Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 10
Þægilegar Prjónaflíkurnar frá Diza by Alprjón eru klassískar. María Ólafsdóttir maria@mbl.is Ásdís Loftsdóttir hefurrekið verslunina Desig-ners Corner eingöngumeð sinni eigin hönnun frá 2009 en áður rak hún versl- unina Diza og flutti þá inn handa- vinnudót ýmiss konar. „Ég byrjaði að undirbúa það að söðla um og selja eingöngu mína hönnun árið 2007. Þá fór ég á námskeið með Útflutningsráði, IMPRU og fleiri aðilum. Síðan má segja að kreppan hafi flýtt fyrir mér því þá var ekk- ert annað að gera en búa til eitt- hvað sem maður gat gert í hönd- unum. Ég hef hannað ýmsilegt annað en í raun var tilviljun hvað varð ofan á til að byrja með. Mark- hópurinn fyrir utan gluggann voru ferðamenn svo ég byrjaði á að hanna fyrir þá og það gekk vel og þá gat ég leyft mér að leika mér meira. Nú hanna ég því bæði lopa- peysur með mínum mynstrum sem ég kalla klassísku línuna en kem líka tvisvar á ári með kjóla, jakka, skyrtur og fleira úr öðrum efnum eins og t.d. hör,“ segir Ásdís. Allra handa uppákomur Undanfarið hefur Ásdís unnið hörðum höndum að því að kynna hönnun sína á PURE-vörusýning- unni í London sem er ein ferskasta og stærsta slíka sýningin þar í landi en á Pure eru allra handa uppákomur, tískusýningar, fyrir- lestar og hönnuðir úr ýmsum átt- um sem kynna hönnun sína. Ásdís setur í raun upp litla verslun á sýn- Íslenskar prjónaflíkur sýndar í London Ásdís Loftsdóttir hönnuður tekur þátt í PURE-vörusýningunni í London nú í byrj- un ágúst. Ásdís hannar undir merkinu Diza by Alprjón og mun á sýningunni kynna bæði klassíska prjónalínu sína með handprjónuðum peysum með eigin mynstrum í bland við litríka prjóna- og hörlínu fyrir næsta sumar. Morgunblaðið/Eggert Samstarfskonur Ásdís Loftsdóttir og dætur hennar þrjár starfa saman en á myndinni er ein þeirra með henni, Aðalheiður Steina Guðmundsdóttir. Karin Kristjana Hindborg, förð- unarfræðingur hjá Mac, heldur úti þessari skemmtilegu síðu þar sem stiklað er á ýmsu sem við kemur förðun. Munur á mismunandi mösk- urum, sumarleg förðun og húsráð tengd förðunarvörum eru meðal þess sem lesa má um á síðunni auk þess sem þar er að finna förðunarmynd- band. Það er bæði fróðlegt og skemmti- legt að lesa færslurnar á síðunni og verður maður ekki svikinn af því að prófa einhverjar af ráðleggingum Karinar. Hún segir ítarlega frá, hvort sem umfjöllunarefnið er sólarvarnir eða hvernig eigi að koma í veg fyrir að augnmálning fari í línur, smiti, dofni eða fari af. Þetta er því skyldu- lesning fyrir þá sem þyrstir í förð- unarfróðleik en hægt er að gerast aðdáandi síðunnar á Facebook. Vefsíðan lipstick.is Varalitur Það kennir ýmissa grasa á síðunni og er eitthvað lesefni fyrir alla. Fróðleiksmolar um förðun Ljósir litir Kjóll úr borðdúk og blóm- legt skraut úr pappír. Ný tískulína fatahönnuðarins Marion Macedo vakti mikla athygli í Bólivíu nú á dögunum sem og víðs vegar um heiminn. Á tískusýningunni, sem fór fram í höfuðborg- inni La Paz, sýndi Macedo fjölbreyttan fatnað sem hún hafði hannað úr pappír og öðrum endurvinn- anlegum efnum. Sýningin var áhugaverð en gagn- rýnendur hafa bæði fagnað umhverfisvænni þró- un tískuheimsins og gagnrýnt hönnunina, jafnvel líkt henni við listaverk leikskólabarna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Macedo vinn- ur flíkur úr pappír en hún gerði sína fyrstu end- urvinnanlegu tískulínu fyrir um fimm árum. Hún notast við ýmsar tegundir pappírs við gerð fatnaðarins, meðal annars eggjabakka og Coca Cola-glös en einnig velur hún pappír í mis- munandi litum, þykkt og áferð. Macedo sækir innblástur sinn úr ýmsum áttum en á síðasta ári hannaði hún línu sem tileinkuð var 200 ára sjálfstæði Bólivíu. Út- koman í ár er ævintýraleg, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum, en deila má um hversu þægilegt er að klæðast hönnuninni og hafa fyrirsæturnar eflaust þurft að æfa sig og venjast kjólunum fyrir stóru stund- ina. Brúðarkjóll Marion Macedo nýtir ýmislegt, meðal annars pappaglös. Kjólar og hattar úr pappír Eggjabakkar Kannski ekki fatnaður til að klæðast á rigningardögum. Umhverfisvænn tískuheimur Endurvinnanlegt Hugmyndin hefur hlotið lof en hönn- unin gagnrýni. Reuters MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 10 Daglegt líf Nú gengur mesta ferðahelgi ársins í garð. Fólk flykkist úr sveitarfélaginu sínu ýmist með tjald í skottinu eða fellihýsi í afturdragi og vistir sem gætu dugað stórri fjölskyldu í heilan mánuð. Þeir sem eiga ekki slíka færanlega bú- staði fara gjarnan í þá sem gerðir eru úr viði og dvelja þar í góðu yfirlæti, yf- irleitt með aðgang að heitum potti. Það gefst þó ekki öllum kostur á að efla tengsl sín við náttúruna um helgina, hvort sem er vegna vinnu eða annarra skuldbindinga. Það þýðir ekk- ert að svekkja sig á því en það er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að skapa smá útilegustemningu í garðinum sín- um. Fyrsta skrefið er að grilla góðan mat og sé vilji til að stíga skrefið til fulls er svefnpoki, tjald og tjaldhælar, gítar og söngbók það eina sem þarf og svo auðvitað gott skap og betra ímyndunarafl. Endilega … … tjaldaðu í garðinum Útilega Það eiga ekki allir heimangengt og þá þarf að nota ímyndunaraflið. Samkeppnisreglur og upplýsingar: www.jonsigurdsson.is Samkeppni um minjagripi og handverk. Vertu með! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S L 50 72 8 06 /1 0

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.