Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 8
8 FréttirINNLENT
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010
Þáttargerðarmenn útvarpsinsfengu Elías, aðstoðarmann
menntamálaráðherra, til sín í hljóð-
stofu til að ræða afrek hans, sem
óvænt varð á allra vitorði. Ekki
mátti á milli heyra hvert þeirra
þriggja var hrifnast af framgöngu
aðstoðarmannsins.
Þó kom fram að Elías vildi biðjaafsökunar á atriði, sem ekki er
hér hægt að hafa
eftir. En allir
máttu heyra að
afsökunin snerist
í raun um það að
uppátækið hafði
komist upp, en
ekki gjörðina
sjálfa.
Og þáttagerð-arfólkið gapti upp í skýringar
spunastráklings Steingríms, hvern-
ig samspil þeirra „Dodda“ við að
koma dægurumræðu í farveg sem
hentaði ríkisstjórninni væri alveg
sambærilegt við fréttatilkynningar
og blaðamannafundi ráðherra.
Ekkert var reynt að kafa í fyrri af-
rek þeirra félaga við fréttasmíð.
Daginn eftir kom fram að Elíasaðstoðarmaður hefði beðið
menntamálaráðherrann afsökunar
á því að hafa notað orð, sem hér er
ekki hægt að hafa eftir, í póstinum
á milli spunadrengjanna. Hefur
ráðherrann, að gefnu tilefni, látið
fara yfir annað það sem sent hefur
verið úr tölvu ráðuneytisins af
hálfu sama manns?
Varla trúir ráðherrann því aðslysapósturinn sé einstakur.
Geri hún það, þá trúir hún því líka
að það hafi í raun verið litla barnið
sem sendi út póstinn, eins og að-
stoðarmaðurinn hefur haldið fram.
Barnið gáði ekki að sér, geranditvennt í senn, skrifa á tölvu
ráðuneytisins og lesa Doddabæk-
urnar.
Elías Jón
Guðjónsson
Afrek aðstoðarmanns
Veður víða um heim 29.7., kl. 18.00
Reykjavík 14 skýjað
Bolungarvík 16 skýjað
Akureyri 15 skýjað
Egilsstaðir 17 léttskýjað
Kirkjubæjarkl. 13 alskýjað
Nuuk 13 skýjað
Þórshöfn 11 alskýjað
Ósló 15 alskýjað
Kaupmannahöfn 17 skúrir
Stokkhólmur 17 skúrir
Helsinki 26 skýjað
Lúxemborg 17 skýjað
Brussel 18 skýjað
Dublin 17 skýjað
Glasgow 18 heiðskírt
London 20 léttskýjað
París 22 heiðskírt
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 18 léttskýjað
Berlín 22 heiðskírt
Vín 18 þrumuveður
Moskva 30 heiðskírt
Algarve 27 heiðskírt
Madríd 36 léttskýjað
Barcelona 26 léttskýjað
Mallorca 30 heiðskírt
Róm 27 léttskýjað
Aþena 27 léttskýjað
Winnipeg 21 skýjað
Montreal 20 skýjað
New York 28 léttskýjað
Chicago 25 léttskýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
STAKSTEINAR
VEÐUR KL. 12 Í DAG
30. júlí Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 4:29 22:40
ÍSAFJÖRÐUR 4:11 23:09
SIGLUFJÖRÐUR 3:53 22:52
DJÚPIVOGUR 3:53 22:16
Halldór Armand Ásgeirsson
haa@mbl.is
Þrátt fyrir að einungis tæp tvö ár séu liðin síðan
Íslendingar upplifðu hlutfallslega mesta fjármála-
hrun hagsögunnar og nokkur fyrirtæki þeirra
komust ofarlega á lista yfir stærstu gjaldþrot
veraldarsögunnar virðist slíkt ekki hafa hreyft
mikið við launum forstjóra fyrirtækja hér á landi.
Tímaritið Frjáls verslun gaf í gær út árlegt
tekjublað sitt og kennir þar ýmissa grasa. Að sögn
Jóns G. Haukssonar, ritstjóra blaðsins, voru 200
launahæstu forstjórarnir hér á landi með 2,2 millj-
ónir að meðaltali í launatekjur á mánuði árið 2009.
Launtekjur þeirra árið 2008 voru hins vegar að
meðaltali 2,4 milljónir á mánuði. „Þetta er það sem
skatturinn lítur á sem laun. Yfirleitt eru þetta
vinnulaun en geta líka verið arðgreiðslur eða ýmis
hlunnindi sem skatturinn lítur á sem laun. Fjár-
magnstekjur eru ekki þarna inni í.“
Bankafólk virðist ekki heldur vera á flæðiskeri
statt þrátt fyrir að fall gömlu bankanna árið 2008
hafi verið hátt og harkalegt. Laun 200 launahæstu
bankamannanna voru að meðaltali 2 milljónir á
mánuði á síðasta ári. Þær voru 5 milljónir árið
2008 og felst skýringin á lækkuninni eflaust í al-
gjöru hruni sem varð á hlutabréfamarkaði – ýmis
hlunnindi tengd hlutabréfum eru álitin vera launa-
tekjur en þau heyra nú sögunni til. „Laun hafa lítið
sem ekkert lækkað hjá forstjórum og eru ennþá
mjög há hjá bankafólki þó þau hafi lækkað. Þetta
eru sláandi há laun. Það verður að líta á þetta í því
samhengi að við erum að ganga í gegnum mestu
kreppu Íslandssögunnar; bankarnir hrundu og
sparisjóðirnir og mörg fyrirtæki fóru í þrot og
voru tekin yfir af bönkum og ríki.“
Forstjórum hlýtt á toppnum
Launatekjur þeirra hafa lítið sem ekkert lækkað þrátt fyrir fjármálahrunið
Birkir Fanndal Haraldsson
Jökulsá á Fjöllum setur nú strik í
reikning þeirra sem vilja komast
stystu leið í Herðubreiðarlindir. Á
undanförnum árum hefur áin verið að
þrengja stöðugt meir að leiðinni um
Mývatnsöræfi í lindirnar. Talið er að
áin hlaði undir sig aurframburði og
lyfti sér þannig og þoki sér smám
saman að Lindahrauni, en á þeirri leið
rífur hún stórar gróðurspildur sem
áður voru mikið augnayndi vegna
eyrarósabreiðna og hvannstóðs.
Af þessum sökum hefur á síðustu
árum smám saman þurft að færa veg-
inn meir og meir inn á hraunið sem er
töluvert hærra en áreyrarnar.
Í sumar hefur ágangur árinnar
ágerst mikið og nú á síðustu dögum
er svo komið að leiðin er ekki fær
nema stórum og traustum fjallabílum,
en Jökulsá og Kreppa eru báðar í
miklum vexti vegna hlýindanna. Fólki
á lægri bílum er ráðlegt að velja leið-
ina suður frá Möðrudal, brú á Kreppu
og aðra á Jökulsá sunnan Upptypp-
inga vilji menn komast að náttúru-
perlunum Öskju og Herðubreiðar-
lindum.
Núverandi varnargarðar gera ekki
betur en að verja lítið svæðið sem
næst liggur skálum Ferðafélagsins og
er vandséð hvernig úr verður bætt til
frambúðar nema með öflugum varn-
argörðum.
Gísli Rafn Jónsson þekkir þessa
leið manna best og hefur verið með
Öskjuferðir í áratugi. Gísli segir mikið
vatn á eyrunum og vaðið á Lindaá
óvenju djúpt eða allt að 1 metra vegna
hækkunar í Jökulsá. Hann telur þó
leiðina hættulausa þeim sem eru á
fjallabílum.
Jökulsá í vexti þrengir
meir að lindunum
Morgunblaðið/Birkir Fanndal
Á kafi Blómabreiður sem áður voru á þurrum melum eru nú sumar að sökkva
undir vatn. Hér ber mest á eyrarrósinni. í fjarska ber Upptyppingar við loft.
Sp
ör
eh
f.
s: 570 2790www.baendaferdir.is
A L L I R G E T A B Ó K A Ð S I G Í B Æ N D A F E R Ð I R
Vínbændur &
8. - 15. október
HAUST 5
kastalar
Móseldalurinn er ægifagur, haustlitirnir skarta sínu fegursta og vínuppskerutíminn er
hafinn. Gist verður í 5 nætur hjá vínbændum í Leiwen við ána Mósel. Þaðan verður
farið í áhugaverðar skoðunarferðir, t.d. til Bernkastel og Cochem, sem þykir einn
fallegasti bærinn við ána. Þá verður komið til Idar-Oberstein sem frægur er fyrir
skartgripagerð, mjög skemmtilegt gimsteinasafn og ekki má gleyma hellakirkjunni
frægu sem er byggð inni í kletti. Einnig verður komið til elstu borgar Þýskalands,
Trier, sem hefur að geyma miklar fornminjar frá tímum Rómverja. Síðustu 2 næturnar
gistum við á góðu hóteli í Bingen við Rín en þar verður boðið uppá hina svokölluðu
kastalasiglingu á Rín, frá Bingen til borgarinnar Koblenz.
Fararstjórar: Georg Kári Hilmarsson og Agnar Guðnason
Verð: 144.700 kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus!
Innifalið: Flug, skattar, gisting, allar skoðunarferðir með rútu,
hálft fæði, vínsmökkun og íslensk fararstjórn.
Hálftfæðiogallarskoðunarferðirinnifaldar