Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 30.07.2010, Blaðsíða 14
Veiðihornið • Síðumúla 8 • 568 8410 • veidihornid.is Munið vinsælu gjafabréfin okkar Bestu flugurnar Já, þú færð allar bestu flugurnar á betra verði hjá okkur Í sérverslun fluguveiðimannsins á netinu, Flugan.is, færðu á fjórða hundrað gerðir af vönduðum, vel hnýttum og veiðnum flugum. Flestar þeirra færðu einnig í Veiðihorninu, Síðumúla 8 Veldu úr yfir 300 gerðum af flugum á Flugan.is eða komdu við í Veiðihorninu Síðumúla 8 – Opið alla daga Gerðu verð og gæðasamanburð. Fjölmargir veiðimenn hafa áttað sig á því að það margborgar sig. Rektor - 290 krónur Killer - 220 krónur Fransis - 450 krónur Hairy Mary - 390 krónur HKA Sunray (Bismo) - 450 krónur Flæðarmús - 290 krónur Peacock - 220 krónur Snælda - 450 krónur Stekkur Blá - 390 krónur HKA Sunray (Bismo) - 450 krónur MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 30. JÚLÍ 2010 Góðarfréttir Nýsérhæfð fluguveiðiverslun á Kambsvegi 33 Bendumeinnigáheimasíðuokkar Flugulínur, hjól, flugustangir, veiðiföt ofl. Sérhæfð ráðgjöf og þjónusta. Hjá okkur finnur þú eitt mesta úrval landsins af bestu fáanlegum laxa og silungaflugum. Veiðimenn þekkja gæði! fyrirveiðimennogkonur! Kambsvegi 33 ~ 104 Reykjavík hilmar@veidiflugur.is ~ S: 568 2127 STANGVEIÐI Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is Farið er að bera á laxadauða í Norð- urá í Borgarfirði vegna þurrka, að því er fram kemur á heimasíðu Stangveiðifélags Reykjavíkur (SVFR). Ástandið nú er verra en það var sumarið 2007 og að sögn leið- sögumanna við ána er ástandið kom- ið á alvarlegt stig. Hitinn hefur verið slíkur í Norðurárdal í langan tíma að áin hefur ekki náð að kólna, ekki einu sinni á næturnar líkt og gerðist fyrir þremur árum, með þeim afleiðingum að laxinn er hættur að fá nægjanlegt súrefni. Veiðimenn eru að fara út í 17 til 18 gráða heitt vatn. „Ástandið er náttúrulega bara mjög slæmt. Það vantar gersamlega vatn. Það vantar ekkert fiskinn, það er nóg af honum, en hann heldur sig bara í djúpu hyljunum. Lofthiti og vatnshiti hafa haldist nokkurn veg- inn í hendur sem er mjög slæmt. Þannig að hann bara liggur. Það er mjög erfitt að eiga við hann,“ segir Guðmundur Viðarsson, staðarhald- ari í Veiðihúsinu við Norðurá. Hann segist aðspurður hreinlega ekki muna hvenær rigndi síðast á svæð- inu. Fram kemur á heimasíðu SVFR að um þessar mundir sé áin nánast við það að þorna upp. Ekki hafi veiðst lax neðan við Víðinesfljót und- anfarna daga sem einfaldlega þýðir að enginn lax gengur í ána við þessar aðstæður. Lax hefur fundist dauður í nokkrum hyljum sem afleiðing af þessu. Veiðimenn í ánni binda nú allar vonir við það að rigningin sem spáð er um helgina verði að veruleika en ítrekað hefur verið spáð rigningu á svæðinu án þess að það hafi gengið eftir. Þá segir að hollið sem nú sé við veiðar í Norðurá hafi veitt sjö laxa á tveimur dögum á samtals tólf stang- ir. Að sögn Guðmundar má búast við að það veiðist kannski 50 til 60 laxar í þessari viku þegar hún ætti undir eðlilegum kringumstæðum að skila í kringum 200 fiskum. Yfirstandandi holl muni kannski skila 15 til 20 fisk- um. Metveiði í Blöndu Öllu betri fréttir berast af veiði í Blöndu en þar hefur orðið metveiði þrátt fyrir að ekki sé komið fram í ágúst. Þetta kemur fram á vefsíð- unni Votnogveidi.is. Óvíst er hvar þetta endar eins og segir á síðunni þar sem enn er nokkuð í yfirfall. Fram kemur að Blanda sé nú efst á lista yfir aflahæstu ár á Íslandi þó forskotið sé reyndar aðeins 9 laxar. Síðustu vikuna hafa 362 laxar komið á land. Hiti og þurrkar hafa ekki staðið mönnum fyrir þrifum í Blöndu eins og víða um land undanfarnar vikur. Samtals er áin komin í 2.453 laxa miðað við fyrrakvöld, sem er met- veiði. Fram kemur á vefsíðunni að gamla metið sé þó ekki ýkja gamalt heldur frá því í fyrra þegar áin gaf af sér aðeins 40 færri laxa. Enn er því góður tími til stefnu til þess að auka forskotið. Næst á listanum á eftir Blöndu er Þverá/Kjarrá með 2.444 laxa, miðað við sama kvöld, og gaf vikan þar af sér 377 laxa. Áin féll samkvæmt þessu niður í annað sætið en hafði áð- ur vermt það fyrsta. Nokkuð er niður í þær ár sem næstar koma þar á eftir. Góðar fréttir frá Alviðru Öllu betri fréttir berast af Alviðru- svæðinu í Sogi samkvæmt heimasíðu SVFR. Þar hefur verið fínn gangur í sumar en eins og kunnugt er varð aflabrestur þar á síðustu vertíð. Veiðin í sumar er þegar komin yfir heildartöluna í fyrra. Svo virðist sem mikill lax sé á svæðinu og er útlitið fyrir næstu daga gott. Heildartala úr veiðibók er 65 laxar. Laxadauði í miklum þurrkum í Norðurá Veiðimenn krossleggja fingurna og vonast eftir að fá rigningu Morgunblaðið/Einar Falur Fengsæll Frá opnun á veiði í Hafralónsá í sumar. Veiðimaðurinn á myndinni er Kjartan Þorbjörnsson, ljósmyndari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.