Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 17
sem við þurfum að koma okkur út úr. Lánveitandi er alltaf með belti og axlabönd hvað snertir þróun í hagkerfinu – áhættan er engin hjá honum en öll hjá skuldaranum.“ Nýtt embætti umboðsmanns skuldara hefur störf næsta þriðju- dag og tekur þá við allri starfsemi sem ráðgjafarstofa um fjármál heimilanna hafði áður umsjón með. Að sögn Runólfs bíða um 600 óaf- greidd mál. „Við ætlum að fara beint í að for- gangsraða strax eftir helgi og senda bréf til fólksins og gera því grein fyrir stöðu málsins. Mark- miðið er svo að vinna niður þennan stafla á sem allra skemmstum tíma.“ Hann gerir jafnframt ráð fyrir því að meirihluti málanna sé hefð- bundin ráðgjafarmál sem muni enda í greiðsluaðlögun. 361,7 stig 40 ára húsnæðislán upp á 20 milljónir með 5% verðtryggðum vöxtum tekið í janúar árið 2007 Júní 2010 Júlí 2010 89.567 kr. 0 kr. 500 kr. 1000 kr. 5000 kr. 10.000 kr. 50.000 kr. 100.000 kr. 150.000 kr. 200.000 kr. 178.540 kr. 0,11% 0,22% 0,33% 0,44% 0,55% 0,66% 0,77% 0,88% 0,99% Lánið stendur í 27 milljónum árið 2010 Samtals lækkun á höfuðstól í júní og júlí 2010 er 268.107 kr. Vísitalan » Vísitala neysluverðs hefur lækkað um samanlagt 0,99% síðustu tvo mánuði. Lækk- unina má að mestu rekja til verðlækkunar á fötum og skóm vegna sumarútsala. » Sé tekið dæmi um 20 millj- ón króna lán til 40 ára með 5% vexti sem tekið var árið 2007 hefur höfuðstóll þess lækkað um 268.207 krónur á þessum tveimur mánuðum. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Það má segja að þetta sé svona sýnishorn af íslenskri ljóðlist, sem ég hef þýtt á undanförnum árum mér til gamans og fyrir aðra sem hafa beðið um sérstaka þýðingu,“ segir Davíð Gíslason, bóndi á Svaðastöðum í Manitoba í Kanada, um ljóðabók sína The Fifth Dimen- sion. Davíð er með þekktari mönnum í íslenska samfélaginu í Vesturheimi. Um árabil hefur hann farið með ís- lensk ljóð á mannamótum vestra og tekið lagið með félögum sínum. Hann talar íslensku eins og væri hann úr Skagafirði og hefur þýtt mörg íslensk ljóð auk þess sem hann hefur verið iðinn við að yrkja sjálfur. Besta gjöfin Móðir Davíðs fæddist á Íslandi og flutti vestur sem barn með for- eldrum sínum. Í formála sínum þakkar Davíð foreldrum sínum fyr- ir þessa gjöf sem sé íslenska tungu- málið og það sé sú gjöf sem hon- um hafi þótt einna vænst um. Davíð skiptir bók sinni í þrennt. „Í fyrsta lagi eru þetta fáein ljóð sem ég hefi sjáfur ort, og svo eru þýð- ingar úr íslensku,“ segir hann. Þýðingarnar skiptast í tvo hluta. Ann- ars vegar ljóð eftir vest- ur-íslensk skáld eins og til dæmis Guttorm J. Guttormsson, Stephan G. Stephansson, Frigga Sigurðsson og fleiri sem gáfu út ljóðabækur en eru samt lítið þekktir. Hins vegar þýðingar ljóða íslenskra höfunda eins og Jónasar Hallgrímssonar, Davíðs Stefánssonar, Einars Bene- diktssonar og fleiri. Prentuð hjá Odda Íslenskudeild Manitobaháskóla gefur bókina út að frumkvæði dr. Birnu Bjarnadóttur, sem veitir deildinni forstöðu. Hún var prentuð hjá prentsmiðjunni Odda í Reykja- vík og fékk Davíð fyrstu bókina á dögunum. „Sjálfum hefði mér ekki dottið í hug að safna þessum ljóð- um saman í útgáfu, en Birna hvatti mig til þess. Hún ákvað að láta prenta bókina á Íslandi og þótti mér það gaman, en það má með réttu segja að bókin hafi verið lengi á leiðinni.“ Bókin er á ensku og er til sölu á Vesturfarasafninu á Hofsósi og í Þjóðminjasafninu, en sérstök kynn- ing verður á henni á ársfundi Þjóð- ræknisfélags Íslendinga í Þjóð- menningarhúsinu 17. september næstkomandi. Höfundurinn Davíð Gíslason, bóndi með meiru, með fyrsta eintakið. Bókin brú milli Íslands og Nýja-Íslands  Sýnishorn af íslenskri ljóðlist beggja vegna hafsins Dr. Birna Bjarnadóttir, sem veitir íslenskudeild Manitobaháskóla for- stöðu, segir að bók Davíðs sé lifandi dæmi um sambandið milli Íslands og Nýja-Íslands. „Hún er brúin,“ segir hún og vísar til þess að Davíð þýði ljóð sem séu samin á Íslandi og ljóð sem séu ort á Nýja-Íslandi. „Margt af þessu hefur aldrei birst áður á prenti í þýðingu,“ heldur hún áfram. „Þarna sjáum við brúna rísa yfir Atlantshafið.“ Birna segir að ekki aðeins sveitungar Davíðs í Árborg og nágrenni hafi beðið hann um að þýða fyrir sig heldur allt íslenska samfélagið, jafnt í Manitoba sem annar staðar, og þar með talin íslenskudeild Manitobaháskóla. „Útgáfa þessarar bókar er vitnisburður um rætur okkar allra, hvort sem er á Íslandi eða Nýja-Íslandi,“ segir hún. Davíð sé einhver magnaðasti þýðandi íslenskra ljóða í Kan- ada og því sé útgáfa bókarinnar mikill menningarviðburður. Bók Davíðs er fyrsta bókin í útgáfunni Kind Publishing, sem ís- lenskudeildin stendur að. Birna segir að í kjölfarið verði lögð áhersla á útgáfu skáldskapar frá Íslandi og Nýja-Íslandi og gefin út bæði skáldrit og textar um skáld. „Þetta verður svona skáldfræðiútgáfa,“ segir Birna. „Við ætlum að vera eins trú guði skáldskaparins og okkur er unnt.“ Mikill menningarviðburður MAGNAÐASTI ÞÝÐANDI ÍSLENSKRA LJÓÐA Í KANADA Dr. Birna Bjarnadóttir Verslunarmannahelgin er stærsta ferðahelgi sumarsins. Um verslunarmannahelgina halda tugþúsundir Íslendinga í styttri og lengri ferðalög um langa helgi sem nýtur góðs af frídegi verslunarmanna. Þessa helgi tíðkast að sækja útihátíðir, syngja og dansa hvort sem það er úti í íslenskri náttúru eða í borg eða bæjum fyrir innipúkana. Hvar svo sem þú verður er líklegt að þú hafir mikla þörf fyrir gott BKI kaffi. Settu útileguteppið á stofugólfið heima eða finndu þér græna laut á útihátíð og nýttu tækifærið og settu gott BKI kaffi á brúsa. Angan af kaffi kemur bragðlauk- unum af stað og ilmurinn segir til um ríkt bragðið af BKI kaffi. Helltu upp á gott BKI kaffi. BKI Classic Verslunarmannahelgin er á morgun! Fagnaðu verslunarmannahelgi meðBKIkaffi Verslunarmannahelgin hefst á morgun Kauptu BKI fyrir verslunarmannahelgina Sérvaldar baunir frá þekktustu kaffisvæðum heimsins tryggja hið mjúka bragð, lokkandi ilminn og fersklegt eftirbragðið. BKI Extra Snöggristað við háan hita. Þannig næst fram ríkara kaffibragð við fyrsta sopa en léttur og mjúkur keimur fylgir á eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.