Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Umfjöllunutanríkis-ráðherra í tengslum við aðild- arumsókn Íslands að Evrópusam- bandinu og skýrsla sú sem hann dreifði til kollega sinna í Brussel er mikið furðu- verk og afar fjarri raunveru- leikanum. Dæmi þar um hafa þegar verið nefnd á þessum stað, en dæmin eru mun fleiri. Þar má benda á að í skýrsl- unni, sem nefnist Almenn af- staða ríkisstjórnar Íslands, segir svo: „Íslenska rík- isstjórnin stendur þétt að baki því ferli sem við nú hefjum.“ Raunveruleikinn er sá að ríkisstjórnin stendur svo þétt að baki þessu ferli að annar ríkisstjórnarflokkurinn er beinlínis andvígur aðild Ís- lands að Evrópusambandinu. Þar við bætist að einn af ráð- herrum ríkisstjórnarinnar hef- ur lýst því yfir að hann telji ástæðulaust að halda aðlög- unarviðræðunum áfram og vill að þeim verði hætt. Hver er trúverðugleiki ut- anríkisráðherra sem lætur slíkt plagg frá sér fara og við hverju er að búast með fram- hald viðræðnanna þegar lagt er af stað með slíkum óheil- indum? Annað dæmi um fjarstæðu- kenndar yfirlýsingar í skýrslu utanríkisráðherra til Evrópu- sambandsins snýr að efna- hagsmálum. Í kafla um þann málaflokk er að vísu við- urkennt að aðild að ESB sé „ekki töfralausn fyrir íslenska efnahagskerfið“, en því er fylgt eftir með þessum orðum: „Þó er ákvörðun Alþingis um að sækja um aðild að ESB órjúfanlegur hluti af efnahags- legri endurreisn Íslands og stöð- ugleika til langs tíma litið.“ Þessi fullyrðing er vitaskuld víðs fjarri raunveruleikanum. Aðildarviðræðurnar hafa þvert á móti tafið fyrir end- urreisninni og þvælst fyrir á ýmsan hátt, meðal annars í tengslum við Icesave. Þá má, vegna þess sem nefnt var hér að framan um að full- yrt væri að ríkisstjórnin stæði þétt að baki umsókninni, einn- ig velta því fyrir sér hvort rík- isstjórnin stendur þétt að baki þessari fullyrðingu. Efast verður um að þingmenn eða ráðherrar Samfylkingarinnar trúi þessu, en dettur nokkrum í hug að þingmenn og ráð- herrar Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs trúi því að aðild að Evrópusambandinu sé „órjúfanlegur hluti af efna- hagslegri endurreisn Íslands og stöðugleika til langs tíma“? Að sjálfsögðu eru þeir ekki þessarar skoðunar, sem sýnir ágætlega hversu fráleitur mál- flutningur utanríkisráðherra hefur verið. Um leið staðfesta þessar þversagnir og óheilindi hversu ógæfulegt það var að leyfa Samfylkingunni að draga Ís- land út í aðildarviðræður. Ís- land er í kjölfar aðildarum- sóknarinnar búið að flækja sig í vef fjarstæðukenninga og ósanninda sem nauðsynlegt er að Alþingi losi það út úr hið allra fyrsta. Útilokað er að VG trúi fjarstæðunni í rökstuðningi utan- ríkisráðherra} Fjarstæðukenningar Hvar eru allirfagmennirn- ir?Hvar eru allir samfylking- arprófessorarnir? Hvar eru allir fem- ínistarnir? Þessir og fleiri „álitsgjafar“ virðast allir hafa fengið sömu pestina og eru þegjandi hásir. Sterk- ustu lyf virðast ekki duga. Fagmenn og femínistar koma ekki upp orði vikum saman. Það er bagalegt vegna þess að einmitt núna ættu að vera kjöraðstæður fyrir þá að koma „hlutlægum“ og „faglegum“ sjónarmiðum sínum á fram- færi. Störfum er ráðstafað án auglýsingar til vildarvina og flokksgæðinga í stærri stíl en áður hefur sést. Flokks- skírteini í stjórnarflokkunum virðast eyðileggja á auga- bragði næmustu tæki í kynja- greiningu sem völ er á í land- inu. Þess vegna er gengið fram hjá konum, sem ekki eru aðeins jafn- hæfar flokks- bundna karlinum sem valinn er, heldur svo augljóslega hæfari, að sést með berum augum án atbeina sérfræðinga í jafnrétt- isfræðum. Þetta hefur gerst eftir að öll mál sem áður töld- ust hafa einhverja vigt hafa verið flutt burt úr forsæt- isráðuneytinu og jafnrétt- ismálin ein komið á móti í ráðuneytið. Kannski er nauð- synlegt að ráða í snatri ópóli- tískan karl þar sem samfylk- ingarkona sækti á móti. Það gæti dugað. Auðvitað mjög harkaleg aðgerð. En tilgang- urinn hlýtur að helga meðalið þegar svo illvígur faraldur leggst á þörfustu málpípur samfélagsins. Fagmenn, femínistar og „óhlutdrægir“ álitsgjafar þegja þunnu hljóði} Pest að ganga? L ífið er gott þegar maður er barn. Mamma og pabbi taka allar erfiðu ákvarðanirnar fyrir mann, enda er maður soddan kjáni á þeim aldri að ef maður ætti að ákveða matinn sjálfur myndi maður nærast alla daga á rjómapönnukökum. Mamma og pabbi ákveða þess vegna hvað maður borðar, hverju maður klæðist og passa einnig upp á að maður slasist ekki, að því marki sem það er hægt. Sumar ákvarðanir eru þó það lítilvægar að hægt er að treysta börnunum fyrir þeim og í flestum tilfellum fá börn einhvern vasapening. Hann geta þau notað til að kaupa sér dót, nammi eða myndasögublöð. Það er gaman að hafa smá klink í vasanum þegar maður er krakki og vill fara með vinunum að kaupa sér Matchbox-bíl. Þegar börn eru að vaxa úr grasi er það hlutverk foreldr- anna að ala þau upp. Að gera þau að fullorðnu, ábyrgu fólki, eða sú er allavega pælingin. Samfélagið sem við bú- um í virðist hins vegar ganga út frá því að fullorðið, ábyrgt fólk sé ekki til, heldur er komið fram við okkur eins og börn. Ríkið hefur tekið við hlutverki mömmu og pabba. Okkur er ekki treyst til þess að taka ákvarðanir um lík- ama okkar og heilsu nema að takmörkuðu leyti. Hann er langur listinn yfir efnin sem okkur er bannað að setja ofan í okkur af ýmsum ástæðum. Við ráðum því ekki hvernig við viljum hátta okkar heilsutryggingum. Ef við verðum veik getum við ekki ráðið því til hvaða sjúkrastofnunar við leitum eða hvaða læknir á að sjá um okkur. Við ráðum því ekki nema að mjög takmörkuðu leyti hvernig við högum okkar lífeyristrygg- ingum, enda lítur hið nýja foreldravald svo á að okkur sé ekki treystandi til þess að gera áætl- anir um framtíðina. Nýja stóra mamma sér um allt þetta fyrir okkur. Líkt og pabbinn sem segir barninu sínu að láta eins og ekkert sé þegar hrekkjusvínið ber á því segir ríkið okkur að láta eins og ekkert sé ef á okkur er ráðist niðri í bæ. Sjálfsvörn er nánast álitin jafnalvarlegur glæpur og árásin sjálf. Foreldravaldið gerir þetta ekki allt af góð- mennskunni einni, heldur hefur af okkur meg- inpartinn af þeim peningum sem við öflum okkar. Þegar teknir eru saman tekjuskattar, útsvar, fjármagnstekjuskattar, virð- isaukaskattar, fasteignagjöld og annað í þeim dúr er lítið annað eftir í vasanum en vasapeningar. Við erum í raun í sömu stöðu og við vorum sem börn. Við fáum að taka ákvarðanir um það hvaða dót við kaupum og hvaða afþreyingu við veljum og við fáum vasapeninga til að eyða í þessa vitleysu. Vasapeningarnir eru meiri en þeir voru þegar við vorum yngri og leikföngin eru dýrari. Flatskjáir í staðinn fyrir skrípóblöð, alvöru bifreiðar í staðinn fyrir Matchbox-bíla. Mamma og pabbi sjá um allt þetta erfiða í lífinu, enda líta þau svo á að okkur sé ekki treystandi fyrir neinu öðru en að ákveða hvort tími sé kominn til að endurnýja gasgrillið. bjarni@mbl.is Bjarni Ólafsson Pistill Dót og nammi handa börnunum STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon FRÉTTASKÝRING Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is H inn 23. júlí sl. voru kveðnir upp tveir úr- skurðir í Héraðsdómi Reykjavíkur þar sem kröfu Trygginga- miðstöðvarinnar um að tveir læknar skyldu meta varanlega örorku í stað læknis og lögfræðings var hafnað. Í þessu máli er ekki átt við ör- orku sem Tryggingastofnun ríkisins greiðir heldur fjárhagslega örorku sem metin er einstaklingsbundið skv. skaðabótalögum og greiðist af tryggingafélagi, t.d. í gegnum lög- boðnar tryggingar bifreiða. Ef ein- staklingur lendir í umferðarslysi, líkt og í málsatvikum úrskurðanna tveggja, liggur fyrir skaðabótarétt- ur ef varanlegar afleiðingar verða af tjóninu. Fyrra matið þótti of hátt Málin hófust þegar mat á var- anlegum afleiðingum bílslysa tveggja einstaklinga lágu fyrir. Það mat var framkvæmt af lækni og lögfræðingi en lögmaður tjónþola og hið bótaskylda tryggingafélag komu sér saman um þá matsmenn. Tryggingafélagið kvaðst óánægt með mat læknis og lögfræð- ings en matið þótti telja of miklar afleiðingar af slysinu að sögn trygg- ingafélagsins. Það óskaði því eftir að málinu yrði skotið til héraðs- dóms og þar yrðu dómkvaddir matsmenn. Óðinn Elísson, lögmaður tjón- þola, telur mat tveggja lækna ekki eiga sér lagastoð lengur eftir gild- istöku skaðabótalaga, sem tóku þó gildi fyrir sautján árum síðan. „Tryggingafélögin hafa þó byggt áfram á því að halda eigi þessum tveggja lækna mötum áfram. Allt frá árinu 1993. Dóm- arinn féllst samt núna á okkar sjón- armið með vísun til þess að það hefði orðið breyting með setningu skaðabótalaganna, þar sem vikið er frá tveggja lækna mati og að mati læknis og lögfræðings,“ segir Óð- inn. Læknar meta lægri örorku Að sögn málsaðila hefur úr- skurður þess efnis aldrei verið kveðinn upp fyrr en gjarnan hefur myndast togstreita á milli tjónþola og tryggingafélaga við val á mats- mönnum. Óðinn segir tvo lækna oft- ast meta fjárhagslega örorku minni en læknir og lögfræðingur gera. Þannig sjái tryggingafélögin hag sinn í því að fá tvo lækna til verks- ins í stað læknis og lögfræðings. „Árið 1993 var horfið frá þessu læknisfræðilega mati og farið yfir í það sem við köllum fjárhagslegt mat. Þannig er metið hvaða áhrif slys hefur á tekjuöflunarhæfi þitt, út frá á þínum forsendum. Þetta er ekki lengur læknisfræðilegur skali þar sem bara er litið á töflu og ekk- ert horft á hvaða áhrif þetta hefur á einstaklinginn út frá menntun, bú- setu, aldri og fleiru. Í nýja matinu er vikið að þessum þáttum,“ segir Óðinn sem kveður málið eiga sér djúpar rætur. „Tryggingafélögin eru alltaf í endalausum bardögum því læknisfræðilegu mötin voru þeim hugnanlegri.“ Fer líklega fyrir Hæstarétt Tryggingamiðstöðin vildi ekki tjá sig um málið að öðru leyti en að benda á málsástæður sínar í úr- skurðinum en þar er meginregla einkamálaréttarfars ítrekuð um for- ræði málsaðila á sönnunarfærslu og að dómari eigi einungis að taka við henni. Ætla má að Trygginga- miðstöðin kæri úrskurðinn til Hæstaréttar en hún hefur tvær vik- ur frá uppkvaðningu til þess. Morgunblaðið/Þorkell Þorkelsson Dómstóll Úrskurðirnir voru kveðnir upp í Héraðsdómi Reykjavíkur hinn 23. júlí. Ætla má að Tryggingamiðstöðin kæri úrskurðina til Hæstaréttar. Lögfræðingar þóttu meta tjónið of mikið Í málinu greindi málsaðila á um það hvaða fagþekkingu sé best að dómkvaddir matsmenn hafi til að svara matsspurningum um orsakatengsl og örorku. Að mati dómsins er ekki hægt að fullyrða að fagþekking lækna geri þá betur til þess fallna en löglærða að leggja mat á sennilega afleiðingu umferð- arslyss og orsakatengsl þess og meints líkamstjóns, nema þeir hafi sérstaklega lagt sig eftir að skilja þessi skilyrði skaðabóta- réttar umfram það sem lög- lærðir þurfa að gera. Að mati dómsins var því ekki slegið föstu að önnur fagþekking vegi þyngra en hin við val á mats- manni. Þá er áréttað í úrskurðinum að með gildistöku skaðabóta- laga hafi verið horfið frá því að dómkveðja ætíð tvo lækna en þess í stað eigi að jafnaði að dómkveðja lækni og lögfræðing til slíkra verka. Féllst á rök varnaraðila NIÐURSTAÐA Í HÉRAÐI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.