Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 51
FÖSTUDAGUR 9. DESEMBER 2011 7UNICEF ●
Heimsforeldrar og aðrir styrktaraðilar UNICEF
gegna mikilvægu hlutverki við að lækka tíðni
barnadauða í heiminum. Tíðni dauðsfalla
barna yngri en fimma ára lækkar nú tvö-
falt hraðar en fyrir tíu árum.
Bólusetning er ein ódýrasta og áhrifamesta að-
ferðin til að koma í veg fyrir dauðs-
föll barna yngri en fimm ára.
Heimsforeldrar gera UNICEF
kleift að bólusetja börn
gegn hættulegum
sjúkdómum
en í fyrra
bólusetti
UNICEF 109 milljón
börn gegn sex skæð-
ustu sjúkdómunum.
Menntun er nauðsynleg þroska hvers barns og lyk-
ill samfélaga úr ógöngum fátæktar
og sjúkdóma. Heimsforeldrar veita
milljónum barna í fátækustu ríkj-
um heims tækifæri til að læra.
Allt of mörg börn eru
fórnar lömb ofbeldis,
þrælkunar og mis-
notkunar. Með
hjálp heims-
foreldra vinn-
ur UNICEF að
því að treysta
öryggis net
berskjaldaðra barna.
Með því að greina
hvort ófrískar konur
eru með HIV áður en
að barnsburði kemur
er hægt að minnka lík-
urnar verulega á því að hið ófædda barn
smitist við fæðingu. UNICEF leggur mikla
áherslu á þetta.
Náttúruhamfarir og átök koma alltaf verst
niður á börnum. Heimsfor-
eldrar gera UNICEF kleift
að hjálpa berskjölduðum
börnum þegar neyðar-
ástand kemur upp en einn-
ig eftir að mesta neyðin er
yfirstaðin og kastljós fjöl-
miðlanna beinist að öðru.
UNICEF hefur verið leiðandi í
hjálparstarfi fyrir börn í yfir 60
ár. Samtökin standa vörð um líf
barna frá fæðingu til fullorðinsára
og sinna bæði langtíma þróunar-
aðstoð og neyðaraðstoð – óháð
stjórnmálum og lífsskoðunum.
UNICEF treystir alfarið á fjár-
stuðning í gegnum frjáls framlög;
frá einstaklingum, fyrirtækjum,
félagasamtökum og ríkisstjórnum.
Þetta þýðir m.a. að sú aðstoð
sem samtökin veita bág stöddum
börnum er algjörlega háð því
hversu margir kjósa að leggja
hjálparstarfinu lið, til dæmis með
því að gerast heimsforeldrar, gefa
stök framlög eða með kaupum á
UNICEF-jólakortum, gjafavöru
eða svokölluðum sönnum gjöfum.
Á degi rauða nefsins er orðatil-
tækið „hláturinn lengir lífið“ sett í
nýtt og áhrifamikið samhengi. Inn-
tak söfnunarátaksins er að gleðj-
ast og gleðja aðra og þá sérstak-
lega bágstödd börn í fátækari ríkj-
um heims. Með því að slást í hóp
heimsforeldra UNICEF um kvöldið
leggja áhorfendur lið öflugu hjálp-
arstarfi fyrir börn sem búa við bág
kjör og erfiðar aðstæður.
UNICEF er áhrifamesti mál-
svari réttinda barna í heiminum.
Leiðarljós samtakanna er sú bjarg-
fasta trú að öll heimsins börn eigi
rétt á heilsu, menntun, öryggi og
vernd. Staðreyndin er hins vegar
sú að allt of mörg börn eiga um
sárt að binda. Nú láta rúmlega
tuttugu þúsund börn lífið á hverj-
um degi af orsökum sem vel eru
viðráðanlegar. UNICEF telur að
þetta sé óásættanlegt.
Mikilvægasta verkefni UNICEF
er að koma í veg fyrir að börn deyi
að óþörfu. Mikil áhersla er því
lögð á að tryggja heilsu barna og
koma í veg fyrir að þau líði hung-
ur og þorsta. UNICEF leggur einn-
ig mikið upp úr því að börn hafi
tækifæri til að mennta sig og hljóti
vernd gegn ofbeldi, misnotkun og
þrælkun.
SAMTAKAMÁTTUR MIKILS MEGNUGUR
Heimsforeldrar eru hjartað í
starfsemi UNICEF á Íslandi.
Án þeirra gætu samtökin ekki
sent frá sér mánaðarlega bráð-
nauðsynleg framlög til hjálpar
bágstöddum börnum.
Heimsforeldrar greiða upp-
hæð að eigin vali á mánuði,
t.d. 2.000 krónur. Það kemur
mörgum á óvart hversu miklu er
hægt að áorka fyrir 2.000 krónur
og hve framlag hvers og eins er
í raun mikilvægt. Þess þá heldur
er samtakamáttur heimsforeldra
mikils megnugur því það safn-
ast svo sannarlega þegar saman
kemur. Það eru engar ýkjur að
íslenskir heims foreldrar skipta
sköpum fyrir þúsundir bág-
staddra barna.
Heimsforeldrar skipta
sköpum fyrir fjölda barna
UNICEF treystir alfarið á fjárstuðning í gegnum frjáls framlög. MYND/UNICEF/ZAIDI
Menntun er nauðsynleg fyrir þroska barna og framtíðarmöguleika þeirra. Mikill
fjöldi barna fer engu að síður á mis við grundvallarmenntun, ýmist vegna fátæktar,
fötlunar, átaka eða misréttis. Þessu vill UNICEF breyta með hjálp heimsforeldra.
MYND/UNICEF/ASSELIN
Víða neyðast börn til að vinna slítandi og hættulega vinnu. Náðst hefur að draga verulega úr barnavinnu síðasta áratuginn í
Bólivíu, þar sem þessi glaðbeittu börn búa. Heimsforeldrar eiga þátt í þeim árangri.
Treyst á góðvild einstaklinga
● HVERT FRAMLAG SKIPTIR MÁLI
Fyrir 2.000 krónur er hægt að koma öllu þessu til barna í neyð:
20 skömmtum af bóluefni gegn mislingum
20 skömmtum af vítamínbættu jarðhnetumauki fyrir vannærð börn
200 lítrum af vatni sem gert er drykkjarhæft með vatnshreinsitöflum
● HVERT FRAMLAG SKIPTIR MÁLI
Fyrir 2.000 krónur er hægt að útvega allt neðantalið:
1 moskítónet sem kemur í veg fyrir malaríusmit
10 skammta af bóluefni gegn mislingum
100 prótínríkar kexkökur sem hjálpa börnum í neyð
100 skammta af ormalyfi gegn sníkjudýrasýkingu
1.000 lítra af vatni sem gert er drykkjarhæft með vatnshreinsitöflum
Hvert einasta
framlag mikilvægt