Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 26
26 Minningar MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 ✝ Fjóla Día Ein-arsdóttir fæddist í Reykjavík þann 23. júlí 1931. Hún and- aðist á hjúkr- unarheimilinu Víði- hlíð í Grindavík þriðjudaginn 20. júlí 2010. Foreldrar hennar voru Guðbjörg Ein- arsdóttir húsmóðir í Reykjavík f. 7. ágúst 1896, d. 24. febrúar 1980 og Einar Ein- arsson trésmiður í Reykjavík, f. 16. maí 1894, d. 4. júlí 1980. Bróðir Fjólu Díu er Ein- ar H. Einarsson f. 22. apríl 1928, maki Kristín Þórjónsdóttir f. 17. júní 1930 og uppeldissystir hennar er Borghildur Guðjónsdóttir f. 16. janúar 1939, maki Hilmar Þor- leifsson f. 6. nóvember 1940. Fyrstu æviárin bjó Fjóla Día ásamt fjölskyldu sinni við Berg- staðastræti en flutti árið 1949 í janúar 1984, sambýliskona Sunna Dóra Einarsdóttir f. 14. júlí 1986. 4) Ásdís Eva f. 17. desember 1990, sambýlismaður Ásmundur Kjart- ansson f. 18. janúar 1990. Fjóla Día giftist árið 1957 Egg- erti Eggertssyni f. 5. september 1926. Þau skildu. Börn þeirra eru Hafsteinn Eggertsson f. 21. sept- ember 1956, maki Elsa Ósk- arsdóttir f. 9. september 1950. Sonur Hafsteins er Atli Már Haf- steinsson f. 29. júlí 1977, móðir hans er Karitas Anna Þórð- ardóttir f. 24. febrúar 1956. Guð- björg Eggertsdóttir f. 15. desem- ber 1959, ógift og barnlaus. Þann 31. desember 1988 giftist Fjóla Día Sæþóri Þorlákssyni f. 10. sept- ember 1942. Eftir nám í Ísaksskóla vann Fjóla Día við ýmis verslunarstörf og eftir að hún kynntist síðari manni sínum Sæþóri og flutti til Grindavíkur árið 1985 og um tíu ára skeið vann hún m.a. á hjúkr- unarheimilinu Víðihlíð þar sem hún lést. Útför Fjólu Díu verður frá Grindavíkurkirkju 30. júlí 2010 og hefst athöfnin kl. 14. Hátún í Reykjavík, í hús sem faðir hennar hafði byggt. Árið 1950 eignaðist Fjóla Día son, Svan Hall- dórsson, f. 15. febr- úar 1950, með Hall- dóri Eiríkssyni f. 9. mars 1917, d. 2. febr- úar 1998. Maki Ás- laug Ágústsdóttir f. 26. júlí 1950 – börn Svans og Áslaugar 1) Hildur Fjóla f. 27. ágúst 1972, maki Ingvar Örn Ingvars- son f. 16.3. 1972, börn þeirra Björk Ingvarsdóttir f. 11. apríl 1997 og Ingvar Andri Ingvarsson f. 22. mars 2003. 2) Steinunn f. 7. mars 1974, maki Jón Björn Njáls- son f. 21. september 1974, barn þeirra Tómas Logi Jónsson f. 2. apríl 2003, barn Steinunnar Eiður Snær Arnarsson f. 22. apríl 1996, faðir Arnar Leifsson f. 11. sept- ember 1973. 3) Gunnar Ingi f. 31. Mig langar til að kveðja ástkæra móður mína með ljóðum sem faðir hennar Einar Einarsson skrifaði í skólaminningabók hennar árið 1948. Ytri blóminn fölnar fljótt í frostnæðingum kífsins göfgi andans gefur þrótt gegnum brautir lífsins. (EE) Heiðbláa fjólan mín fríða fegurð þín gleymist mér seint. Hjartkæra blómið mitt blíða, bros þitt er saklaust og hreint. (Þórarinn Jónsson.) Þinn sonur, Svanur Halldórsson. Margt kemur upp í hugann þeg- ar ég minnist hennar ömmu Díu. Fyrstu minningar eru úr Furu- grundinni í Kópavoginum, þar sem stutt var á milli húsa og voru því heimsóknir okkar systkinanna til hennar tíðar. Eftir að amma fluttist til Grindavíkur urðu ferðirnar færri en jafnframt lengri, þar sem við krakkarnir fengum að gista hjá henni og Sæþóri afa í Heiðarhraun- inu. Þar fengum við systurnar að leika með gamlar barbie-dúkkur og fulla tösku af heimaprjónuðum bar- bie-fötum sem voru prjónuð af ömmu. Stundum hafði amma líka prjónað föt á barbie-dúkkurnar okkar svo við gætum tekið fötin með heim, því það var stundum erf- itt að skilja það að maður mætti ekki taka með sér dótið frá ömmu. Heilmikið af prjónafötum er enn til eftir hana ömmu mína og margt af því enn í notkun hjá barnabörnum hennar. Handverk ömmu Díu og minningin um hana lifir því áfram í leik barna okkar systkinanna og vafalaust lengur en það. Mörgu fengum við systkinin að kynnast og taka þátt í þegar við vorum hjá ömmu og afa í Grindavík því að fara þangað var eins og að fara upp í sveit. Við fengum að fara á hestbak og í reiðtúra, ásamt því að fylgjast með sauðburði og hjálpa til við heyskap. Amma undi sér vel í Grindavík og það var alltaf gott að koma til hennar og afa. Það sem okkur krökkunum fannst mest gaman að skoða þegar við vorum í heimsókn hjá þeim voru bjöllurnar hennar, en amma safnaði bjöllum í nokkur ár og átti orðið nokkuð stórt safn af allskonar stærðum og gerðum af bjöllum, sem geymdar voru inni í glerskáp inni í stofu. Hver og ein þeirra hafði sinn hljóm og eyddum við góðum tíma í að hlusta á hljóminn í hverri einustu bjöllu – þegar við fengum leyfi til þess, því það mátti jú ekki skoða þær nema spyrja fyrst. Einnig átti ég eftirminnilega tíma hjá ömmu Díu og afa Sæþóri í Grindavík eftir að ég varð eldri þar sem ég dvaldi hjá þeim yfir tvö sumur þegar ég vann við fisk- og humarvinnslu. Þetta voru góðir tímar með ömmu og afa og minnist ég þeirra ávallt þegar ég kem til Grindavíkur. Amma heldur nú áfram sinni vegferð; við munum minnast þess fallega óms sem hún skildi eftir sig með þakklæti og hlýju. Fyrir hönd okkar systkinanna, Steinunnar, Gunnars Inga og Ásdísar Evu, Hildur Fjóla Svansdóttir. Í júlí 1931 komstu í heiminn og áttir ljúfan föður og myndarlega móður, bæði voru þau listræn og þú áttir fallegt heimili í æsku, afi smíðaði húsgögn og amma bjó til útsauminn, þau áttu góða vini og voru þér góð fyrirmynd. Skyldu- rækni þín var mikil og heimsóttir Fjóla Día Einarsdóttir Hún var á skólalóð Melaskóla nýbyrjuð í öðrum bekk þegar hún fann útlenskan pening með gati í miðjunni. Þetta var töfrapeningur og hún skynjaði strax að máttur hans var mikill. Hún varð að deila leyndarmálinu með einhverjum og í þann mund gekk ég framhjá í makindum mínum. Í skyndi opnaði hún lófann og ákvað að ég væri sú útvalda. Við tókum strax ástfóstri hvor við aðra og fljótlega eftir þessi kynni kom máttur peningsins í ljós, ótrúleg ævintýraveröld okk- ar opnaðist. Við urðum órjúfanleg heild og stundum jafnvel eins og ein og sama manneskjan. Vorum einstak- lega ósamvinnuþýðar hvað það varðaði að kynnast öðrum því allir hinir bjuggu fyrir utan okkar heim og skildu hann ekki. Á þetta reyndi þó ekki fyrr en í fimmta bekk þegar hún tilkynnti mér með miklum trega en þó eftirvæntingu að fjölskylda hennar hygðist flytja til Spánar í hálft ár. Ég brást auð- vitað illa við tíðindunum og grét Ástríður Tómasdóttir ✝ Ástríður Tóm-asdóttir fæddist í Reykjavík 6. október 1989. Hún lést af slys- förum 11. júlí síðast- liðinn. Útför Ástríðar var gerð frá Neskirkju miðvikudaginn 21. júlí 2010. dag sem dimma nátt og kveið aðskilnaðin- um meira en nokkru öðru. Um veturinn hélt Ástríður síðan utan en ég beið heima í festum og fyrstu vik- urnar reyndust okk- ur báðum erfiðar. Við skrifuðumst því mik- ið á, lýstum raunum okkar og hver bréf- dúfan á fætur ann- arri flaug sem leið lá frá Íslandi til Spánar og til baka. Sem betur fer rættist þó úr hrakförum okkar að lokum, ég kynntist Geirþrúði og Ástríður kynntist Spánverjum. Þegar hún lenti svo loks aftur á fögru landi ísa urðum við þrjár algjört þríeyki og gátum vart litið hver af annarri. Fyrir okkur kom Geirþrúður eins og fersk vindhviða inn í líf okkar því hún var ólík okkur á margan hátt og kom með nýja og ferska strauma inn í vinskapinn. Við lok grunnskólans urðu aftur tímamót þegar við fórum hvor í sinn menntaskólann en þá fyrst byrjuðum við almennilega að blanda geði við aðra. Það breytti hinsvegar ekki því að við vorum enn steyptar í sama mótið og breyttum grámyglulegum hvers- dagsleikanum í ævintýri. Það var ekkert sem hindraði för okkar því sköpunargleðin var þvílík að að baki okkar stóðu rjúkandi rúst- irnar. „Við bárum eld að Kaup- inhafn, við lögðum Karþagóborg í eyði, við sökktum Titanic, við fleygðum loftsteininum í risaeðl- urnar og við létum Evu fá eplið (og henni fannst það svo gott).“ Við tjáðum okkur í ljóðum, gjörn- ingum og upp spratt hliðarsjálfið Böðvar grasafræðingur sem skrif- aði reglulega velvakandagreinar í Morgunblaðið, blessuð sé minning hans en skriffinnska Morgunblaðs- ins varð honum að aldurtila. Síðastliðinn vetur var aftur vet- ur aðskilnaðar, ég lagðist í flakk á meðan hún nam myndlist. Það voru því miklir fagnaðarfundir í vor þegar við vorum sameinaðar á ný. Við gerðum orð hinna ástsælu Spaða að okkar: „Ég án þín og þú án mín er skrítla sem að skortir grín, lífsförunauturinn minn.“ Það grín stóð stutt og aftur er komið að tímamótum, hluti af mér dó með henni en hún mun alltaf lifa með mér. Birta. Elsku Tommi, Ásta, Kristín og Ása Bergný, þið standið í þeim sporum sem enginn vill vera í, að missa kæra dóttur og systur. Hug- ur okkar er hjá ykkur, elsku fjöl- skylda, og hjá öðrum ættingjum og vinum sem misst hafa mikið. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum) Farvel frænka. Erla, Helgi og Sigurður Kr. ✝ Einlægar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vináttu við andlát og útför eigin- manns míns, föður og tengdaföður, SIGURBERGS BOGASONAR, frá Flatey, á Breiðafirði. Kristín Guðjónsdóttir, Erla Sigurbergsdóttir, Haukur Már Haraldsson, Margrét S. Sigurbergsdóttir, Þór G. Vestmann Ólafsson, Guðjón Sigurbergsson, Dagmar Svala Runólfsdóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRIS ÞÓRISSONAR. Guðrún Dóra Hermannsdóttir, Salóme Þórisdóttir, Hreiðar Sigtryggsson, Þóra Þórisdóttir, Hlynur Þórisson, Hildur Þórisdóttir, Lárus Guttormsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÚNDÍNA ÁRNADÓTTIR, frá Akureyri, er andaðist á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð föstudaginn 23. júlí, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju þriðjudaginn 3. ágúst kl. 14.00. Rafn Sveinsson, Kristín Jónsdóttir, Sveinn Brynjar Sveinsson, Aðalheiður Stefánsdóttir, Ívar Matthías Sveinsson, Sjöfn Magnúsdóttir, Árni Viðar Sveinsson, Margrét Sigmundsdóttir, Ingibjörg Hrönn Sveinsdóttir, Pétur Kjartansson, Kristján Arnar Sveinsson, Gullveig Ósk Kristinsdóttir, ömmubörn og langömmubörn. ✝ Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, DAGMARAR ODDSTEINSDÓTTUR, Fífuhvammi 11, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks lungnadeildar Landspítalans í Fossvogi fyrir nærgætna og góða umönnun. Erlendur Kristjánsson, Oddný Erlendsdóttir, Guðmundur Hreiðarsson, Berglind Erlendsdóttir Arnsdorf, Denis Arnsdorf, Kristján Erlendsson, Harpa Sigurðardóttir. ✝ Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför ástkærrar móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR FINNSDÓTTUR, frá Hrauni, Ingjaldssandi. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á þjónustu- deild Hlífar og Öldrunardeild Heilbrigðisstofnunar Ísafjarðar. Guðrún Þórðardóttir, Friðrik Antonsson, Guðný Sigríður Þórðardóttir, Jens Kristmannsson, Guðmundur Gunnar Þórðarson, Erna Jónsdóttir og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.