Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 2
2 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir ritstjorn@mbl.is Fréttastjórar Sunna Ósk Logadóttir, sunna@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Ívar Páll Jónsson, fréttastjóri, ivarpall@mbl.is Menning menning@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins | Minningar mbl.is/sendagrein, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigurður Elvar Þórólfsson, seth@mbl.is Víðir Sigurðsson, vs@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það skýrist endanlega í ágúst. Við höfum almennt miðað við að hann verði um 9%,“ segir Katrín Jak- obsdóttir menntamálaráðherra að- spurð um hvenær tíðinda af fyr- irhuguðum niðurskurði hjá RÚV sé að vænta. Stjórn RÚV sendi frá sér harð- orða ályktun í júníbyrjun vegna niðurskurðarins en úr orðum Katr- ínar má lesa að hann verði á því bili sem stjórn stofnunarinnar ótt- aðist. „Það er ljóst að RÚV þarf að forgangsraða í sínum rekstri. Við sjáum þess þegar merki hjá stofn- uninni að það hefur þrengt að henni. Við munum reyna að finna bestu forgangsröðunina í samstarfi við RÚV.“ Aðspurð hvort fréttastofunni verði hlíft í ljósi áhyggna af því að hún sinni ekki skyldu sinni sem skyldi svarar Katrín því til að „það þurfi þá að gera það í gegnum þjónustusamninginn við RÚV“. „Það má segja að það sé hægt að forgangsraða með einhverjum hætti. Það er alveg ljóst líka að sú forgangsröðun verður alltaf mjög erfið. Fólk gerir miklar kröfur til Ríkisútvarpsins [...] Ég fæ mörg bréf og líklega flest þeirra um RÚV,“ segir Katrín. Ýmsar leiðir á teikniborðinu Sigrún Stefánsdóttir, dagskrár- stjóri RÚV, segir ýmsar leiðir til niðurskurðar á teikniborðinu en að ekkert hafi verið ákveðið ennþá. Sigrún telur brýnt að halda sem flestum sviðum starfseminnar gangandi til að viðhalda þekkingu. „Sérstaða RÚV er ekki síst fólg- in í Rás 1 sem er með umfangs- mikla menningarstarfsemi, að öðr- um deildum ólöstuðum. RÚV gegnir mikilvægu hlutverki í tón- list, bókmenntum og á öllum svið- um lista og menningar. Ég held að maður geti litið á Rás 1 sem nokk- urs konar alþýðuskóla og menning- arstofnun.“ „Við munum reyna að finna bestu forgangs- röðunina í sam- starfi við RÚV.“ Verður að forgangsraða þrátt fyrir þrengingar  Menntamálaráðherra boðar aðhald í rekstri Ríkisútvarpsins Baldur Arnarson baldura@mbl.is „Það þarf ekki að hafa mikil áhrif í sjálfu sér ef neikvæðu horfurnar verða ekki að lækk- un á hinu eiginlega lánshæfis- mati. Þeim mun fyrr sem tekst að eyða óvissu um stöðu banka- kerfisins í framhaldi af dómi Hæstaréttar þeim mun minni líkur eru á að lánshæfismatið verði lækkað hjá þeim,“ segir Már Guðmundsson seðla- bankastjóri, spurður um það skref lánshæfismats- fyrirtækisins Moody’s að breyta horfunum fyrir lánshæfiseinkunn Íslands úr stöðugum í neikvæð- ar. Lánshæfismatið er áfram það sama eða Baa3 en það er lægsta þrepið í fjárfestingaflokki. Metur horfurnar aftur neikvæðar Moody’s breytti horfunum í neikvæðar í kjölfar þess að forsetinn synjaði Icesave-lögunum stað- festingar en mat þær svo stöðugar eftir að 2. hluti lánsfjáráætlunar AGS var afgreiddur 19. apríl. Fram kemur í rökstuðningi Moody’s að óvissa í bankakerfinu vegna gengisdóms Hæstaréttar og almenn óvissa í hagkerfinu skýri breytinguna. Már kveðst aðspurður líta svo á að Icesave- deilan hafi óveruleg áhrif í þessu efni, enda hafi ekkert nýtt neikvætt komið fram í málinu að und- anförnu. „Það að horfurnar breytist hefur ekki mikil áhrif. Það er neikvætt að fá svona frétt og ef til vill seinkar hún því eitthvað að við fáum fullan aðgang að erlendum fjármagnsmörkuðum. Þetta þarf þó ekki að hafa mikil áhrif á þau kjör sem okkur munu að lokum bjóðast þar, sérstaklega ekki ef okkur tekst að taka á þeim vandamálum sem þarna er rætt um,“ segir Már og vísar til þess að vöxtur í hagkerfinu, minnkun verðbólgu og af- greiðsla 3. hluta áætlunar AGS, sem vænst sé í september, geti þokað lánshæfismatinu upp á við. Staðan gæti breyst hratt Inntur eftir því hve mikil seinkunin geti orðið segir Már stöðuna geta breyst hratt. Hann telur „mjög litlar“ líkur á að lánshæfiseinkunn Moody’s lækki. „Það er svo margt um þessar mundir sem er að þróast á betri veg í undirliggjandi efnahags- stöðu þjóðarinnar,“ segir Már Guðmundsson. „Þarf ekki að hafa mikil áhrif“  Seðlabankastjóri telur breyttar horfur Moody’s fyrir lánshæfismat Íslands í nei- kvæðar hafa litlar afleiðingar  Telur Icesave-deiluna hafa óveruleg áhrif Már Guðmundsson Hópur ungra manna lagði í gærkvöldi lokahönd á vegglistaverk við Tryggvagötu. Handtökin voru snör því það eru aðeins tveir dagar síðan þeir byrjuðu að bera saman hugmyndir, skissa upp og mála inn í vegginn. „Við fengum leyfi hjá borginni og ákváðum að hafa þetta litríkt og skemmtilegt,“ segir Davíð Þór Jónsson, einn listamannanna. Morgunblaðið/Árni Sæberg Vildu gera eitthvað litríkt og skemmtilegt Hætt hefur verið við að innheimta 1.000 kr. gjald fyrir að leggja bílum í Landeyja- höfn yfir helgina. Fregnir um að Siglingastofnun Íslands hefði ákveðið að inn- heimta gjaldið bárust í gær. Inn- an við klukkustund eftir að greint var frá gjaldinu á mbl.is bárust þau boð að hætt hefði verið við inn- heimtu þess. Margir sem fara með Herjólfi á Þjóðhátíð í Eyjum kjósa að geyma bíla sína í landi. Í fyrra fóru um 14.000 manns á Þjóðhátíð og hefðu tekjur af gjaldinu því getað orðið töluverðar. Í ár verður ekki leyft að leggja ökutækjum í Herjólfsdal og því er ekki ólíklegt að fleiri bifreiðar verði skildar eftir í landi en áður. Í tilkynningunni sagði að ráðu- neytið og stofnunin hefðu í samráði ákveðið að fresta innheimtu gjalds- ins, m.a. þar til búið væri að treysta betur grundvöll gjaldskrárinnar. Á meðan enn stóð til að innheimta gjaldið sagði Sigmar Jónsson, hafn- arstjóri Landeyjahafnar, að ekki lægi fyrir hvernig tekjum af því yrði varið. skulias@mbl.is Herjólfur í Landeyjahöfn Hættu við bílastæða- gjaldið Lögreglan á Selfossi hafði í gær- kvöld afskipti af manni sem talinn er hafa ekið bifreið með aðeins tveimur heilum dekkjum meðan hann var undir áhrifum áfengis. Þegar lögregla kom að vantaði eitt hjól á bifreiðina og annað dekk var sprungið. Ók hann að því er virðist nokkurn spotta, sennilega gegnum allt þorpið við Laugarvatn og austur fyrir vatnið. Að sögn lög- reglu var maðurinn mjög ölvaður. Ölvaður með þrjú hjól undir bílnum Ísland var eitt þeirra ríkja, sem sátu hjá þegar allsherjarþing Sameinuðu þjóð- anna samþykkti í fyrrakvöld, eftir 15 ára umræður, tillögu sem kveð- ur á um að að- gangur að hreinu vatni teljist til mannréttinda. Alls greiddu 122 aðildarríki SÞ atkvæði með tillögunni og ekkert var á móti en 41 ríki sat hjá, þ. á m. Bandaríkin, Bretland, Kanada og Ástralía auk Íslands. Danir og Sví- ar sátu einnig hjá en Norðmenn og Finnar greiddu atkvæði með. Sam- þykktin er ekki lagalega bindandi fyrir aðildarríki SÞ, frekar en mannréttindayfirlýsing SÞ sem er þó almennt höfð til viðmiðunar. Ísland sat hjá í kosningu um vatn Ræðupúltið í sal allsherjarþingsins „Ég gef lítið fyrir pólitískar ályktanir lánshæfismatsfyrir- tækjanna, enda tel ég að þau starfi almennt ekkert sérstak- lega faglega,“ segir Sigmund- ur Davíð Gunnlaugsson, for- maður Framsóknar, um tíðindin. Ekki náðist í formenn hinna stóru flokkanna þriggja, þar með talinn fjármálaráðherra, né heldur í viðskiptaráðherra vegna málsins í gærkvöldi. Pólitískt mat FRAMSÓKN ER GAGNRÝNIN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.