Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 27
Minningar 27 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 þú þau á hverjum sunnudegi eftir að þú fluttir að heiman en það var líka þroskandi fyrir okkur börnin að umgangast þau. Í ástamálum áttir þú erfitt með að fóta þig og börnin komu snemma í heiminn og fyrsta hjóna- bandið var mikið þroskaferli fyrir þig sem þurftir að rífa þig upp og standa á eigin fótum. Börnin uxu úr grasi og reyndust þér vel þótt einhver ættu við tímabundin veik- indi að stríða og þú eignaðist falleg og góð barnabörn. Kynntist síðan seinni eiginmanni þínum og fluttist út á land, hann var ástúðlegur við þig og þar áttir þú þín bestu ár, náðir jafnvægi og þroska sem þú notaðir til að strá um þig góðverk- um. Vildir hjálpa þeim sem áttu bágt, hugga og styrkja. Síðustu æviárin áttir þú við mjög erfið veikindi að stríða sem gerðu þig ófæra um að hugsa um þig sjálfa. Þú verður að fyrirgefa okkur að þú fórst á hjúkrunarheimilið þar sem þú hafðir sjálf unnið um margra ára skeið. Þú varst ekki út- skúfuð eins og þú hélst heldur varstu að undirbúa þig fyrir það sem koma skyldi, bjartur og fal- legur engill staðarins sá um það. Eitt sinn sló ég því fram að það yrði ábyggilega tekið vel á móti þér, þú svaraðir að þú hefðir séð herbergi fullt af blómum og brostir. Engillinn kom og tók þig með sér eftir skamma baráttu og minnti mig á bænina og ég fór að kanna hvað Biblían segir um hana, sú helga bók sem talar undir rós, en hefur svörin ef við leitum eftir þeim: „Mt 7:7-8 Biðjið, og yður mun gefast, leitið, og þér munuð finna, knýið á, og fyrir yður mun upp lokið verða. Því að hver sá öðl- ast, sem biður, sá finnur, sem leit- ar, og fyrir þeim, sem á knýr, mun upp lokið verða.“ „Heb 4:16 Göngum því með djörfung að hásæti náðarinnar, til þess að vér öðlumst miskunn og hljótum náð til hjálpar á hagkvæm- um tíma.“ „Sl 23:4 Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ Guðbjörg Eggertsdóttir. ✝ Martha Árnadótt-ir fæddist á Ísa- firði 3. janúar 1917. Hún lést á Sjúkrahús- inu á Ísafirði 22. júlí 2010. Foreldrar Mörthu voru Árni B. Ólafsson smiður, fæddur á Ísa- firði 7. ágúst 1888 og látinn 28. júní 1958 og Málfríður Jónsdóttir, fædd á Ísafirði 5. febrúar 1891 og látin 30. júní 1984. Systur Mörthu voru Þórunn Gyða, f. 1915, d. 1999, Arndís, f. 1921, d. 2008 og Málfríður, f. 1925. Þann 28. desember 1940 giftist Martha Sigurði Jónssyni prentara. Hann er fæddur 28. desember 1919. Foreldrar Sigurðar voru Jón Ólaf- ur Jónsson málari, f. 24. maí 1884, d. 14. janúar 1945 og Arnfríður Ingvarsdóttir, f. 6. október 1885, d. 18. janúar 1950. Börn Mörthu og 1975 og Örnólfur Þórir, f. 1981. 4) Þórhildur Sigrún, f. 1948, hennar maður er Guðmundur Haf- steinsson, f. 1945. Börn þeirra eru Hrólfur Kári, f. 1978, d. 1980, Jón Hafsteinn, f. 1980 og Hrefna Katr- ín, f. 1981. Afkomendur þeirra Mörthu og Sigurðar eru alls 48. Martha lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á Ísafirði og vann eftir það í ýmsum verslunum bæjarins. Síðustu tuttugu ár starfs- ævinnar vann Martha í útibúi Út- vegsbankans á Ísafirði. Martha tók virkan þátt í leiklistar- og tónlistar- lífi bæjarins um árabil. Hún starf- aði í Oddfellowreglunni og var einn af stofnendum Rebekkustúku nr. 6, Þórey. Hún stundaði útivist og skíðamennsku af lífi og sál og var fyrst kvenna Íslandsmeistari í skíðaíþróttum árið 1939. Martha og Sigurður bjuggu lengst af á Engja- vegi 22 á Ísafirði en fluttu fyrir fjórum árum á Hlíf, íbúðir aldraðra á Ísafirði. Martha Árnadóttir verður jarð- sungin frá Ísafjarðarkirkju í dag, 30. júlí 2010, og hefst athöfnin kl. 14. Sigurðar eru: 1) Árni, f. 1941, kona hans er Guðrún Halldórs- dóttir, f. 1948. Synir þeirra eru Arnar Þór, f. 1967, Jón Ólafur, f. 1971, d. 1997 og Sig- urður Halldór, f. 1980. Fyrir átti Árni dótturina Mörthu, f. 1960. 2) Jón Ólafur, f. 1945, kona hans er Jóhanna Oddsdóttir, f. 1961. Sonur þeirra er Albert, f. 1997. Fyrir átti Jóhanna dótturina Brynju Huld. Börn Jóns Ólafs og fyrri konu hans, Kristjönu Sigurðardóttur, eru Sigurður, f. 1965, Herdís Alberta, f. 1966 og Anna Málfríður, f. 1970. 3) Mál- fríður Þórunn, f. 1946, maður henn- ar var Örnólfur Guðmundsson, f. 1947, þau skildu. Börn þeirra eru Kristín Bergljót, f. 1968, Magnús Pálmi, f. 1971, Martha Sigríður, f. Við andlát Mörthu, móðursystur minnar, koma fram í hugann minn- ingar frá bernskuárunum á Ísafirði. Þær voru fjórar systurnar, dætur Árna og Málfríðar, Þórunn (Dúdda) var elst, þá Martha, síðan Arndís, móðir mín, en Málfríður (Máffa) er yngst og er hún nú ein eftir af systr- unum. Martha var fjórum árum eldri en mamma, en samskipti á milli fjöl- skyldnanna voru mikil, enda börnin á svipuðum aldri. Þrisvar sinnum eign- uðust þær systur börn á sama ári með nokkurra daga millibili og höfð- um við frændsystkinin mikið saman að sælda og var því upplagt að halda fermingarveislur okkar sameiginlega til skiptis á hvoru heimili. Þá háttaði þannig til að móðurforeldrar okkar, Árni og Málfríður, bjuggu í Mjógötu í hjarta bæjarins, en þangað hlupum við krakkarnir alltaf í löngu frímín- útunum í barnaskóla og fengum heitt kakó og franskbrauð hjá ömmu. Tók- um við gjarnan vini okkar með og var oft þröng á þingi við borðið í Mjógöt- unni. Þá þótti okkur notalegt að koma á verkstæðið til afa Árna, sem var rétt hjá Alþýðuhúsinu, og láta reyna á smíðahæfileikana. Fjölskylda okkar bjó á mölinni í Neðstakaupstað, en við Engjaveg- inn, þar sem Martha og Búbbi bjuggu, var grasflöt og þangað var oft skundað á fögrum sumardögum til að stunda sólböð. Martha var glað- vær og góð heim að sækja, bauð gjarnan upp á bakkelsi, en hún tók upp þá nýjung á undan flestum öðr- um að baka úr geri og bar oft fram dýrindis kanelsnúða. Sátu þá Martha og mamma oftast með prjónana inn- an seilingar, en þær voru báðar ham- hleypur til verka við að prjóna og sauma og man ég varla eftir að við hefðum gengið í „búðarfötum“, þótt okkur hafi fundist það á þeim tíma miklu meira spennandi! Á unglingsárunum fékk undirrituð að dvelja á heimili Mörthu og Búbba þegar foreldrar mínir brugðu sér í ut- anlandsferð. Þar var notalegur heim- ilisbragur og margt var brallað með frændum og vinum og ekki allt frænku minni að skapi. Fór það yf- irleitt ekki framhjá neinum ef henni mislíkaði, ekki voru höfð mörg orð um það, en skilaboðin voru skýr. Martha var ákveðin, heilsteypt og ástrík kona. Samband hennar og Búbba var einstakt. Hún hefði ekki getað eignast betri lífsförunaut. Þau hófu ung búskap saman og hafa fylgst fast að í gegnum lífið, bæði í uppeldi barna sinna og í félagslífi. Búbbi hefur stundað skíðaíþróttina alla tíð, Martha líka á yngri árum, og bæði voru þau í Sunnukórnum, tóku þátt í leikfélaginu og voru virk í Odd- fellow-reglunni. Þau hafa þannig ára- tugum saman verið framarlega í hópi þeirra, sem í besta skilningi hafa sett svip á bæinn og ísfirskt mannlíf. Nú er kynslóð foreldra okkar óðum að hverfa af vettvangi, fólkið sem lagði sig fram um að veita okkur sem best- ar aðstæður til að kynnast umheim- inum og menntast. Minningin um kraft þeirra, velvilja og visku á að vera okkur og komandi kynslóðum vegarnesti til góðrar framtíðar. Fyrir hönd okkar systkinanna votta ég Búbba, Árna, Fríðu, Jóni Ólafi, Þórhildi og fjölskyldum þeirra innilega samúð sem og Málfríði sem lifir systur sínar. Auður Birgisdóttir. Það var fyrir hartnær 47 árum að ég kom inn á heimili Mörthu og Búbba sem urðu seinna tengdafor- eldrar mínir, ég ung og ástfangin og auðvitað feimin. Það voru viðbrigði fyrir mig að koma inn í stóra fjöl- skyldu, þar sem við amma höfðum búið einar í nokkur ár, en þarna var fjölskyldan öll samankomin, börnin fjögur sem síðar giftust og eignuð- ust sína fjölskyldu. Ég gleymi ekki jólaboðunum á jóladag en þannig fjölskylduboðum hafði ég ekki kynnst, stórfjölskyldan samankom- in eftir jólamessu og mamma lagaði bestu eplaköku sem fyrirfannst. Ekki fluttum við langt frá þeim hjónum, og börnin okkar gátu hlaup- ið niður eftir til afa og ömmu á hverj- um dagi. Dagar og ár liðu og þau fóru í ferðalög, hún valdi oftast sumar- ferðalögin og hann vetrarferðir. Þau voru einstaklega dugleg að ferðast og held ég að ekki hafi fundist það tjaldstæði á landinu sem þau hafi ekki gist á. Það var alltaf gott að koma til þeirra í kaffi hvenær sem var, hvort heldur á Engjó eða nú seinna á Hlíf, þótt leiðir okkar Jóns Ólafs hafi skilið bar það aldrei skugga á okkar vináttu, og börnin okkar þrjú hafa alla tíð verið trygg ömmu og afa. Þau voru alveg ein- staklega samhent alla tíð, hvort sem er í félagslífi, eins og t.d. í söngnum, eða í Oddfellowreglunni en þar unnu þau brautryðjandastarf. Og var það mér mikill styrkur að vita af þeim þar, þegar ég gekk í stúkuna Þórey, þangað sem hún hafði margsinnis boðið mér að koma. Nú er höggvið stórt skarð í okkar systraröð við fráfall minnar elsku- legu fyrrverandi tengdamóður. Elsku Búbbi og fjölskylda, við Gunnlaugur og amma sendum ykk- ur öllum öllum samúðarkveðjur og við vitum að drengirnir hafa tekið vel á móti ömmu. Elsku Martha, hafðu þökk fyrir allt. Þín Kristjana Sigurðar. Martha Árnadóttir Garðar Góðir garðar: Á afslætti í ágúst Bjóðum upp á garðslátt, beðahreins- un, sólpallasmíði og fleira. Leggjum mikið upp úr góðri þjónustu, góðu verði og vönduðum vinnubrögðum. S. 867 3942 eða 661 6114. Húsnæði óskast Íbúð óskast í Kópavogi Tæplega 50 ára reglusamur og rólegur tæknifræðingur óskar eftir 2ja-3ja herbergja íbúð til leigu, helst í Linda- eða Salahverfi. Uppl. í s. 868 6638. Sumarhús Sumarbústaðalóðir Eignarlönd til sölu í landi Kílhrauns á Skeiðum, 50 km frá Rvk. í stærðunum 0,5 ha. til 1,1 ha. Hentar vel til gróðursetningar og er með fallega fjallasýn, kalt vatn, síma og þriggja fasa rafmagn að lóðarmörkum, til afhendingar strax, hagstætt verð og góð kjör. Verið velkomin. Hlynur í síma 824 3040. www.kilhraunlodir.is Falleg og vönduð sumarhús frá Stoðverk ehf. í Ölfusi Gott verð. Teiknum eftir óskum kaup- enda. Símar: 660 8732, 660 8730, 892 8661, 483 5009. stodverk@simnet.is Sumarhús - orlofshús Erum að framleiða stórglæsileg og vönduð sumarhús í ýmsum stærðum. Áratugareynsla. Höfum til sýnis fullbúin hús og einnig á hinum ýmsu byggingarstigum. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, símar 892 3742 og 483 3693, netfang: www.tresmidjan.is Til sölu Ódýr blekhylki og tónerar í HP, Dell, Brother, Canon og Epson. Send samdægurs beint heim að dyrum eða í vinnuna. S. 517 0150. Sjá nánar á blekhylki.is Fótboltaborð Á til hin vinsælu fellanlegu fótboltaborð á lager. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. Fótboltaborð Á til hin vinsælu fellanlegu fótboltaborð á lager. www.pingpong.is Suðurlandsbraut 10 (2.h.), S. 568 3920. Óska eftir ÓSKUM EFTIR ÞVOTTAVÉLUM Fjarlægjum gömlu þvottavélina ókeypis. Borgum allt að 2.000 kr. fyrir góðar vélar. 847 5545. Vistvæn endurnýting. KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR Kaupum gull til að smíða úr. Spörum gjaldeyri. Heiðarleg viðskipti. Aðeins í verslun okkar Laugavegi 61. Jón og Óskar, jonogoskar.is - s. 552-4910. KAUPI GULL ! Ég, Magnús Steinþórsson gull- smíðameistari, kaupi gull, gull- peninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Upp. á demantar.is, í síma 699 8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Ýmislegt Bílar WWW.BILAPARTAR.IS Eigum til nokkra bíla, tjaldvagn og fleira til sölu. Endilega kíkið á heima- síðuna okkar eða á staðinn til okkar í Grænumýri 3, Mosfellsbæ, milli 9-18 virka daga. Uppl. í síma 587 7659. TIL SÖLU CHEVROLET 350 C 6 manna, 4 x 4 5,7. Árg. ´99, ek. 40 þ. mílur, með kemberhús, stærsta gerð. Svefnaðst. fyrir 3-4. Ísskápur, wc, miðstöð, sturta, eldavél með grillofni. Ný sólarsella. Bíll og hús í góðu lagi. Hentar í fjalla- og hesta- ferðir. Verð 1.990 þús. S. 893 7065. Bílaþjónusta                       !       "                        Fellihýsi Vel með farið Coleman Reed- wood 9ft. árg. 2001 með sólarsellu, aðeins upphækkað. Verð kr. 950 þús. Upplýsingar í síma 663 4013. Coleman fellihýsi til sölu Fleetwood Coleman Taos árg. ‘98. 8 fet. Svefnpláss fyrir 4-6 manns. For- tjald, sólarsella o.fl. Verð kr. 570 þús. Uppl. í síma 8602133. Húsviðhald Þak og utanhússklæðningar og allt húsaviðhald Ragnar V Sigurðsson ehf Sími 892 8647. Listmunir Karl Kvaran Mjög gott olíumálverk, 97x81 cm, til sölu. Tilboð óskast. Nánari upplýsingar í s. 562 1499. Smáauglýsingar 569 1100 www.mbl.is/smaaugl ...þegar þú vilt þægindi Kr. 9.990- Klossar. Svart-hvítt stærðir 35- 48 Rautt stærðir 36-42. Blátt stærðir 36-47. Bonito ehf. Praxis Faxafeni 10, 108 Reykjavík Sími: 568 2878 Opnunartimi: mánud- fimmtud kl. 11.00 - 17.00 föstudaga kl. 11.00 -15.00 www.praxis.is Smáauglýsingar augl@mbl.is Farðu inn á mbl.is/smaaugl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.