Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 40
FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 211. DAGUR ÁRSINS 2010 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 350 ÁSKRIFT 3890 HELGARÁSKRIFT 2400 PDF Á MBL.IS 2200 1. Hvalfjarðargöng fá falleinkunn 2. Milljónir skoða íslensk fagnaðar… 3. KR náði fram hefndum með stæl 4. Pósturinn sem innihélt ORÐIÐ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Stórsöngvarinn Ragnar Bjarnason kemur fram á tónlistarhátíðinni Inni- púkanum á sunnudagskvöld með hlljómsveitinni Retro Stefson. Hann er líka aðalsmaður vikunnar að þessu sinni. »37 Morgunblaðið/Árni Sæberg Fengi sex dægurlaga- söngvara til sín í grill  „Þetta er nátt- úrlega rosalegur heiður að vera valin,“ sagði fiðlu- leikarinn Gunn- hildur Daðadóttir sem í gær hlaut 600 þúsund króna styrk úr Minningarsjóði Jean Pierre Jacquillat, fyrrverandi aðalstjórnanda Sinfóníuhljómsveitar Íslands. »31 Hlaut styrk úr sjóði Jean Pierre Jacquillat  Trompetleikarinn Jon Hassell er væntanlegur til landsins og mun hann spila á Jazzhátíð Reykjavíkur sem hefst 14. ágúst. Has- sell mun einnig halda fyrirlestur um verkefni sitt með tónlistarmanninum Brian Eno. Tón- leikar Hassell verða á lokadegi hátíð- arinnar sunnudag- inn 29. ágúst. Jon Hassell spilar á Jazzhátíð Reykjavíkur Á laugardag og sunnudag Hæg vestlæg eða breytileg átt og skýjað með köflum, en skúrir á stöku stað. Hiti víða 13 til 18 stig að deginum. Á mánudag (frídag verslunarmanna) Útlit fyrir suðlæga átt og sums staðar vætu S- og V-lands, en annars þurrt að kalla. Milt veður. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Rigning en styttir smám saman upp en áfram NA 5-10 m/s og rigning SA-lands til kvölds. Hiti 13-20 stig, hlýjast NA-til en svalara úti við A-ströndina. VEÐUR Guðlaugur Victor Pálsson hefur fengið treyjunúmer hjá enska úrvalsdeildarlið- inu Liverpool fyrir næstu leiktíð. Íslendingurinn verður með númerið 44 á bakinu ef hann fær tæki- færi með aðalliðinu. Hann kom við sögu í tveimur leikjum í Sviss á dögunum. „Þetta er alveg frábært og vonandi byrjunin á ein- hverju góðu,“ sagði Guð- laugur í gær. »4 Guðlaugur verður í treyju númer 44 Ásdís Hjálmsdóttir spjót- kastari úr Ármanni end- aði í 10. sæti á Evr- ópumeistaramótinu í frjálsíþróttum í Barcelona á Spáni í gærkvöld. Hún kastaði 54,32 metra en Ís- landsmet hennar er 61,32 metrar. Alls komust 12 keppendur í úrslit. Linda Stahl frá Þýskalandi varð Evrópumeistari en hún kastaði 66,81 metra og er það besti árangur hennar. »1 Ásdís var langt frá sínu besta í úrslitum á EM Þrír íslenskir keppendur verða á ferðinni á Evrópumeistaramótinu í frjálsum íþróttum í Barcelona í dag. Helga Margrét Þorsteins- dóttir keppir í sjöþraut, Óðinn Björn Þorsteinsson í kúluvarpi og Þorsteinn Ingvarsson í langstökki. Helga segist vera klár í slaginn þrátt fyrir að hafa nýlokið við að vinna brons á HM unglinga. »2 Helga Margrét er klár í slaginn í Barcelona ÍÞRÓTTIR Brons Árni Johnsen með verðlauna- peninginn sem hann fékk í Japan. „Þetta er mjög skemmtileg lífs- reynsla,“ segir Árni Johnsen, sem kom heim með brons úr 42. al- þjóðlegu Ólympíukeppninni í efna- fræði, sem lauk í Tókýó í fyrradag. Árni var næsthæstur á stúdents- prófi í Menntaskólanum í Hamrahlíð í vor sem leið og kom vel undirbúinn til leiks eins og liðsfélagar hans Kon- ráð Þór Þorsteinsson, Sigtryggur Kjartansson og Helgi Björnsson, en Finnbogi Óskarsson og Ísak Sig- urjón Bragason sáu um þjálfunina. „Þetta var mjög glæsilegt hjá hon- um,“ segir Finnbogi og bætir við að keppendur frá fámennari þjóðum í Vestur-Evrópu vinni sjaldan til verðlauna í þessari keppni. Samt sem áður séu allir íslensku kepp- endurnir góðir námsmenn og því hafi mátt búast við góðum árangri þrátt fyrir harða keppni 268 kepp- enda frá 68 löndum. Í eðlisfræði og læknisfræði Þetta var í níunda sinn sem Ís- land sendir lið í keppnina og í annað sinn sem keppendur héðan fá verð- laun, en Benjamín Ragnar Svein- björnsson og María Óskarsdóttir fengu brons 2006. „Þetta kom mjög á óvart,“ segir Árni um árangurinn, sem hann hafi samt stefnt að, en hann er að byrja í eðlisfræði við HÍ og ætlar svo í læknisfræði. Sér hafi gengið mjög vel, sérstaklega í fræðilega hlut- anum, enda hafi hann lært mikið í efnafræði. Sumu í verklega hlut- anum hafi hann spreytt sig á í fyrsta sinn en það hafi líka gengið bærilega. steinthor@mbl.is „Skemmtileg lífsreynsla“  Árni Johnsen fékk brons í Ólympíukeppni í efnafræði Nóg er um að vera um helgina en verslunarmannahelgin er ein vinsæl- asta ferðahelgi ársins. Búist er við tugþúsundir leggi leið sína út á landsbyggðina frá höfuð- staðnum en Vestmannaeyjar eru taldar verða vinsælasti áfangastaður- inn. Lögreglan í Vestmannaeyjum er með mikinn viðbúnað og hefur fengið liðsstyrk frá öðrum lögregluliðum. Varðstjóri lögreglunnar í Vestmanna- eyjum sagði í samtali við Morgun- blaðið í gærkvöld að allt hafi farið vel fram hingað til, án þess að lögreglan þyrfti að hafa afskipti þar. Mikið eft- irlit er með ferðamönnum og strangt fíkniefnaeftirlit viðhaft. Mikill umferðarþungi var um Suð- urlandsveg í gær og náði hámarki ein- um og hálfum tíma fyrir brottför Herjólfs úr Landeyjahöfn. Lögreglan þar á bæ fylgdist grannt með umferð- inni en kvað hana hafa gengið vel fyrir sig. Þá hefur töluverð umferð verið í vínbúðum á höfuðborgarsvæðinu og sömuleiðis í matvöruverslunum. MStanslaust stuð »16 Gát og gaman um helgina Búist við stærstu þjóðhátíð í sögu Vestmannaeyja Morgunblaðið/Árni Sæberg Á leið í loftið Þessir væntanlegu þjóðhátíðargestir létu veru fı́kniefnahunda á Reykjavíkurflugvelli ekki trufla upp- hitunina fyrir skemmtan helgarinnar. Vestmannaeyjar eru taldar verða vinsælasti áfangastaðurinn að þessu sinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.