Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 74

Fréttablaðið - 09.12.2011, Side 74
9. desember 2011 FÖSTUDAGUR46 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 9. desember 2011 ➜ Tónleikar 17.30 Hljómsveitirnar Samaris og Mr. Silla stíga á svið á fjórðu tónleikunum í tónleikaröðinni Undiröldunni í Kalda- lóni, Hörpunni. Aðgangur er ókeypis. 18.00 Jane Ade Sutarjo spilar á píanó og Þuríður Helga Ingvarsdóttir á fiðlu, auk þess sem Karen Nadía Pálsdóttir syngur á vetrartónleikum Listaháskóla Íslands í Þjóðmenningarhúsinu. Aðgangur er ókeypis. 19.30 Beethoven-hringurinn II fer fram í sal Eldborgar í Hörpu. Fluttar verða sinfóníur hans nr. 4 og 5. Miða- verð er frá kr. 2.000. 20.00 Vetrartónleikar tónlistardeildar Listaháskóla Íslands halda áfram í Þjóðmenningarhúsinu. Að þessu sinni koma fram þau Elín Arnardóttir á píanó og Þorkell Helgi Sigfússon og Jónína Björt Gunnarsdóttir syngja. Aðgangur er ókeypis. 20.00 Sigurður Guðmundsson og Memfismafían ásamt gestum halda aðventutónleika í Hofi, Akureyri. Miða- verð er kr. 4.900. 21.00 Birgitta Haukdal heldur útgáfu- tónleika á Græna Hattinum, Akureyri. Miðaverð er kr. 1.500. 21.00 Reptilicus kynnir nýja plötu sína, Initial Conditions, auk þess sem rafdúettinn Stereo Hypnosis kynnir þriðju plötu sína, Synopsis, á Gauki á Stöng. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og for- drykkur fylgir með frá Létt og Gott Lögg. 21.00 O beata Cecilia – Sönghópur- inn Voces Thules heldur jólatónleika í Langholtskirkju. Aðgangseyrir er kr. 2000, en kr. 1000 fyrir námsmenn. 22.00 Sannkölluð tónlistarveisla verður á Faktorý í kvöld þar sem Benni Hemm Hemm, Lay Low og Prinspóló koma fram. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Kveðjutónleikar fyrir Kormák Bragason verða haldnir á Obladí Oblada, Frakkastíg 8. Meðal þeirra sem fram koma eru hljómsveitirnar Gæðablóð, Bítladrengirnir blíðu, Heiðrún Hallgrímsdóttir og fleiri. Aðgangseyrir er kr. 1.000. ➜ Leiklist 19.30 Leikritið Svartur hundur prestsins er sýnt í Þjóðleikhúsinu. Miðaverð er kr. 4.300. 20.00 Nemendaleikhús Listahá- skóla Íslands sýnir verkið Jarðskjálftar í London eftir Mike Bartlett í leikstjórn Halldórs E. Laxness. Sýningar verða í Leikhúsi Listaháskóla Íslands að Sölv- hólsgötu 13. Miðaverð er kr. 1.500. 20.00 Heimildarleikritið Elsku barn er sýnt í Borgarleikhúsinu. Miðaverð er kr. 4.400. 20.00 Leikritið Hjónabandssæla með þeim Eddu Björgvins og Ladda er sýnt í Gamla Bíói. Miðaverð er frá kr. 3.600. 21.00 Dagbók Önnu Knúts – Helförin mín er drepfyndin uppistands-einleikur sem er fluttur í Gaflaraleikhúsinu. Miðaverð er kr. 2.500. ➜ Sýningar 17.00 Opnun á sýningu og sölu á verkum Svövu K. Egilson í Skeifunni 19. Opið alla daga frá 14-18 til og með 23. desember. 18.00 Þriðja sýningin í sýningarrými listfræðinema við Háskóla Íslands, Artíma, opnar. Þau Óskar Hallgríms- son, Ragnheiður Maísól Sturludóttir og Hekla Björt Helgadóttir verða hvert með sína sjálfstæðu sýningu í rýminu. ➜ Uppákomur 12.30 Séra Sólveig Lára Guðmunds- dóttir les úr bók sinni, Aðgát skal höfð í nærveru sálar, á aðventuhátíð félagsmiðstöðvarinnar Aflagranda 40. Aðgangur er ókeypis. 12.34 Allir velkomnir á jóladagatal Norræna hússins í Norræna húsinu. Spennandi uppákomur á hverjum degi fram til jóla. 18.00 Hemmi Gunn og jóla- stjörnurnar hans halda stuðinu gangandi á jóla- hlaðborði Spot, Kópavogi. Honum til aðstoðar verð- ur hljómsveitin Á móti sól auk þess sem hver stjarnan á fætur annarri stígur á stokk. ➜ Kynningar 20.00 Kínaklúbbur Unnar kynnir Kínaferð 5.-24. júní með myndasýningu á Njálsgötu 33A. Ómæld ókeypis tedrykkja! ➜ Ljósmyndasýningar 17.45 Útgáfuhóf og ljósmyndasýning Jónatans Grétars- sonar opnar í Hamraborg 1. Sýn- ingin ber yfirskriftina Icelandic queens / artists / angels / stages / scapes / BDSM and the kid. ➜ Tónlist 21.30 Hljómsveitin Skuggamyndir frá Býsan leikur Balkantónlist á Café Haití, Geirsgötu 7b. Aðgangseyrir er kr. 1.000. 22.00 Latínband Tómasar R. Einars- sonar spilar á Café Rosenberg við Klapparstíg. Sérstakur gestur kvöldsins er söngkonan Ólafía Hrönn Jónsdóttir. Aðgangseyrir er kr. 2.000. 22.00 Freyðibað Emmsé Gauta spilar á Prikinu auk þess sem Dj árni Kocoon þeytir skífum. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. FYRST Á SVIÐ Hljómsveitin Hellvar stígur fyrst á svið í tónleikaröð Súfistans. Súfistinn er að fara af stað með tónleikaseríuna Ljáðu mér eyra. Hún fer fram á hverjum laugar- degi á kaffihúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði. Ýmsir tónlistar- menn munu koma fram og flytja lögin sín í lágstemmdum útsetn- ingum. Meiningin er að tónleik- arnir byrji ávallt á bilinu 11 til 14. Fyrstu tónleikarnir í seríunni verða haldnir núna á laugardag- inn. Þá spilar Hellvar órafmögn- uð lög og hefjast leikar klukk- an 13. Sóley kíkir svo við 17. desember og spilar fyrir gesti Súfistans. Tónleikaröð á Súfistanum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.