Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 19
Fréttir 19ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Kristján Jónsson kjon@mbl.is Hamid Karzai, forseti Afganistans, segir það „skelfilegt og einstaklega óábyrgt“ að lekið skuli hafa verið á vefinn Wikileaks leynilegum skýrslum þar sem fram komi m.a. nöfn Afgana sem hafa unnið með Bandaríkjamönnum og öðrum liðsmönnum Atlantshafsbandalagsins, NATO, í landinu. Talibanar hafa oft hótað að hefna sín grimmilega á þeim Afgönum sem þeir telja hafa svikið þjóðina. „Hvort sem þessir einstaklingar [sem unnu með bandamönnum] fóru að lögum eða ekki þegar þeir útveguðu NATO-hermönnunum upplýsingar mun líf þeirra verða í hættu núna,“ sagði forsetinn. Að sögn The New York Times fara starfsmenn varnarmálaráðuneyt- isins í Washington nú yfir tugþúsundir skýrslna hermanna sem lekið var á vefinn og hyggjast þannig reyna að átta sig á því hvort hægt sé að rekja nöfn umræddra Afgana með aðstoð skýrslnanna. Talsmaður ráðuneytisins, David Lapan of- ursti, sagði að enn væri ekki komin niðurstaða í rannsókninni. En „almennt gæti nafngrein- ing einstaklinga valdið vanda, jafnt varðandi líkamlegt öryggi þeirra sem vilja þeirra til að halda áfram að veita bandamönnum eða afg- önsku ríkisstjórninni stuðning.“ The New York Times segist þegar hafa fundið í skýrslunum tugi dæma um nafngrein- ingu Afgana er veita NATO upplýsingar og einnig manna sem taldir séu líklegir til að yf- irgefa heri talibana. Ógnar leki uppljóstrurum?  Wikileaks-lekinn sagður geta nýst talibönum til að finna og myrða inn- lenda stuðningsmenn og uppljóstrara Atlantshafsbandalagsins í Afganistan Reuters Forsetinn Hamid Karzai í Kabúl í gær. Traustar skýrslur? » Bent er á að skýrslurnar séu oft óá- reiðanlegar enda ritaðar við erfiðar að- stæður á vígvellinum og í hita leiksins. » Gagnrýnendur hernaðarins gegn tali- bönum segja að þær sýni að mannfall meðal óbreyttra borgara hafi orðið mun meira en NATO hafi viðurkennt. FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Eitt af viðkvæmustu deilumálunum í Bandaríkjunum er staða ólöglegra innflytjenda sem varla er undarlegt í landi þar sem nær allir eru annað- hvort sjálfir innflytjendur eða afkom- endur innflytjenda síðustu aldirnar. En auk þeirra sem komið hafa með löglegum hætti eru sennilega 11 millj- ónir manna, flestir frá Mexíkó, nú með ólöglegum hætti í landinu. Og stöðugt bætast fleiri við. Nóg er af láglaunastörfum sem „löglegir“ vilja ekki líta við. Nú er hart deilt um ný innflytj- endalög í Arizona og segja gagnrýn- endur að þau veiti lögreglu allt of rúmar heimildir til að kanna hvort fólk á förnum vegi sé „löglegt“ eða „ólöglegt“. Alríkisdómari vísaði á miðvikudag á bug umdeildustu hlut- um laganna sem m.a. voru talin geta ýtt undir kynþáttamismunun. Lög- reglumenn myndu fyrst og fremst kanna aðstæður fólks með dæmigert útlit Mexíkóa, „löglegt“ fólk með þannig útlit yrði því fyrir áreiti. Nið- urstöðunni var fagnað í Washington en þar segja ráðamenn að innflytj- endalög eigi að heyra undir alríkið, ekki einstök sambandsríki. Mikill stuðningur í könnunum En Jan Brewer ríkisstjóri, sem er repúblikani, segist ætla að áfrýja þessari niðurstöðu til næsta dóm- stigs. „Slagurinn er ekki á enda,“ sagði hún. Og kannanir sýna að ekki er nóg með að meirihluti Arizonabúa sé sammála henni, um 60% Banda- ríkjamanna líst vel á nýju lögin. Bæði Barack Obama forseti og for- veri hans, George W. Bush, hafa reynt að fá þingið til að samþykkja al- geran uppskurð á alríkislögum um innflytjendur. Hugmynd Bush um að leyfa stórum hluta þess fjölda sem sem komist hefur ólöglega inn í landið að fá landvist hafi umrætt fólk ekki brotið neitt af sér náði ekki fram að ganga, aðallega vegna andstöðu margra í hans eigin flokki. John McCain, forsetaefni repúblikana 2008, vildi einnig lagabreytingar af sama toga og í reynd voru hugmyndir Obama á svipuðu róli. Margir Bandaríkjamenn segja að afleiðingin verði aðeins sú að enn auk- ist straumurinn til landsins. Mexíkóar og aðrir sjái að hættulaust sé að vera ólöglegur innflytjandi, eini vandinn sé að komast inn. En eftirlitið á landa- mærunum að Mexíkó hefur verið hert síðustu árin. Talið er víst að á hverju ári deyi hundruð manna úr hungri og þorsta við að reyna að laumast yfir landamærin á fáförnum stöðum. Reyna að stöðva straum- inn úr suðri  Hart er tekist á í Bandaríkjunum um ný og strangari innflytjendalög í Arizona Reuters Vægð! Deilan er mjög heit, hér er barn með mótmælaspjald. Hundar líkja eftir líkamshreyf- ingum eiganda síns en þurfa mikla þjálfun til að verða færir í listinni, að því er fram kemur í nýrri rann- sókn vísindamanna við Vínarhá- skóla. Fullyrt er að oft megi greina sams konar hegðun hjá ýmsum öðr- um dýrategundum. Dr. Friederike Range, sem stýrði rannsókninni, og félagar hennar könnuðu námsgetu hóps hunda. Þeim var sýndur kassi með renni- hurð fyrir gati sem hægt var að opna með því að taka í hnúð. „Eig- andinn“ sýndi hvernig það væri hægt, notaði ýmist hönd eða munn á hnúðinn. „Þegar eigandinn notaði höndina varð hundurinn að nota loppuna til að opna og fá þá laun,“ sagði Range. Hundurinn varð sömuleiðis að nota kjaftinn þegar eigandinn notaði munninn. Annar hundahópur var hins veg- ar látinn læra að opna með kjaft- inum þegar eigandinn beitti hend- inni og öfugt, nota loppuna þegar eigandinn beitti tönnunum. En fyrri hópurinn var mun fljótari að læra kúnstina að opna en sá síðari sem ekki gat hermt nákvæmlega eftir eigandanum. kjon@mbl.is Hundar herma eftir okkur Blóm og kerti við hús í Villers-au-Tertre í Frakklandi þar sem lík hvítvoð- unga fundust í vikunni. Saksóknari í Frakklandi segir að eiginmaður Dom- inique Cottrez, 45 ára gamallar konu sem játað hefur að hafa á 20 árum myrt átta nýfædd börn sín, verði ekki ákærður fyrir samsekt. Eric Valliant saksóknari sagði að konan, sem á tvö uppkomin börn, segðist hafa leynt morðunum fyrir manni sínum. Hún hefði ekki viljað eignast fleiri börn og ekki viljað leita til læknis til að fá getnaðarvarnir. Hún er feitlagin, sögð mjög óframfærin en eiginmaðurinn er vel þekktur og situr í sveitarstjórn. Reuters Myrti átta börn sín Lögregla beitti í gær táragasi gegn nokkur hundruð vöruflutningabíl- stjórum sem efndu til mótmæla í Aþenu en þeir hafa verið í verkfalli í þrjá daga. Stjórnvöld í Grikklandi hafa skipað bílstjórunum að snúa til vinnu. Flestar bensínstöðvar í land- inu eru orðnar bensínlausar og far- ið er að bera á skorti á vörum í verslunum. Grísk stjórnvöld byggja ákvörð- un sína á ákvæði laga en segja má að neyðarástand sé að skapast í landinu. Ef bílstjórarnir verða ekki við tilmælunum eiga þeir á hættu að verða handteknir og að aksturs- leyfi verði tekin af þeim. Flutningabílstjórarnir gripu til verkfallsaðgerða til að mótmæla áformum ríkisstjórnarinnar að leyfa samkeppni í flutninga- starfsemi. Tillögur þess efnis eru hluti af áætlun sem unnin var í sam- vinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og Evrópusambandið. Táragasi beitt gegn vörubílstjórum í Grikklandi Bandarískir vís- indamenn á sviði stofn- frumurann- sókna hafa þró- að tækni sem gerði þeim kleift að láta vaxa á ný liða- mót á framlöpp kanínu, segir í frétt BBC. Eru bundnar vonir við að með tilrauninni sé stigið skref í átt til þess að hægt verði að láta ný liðamót, hvort sem er á mjöðm, öxl eða hné, vaxa á mönnum. Önnur framlöppin var fjarlægð á tíu kanínum og sprautað efni sem ýtir undir vöxt stofnfruma í tilbúin bein sem sett höfðu verið í staðinn fyrir gömlu lappirnar. Fjórum vik- um síðar höfðu ný liðamót myndast og dýrin gátu gengið um með eðli- legum hætti. Sagt er frá tilraun- unum í breska læknatímaritinu Lancet. Nýjar kanínulappir með stofnfrumum Hvers vegna herðir Arizona lögin? Brewer ríkisstjóri segir að ekki sé aðeins um að ræða straum ólög- legra innflytjenda heldur fylgi þess- um lögbrotum margvíslegir aðrir glæpir, ekki síst fíkniefnasmygl. Er hægt að loka landamærunum? Tæknilega er það nær útilokað, landamærin að Mexíkó eru liðlega 3000 km að lengd. En í reynd er það krafa Brewer að alríkisstjórnin tryggi að ekki sé hægt að laumast inn í Arizona. Það sé hlutverk henn- ar að annast landamæravörslu. Hvað var einkum gagnrýnt? Ákvæði um að lögreglumaður megi krefja fólk um skilríki ef hann hefur þurft að hafa einhvers konar af- skipti af því í starfi sínu. Einnig að það verði lagabrot að bera ekki á sér skilríki. Hver er vörn Brewer? Hún bendir á að í reynd sé ekki um mikla breytingu að ræða frá gild- andi alríkislögum. Þar séu einnig ákvæði um að lögreglan geti krafist skilríkja. Fimm önnur sambandsríki vilja setja svipuð lög og Arizona. Spurt&svarað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.