Morgunblaðið - 31.07.2010, Page 10

Morgunblaðið - 31.07.2010, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Frelsið er að svífa um loftin blá í dauðaþögn Margir skilja eflaust ekki af hverju menn eru reiðubúnir að láta draga sig upp í mörg þúsund metra hæð til að treysta svifflugu án vélarafls til að skila sér aftur niður á jörðina. Engu að síður er starfrækt öflugt svifflugfélag á Sandskeiði þar sem tugir manna sem deila þessu áhugamáli koma saman þegar vel viðrar til að stunda svifflug. Morgunblaðið/Jakob Fannar Feginn Alsæll að vera kominn á jörðina en hárgreiðslan ruglaðist í loftinu. PRUFUTÍMI Jónas Margeir Ingólfsson jonasmargeir@mbl.is Skýjabakkinn læddist drungalega yfir Vífilfellið í suðaustanáttinni þegar ég keyrði upp á Sandskeið. Ég hugsaði með mér að það versta sem gæti komið fyrir mann í svif- flugu sé að lenda í skýjum. Þá sér maður ekkert og getur ekki stólað á nein blindflugstæki til að redda manni út. Ég hafði nú ekki miklar áhyggjur þegar á staðinn var kom- ið því á móti mér tók hlýlegur mið- aldra maður með rauðan hatt sem var að ljúka við að borða pylsu og kynnti sig sem Kristján Svein- björnsson, formann Svifflugfélags Íslands. Við áttum knappt og gott spjall um ástandið í flugheiminum í dag en stigum svo upp í gamla gula dráttarbifreið sem keyrði okk- ur að svifflugunni. Spenntur í fallhlíf Svifflugan var tveggja sæta Duo Discus með tuttugu metra vænghaf, straumlínulöguð og fag- urhvít. Hún lá tignarlega á túninu en mér gafst ekki mikill tími til að dást að henni því að mér veittust tveir menn og spenntu á mig fall- hlíf. Eftir stutta yfirferð um helstu þætti fallhlífarstökks spurði ég: „Er fallhlífin mikið notuð?“ – „Nei,nei, en svifflugur geta brotnað í loftinu, þá opnarðu bara fluguna og stekkur út.“ Þögn. Skelfing. – „Fáðu þér nú sæti um borð.“ Ég klöngraðist um borð og lagðist ofan í vélina. Sætin lágu Fyrir þá sem hafa áhuga á umhverf- inu, byggingarlist og hönnun er vef- síðan archdaily.com síða sem heim- sækja ætti daglega. Stöðugt birtast nýjar myndir og upplýsingar af merkilegum arkitektúr hvaðanæva úr heiminum. Hvort sem um er að ræða hæstu turna heims, stílhreinar íbúðir eða áberandi listaverk gefst not- endum síðunnar tækifæri til að lesa sér til um fyrirbærið, skoða myndir af því frá ótrúlegustu sjónarhornum og koma með athugasemdir. Allar færslur síðuhöfunda eru flokkaðar og því er auðvelt að finna eitthvað við sitt hæfi þótt viðkomandi hafi ekki fylgst með frá byrjun. Til dæmis er hægt að skoða veitingastaði sem vakið hafa athygli fyrir tilkomumikla hönnun eða verslanir sem þykja flott- ari en gengur og gerist. Síðuhaldarar hafa jafnframt skipt síðunni í nokkra hluta og til viðbótar við hið daglega flæði bygginga má einnig finna viðtöl við arkitekta og hönnuði og tillögur að bóklestri og hugbúnaði tengdum áhugamálinu. Síðuhaldarar hafa meðal annars útbúið undirsíðu með sérvöldum byggingum og aðra með klassískum byggingum en þar má finna verk á borð við Eiffel-turninn í París og óperuhúsið í Sydney. Við fyrstu sýn virðist síðan eingöngu ætl- uð starfandi arkitektum og innan- hússhönnuðum en hún er einstaklega skemmtileg fyrir auga áhugamanns- ins og gerir öllum kleift að skoða ótrúlegustu mannvirki jarðarinnar. Vefsíðan www.archdaily.com Hönnun Eiffel-turninn í París er ein þekktasta bygging heims. Dagleg hönnun um allan heim Nú stendur yfir mesta ferðahelgi árs- ins og fólk flykkist út á land þar sem margs konar hátíðir eru haldnar. Gaman er að njóta sín í góðra vina hópi og hafa það gott en að skemmt- un lokinni er mikilvægt að muna eftir náttúrunni. Ekki skilja eftir drasl út um allt heldur gangið vel frá og hend- ið rusli. Gott er að taka með sér ruslapoka að heiman, safna síðan saman í hann og henda svo þegar úti- legunni lýkur. Passið líka einnota úti- grillin, þau verða að vera ofan á steinum eða á möl ef hægt er, hvort heldur sem er, til að ekki kvikni í grasinu. Endilega... ...munið eftir náttúrunni Morgunblaðið/Árni Sæberg Ófagurt Þetta er ekki fallegt að sjá. Sæfari, félag áhugamanna um sjósport við Ísafjarðardjúp, heldur Bátadaga í Seyðisfirði við Ísafjarðardjúp um versl- unarmannahelgina. Þar mun félagið bjóða gestum og gangandi að prófa hinar ýmsu tegundir af sjósporti. Hall- dór Sveinbjörnsson, frumkvöðull í kajakróðri, og Torfi Ein- arsson, einn af skútufrömuðum Vestfjarða, eru meðlimir í Sæfara og eiga veg og vanda af Bátadögunum. „Sæfari hefur staðið fyrir flottum útilífsnámskeiðum í sumar þar sem hellingur af krökkum á ýmsum aldri hefur verið að læra undirstöðuatriðin í siglingum og kajakróðri, klettaklifur og fleira. Svona vill félagið bara þakka fyrir sig,“ segir Halldór en fólki gefst kostur á að prófa kajak- róður og siglingar sér að kostnaðarlausu. „Margur verður af aurum api,“ segir Halldór og brosir breitt. „Sæfari vill bara að fólk leiki sér og hafi gaman. Nú er kominn tími til að krakkarnir taki hina fullorðnu með sér í sportið.“ Leikvöllur frá náttúrunnar hendi „Seyðisfjörður er nánast umlukinn frá fjórum hliðum því að eyrin sem gengur út í fjörðinn veitir frábært skjól. Þarna er gott svæði fyrir krakka til að leika sér og fjörurnar í Fola- fæti eru einstakar,“ segir Halldór og bætir við að nokkuð sé um að hvalir komi í fjörðinn, rétt til að heilsa, og stöku sinn- um fljúgi ernir yfir. Sæfari verður með skútur, gúmbáta, kaj- aka og annan búnað í Seyðisfirði frá föstudagskvöldi og fram á miðjan dag á mánudag og verður öllum sem leggja leið sína um Seyðisfjörð velkomið að spreyta sig í alls konar sjósporti. ingibjorgrosa@mbl.is Bátadagar um verslunarmannahelgina Allir sem vilja fá að spreyta sig í sjósporti Sjóbusl Kolmari Halldórssyni leiðist ekkert þótt hann blotni stundum við æfingar í kajakróðri. Það eru fleiri en við mennirnir sem glíma við offitu en það hefur orðið sífellt algengara síðastliðin ár að gæludýr séu of feit. Nýjar rannsóknir frá Englandi sýna að á milli 30 og 50% gæludýra séu of feit. Það er vissulega dálítið auðveldara að passa upp á dýr sem hægt er að fara út að ganga með, eins og hunda, en öðrum dýrum verður líka að fylgjast með. Hamstrar verða yfirleitt ekki of þungir þar sem þeir hafa ekki til- hneigingu til að éta yfir sig. Þó er gott að passa að gefa þeim ekki of mikið, margir fylla skálina þeirra en hamstrar þurfa yfirleitt aðeins um matskeið af þurrfóðri á dag. Varast skal að gefa þeim nokkuð of sætt þar sem það getur valdið tannvanda- málum og sykursýki. Þá er mikilvægt að hamstrarnir geti hreyft sig að vild og gott er að í búrinu þeirra séu mis- munandi hlutir til hreyfingar, bæði hjól, slár og annað. Offita algeng meðal dýra Krútt Hamsturinn þarf að hreyfa sig og borða ekki of mikið. Passa þarf að gæludýrið fái rétt fóður og góða hreyfingu 10 Daglegt líf

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.