Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 34
AF VEÐURFRÉTTUM Hugrún Halldórsdóttir hugrun@mbl.is Nú er ein stærsta ferðahelgiársins framundan og fólk íferðahug farið að spá í hvert á land skal halda. Margt get- ur skipt sköpum þegar valið er, til dæmis hvaða útihátíðir eru í boði. Ein með öllu á Akureyri heillar ef- laust fjölskyldufólkið, djammarar leggja leið sína til Vestmannaeyja, íþróttafólk horfir hýru auga til Unglingalandsmótsins í Borgarnesi og Innipúkinn verður sennilega fyrir valinu hjá heimakærum borg- arbúum. Það er þó margt annað sem getur haft áhrif á þessa ákvörðunartöku, svo sem vinnufyr- irkomulag, bensínverð, heilsufar, ferðahagir vina og ættingja og svo mætti lengi telja. Það sem ræður þó lokaúrslitum er veðurspáin.    Ég er handviss um að allirþeir vefir sem búa yfir veð- urspám slái met í fjölda innlita um helgina þar sem þorri landsmanna liggur nú yfir veðurfréttum líkt og hrægammar. Sjálf er ég forfallinn veðurfréttafíkill og fylgist með þeim í tíma og ótíma, enda eflaust ekki annað hægt. Þær eru til taks á vefnum, í dagblöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þetta er eflaust ekki versta fíknin sem til er þar sem veðrið er jú helsta umræðuefni okk- ar Íslendinga. Ég er ávallt með á nótunum þegar það ber á góma. Það vill þó svo til að spáin bregst oftar en ekki, sérstaklega þegar um er að ræða langtímaspár. Því getur verið erfitt að taka ferða- ákvarðanir fram í tímann.    Ég var stödd í saumaklúbbifyrr í vikunni þar sem talið barst að helginni góðu. Mikið var rætt um vænlega áfangastaði. Að lokum var sú ákvörðun tekin að sjá til, fylgjast með veðrinu og stökkva síðan á sólríkasta landshlutann … Eða alla vega þann þurrasta. Þó svo að mér fyndist þetta frábær hug- mynd þá fór ég að hugsa; Hversu oft hefur maður brennt sig á þessu? Í fyrrasumar planaði vinahópurinn veglega Laugavegsgöngu. Spennan stigmagnaðist dag frá degi, eða þar til örfáir dagar voru til stefnu. Veð- urspáin var ömurleg, fólk heltist úr lestinni og ferðin leystist upp. Sam- starfskona mín lét veðrið ekki á sig fá og dreif sig á fjöll. Á mánudeg- inum kom hún brún og sæl til vinnu og undraðist hvar ég hefði nú eig- inlega verið. Ég dró að sjálfsögðu upp trompið mitt: Samkvæmt veð- urspánni var óðs manns æði að leggja í hann. Ég varð eilítið skömmustuleg þegar hún sagði mér að það hefði verið bongóblíða í Þórsmörk og nágrenni þessa helgi.    Á Íslandi er allra veðra von ogþví ættum við að vera búin að læra fyrir löngu að láta veðurspána ekki komast upp með að ráða ferða- straumnum. Ef fólk er enn skept- ískt og hrætt við slæma spá mæli ég með veðurfréttamanninum Sigurði Þ. Ragnarssyni, eða Sigga Stormi eins og hann er betur þekktur. Hann hefur þann eiginleika að láta óþarflega mörg vindstig og rign- ingu hljóma vel. Skjótt skipast veður í lofti »Ég dró að sjálf-sögðu upp trompið mitt: Samkvæmt veð- urspánni var óðs manns æði að leggja í hann. Morgunblaðið/Frikki Stormurinn Sigurður Þ. Ragnarsson veðurfræðingur er með eindæmum hress og lætur skin og skúrir ekki á sig fá. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Karate Kid kl. 5:10 - 8 - 10:50 LEYFÐ Shrek 4 2D íslenskt tal kl. 3:30 LEYFÐ Karate Kid kl. 5:10 - 8 - 10:50 LÚXUS Shrek 4 3D enskt tal kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Babies kl. 6 - 8 LEYFÐ Knight and Day kl. 8 - 10:30 B.i. 12 ára Predators kl. 8 - 10:20 B.i. 16 ára Grown Ups kl. 10 LEYFÐ Shrek 4 3D íslenskt tal kl. 3:30 - 5:45 LEYFÐ Sími 462 3500 Karate Kid kl. 5:30 - 8 - 10:30 LEYFÐ Predators kl. 10 B.i. 16 ára Knight and Day kl. 5:30 - 8 B.i. 12 ára Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó Þú færð 5 % endurgreitt í Smárabíó, Háskólabíó og Borgarbíó S.V., MBL SÝND Í SMÁRABÍÓI OG HÁSKÓLABÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI OG BORGARBÍÓI SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI Jackie Chan kennir ungum lærling sitthvað um Kung fu í vinsælustu fjölskyldumynd ársins! Missið ekki af myndinni sem sló í gegn í Bandaríkjunum og fór beint á toppinn. FRÁBÆR GRÍNMYN D FYRIR ALL A FJÖLSKYL DUNA! SÝND Í Þrívíddin er ótrúlega mögnuð. - New York Daily News L.A Times USA Today T.V., Kvikmyndir.is Börnin í einlægni sinni og sakleysi eru bæði yndisleg og sprenghlægileg -H.G., MBL Stórfín hugmynd sem útfærð er á einfaldan og áhrifaríkan máta -Ó.H.T. Rás 2 SÝND Í SMÁRABÍÓI Með lokakaflanum af Shrek tekst þeim að finna töfrana aftur. - Empire Bráðfyndin og hjartnæm frá byrjun til enda. Lang besta Shrek myndin og það eru engar ýkjur. - Boxoffice Magazine Þú færð 5% endurgreitt í Borgarbíói, Smárabíói og Háskólabíói ef þú borgar bíómiðann með Kreditkorti teng

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.