Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 14
14 FréttirINNLENT MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Hlýindi að undanförnu ráða því að bráðnun jökla hefur verið mikil. Þess sér stað í Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi sem nú er stútfullt af ógn- arstórum ísjökum og þær kynjamyndir náttúrunnar breytast dag frá degi. Meðal ferðamanna þykir ævintýri líkast að fara í siglingu um lónið á hjóla- bátum sem fylgt er eftir af gúmmítuðru þar sem sá í skuti stendur siglir fleyi sínu af listfengi þar sem stefnið stendur hátt. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Siglt af list á Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi FRÉTTASKÝRING Hjörtur J. Guðmundsson hjorturjg@mbl.is „Það jákvæðasta í þessu er auðvitað að það er ekki ríkisábyrgð og þá þurf- um við að hafa gert eitthvað rangt til þess að það skapist einhver ábyrgð. En þá þarf að svara þeirri spurningu hvað átti að gera sem ekki var gert? Það er algert lykilatriði í þessu,“ seg- ir Lárus L. Blöndal hæstarétt- arlögmaður. Í svari framkvæmdastjórnar Evr- ópusambandsins til norska fréttavefj- arins ABC Nyheter fyrir helgi segir að engin ríkisábyrgð sé á banka- innstæðum á Evrópska efnahags- svæðinu. Þá kom fram að annað gilti um Ísland, m.a. vegna þess að til- skipun Evrópusambandsins um inn- stæðutryggingar hefði ekki verið inn- leidd með viðunandi hætti hér á landi fyrir rúmum áratug. Íslenska inn- stæðutryggingakerfið hefði ekki ver- ið í neinu hlutfallslegu samræmi við stærð bankakerfisins og þá áhættu sem því fylgdi. Taka stöðuna oftar? „Það eina sem mér dettur í hug að verið sé að setja út á er að endur- skoða hafi þurft stöðuna í inn- stæðutryggingasjóðnum oftar en einu sinni á ári síðustu árin fyrir hrun, t.d. á þriggja mánaða fresti, vegna þess hversu mjög innstæður í bönkunum jukust á þeim tíma, eink- um vegna starf- semi bankanna erlendis,“ segir Lárus, sem sæti á í viðræðunefnd Ís- lands gagnvart breskum og hol- lenskum stjórn- völdum vegna Ice- save-málsins. „Þetta er það eina sem ég tel að þeir gætu haldið fram með einhverri sanngirni.“ Hins vegar skipti það engu máli í raun þar sem slík aukin endurskoðun hefði aldrei bætt nema örfáum milljörðum króna við tryggingasjóðinn. Hún hefði ekki skilað neinum hundruðum milljarða króna. „Þetta er það sem mér finnst standa upp úr.“ Algerlega út í hött Lárus segir ummæli framkvæmda- stjórnar Evrópusambandsins um áhættuna af íslenska bankakerfinu einnig athyglisverð. „Ef við hefðum átt að mæta þeim áföllum sem urðu hér á landi þá er alveg ljóst að við hefðum þurft að leggja hátt í helming allra innstæðna inn í tryggingasjóð- inn – sem er auðvitað algerlega út í hött.“ Hann segir ljóst að ef gengið sé út frá þessum sömu forsendum og þær heimfærðar á önnur ríki, þ.e. að fjármunir hafi þurft að vera til staðar í inn- stæðutryggingasjóði fyrir lágmarks- tryggingunni upp á 20 þúsund evrur, þá stæðist ekkert ríki það. „Ef allir bankar hefðu orðið gjaldþrota eins og raunin varð hér heima er algerlega útilokað að það hefðu verið til fjár- munir fyrir lágmarkinu í neinum af þessum innstæðutryggingakerfum erlendis. Stærðin á þessum bönkum er slíkt að ef þeir hefðu farið tveir eða þrír á hausinn hefðu kerfin aldrei get- að staðið undir því,“ segir Lárus. Einmitt þvert á móti Lárus segir að mjög jákvætt sé að fá þá skoðun framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins loksins fram að ekki sé ríkisábyrgð á banka- innstæðum samkvæmt tilskipun sam- bandsins. Svar hennar hljóti að styrkja Íslendinga í áframhaldandi samningaviðræðum þeirra við bresk og hollensk stjórnvöld um lyktir Ice- save-deilunnar. „Með þessu er einfaldlega verið að staðfesta það enn og aftur, eins og komið hefur fram m.a. í skýrslum inn- an úr Evrópusambandinu, að það er einungis það sem greitt er inn í þessa innstæðutryggingasjóði sem hægt er að grípa til. Það er ekkert sem segir að ef það sé ekki nóg fyrir lágmarks- tryggingunni þá eigi ríkið að hlaupa til. Það er einmitt þvert á móti,“ segir Lárus. Ekkert kerfi stæðist hrun  Svara verður því hvað íslensk stjórnvöld hefðu átt að gera sem ekki var gert, segir hæstaréttarlögmaður  Hraðari endurskoðun kerfisins hefði engu breytt Komið hefur upp grunur um salm- onellusmit í ferskum kjúklingi framleiddum af Matfugli ehf. Frek- ari rannsókna er þörf til þess að staðfesta gruninn, en þangað til þykir fyrirtækinu rétt að innkalla vöruna. Matfugl hefur nokkrum sinnum innkallað kjúklinga á árinu, síðast fyrir viku, vegna gruns um salmon- ellusmit. Um er að ræða kjúkling með rekjanleikanúmerunum 215-10-25- 1-03. Dreifing á vörunni hefur verið stöðvuð og unnið er að innköllun vörunnar. Matfugl segir, að kjúklingurinn sé hættulaus, fari neytendur eftir leiðbeiningum um eldun kjúklinga, steiki í gegn og passi að blóðvökvi fari ekki í aðra vöru. Kjúklingur með öðru rekjanleikanúmeri en þessu sé fullkomlega í lagi. Salmonella í kjúklingi Matfugls Kjúklingar Salmonellusmit er hvimleitt. Erla Svava Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur og Jón Magnús Kristinsson bráðalæknir halda til Haítí á mánudag þar sem þau munu starfa næstu vikur á sjúkrahúsi í út- hverfi Port-au-Prince. Þau eru 26. og 27. í röðinni af sendifulltrúum Rauða kross Íslands sem haldið hafa til starfa á Haítí síðan jarð- skjálftinn mikli reið þar yfir fyrir rúmu hálfu ári. Fyrir eru sex hjálparstarfsmenn á vegum Rauða kross Íslands á jarðskjálftasvæðinu. Þrír halda til Íslands í lok næstu viku, en Odd- fríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þorláksdóttir hjúkr- unarfræðingar halda áfram störf- um út ágúst. Í Port-au-Prince er einnig Krist- jón Þorkelsson, margreyndur sendifulltrúi Rauða kross Íslands á sviði vatnsöflunar- og hreinlætis- mála. Hann hefur starfað fyrir Al- þjóða Rauða krossinn á Haítí síðan í febrúar og verður áfram við störf fram á haust. Þetta er fyrsta starfs- ferð Jóns Magnúsar fyrir Rauða krossinn, en önnur ferð Erlu Svövu til Haítí þar sem hún starfaði við sama sjúkrahús í febrúar. Fleiri Íslendingar til hjálparstarfa á skjálftasvæðunum Hjálparstarf Erla og Jón ferðbúin. „Eins og rakið hefur verið hér að framan verður ekki annað séð en að reglur laga um ís- lenska tryggingarsjóðinn séu um margt áþekkar þeim reglum sem gilda t.d. annars staðar á Norðurlöndum um þau lág- marksatriði sem tilskipun ESB um innlánstryggingakerfin hljóðar um. Það á bæði við um reglur um fjármögnun og stærð innlánstryggingarsjóðsins. Þá verður heldur ekki annað séð en Ísland hafi með lögum innleitt efnislega þær lágmarksreglur sem leiðir beint af tilskipuninni og hér skipta máli. Minnt skal á að aðildarríki ESB og EES hafa í framhaldi af innleiðingu tilskip- unar 94/19/EB tilkynnt hlutað- eigandi stofnunum ESB og EES um tilheyrandi lagasetningu og ekki liggur annað fyrir en að þær stofnanir hafi tekið við þeim tilkynn- ingum athuga- semdalaust.“ Engar at- hugasemdir ÚR SKÝRSLU RANNSÓKN- ARNEFNDAR ALÞINGIS Lárus L. Blöndal Sveinn Pálsson hefur verið ráð- inn sveitarstjóri Dalabyggðar til næstu fjögurra ára. Sveinn tekur við af Grími Atla- syni sem verið hefur sveitar- stjóri undanfarin tvö ár. Sveinn kemur til starfa hinn 23. ágúst nk. Hann er 48 ára gamall bygging- arverkfræðingur, kvæntur Soffíu Magnúsdóttur skólaliða og eiga þau þrjá syni. Síðustu átta ár hefur hann verið sveitarstjóri og bygg- ingarfulltrúi í Mýrdalshreppi. Sveinn nýr sveitar- stjóri í Dalabyggð Sveinn Pálsson Skúli Á. Sigurðsson skulias@mbl.is Herjólfur missti úr eina ferð til Vestmannaeyja aðfaranótt föstudags vegna óhagstæðra sjávar- skilyrða. Hefur ferjan að öðru leyti siglt sleitulítið milli lands og Eyja síðan á fimmtudagsmorgun. Hin slæmu veðurskilyrði urðu til þess að ekki var nóg vatnsdýpi í Landeyjahöfn svo Herjólfur gæti siglt og sat hann því fastur um tíma. Ferðin klukk- an þrjú féll niður en lagt var af stað til Eyja klukk- an sex. „Þetta gengur ljómandi vel,“ segir Sigmar Jóns- son, hafnarstjóri í Landeyjahöfn, og telur að nið- urfelling ferðarinnar í fyrradag hafi ekki sett áætlanir úr skorðum eða slegið menn út af laginu. Segir hann að siglingar milli lands og Eyja hafi gengið ágætlega. „Það hefur ekkert annað komið upp á og þetta hefur gengið alveg snilldarvel.“ „Hann er búinn að ganga á þriggja tíma fresti síðan á fimmtudagsmorgun,“ segir Sigmar og má því ætla að í gær og fyrradag hafi Herjólfur siglt um fimmtán sinnum milli lands og Eyja. Ekki hef- ur enn verið tekið saman hve mikill fjöldi hefur farið með ferjunni. Landeyjahöfn er innan við hlið í sandrifi, í skjóli Heimaeyjar. Markarfljót ber stöðugt fram mikið efni sem berst meðfram ströndinni. Búist er við að dæla þurfi efni upp úr höfninni og innsiglingu hennar á næstu árum. Missti aðeins úr eina ferð  Herjólfur hefur siglt sleitulítið milli lands og Eyja síðan á fimmtudagsmorgun Morgunblaðið/RAX Landeyjahöfn Herjólfur leggst að bryggju.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.