Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 46
9. DESEMBER 2011 FÖSTUDAGUR2 ● UNICEF
Upp er runninn harla óvenju-
legur dagur; sjálfur dagur
rauða nefsins. Að baki
þessum merkisdegi er einföld
hugmynd: Að gaman og
gefandi sé að hjálpa þeim sem
minna mega sín. Og hvað er
meira viðeigandi tákn fyrir
gleði og gaman en eldrautt
trúðsnef? Einfaldur hlutur sem
getur engu að síður dimmu í
dagsljós breytt.
Ógrynnin öll af frábærum ís-
lenskum skemmtikröftum stend-
ur að degi rauða nefsins ásamt
UNICEF, Barnahjálp Sameinuðu
þjóðanna. Markmiðið er að bjóða
upp á skemmtun sem skiptir máli,
skemmtun sem skilur eitthvað
áþreifanlegt og áhrifamikið eftir
sig.
Dagur rauða nefsins er einmitt
þannig skemmtun. Og í raun meira
en það; hann er skemmtun sem
skiptir öllu máli fyrir þau börn
sem munu njóta góðs af gamninu
um ókomna tíð, þegar dagurinn er
löngu liðinn og flest okkar horfin
á vit nýrra ævintýra.
Hápunktur dags rauða nefsins
er söfnunar- og skemmtiþáttur
í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld
þar sem sannkölluð lúxusblanda
af skemmtikröftum þjóðar innar
bregður á leik – hver með sínu
nefi auðvitað. Á sama tíma verð-
ur staldrað við sögur af börnum
sem, þrátt fyrir ungan aldur, þurfa
að kljást við vægast sagt erfiðar
aðstæður, annars vegar í Afríku-
ríkinu Síerra Leóne og hins vegar
á Haítí. Saga þessara barna veitir
innsýn í þær áskoranir sem blasa
við svo allt of mörgum börnum um
allan heim; börnum sem UNICEF
kappkostar að hjálpa – að hjúkra,
mennta og vernda.
Í anda dagsins vonum við að
sem flestir áhorfendur finni það
hjá sér að leggja starfi UNICEF
lið, og þá sérstaklega með því að
ganga í hóp heimsforeldra. Heims-
foreldrar styrkja UNICEF með
mánaðarlegu framlagi og gera
samtökunum þannig kleift að að-
stoða börn um allan heim, börn
sem svo nauðsynlega þurfa á hjálp
og stuðningi að halda. Án framlags
frá gjafmildu fólki gætu samtökin
einfaldlega ekki sinnt þessu starfi.
Verkefni UNICEF eru ærin og
við vonum að þátturinn í kvöld
hreyfi við ykkur. Að þið skemmtið
ykkur vel og innilega en finnið á
sama tíma til samkenndar og síð-
ast en ekki síst fyrir hinni sönnu
gleði sem felst í því að gefa.
Gleðilegan dag rauða nefsins
og góða skemmtun!
Skemmtun sem
skiptir öllu máli
Það er óhætt að segja að boðið sé upp á frábæran söfnunar-
og skemmtiþátt í kvöld í opinni dagskrá á Stöð 2. Það
marg borgar sig að fylgjast með alveg frá upphafi til að
missa ekki af einni einustu mínútu af því spennandi efni
sem aðalkynnar kvöldsins, Þorsteinn Guðmundsson og
Ilmur Kristjánsdóttir, koma til með að framreiða fyrir
áhorfendur. Meðal þess sem þú mátt einfaldlega ekki
missa af er:
● Frumflutningur á myndbandi Páls Óskars Hjálm-
týssonar við lagið „Megi það byrja með mér“ sem
hann samdi í tilefni af degi rauða nefsins í sam-
starfi við Redd Lights.
● Dansatriðum rústabjörgunarsveitarmanna, starfs-
manna Landhelgisgæslunnar og þingmanna.
Hvernig í ósköpunum mun það fara?
● Uppistand frábærra grínista. Þar á meðal Ara Eld-
járns, Sögu Garðarsdóttur, Uglu Egilsdóttur og hins
síunga Ómars Ragnarssonar.
● Háleynileg innkoma Björgvins Halldórssonar. Hm, dularfullt!
● Spaugstofan og Mið-Ísland. Þarf að segja eitthvað meira?
● Fjöldinn allur af grínatriðum þar sem meðal annars koma fram
Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Gunnar Hansson, Bergur Þór Ingólfs-
son, María Heba Þorkelsdóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir,
Kjartan Guðjónsson og Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir.
● Innslög frá heimsóknum Páls Óskars Hjálmtýssonar og
Halldóru Geirharðsdóttur til Síerra Leóne og Haítí, þar
sem þau skoðuðu aðstæður barna og verkefni UNICEF.
LOVÍSA ELÍSABET
SIGRÚNARDÓTTIR
LAY LOW
Af því að mér finnst það mikil-
vægt. Þetta er það minnsta sem
ég get gert og litlir hlutir geta
skipt miklu máli.
AF HVERJU ERTU HEIMSFORELDRI?
Stefán Ingi Stefánsson segir mikinn fjölda skemmtikrafta gera dag rauða nefsins að veruleika. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
GUNNAR HANSSON
Ég er svo heppinn að vera fædd-
ur við allsnægtir, en það eru ekki
allir. Börn eiga allt gott skilið,
hvar sem þau búa. Heimsforeldri
er mjög fallegt orð. Það minnir
okkur á ábyrgð okkar gagnvart
börnum heimsins.
EDDA BJÖRGVINSDÓTTIR
Ég er heimsforeldri vegna þess að það er
einfaldlega skylda mín að styðja við bakið
á þeim sem minna mega sín og eiga um
sárt að binda.
UNNUR ÖSP STEFÁNS
DÓTTIR OG BJÖRN THÓRS
Við viljum og verðum að
taka þátt í að reyna að
hafa áhrif á lífsviður-
væri og líðan barna
sem eiga um sárt
að binda í hörmu-
legu ástandi í
stríði: Er ekki
jörðin fyrir alla?
KRISTÍN STEINSDÓTTIR
Af hverju skyldi ég ekki vera það? Mig
langar til að hjálpa og mér finnst ég
ekki geta gert neitt betra við pen-
ingana mína!
MISSIÐ EKKI AF ÞÆTTINUM KLUKKAN 19.30 Í KVÖLD