Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.12.2011, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Sími: 512 5000 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI* *Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup apríl - júní 2011 Jólaleikur BYKO! Vinningshafi gærdagsins er Snorri Hauk sso Sjá nánar á www.byko.is Nýr vinningur á hverjum degi Vöfflujárn, 1000W - 14.990 kr. Vinningur dagsins: n so yce e swww. n nt r.i Bæklingur frá Sony Center fylgir blaðinu í dag! Sony Center / Verslun Nýherja BorgartúniSony Center / Kringlunni Föstudagur skoðun 22 2 SÉRBLÖÐ í Fréttablaðinu Allt Föstudagur veðrið í dag 9. desember 2011 288. tölublað 11. árgangur Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457 Frumkvöðullinn Frosti Sigur- jónsson stendur ásamt syni sínum Sindra Frostasyni fyrir því að mak- ríll er nú fáanlegur í íslenskum verslunum. „Íslendingar fluttu út 150 þúsund tonn af makríl á síðasta ári en ekk- ert af honum fór í verslanir hér á landi,“ segir Frosti. Makríll er nýr nytjafiskur við Ísland. „Hann er eftir sóttur víða í Evrópu en Íslend- ingar hafa fæstir gert sér grein fyrir því hve hollur og góður hann er, auk þess sem lítil hefð er fyrir því að borða makríl hér á landi.“ Þeir Frosti og Sindri komust á bragðið eftir makrílveiðife ð prófuðum kk okkur á ð Á þriðja upplestri aðventunnar munu Þórarinn Eldjárn, Jón Kalman, Ragna Sigurðardóttir og Oddný Eir Ævarsdóttir lesa upp úr verkum sínum á Gljúfrasteini á sunnudag klukkan 16. Að venju er aðgangur ókeypis og allir velkomnir meðan húsrúm leyfir. 2 makrílflök (látið þiðna) ólífuolía salt og pipar1 límóna eða 2 sítrónu-bátar Hitið ofn í 200°C. Fjarlægið beinin úr flök-unum með beinaplokk-ara eða skerið úr með hníf. Penslið báðar hliðar á flökunum með olíu. Saltið og piprið að smekk. Leggið flökin með roðið upp í eldfast mót eða pönnu sem má setja í ofn. Bakið í tíu mínútur eða þar til roðið fer að brúnast. Berið fram með límónueða sít ó OFNBAKAÐUR MAKRÍLL FYRIR FJÓRA Feðgarnir Frosti Sigurjónsson og Sindri Frostason eru hrifnir af makríl og vilja koma fleirum á bragðið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Makríll er lostæti föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 9. desember 2011 ● STEED LORD TILNEFND TIL VERÐLAUNA ● DAGUR Í LÍFI ÍSLENDINGS ● JÓLATÍSKAN ● Á RÚMSTOKKNUM Olga Einarsdóttir LÆRÐI FLJÓTT HVERNIG BEST ER AÐ NÝTA FATASKÁPINN Nýr matarmarkaður Búrið og Beint frá býli standa fyrir matarmarkaði í tilefni af alþjóðlegum degi móður jarðar. allt 2 ÉLJAGANGUR norðanlands en bjart sunnan til. Hvasst allra austast en annars hægari. Bætir heldur í frost í dag. VEÐUR 4 -8 -8 -8 -12 -11 Ekki eldfimt ástand Vel fer á með markvörðum íslenska liðsins þrátt fyrir að samkeppni ríki. sport 60 Heimild: Könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 dagana 7. og 8. desember. Já 35,7% Nei 64,3% Stuðningur við ráðherra Finnst þér að Jón Bjarnason eigi að sitja áfram sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra? KÖNNUN Tæplega tveir af hverjum þremur sem afstöðu tóku í nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 vilja að Jón Bjarnason láti af embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Alls segjast 35,7 prósent þeirra sem afstöðu taka vilja að Jón sitji áfram sem ráðherra. Um 64,3 prósent vilja að hann hætti. Stuðningur við Jón er lítið meiri þegar eingöngu er skoðuð afstaða stuðningsmanna flokks Jóns, Vinstri grænna. Alls segjast 37,1 prósent þeirra sem segjast myndu kjósa Vinstri græna vilja að Jón haldi áfram sem ráðherra, en 62,9 prósent vilja að hann láti af embætti sínu. Meðal stuðn- ingsmanna Samfylkingar- innar segjast aðeins 8,3 pró- sent vilja að Jón sitji áfram, en 91,7 prósent vilja hann út embætti. Um 46,2 pró- sent þeirra sem styðja Fram- sóknarflokkinn vilja að Jón haldi ráðherrastól sínum, og 34,5 pró- sent stuðningsmanna Sjálfstæðis- flokksins. Heldur fleiri karlar en konur vilja að Jón sitji áfram. Um 38,3 prósent karla vilja að hann verði áfram ráðherra en 32,6 prósent kvenna. Stuðningur við Jón er talsvert meiri á landsbyggðinni en á höfuð- borgarsvæðinu. Um 32,5 prósent borgarbúa sem afstöðu taka vilja að Jón sitji áfram, en 42,5 prósent íbúa landsbyggðarinnar. Hringt var í 800 manns dagana 7. og 8. desember. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni, og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Finnst þér að Jón Bjarnason eigi að sitja áfram sem sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra? Alls tóku 75,4 prósent afstöðu til spurningarinnar. - bj Um 64% vilja að Jón hætti Jón Bjarnason nýtur stuðnings þriðjungs landsmanna til að gegna embætti ráðherra samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Nærri tveir af þremur stuðningsmanna Vinstri grænna vilja Jón úr embætti. JÓN BJARNASON DAGUR RAUÐA NEFSINS Sérblað fylgir Fréttablaðinu í dag SKEMMTUN Dagur rauða nefsins, fjáröflunarviðburður UNICEF, verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld. Viðburðurinn hefur það að meginmarkmiði að safna fleiri heimsforeldrum UNI- CEF, en þeir greiða mánaðar legt framlag til samtakanna. Þetta er í fjórða sinn sem Dagur rauða nefsins er haldinn. Alls eru vel á sautjánda þúsund Íslendinga í hópi mánaðarlegra styrktaraðila og bættust lang- flestir þeirra í hópinn eftir fyrri fjáröflunarviðburðina. Dagskráin hefst klukkan 19.30 í kvöld undir stjórn Ilmar Kristjánsdóttur og Þorsteins Guðmundssonar. Þá verða um hundrað manns í sjálfboða- vinnu við að taka á móti nýjum heimsforeldrum í símaverinu, þeirra á meðal þjóðþekkt fólk. Úr símaverinu segir svo Freyr Eyjólfsson útvarpsmaður reglu- lega fréttir, líkt og Björn Bragi og Þórunn Antonía úr Týndu kynslóðinni. Þá hafa fjölmargir skemmti- kraftar léð viðburðinum krafta sína. Spaugstofan tók upp atriði í frítíma sínum, líkt og Steindi Jr. og grínhópurinn Mið-Ísland, og áhorfendum verður jafnframt boðið upp á ýmis önnur skemmti- og tónlistaratriði. - sh / sjá síðu 54 UNICEF fær fjölda skemmtikrafta í sjónvarpssal á fjórða Degi rauða nefsins: Safna heimsforeldrum í beinni HÓPKNÚS Á DANSGÓLFINU Alþingismenn úr öllum flokkum hyggjast stíga dans í fjáröflunarútsendingu UNICEF á Stöð 2 í kvöld. Þuríður Backman, Pétur Blöndal, Sigmundur Ernir Rúnarsson, Höskuldur Þórhallsson, Margrét Tryggvadóttir, Ólína Þorvarðardóttir og Vigdís Hauksdóttir voru galvösk og innileg á æfingu í Listdansskóla Íslands í gærkvöld. FRÉTTABLAÐIÐ ANTON VIÐSKIPTI Tilboð fyrir fjörutíu milljarða bárust í tuttugu til þrjátíu prósenta hlut í Högum í útboði sem stóð frá mánudegi til fimmtudags. Um þrjú þúsund til- boð bárust í útboðinu, sem var í umsjón fyrirtækjaráðgjafar Arion banka. Bæði almenningi og fagfjár- festum var gefinn kostur á að skrá sig fyrir samtals 20 til 30 prósentum af útgefnum hlutum í félaginu. Hægt var að senda inn tilboð á bilinu 100 þúsund til 500 milljónir og á genginu 11 til 13,5. Þessi mikla eftirspurn þýðir að hver aðili fær í mesta lagi hluta af sínu tilboði samþykktan. Endanleg stærð útboðsins, verð, skipting og úthlutun bréfa mun liggja fyrir í dag. Arion banki á enn 31,7 til 41,7 prósent í Högum eftir útboðið. Bankinn þarf að selja þann hlut fyrir 1. mars á næsta ári vegna skilyrða sem Fjármálaeftirlitið hefur sett. Hagar er fyrsta hlutafélagið sem er skráð í Kauphöllina eftir bankahrunið. - þeb Mikil eftirspurn í útboði: Tilboð fyrir 40 milljarða í Haga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.