Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 4
4 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010
FRÉTTASKÝRING
Hjörtur J. Guðmundsson
hjorturjg@mbl.is
„Ég hefði munað það ef það hefði
komið einhver athugasemd um að
þetta væri ekki rétt innleitt,“ segir
Valgerður Sverrisdóttir, fyrrum
viðskiptaráðherra, spurð um þau
ummæli framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins í svari til norska
fréttavefjarins ABC Nyheter að
Íslendingum beri að endurgreiða
innistæðueigendum innan sam-
bandsins á þeim forsendum m.a. að
tilskipun þess um innistæðutrygg-
ingar hafi ekki verið innleidd með
viðunandi hætti hér á landi.
Í svarinu kom einnig fram viður-
kenning framkvæmdastjórnarinnar
á því að í tilskipuninni fælist ekki
ríkisábyrgð á bankainnistæðum
innan Evrópska efnahagssvæð-
isins.
Valgerður tók við sem viðskipta-
ráðherra skömmu eftir að lög frá
Alþingi tóku gildi byggð á tilskipun
Evrópusambandsins í lok árs 1999.
Forveri Valgerðar í viðskiptaráðu-
neytinu, Finnur Ingólfsson, tekur í
sama streng. „Ég er alveg viss um
það að það komu aldrei neinar at-
hugasemdir af hálfu nokkurs aðila
um innleiðinguna á þessu hérna
enda veit ég ekki hvað gæti verið
rangt í því.“
Kemur ekki á óvart
„Þetta kemur mér í sjálfu sér
ekki á óvart. Ég sé ekki að þetta
breyti stöðunni í neinum
grundvallaratriðum,“ segir Stein-
grímur J. Sigfússon, fjár-
málaráðherra. Að öðru leyti vildi
hann ekki tjá sig um málið þar sem
stjórnvöld væru að undirbúa svar
til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA)
við áminningarbréfi sem barst frá
henni sl. vor vegna málsins og
væru því ekki í aðstöðu til þess að
tjá sig efnislega um það.
„Þetta er bara ánægjuleg stað-
festing á að ríkisábyrgð sé ekki til
staðar og styrkir stöðu okkur í við-
ræðum við Breta og Hollendinga.
Ég er annars að heyra það í fyrsta
skiptið núna að við höfum ekki inn-
leitt þessa tilskipun með réttum
hætti á sínum tíma. Það hefur eng-
inn haldið því fram áður, að ég
best veit,“ segir Höskuldur Þór-
hallsson, þingmaður Framsókn-
arflokksins.
Einbeittur vilji
„Það virðist vera einbeittur vilji
fyrir því að túlka allt varðandi
þetta Icesave-mál með þeim hætti
að við eigum að standa undir þess-
um greiðslum. Við verðum einfald-
lega að halda áfram að halda mál-
stað okkar hátt á lofti í þessum
efnum,“ segir Ólöf Nordal, varafor-
maður Sjálfstæðisflokksins.
„Það er auðvitað jákvætt ef það
er loksins komin fram opinber
staðfesting á því að engin ríkis-
ábyrgð sé til staðar,“ segir Þór
Saari, þingmaður Hreyfingarinnar.
Tilskipunin rétt innleidd
Breytir ekki neinum grundvallar-
atriðum, segir fjármálaráðherra
Morgunblaðið/Ómar
Icesave Frá mótmælum á Austur-
velli vegna Icesave-málsins.
Engin stórverkefni hafa komið upp
hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæð-
isins þar sem þörf hefur verið á að
kalla til aukalið eftir að slökkviliðs-
menn skiluðu boðtækjum sínum
vegna verkfalls. „Það hefur ekki
verið ýtt á takkann, en alveg verið
komið að því,“ segir Jón Viðar
Matthíasson slökkviliðsstjóri.
Mikið var að gera hjá sjúkra-
flutningamönnum og slökkviliðs-
mönnum á dælubílum fyrir síðustu
helgi. Þá lá við að boðaður yrði
aukamannskapur.
Þrjátíu menn eru á hverri vakt
hjá slökkviliðinu en aðeins 22 í
vinnu hverju sinni yfir sumarið
vegna sumarleyfa. Fram hefur
komið að það skapar óöryggi þegar
slökkviliðsmenn bera ekki boðtæk-
in á frívöktum vegna þess að tíma-
frekara er að kalla til meiri mann-
skap. Spurður að því hvort ekki
væri möguleiki að hafa fleiri menn
á vakt segir Jón Viðar að slökkvi-
liðsmenn með menntun og reynslu
séu ekki gripnir upp af götunni.
Hann segir að bent hafi verið á
þann möguleika að fjölga upp í 24
til 26 á vakt. Það hjálpi lítið í stórút-
köllum. „Þá þurfum við alla okkar
menn sem mögulega geta komið,“
segir Jón Viðar og nefnir brunana í
Hringrás og á Laugavegi sem dæmi
um það. Slík mál komi upp án fyrir-
vara.
Kjaradeilan er hjá ríkissátta-
semjara. Ekki hefur verið boðað til
fundar frá því upp úr slitnaði rétt
fyrir verkfallið 22. júlí. Slökkviliðs-
menn hafa boðað til annars verk-
falls 6. ágúst. helgi@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Kjaradeila Slökkviliðsmenn mót-
mæla á Austurvelli.
Ekki þurft
að ýta á
takkann
Óbreytt staða hjá
slökkviliðsmönnum
Í Garðyrkjustöðinni Jörva á Flúðum stóð fólk í
ströngu við að skera spergilkál þegar ljósmynd-
ara bar að garði en þar og annars staðar í
Hrunamannahreppi stefnir í góða uppskeru í ár.
Þetta segir Þröstur Jónsson, garðyrkjubóndi á
Flúðum, og kveður aðstæður að undanförnu
hafa verið mjög ákjósanlegar fyrir ræktunina.
„Reyndar er blómkálið svolítið seinna á ferð
en í meðalári og við kunnum ekki skýringar því.
Kannski að þurrkakaflinn í vor hafi sett strik í
reikninginn, en það er allt komið á fullt núna,“
segir Þröstur.
Aðaluppskerutíminn hefst í ágústmánuði og
er því handan við hornið. Uppskeran heldur svo
eitthvað áfram fram í september.
Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson
Útlit fyrir mjög góða uppskeru í Hrunamannahreppi
Björn Karlsson, brunamálastjóri, segir að ekki sé
nauðsynlegt að loka Hvalfjarðargöngum vegna
hættu sem þar gæti skapast í eldsvoða. Göngin
komu verst út úr könnun á 26 göngum í Evrópu,
meðal annars hvað varðar eldvarnar- og öryggis-
mál. Bendir Björn á að í áhættumati sem gert var
árið 2004 hafi komið í ljós að sexfalt meiri áhætta
fælist í að keyra fyrir Hvalfjörðinn en að fara um
göngin.
Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri á höf-
uðborgarsvæðinu, segir að niðurstaðan komi ekki
á óvart. Segir hann að ljóst hafi verið að slökkvilið
gæti átt erfitt með að komast að eldi og athafna
sig í göngunum. Þá hafi slökkviliðið ekki yfir að
ráða búnaði til starfa í göngum í langan tíma.
Björn segir að göngin hafi verið byggð í sam-
ræmi við reglur þess tíma og bendir á að hinar
hertu Evrópureglur taki ekki gildi fyrr en 2014.
Nokkur tími sé því til að gera úrbætur.
Segir Björn að snar þáttur í slæmri útreið
ganganna sé að þau séu einföld; í tvöföldum göng-
um sé alltaf fyrir hendi flóttaleið gegnum hin
göngin. Undir þetta tekur Jón Viðar og kveður
tvöföldun ganganna myndu leysa mikinn vanda.
Gylfi Þórðarson, framkvæmdastjóri Spalar,
rekstrarfélags Hvalfjarðarganga, segir að á verk-
áætlun séu úrbætur í öryggismálum.
Ingvar Sverrisson, aðstoðarmaður samgöngu-
ráðherra, reiknar með að málið verði tekið til
skoðunar fljótlega í ráðuneytinu. skulias@mbl.is
Þarf ekki að loka göngunum
vegna falleinkunnar EuroTap
Göngin voru byggð í samræmi við þágildandi reglur Úrbætur eru áformaðar
Falleinkunn
» Fern göng af 26 fengu falleinkunn en af
þeim komu Hvalfjarðargöngin verst út.
» Viðbúnaður vegna mögulegs neyðar-
ástands, viðbrögð við eldi, flótta- og út-
gönguleiðir og loftræsting í göngunum voru
þeir þættir sem verst komu út úr könnuninni.
» Könnunin var gerð í 13 Evrópulöndum und-
ir merkjum EuroTap (European Tunnel As-
sessment Programme).
„Það er al-
veg hreint
kristaltært
að það kom
engin at-
hugasemd
sem laut að
stærð kerf-
isins eða að
það væri
röng innleið-
ing á því almennt,“ segir Bene-
dikt Árnason, fyrrverandi skrif-
stofustjóri í
viðskiptaráðuneytinu, sem
hafði á sínum tíma umsjón með
innleiðingu tilskipunar Evrópu-
sambandsins um innistæðu-
tryggingar.
„Ég held líka að það sé þá
nokkuð ljóst að ef þetta er
skilningur framkvæmdastjórn-
arinnar þá sé ekkert ríki sem
uppfyllir ákvæði tilskipunar-
innar.“
Alveg hreint
kristaltært
BENEDIKT ÁRNASON
Benedikt Árnason