Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 11
Ásdís Loftsdóttir út- skrifaðist með BA- próf í hönnun frá The American College for the Applied Arts árið 1986 en lærði bæði í Los Angeles og Lond- on. Hún hefur komið víða við í tískubrans- anum, unnið sem mód- el, hannað einkennisbún- inga, kennt fatahönnun og fjallað um tísku og hönnun í blöðum. Ásdís setur kraft í erlenda markaðssetningu fyrir næsta tískutímabil og er þátttaka hennar í PURE- vörusýningunni í London lið- ur í því. SETUR KRAFT Í ERLENDA MARKAÐSSETNINGU ingunni en hún hefur fengið til liðs við sig grafískan hönnuð til að sjá um uppsetningu sýningarbássins auk þess að hafa markaðs- fræðinga á sínum snær- um varðandi kynning- arefni. Ásdís hefur þegar tekið þátt í slíkri sýningu í febrúar. Hlaut þá hönnun hennar góðar viðtökur og verða fyrstu pantanir sendar úr landi nú í september. Prjónaði á Barbie „Nú ríkir heimsprjónaæði í heiminum og stærstu hönn- unarhúsin eru að framleiða prjóna- flíkur. Þetta hefur breyst síðan ég lauk mínu hönnunarnámi erlendis og græddi á því að kunna að prjóna. Mamma kenndi mér og bróður mínum, sem er ári eldri en ég, að prjóna þegar ég var um sex ára gömul. Ég man alveg eftir fyrstu flíkinni sem var hvít herðaslá á Barbie. Síðan keypti ég tískublöð frá 12 ára aldri og var farin að búa til mínar peysur og uppskriftir strax sem unglingur. Annars er margt sem getur kveikt hugmyndir hjá mér og oft sem þetta eru einhver hughrif sem mað- ur reynir að endurkasta eða búa til eitthvað úr. Stundum byrjar þetta sem rissa á blaði en svo er enda- flíkin eitthvað allt annað því stund- um leiðir flíkin mann líka áfram. En ég byrja alltaf á því að ákveða liti og svo leiðir þetta saman eitt af öðru. Fyrir vorlínuna fyrir 2011 var t.d. mikið af blómum og gróðri í huga mér og flíkur með nöfn eins og Í fullum blóma og Bláklukkur endurspegla það. Uppistaðan fyrir haustið er hins vegar svart, grátt og rautt og þá er meiri mýkt en um leið sterkari litir. Síðan er ég líka komin í samvinnu við fyrirtæki á Ítalíu um að búa til flíkur úr vél- prjóni og vonandi verður afrakst- urinn af því tilbúinn í febrúar,“ segir Ásdís. Dæturnar taka þátt Ásdís eignaðist þrjár stúlkur á fimm árum sem eru nú á aldrinum 17 til 22 ára og eru þær nú byrj- aðar að starfa samhliða móður sinni. Ásdís segir hlæjandi að hún hafi tekið sér frí til að koma þeim á legg til að þær gætu síðar farið að hjálpa sér. Það virðist hafa tekist en þær hafa bæði prjónað og setið fyrir í auglýsingum. „Ég hef haft það að leiðarljósi að byggja upp reksturinn skref fyrir skref og er með einbeitta sýn á því sem ég ætla mér að gera. Í viðtali þegar ég útskrifaðist sagði ég að mig dreymdi um að eiga tískuhús á þremur hæðum og það mun koma að því þó það muni taka mig lengri tíma en aðra. Lífið er svo fjölbreytt og skemmtilegt og ég bý að því að hafa farið aðrar leiðir inn á milli t.d. með því að kenna. Það var góð reynsla og allt slíkt safnast í sarp- inn,“ segir Ásdís. Hlý og notaleg Ásdís Loftsdóttir hannar öll mynstur á lopapeysurnar sjálf. Fallega síð Litir eru áberandi og er gjarnan blandað saman í hönnuninni. Nú ríkir heimsprjóna- æði í heiminum og stærstu hönnunar- húsin framleiða prjónaflíkur. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 leitast stöðugt við að renna frekari stoðum undir hana og neitar að horf- ast í augu við öll mótrök jafnvel þótt það segist gera það. Hver hefur t.d. ekki lent í því að mæta hress og kát- ur í sumarpartí og lenda í því að þurfa að hlusta á öfgafemíníska ein- ræðu um illsku heimsins eða á unga frjálshyggjumenn, sem jafnvel aldr- ei hafa bragðað áfengi, vitna óhikað í einhverjar skýrslur úti í heimi og segja að lögleiða eigi fíkniefni. Og maður kinkar kolli inni í eldhúsi, tómur í augum og segir „... ég skil þig“ og skimar svo eftir útgönguleið. Fólk sem getur ekki séð veröldina öðrum augum en að tengja hana stöðugt við einhver við- mið, hugtök úr fjölmiðlum eða einhverja skoð- un sem það er búið að hengja sig full- komlega á er á rangri leið. Nýjasta afbrigðið af svona fólki eru þeir sem hefja nánast hverja einustu setningu á orð- unum: „Þetta er ein- mitt það sem rannsókn- arnefnd Alþingis varaði við.“ »Það er hin eilífa endurskoðun. Allir ættu að forðast að gerast þrælar eigin skoðana og hugmynda. HeimurHalldórs Ofanritaður hefur nýlegaáttað sig á því að tíminnlíður hratt – og sífellthraðar. Hann er 23 ára í dag, var 17 ára í gær og 9 í fyrradag. Af því leiðir að hann verður 39 ára á morgun og 72 hinn. Það telst ekki til nýrra vísinda að hafa framrás tímans ofarlega í huga en sá er þetta skrifar hefur að und- anförnu velt fyrir sér hvernig hann eigi að nálgast tíma sinn og tilvist. Það er enda ærin ástæða til fyrir menn sem ekki sjá ástæðu til að trúa því að til sé æðri vera sem hafi áhuga á jarðlífi þeirra og ætli þeim sérstakt hlutverk á öðru tíðnisviði að því loknu. Í stuttu máli hefur niðurstaðan verið þessi: Það verður ömurlegt að eldast en frábært að þroskast. Og það sem ofanritaður vill leitast við að hafa í huga til efsta dags er að forð- ast stöðnun eins mikið og völ er á. Kannski er slík barátta dæmd til að tapast – hver veit? Ofanritaður telur mikilvægt að hafa eitt í huga vilji maður ekki að hin gráa hönd stöðn- unarinnar hreppi mann. Það er hin eilífa endur- skoðun. Allir ættu að forðast að gerast þræl- ar eigin skoðana og hugmynda. Fátt hryggir þann er þetta ritar meira en að hitta fólk, sérstaklega ungt fólk, sem er búið að bíta eina hugmynd svo- leiðis í sig að það sér hana við hvert götuhorn, Daglegt líf 11 Nýjasta nýtt Sterkir litir, rauður, grár og svartur, verða áberandi í vetur. Vörusýning í London Aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Kaupþings banka hf. boðar til kröfuhafafundar kl. 10:00 mánudaginn 9. ágúst 2010 á Grand Hótel Reykjavík að Sigtúni 38. Á fundinum verður rætt um mögulega framlengingu á heimild Kaupþings banka hf. til greiðslustöðvunar. Héraðsdómur Reykjavíkur veitti Kaupþingi banka hf. fyrst heimild til greiðslustöðvunar þann 24. nóvember 2008 og fól Ólafi Garðarssyni hrl. að gegna starfi aðstoðarmanns við greiðslustöðvun. Verði ákveðið að óska eftir áframhaldandi greiðslu- stöðvun fer þinghald fram í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 13. ágúst 2010. Af þessum sökum og með vísan til laga nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl., er aðstoðarmanni við greiðslu- stöðvun skylt að boða til fundar með kröfuhöfum bankans til að fjalla um áframhaldandi heimild til greiðslustöðvunar. Fundurinn mun ekki fjalla um lýstar kröfur á hendur Kaupþingi banka hf. né afstöðu slita- stjórnar til lýstra krafna. Nýjar fjárhagsupplýsingar verða ekki lagðar fram á fundinum en vísað er í áður birtar og fyrirliggjandi upplýsingar í skýrslu fyrir kröfuhafa Kaupþings banka hf. á heimasíðu bankans: www.kaupthing.com Á fundinum munu hvorki fara fram atkvæðagreiðslur né ákvarðanir teknar þar sem ekki er mælt fyrir um slíkt í lögum nr. 21/1991, um gjaldþrotaskipti o.fl. Rétt til fundarsetu eiga þeir sem eiga kröfu á hendur Kaupþingi banka hf. Gert er ráð fyrir að fundurinn standi yfir í klukkutíma. Skráningarblað er að finna á heimasíðu Kaupþings: www.kaupthing.com Ólafur Garðarsson hrl., aðstoðarmaður við greiðslustöðvun Fundur með kröfuhöfum Kaupþings banka hf. 9. ágúst 2010

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.