott sé ef það tengist háskól- um og rannsóknum. Ríkisstjórnin þurfi að huga að því hvernig hægt sé að styðja við háskóla til þróunar rann- sóknartækja sem nýta megi í mis- munandi geirum efnahagslífsins. Hann segist ekki hafa kynnt sér stöðuna á Íslandi sérstaklega en er mjög ánægður með áform ríkis- stjórnarinnar í málaflokknum, sem betur verður komið að síðar. Hann fundaði með Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra meðan á dvöl hans hér á landi stóð og segir WAIPA munu aðstoða við að kynna Ísland sem eftir- sóknarverðan fjárfestingarkost. „Mér sýnist að hér á landi séu aug- ljóslega margir möguleikar á öllu sem tengist orku. Málið snýst um hvernig hægt er að stilla saman áhættuvægi varðandi orkuiðnaðinn og önnur tæki- færi. Íslendingar þurfa að leggja höf- uðið í bleyti og finna einnig aðra kosti sem landið getur nýtt sér.“ Sölumennska Öll lönd vilja laða til sín erlenda fjár- festingu og því getur samkeppnin orðið hörð. Bronzatto segir mikilvegt að Íslendingar skilgreini upp á hvað þeir ætli að bjóða. Það krefjist nafla- skoðunar og heimavinnu. „Sum lönd, svo sem Kína og Bras- ilía, hafa svo stóra markaði að þau geta leyft sér að sitja og bíða fjár- festa. Langflest þurfa hins vegar að berjast fyrir erlendri fjárfestingu og þar sem efnahagsástandið í heimin- um er með þeim hætti sem raun ber vitni hafa mörg gömul og stór mark- aðssvæði þurft að taka þátt í sam- keppninni. Það eru áhrif efnahags- kreppunnar. Íslendingar þurfa að skilgreina hvað landið hefur upp á að bjóða sem önnur lönd hafa ekki; hvað er einstakt við Ísland. Annað sem er mjög mikil- vægt er að velja hverjum á að kynna hugmyndina. Hverjum á að selja þetta? Það þarf að hugsa um Ísland sem vöru, skilgreina það sem gerir landið öðruvísi og hvaða möguleika er aðeins að finna hér. Þetta er því heilmikil sölumennska. Síðan þarf að skoða hina hliðina, hvaða fjárfestar passa að þeim verk- efnum sem hér standa til boða og hvernig er best að selja þeim verk- efnin. Fjárfestar koma ekki af sjálfu sér, það þarf að kynna þeim mögu- leikana.“ Haldið að sér höndum Efnahagskreppan hefur gert það að verkum að mun erfiðara er að kynna fjárfestum möguleg verkefni. Bron- zatto segir hins vegar að kreppan skapi einnig ákveðin tækifæri. „Það er mun erfiðara að laða að sér fjárfesta, þar sem fyrirtæki sitja á strák sínum. Menn passa upp á fjár- muni sína og bíða þess sem verða vill í þróun efnahagsmála. Að sumu leyti er þetta hins vegar rétti tíminn þar sem fyrirtæki sitja á miklum fjár- munum og góð verkefni gætu því fengið stuðning. Á móti vinnur að fyrirtæki eru treg til að fjárfesta nú um stundir. Þetta er hins vegar rétti tíminn til að greina stöðuna, til að skilgreina í hvaða geirum Íslendingar vilja laða að sér fjárfestingu og upp á hvað Fjárfestar koma ekki af sjálfu sér Gagnrýnt hefur verið að skýrar reglur um erlendar fjárfestingar skorti og oft og tíðum er vísað til mála Huangs og Magma í því sam- hengi. Carlos Bronzatto, formaður Alþjóðlegra fjárfestingarsamtaka, sagði Kolbeini Óttarssyni Proppé frá mikilvægi áreiðanleika. CARLOS BRONZATTO Mikilvægt er að regluverk sé áreiðanlegt og komi ekki aftan að fjárfestum. Þegar erlendir aðiilar velja verkefni til að festa fé sitt í huga þeir meðal annars að því. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Brunzatto segir orkuauðlindir vera viðkvæmt málefni í öllum löndum og mörg lönd setji reglur um eignarákvæði á þeim. Hann segir að svo lengi sem reglurnar séu skýrar og ljóst sé hvað megi og hvað ekki sé engin hætta við að fá útlendinga í verkefnafjármögnun. Tryggja þurfi að eignarhald auðlindanna sé áfram hjá Íslendingum. „Þannig skapast tækifæri þegar ekki eru til fjármunir til að þróa ákveðin verkefni til að fá erlenda fjárfesta með. Þetta er svipað og að eiga bolta. Boltinn tilheyrir Íslandi, en til hvers að eiga bolta ef maður ætlar ekki að spila með hann? Svo lengi sem reglum stjórnvalda er fylgt og svo lengi sem það er skýrt að orkuauðlindir tilheyra þjóðinni er allt í lagi. Þannig er það í öðrum löndum. Hins vegar verður að tryggja að reglurnar um það séu skýrar.“ Auðlindir í eigu þjóðarinnar landið hefur að bjóða. Kreppunni mun ljúka um síðir og þá er um að gera að vera tilbúinn. Því þarf þessi grunn- vinna að hafa farið fram.“ Áreiðanleiki er lykilatriði Íslandsstofa og Viðskiptaráð stóðu fyrir málþingi á þriðjudag um erlend- ar fjárfestingar. Þar kom fram að mikið skorti á að reglur hér á landi væru skýrar og það fældi erlenda fjárfesta frá. Iðnaðarráðherra og efnahags- og viðskiptaráðherra hafa lagt fram frumvarp á Alþingi sem á að bæta úr þessu. Meðal þess sem þar er að finna er stofnun fjárfestingarstofu, sem á að fylgjast með málaflokknum. Bron- zatto segir gríðarlega mikilvægt að fjárfestar viti að hverju þeir gangi varðandi lög og reglur. „Áreiðanleiki í reglugerðum er lykilatriði, sérstaklega þar sem þið eruð land sem býr ekki við stóran markað. Ég er því mjög ánægður með að ríkisstjórnin sé að stíga skref í þá átt að skýra regluverkið. Lítil hag- kerfi hafa ekki efni á að vera með óskýrt regluverk og því er löngu tíma- bært að þetta sé að gerast. Þegar fjárfestar taka ákvörðun um það hvar þeir eigi að festa fé sitt vilja þeir búa við öryggi. Það er mjög slæmt þegar ákvarðanir einstaka stjórnmálamanna breyta hlutunum, sérstaklega á tímum þegar það verður æ mikilvægara að laða fjárfesta að. Það er mjög mikilvægt að pólitíkin þvælist ekki fyrir og vinni ekki með. Hluti af vinnu fjárfestingarstofa er að auðvelda við að finna fjárfesta og semja við þá. Það er hluti af því sem margar ríkisstjórnir gera. Ég vona að þetta fari að gerast hér núna.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.