Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 24
24 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 ✝ Ingibjörg Kaldalfæddist 11. apríl 1947 í Reykjavík. Hún lést á heimili sínu við Selvogs- grunn í Reykjavík þann 22. júlí síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guðrún Kaldal húsmóðir, f. 14. ágúst 1918, d. 10. janúar 1984 og Jón Kaldal ljósmyndari, f. 24. ágúst 1896, d. 30. október 1981. Systk- ini Ingibjargar eru Dagmar, f. 30. janúar 1945, gift Ágústi Friðriks- syni, f. 26. október 1944 og Jón, f. 14. mars 1942, d. 11. febrúar 2003, hann var kvæntur Steinunni K. Kristinsdóttur, f. 9. desember 1945. Sonur Ingibjargar er Sig- urður Kaldal, f. 26. janúar 1968. Maki Rúna Magdalena Guðmunds- ýmis námskeið tengd faginu, með- al annars til Bretlands og Banda- ríkjanna. Ingibjörg tók við rekstri ljósmyndastofu föður síns, þegar hann hætti störfum, og rak hana til ársins 1977 þegar hún réð sig á ljósmyndastofu Mats Wibe Lund og síðar á ljósmyndastofuna Nær- mynd. Meðal ljósmyndara sem lærðu hjá Ingibjörgu má nefna Ragnar Axelsson á Morgunblaðinu og Guðmund Kr. Jóhannesson í Nærmynd. Ingibjörg söðlaði um í byrjun tíunda áratugarins og fór til starfa í húsgagnaversluninni Company við Frakkastíg. Versl- unin var síðar sameinuð Tekk- vörhúsi, og fékk nafnið Tekk- Company og þar starfaði Ingi- björg til dánardags. Þó að Ingi- björg hafi kvatt ljósmyndafagið, hvarf áhuginn aldrei á listforminu. Hún var ötull safnari ljósmynda og átti safn mynda eftir flesta helstu ljósmyndara landsins. Útför Ingibjargar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, föstudag- inn 30. júlí 2010, og hefst athöfnin klukkan 13. dóttir, f. 30. sept- ember 1976. Dóttir þeirra er Ingibjörg, f. 18. júní 2009. Fyrir á Sigurður Vilhjálm, f. 28. október 1998, og Rúna Írenu Líf, 1. júlí 1999. Ingibjörg fæddist og ólst upp í Reykjavík. Eftir gagnfræðapróf nam hún ljósmyndun við Iðnskólann í Reykja- vík og undir hand- leiðslu föður síns á ljósmyndastofu hans við Laugaveg 11, þar sem hún hóf störf að loknu námi. Árið 1972 hélt Ingibjörg til New York til eins árs vinnu- og námsdvalar hjá japansk-bandaríska ljósmynd- aranum Hiro, sem þá var aðal- ljósmyndari tískutímaritsins Har- peŕs Bazaar. Þau ár sem Ingibjörg starfaði við ljósmyndun sótti hún Á einu augnabliki er Ingibjörg Kal- dal horfin frá fjölskyldu sinni og vin- um. Það syrgir mig að Ingibjörg fái ekki meiri tíma með okkur fjölskyld- unni og þá sérstaklega barnabörnum sínum, en mér hlýnar í hjarta mínu þegar ég hugsa til allra þeirra yndis- legu stunda sem við áttum saman og þá sérstaklega þegar litla nafna henn- ar var skírð á afmælisdegi ömmu sinnar í apríl síðastliðnum. Ingibjörg amma ljómaði af gleði og ég veit að við hefðum ekki getað gert hana ham- ingjusamari en á því augnabliki. Það sýndi sig síðar og ansi oft þegar við komum í heimsókn í vinnuna með litluna. Ingibjörg gekk á milli fólks í versluninni full af stolti og tilkynnti öllum sem hún hitti að hún og sú litla sem hún hélt á væru nöfnur. Þetta veitti henni mikla gleði. Ingibjörg tók mér og dóttur minni alveg eins og við hefðum alltaf verið hluti af fjölskyldunni enda kallaði Írena hana ömmu frá fyrstu stundu. Ég mun segja Ingibjörgu nöfnu henn- ar þegar fram líða stundir hversu yndisleg og stolt amma hún var af nöfnu sinni og barnabörnum og ég mun ekki gleyma hversu fallegt það var að sjá þær tvær saman. Nafna hennar var litla prinsessan hennar og fékk alltaf að ráða ferðinni alveg eins og Villi og Írena höfðu ávallt gert. Þau munu geyma minninguna um hana í hjarta sínu um ókomna tíð. Ingibjörg var einstaklega hjartahlý kona og laus við alla fordóma sem ég tel vera einn af bestu mannkostum sem maður býr yfir. Annað af mörgu sem ég dáði mest í fari hennar var einlægnin. Hún hafði einstakt lag á því að vera hreinskilin en á smekk- legan hátt. Ingibjörg var örlátasta manneskja sem ég hef kynnst um ævinna. Þegar maður kom í heimsókn til hennar var hún mikill og góður gestgjafi og ef hún sá að manni fannst föt eða hlutir áhugaverðir og fallegir, þá undan- tekningarlaust endaði maður með þá í poka þegar maður fór. Hún vildi alltaf að fólk eignaðist það sem hún átti í stað þess að láta það liggja inni í skáp og ég veit að margir vinir hennar kannast við þetta. Það var svo gott að setjast niður á þínu notalega og einstaklega fallega heimili þar sem ég upplifði alla hluti fallega og við gátum rætt um allt milli himins og jarðar. Það skipti ekki máli hvort það voru ráðleggingar um heimilshaldið, börnin eða bara okkar litlu leyndarmál. Þetta voru ógleym- anlegar stundir. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda þegar þú verður ekki með okkur á þeim stundum sem við elskum öll, matarboð, jólin og svo mætti lengi telja. Mér þótti svo ofboðslega vænt um þig og þú hafðir svo mikil áhrif á líf mitt að ég get ekki hugsað mér fram- haldið án þín. Hún litla nafna þín mun minna okkur á þig alla tíð og minning þín mun lifa að eilífu á okkar heimili og í hugum og hjörtum barna- barnanna. Ég kveð Ingibjörgu þakklát fyrir hverja einustu mínútu sem við fjöl- skyldan áttum saman og því miður verða þær ekki fleiri í bili en minning- arnar lifa að eilífu og verður þeim haldið á lofti henni til heiðurs á mínu heimili svo lengi sem ég lifi. Elsku Ingibjörg, ég get ekki án þín verið. Rúna Magdalena Guðmundsdóttir. Hún amma mín, hún Ingibjörg, var alltaf hress og skemmtileg. Hún elsk- aði alla fjölskyldu sína út af lífinu og gerði allt fyrir okkur. Við fórum mjög oft í bæjarferð og hún vildi alltaf gefa mér eitthvað. Það var mjög gaman að vera með henni. Það var eitt það skemmtilegasta sem ég gerði af því hún var svo stórkost- leg. Hún var alltaf góð við alla og frá- bær amma. Allir elskuðu hana og héldu mikið upp á hana. Hún var mjög góður vinur og ég vona að hún hafi lifað stórkostlegu lífi. Amma Ingibjörg, minning þín lifir í hjarta mínu. Þitt elskulega barnabarn, Vilhjálmur Kaldal Sigurðsson. Ég vil bara þakka ömmu Ingi- björgu fyrir að vera alltaf svona góð. Hún var alltaf svo góð við alla. Ég mun sakna hennar ótrúlega mikið. Amma var alltaf svo skemmti- leg við okkur og gaf okkur allt sem við óskuðum okkur. Amma var fullkomin kona og vonandi líður henni rosalega vel núna. Amma var alltaf svo flott kona. Ég mun geyma minningarnar okk- ar í hjartanu mínu og mun aldrei gleyma þeim. Ég elska þig, amma mín. Þitt barnabarn, Írena Líf Svavarsdóttir. Ó, litla systir gakktu hægt um þennan heim. Gættu fóta þinna vinstri, hægri nú. Réttan veg að finna á leið út í heiminn. Hvert liggur hann nú? Litla systir. Ó, litla systir göngum hægt um þennan heim. Ég vildi geta leitt þig lúmskum hættum hjá. Þú gætir dottið meitt þig svo ferðu í burtu. Hver passar þig þá? Litla systir. Þú hlustar ekki á mig, hefur fengið nóg. Þú hlærð að hundrað sögum um kallana ljótu. Og úlf út í skóg. Ó, litla systir. (Höf: Magnús Eiríksson.) Dagmar Kaldal. Þegar ég steig í vænginn við systur þína þá starfaðir þú í „aðal“-hljóm- plötuversluninni í bænum, Fálkanum, þegar svokallað bítlatímabil var á uppleið. Flestir ungir og þekktir hljómsveitardrengir héldu þar til og þekktir þú þá alla vel. Margar ungar stúlkur hefðu viljað vera í þínum sporum þá. Þitt umhverfi hefur alltaf verið að vinna í tengslum við fólk eða með því, í gegnum ljósmyndunina eða í verslunargeiranum. Þú hafðir mikla þjónustulund og áttir gott með að hlusta og tala við fólk. Það var 22. júlí að morgni dags, að þú mættir ekki til vinnu, að sonur þinn kom að þér og sá að komin var þín lífsins nótt. Það er sorg í hjarta okkar því enginn átti von á að þinn tími væri kominn. Ég þakka fyrir þau ár sem við höfum átt með þér, það er svo margt sem við fjölskyldan höfum að minnast í gegnum langa tíð, sem lifir með okkur. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna framtíð. Ágúst Friðriksson. Föðursystir mín Ingibjörg er farin á eftir pabba. Bæði kvöddu þau alltof snemma. Ingibjörg var ekki frænka í fjarska í mínu lífi. Við Siggi, strákurinn henn- ar, erum jafnaldrar. Hann fæddist sex mánuðum á undan mér og við ól- umst upp saman. Heima hjá mér, heima hjá honum og Ingibjörgu eða hjá Daggý frænku. Við Siggi erum frændur en líka fóstbræður. Við sögð- um hvor öðrum allt og þurftum ekki endilega orð til að skilja hvor annan. Það hefur ekki breyst. Við af þriðju kynslóð Kaldala erum svo lánsöm að þau af kynslóðinni, sem á undan okkur fór, voru ekki aðeins systkini heldur líka sannir vinir. Það er ekki gefið í öllum fjölskyldum. Ingibjörg var ljósmyndari eins og afi Kaldal. Eftir að afi veiktist tók hún við rekstri ljósmyndastofunnar við Laugaveg 11. Við Siggi eyddum þar mörgum minnisstæðum eftirmiðdög- um eftir skóla. Frá Laugaveginum lágu snarbratt- ar og þröngar tröppur upp fyrsta áfangann að ljósmyndastofunni. Við þeim tók öllu hefðbundnari stigasmíð síðustu leiðina á þriðju hæð þar sem Ingibjörg hafði tekið við búi afa. Þó skrifstofan væri innst á hæðinni, og biðstofan og sjálft ljósmyndastúdíóið þar á milli, þurfti ekki bjöllu til að til- kynna komu gesta. Jafnvel mestu lip- urtær komust ekki hjá því að háværar gólffjalirnar létu vita að þær væru mættar. Úr myrkraherberginu barst ilmur- inn af fixernum, og út um gluggann á vinnuherberginu var sama útsýni og blasti við Ingibjörgu og afa Kaldal þá tæplega hálfu öld sem hann rak ljós- myndastofuna við Laugaveg 11. Þó við frændur værum bara níu ára þegar ljósmyndastofunni var lokað, náðum við að sinna ýmsum störfum fyrir Ingibjörgu. Þar á meðal voru reglulegir leiðangrar í pósthúsið í Austurstræti til að sækja innihald í pósthólf ljósmyndastofunnar. Fyrir unga menn voru þetta ábyrgðarfullar ferðir með undarlega útlítandi lykil, sem mátti alls ekki týna. Og það sem kom úr hólfinu varð auðvitað að skila sér líka. Það var ómetanlegt að fá að kynn- ast þessari veröld afa og Ingibjargar. Þær eru fjölmargar aðrar minnis- stæðar stundirnar með Ingibjörgu og Sigga. Af Skólavörðustígnum, þar sem þau bjuggu í risinu fyrir ofan ömmu Dagmar, og seinna þegar þau voru flutt á Rauðalækinn. Hún hafði einstakt lag á að sýna manni áhuga og þolinmæði, líka þegar við félagarnir í kringum Sigga urðum fyrirferðar- meiri með tímanum og töffaraskap- urinn jókst í ríflegu hlutfalli í hópn- um. Þegar maður eltist og þroskaðist áttaði maður sig á að Ingibjörg frænka var óvenjuleg manneskja. Hún var heimsborgari og fagurkeri sem bar næmt skynbragð á fínlegri blæbrigði tilverunnar, eins og sást meðal annars á einstaklega fallegu heimili hennar við Selvogsgrunn. Ég kveð frænku mína með söknuði. Hún skilur eftir sig stórt skarð en líka miklar minningar sem munu alltaf lifa með okkur. Við Ragga, Nonni og Arna vottum Sigga, Rúnu og börnum þeirra okkar dýpstu samúð. Jón Kaldal. Elsku Ingibjörg frænka! Ég set djass á fóninn og hugsa til þín, elsku fallega frænka. Ég á erfitt með að átta mig á því að þú sért farin. Farin svona allt of snemma. Farin án þess að á því væri neinn fyrirvari og svona snöggt. Lífið getur stundum verið svo skrýtið. Þú ert nú búin að kveðja þennan heim og ert komin til elsku pabba, ömmu og afa. Þið Kal- dal-systkinin stóðuð alltaf svo vel saman og milli ykkar ríkti svo falleg vinátta. Ég man að þú sagðir við mig í veikindinum hjá pabba að þið syst- kinin væruð ekki menn margra orða. Fyrir ykkur væri það nærvera hvers annars sem þið kynnuð svo vel að meta en ekki mörg orð eða flókin samskipti. Þessi ummæli lýsa ykkur systkinum svo vel. Nú er elsku Daggý frænka ein eftir af Kaldal-systkinum sem eru farin frá okkur alltof snemma. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið þig í heimsókn nú í sumar, þú alltaf svo flott og sæt og glöð, nýkom- in heim frá Berlín með vinkonum þín- um. Ég var svo glöð með hvað þér fannst vera fínt hjá okkur Jóa eftir breytingar. Þú kunnir að njóta lífsins, fylgdist alltaf svo vel með öllu sem var í gangi í tískuheiminum. Ég var svo heppin að fá oft frá þér föt og skó í gegnum tíð- ina og þá var alltaf verið að spyrja mig hvar ég hefði fengið þessi fallegu föt. Þá sagði ég stolt, frá Ingibjörgu frænku minni sem er flottasta skvísan í heiminum! Þú varst fagurkeri fram í fingurgóma og heimili þitt bar þess merki hversu mikill listamaður þú varst. Að koma til þín var eins og að koma í listagallerí. Málverkin þín svo yndislega falleg og allar fallegu ljós- myndirnar og listmunirnir sem þú áttir. Þú hafðir svo gott auga fyrir fal- legu. Þú barst af alls staðar sem þú komst, fyrir frumlegan og smart klæðaburð og gleði og fegurð. Nú tek- ur litla nafna þín við af ömmu sinni. Þið voruð svo flottar saman. Minning um elsku Ingibjörgu frænku, gullfallega listakonu, lifir áfram í hjörtum okkar. Hvíl í friði, elsku hjartans frænka! Guðrún Kaldal. Elsku Inga okkar, það er erfitt að trúa því að þú sért dáin. Það var að- eins tveimur dögum fyrir andlát þitt að þú kíktir í heimsókn til okkar, sast við eldhúsborðið og við spjölluðum, hlógum og áttum góða stund saman. Það var bjart yfir þér og þú leist svo vel út að vanda. Ingibjörg Kaldal var glæsileg, heiðarleg, traust og glaðlynd kona og það endurspeglaðist í öllum hennar samskiptum. „Inga frænka má ekki deyja, hún er svo skemmtileg“ sagði 6 ára dóttir okkar tárfylltum augum þegar við bárum henni þær sorgar- fréttir að Inga væri dáin. Börn eru af mörgum taldir bestu mannþekkjar- arnir og staðfestist það þarna, því hún Inga okkar var svo sannarlega skemmtilegur og gefandi persónu- leiki. „Verið vandlát á það sem lífið hefur upp á að bjóða, maður á að vanda sig í lífinu“, var hún vön að segja. Við þessa lífsreglu hélt hún sig í hvívetna og hún var mikil heimskona sem naut þess að lifa lífinu. Einn besti kostur Ingu var að maður gat treyst því sem hún sagði, því hún sagði sínar skoð- anir hreint út en þó ávallt af mikilli kurteisi og fágun. Hún hjó alltaf eftir því góða í fari fólks og talaði ætíð um allt sitt fólk og vini af mikilli virðingu og upphefð. Inga var mikill fagurkeri og á heimili hennar var sérvalinn hlut- ur í hverju horni, valdir af einstaklega mikilli smekkvísi en svo voru einstaka hlutir einnig valdir af hnyttnum húm- or: „Finnst þér þetta ekki svolítið fyndið?“ sagði hún oft hlæjandi og hélt þá kannski á kertastjaka eða lampa. Ástríða Ingu á ljósmyndum smitaði okkur en Inga var gríðarlega kröfuhörð á þær myndir sem hún vildi eiga, enda fagmaður á þessu sviði. Þær þurftu að standast gæðalegar og listrænar kröfur hennar og þær voru háar. Um lífið sagði hún oft: „Þetta á að vera skemmtilegt,“ og bjó hún oft til sín eigin ævintýri. Eitt sinn setti hún óvenju mikið af blómum út á sval- irnar hjá sér og var þá búin að velja stóra, íburðarmikla blómapotta í suð- urevrópskum stíl og sagði síðan bros- andi: „ Nú er bara alveg eins og ég sé á Ítalíu“. Það fylgdi því alltaf tilhlökk- un að fá Ingu í matarboð til okkar enda einstakur persónuleiki. Hún kom alltaf færandi hendi og sagði svo skemmtilega frá stóru jafnt sem smáu, með sínum dillandi hlátri. Það má læra margt af þessari hógværu en stórbrotnu konu. Við kveðjum ekki bara skemmtilega frænku heldur líka góða vinkonu sem er sárt saknað. Elsku Inga okkar, minning þín mun lifa með okkur um aldur og ævi. Við munum segja börnum okkar og barnabörnum þínum frá þér og þá verður ekki ástæða til að spara lýs- ingarorðin. Elsku Siggi, Rúna, Villi, Írena og Ingibjörg litla, guð vaki yfir ykkur og varðveiti. Ómar Kaldal, Alda, Dagmar og Aníta. Mig langar að skrifa nokkur orð um Ingibjörgu Kaldal, ástkæra móður- systur mína sem lést óvænt þann 22. júlí síðastliðinn. Ég var svo heppinn að hún og Siggi sonur hennar voru alla tíð stór hluti af fjölskyldu okkar og við Siggi vinir frá barnæsku. Hún og Siggi voru alltaf til staðar fyrir okkur, sem gaf okkur mikið og það verður tómlegt án Ingibjargar frænku. Ingibjörg var kona með stíl. Hún lærði ljósmyndun og hafði einstak- lega næmt auga fyrir fegurð og fal- legum hlutum, hvort sem það var í ljósmyndun, hönnun, húsgögnum eða myndlist. Hún var heimsmanneskja sem vissi fátt skemmtilegra en að ferðast, París, Berlín og New York voru í sérstöku uppáhaldi hjá henni. Hún hafði einstakt lag á að leita uppi hluti, mat og menningu sem þessar borgir höfðu upp á að bjóða og leitaði eftir að kynnast stöðum sem innfædd frekar en ferðamaður. Í seinni tíð málaði hún myndir sem sérhver myndlistarmaður hefði verið stoltur af. Hún var alltaf flott klædd og hafði sinn eigin glæsilega stíl í öllu þannig að eftir því var tekið. Hún var töffari. Ingibjörg var skemmtileg. Kímni- gáfa hennar var einstök, hún var ein ljúfasta sál sem ég hef kynnst og ómissandi þegar fjölskyldan hittist. Það var alltaf jafngaman að fá hana í heimsókn og oft leit hún inn í smá- stund „bara til að fá að sjá smá bros hjá Evu“ eins og hún orðaði það þegar hún kom við til sjá nýfædda dóttur okkar Ninnu. Það er okkur heiður að hafa þekkt Ingibjörgu Kaldal. Við viljum þakka henni fyrir samfylgdina og ótal góðar stundir. Elsku Siggi og fjölskylda, við vott- um ykkur og öllum þeim fjölmörgu vinum sem unnu henni okkar dýpstu samúð. Minningin lifir um skemmti- lega, umhyggjusama og glæsilega konu sem skilur eftir sig djúp spor í hjörtum okkar. Guð veri með ykkur. Friðrik Kaldal og Ninna. Ingibjörg Kaldal var einstök og það fór ekki fram hjá neinum. Þrátt fyrir að hafa kvatt þennan heim öllum að Ingibjörg Kaldal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.