Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 19
19 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Eftirtektarverð Snekkjan Octopus sigldi inn sundin við Reykjavík í gær og vakti mikla athygli vegfarenda. Eflaust hafa margir rekið upp stór augu en ekki er hægt að fullyrða um hvort þennan árekstur megi rekja til hrifningar ökumannsins. RAX Samorka, sem eru sam- tök orku-og veitufyr- irtækja, hafa til þessa setið hjá í þeim dansi sem stig- inn hefur verið á hinum pólitíska vettvangi að und- anförnu varðandi kaup hins kanadíska fyrirtækis Magma á hlut í HS-orku, í gegnum sænskt dótt- urfélag. HS-orka, Orku- veita Reykjavíkur og önn- ur þau orkufyrirtæki sem eru aðilar að Magma- umræðunni eru öll aðilar að Samorku og því eðlilegt að Samorka láti sig málið varða. Starfsemi Samorku felst m.a. í því að tryggja, að félagar innan samtak- anna starfi samkvæmt þeim lögum og reglum og því starfsumhverfi sem fyr- irtækjunum er búið á hverjum tíma. Stjórnvöld og Samorka hafa átt farsælt samstarf í áranna rás varðandi umbæt- ur á rekstrarumhverfi þessa mikilvæga málaflokks innan samfélags okkar. Því skal fullyrt að aðildarfélagar samtak- anna hafa lagt metnað sinn í að starfa samkvæmt þeim lögum sem í gildi hafa verið á hverjum tíma og ekki stundað nokkur undanskot hvað það varðar. Farið að lögum Því er það mjög óþægilegt, svo ekki sé fastar kveðið að orði, að verða vitni að því hvernig rætt er um orkufyr- irtækin sem koma að Magma-málinu og þeim núið um nasir lögbrotum og óeðli- legum starfsháttum. Innan samtakanna sjá menn ekki annað en að við sölu á hlutum í HS Orku hf. hafi verið farið eftir þeim lögum sem gilda um mál af þessu tagi. Ef lögin eru gölluð eða sam- rýmast ekki þjóðarvilja þá er það lög- gjafans að breyta lögunum. Þó skal haft í huga að slíkar laga- breytingar má ekki gera eftir dagspöntunum þeg- ar einstökum þegnum eða þingmönnum finnst lögin ósanngjörn og umræða um afturvirk lög á aldrei rétt á sér. Í Magma- málinu hafa allar stað- reyndir legið fyrir í marga mánuði og laga- ramminn hefur verið fyrir hendi. Aðdragandinn er líka það langur og ferlið allt á þann veg að stjórn- völd hafa haft fulla vitn- eskju um málsatvik og því oft haft tæki- færi til að koma þar að, annað hvort sem kaupendur eða með því að breyta lögum í tæka tíð. Auðlindin áfram í opinberri eigu Margsinnis hefur komið fram að hér er ekki verið að selja auðlind. Hér er um að ræða að leigja aðgang til nýtingar á auðlind um ákveðinn tíma. Auðlindin verður áfram í eigu opinberra aðila sem njóta munu afraksturs af þeirri eign, auk þess sem nýtingin er undir ströngu eftirliti Orkustofnunar. Einu gildir í raun í þessu sambandi hvort orkufram- leiðandinn er í opinberri eigu, innlendur eða erlendur. Ríkið setur lagarammann og ríkið stýrir nýtingunni í raun, t.d. í gegnum virkjunarleyfisskilmála hverju sinni. Bent hefur verið á að æskilegt hefði verið að innlendir aðilar hefðu keypt fala hluti í HS-orku og hafa líf- eyrissjóðir landsmanna verið nefndir. Víst er um að lífeyrissjóðirnir skoðuðu málið vandlega en féllu frá hugmynd- inni. Við getum velt fyrir okkur ástæð- unum, en skyldi ástæðan vera sú að arð- urinn af rekstri orkufyrirtækja sé ekki slík auðsuppspretta sem stundum er látið í veðri vaka? Eitt er víst að ef ætl- unin er að nýta orkuauðlindirnar til framfara fyrir borgara þessa lands, þá þarf að virkja þær. Orkulind skapar ekki arð og atvinnu nema hún sé virkj- uð. Til að virkja orkuauðlindir þarf fjár- magn sem tæpast er tiltækt hjá rík- issjóði eða öðrum innlendum aðilum og því er erlent fjármagn nauðsynlegt. Nú hefur erlendur aðili, sem sérhæfir sig á þessu sviði, gefið sig fram og er tilbúinn til að taka þátt í uppbyggingunni, sam- kvæmt íslenskum lögum, og taka áhættuna sem því fylgir. Þeim mun undarlegra er að þegar svo er komið skulu nokkrir alþingismenn og jafnvel ráðherrar gera því skóna að æskilegt og jafnvel nauðsynlegt sé að stöðva þetta ferli. Áhrif á orðspor Íslands Það er vissulega ekki í verkahring samtaka á borð við Samorku að segja stjórnvöldum fyrir verkum en með hlið- sjón af því góða samstarfi sem ávallt hefur ríkt milli þessara aðila, þá er ekki óeðlilegt að samtökin vari við afleið- ingum þess að grípa til óyndisúrræða. Slíkur gjörningur hefur ekki bara áhrif á þetta ákveðna kanadíska fyrirtæki, heldur mun þetta hafa áhrif á orðspor okkar sem ekki er of gott fyrir. Aðrir erlendir aðilar sem kunna að vera til- búnir til að fjárfesta í íslensku atvinnu- lífi í framtíðinni munu hugsa sin gang ef farið verður offari af hálfu stjórnvalda í þessu máli. Magmahringekjan Eftir Franz Árnason Franz Árnason » Stjórnvöld hafa oft haft tækifæri til að koma að ferlinu í tæka tíð. Höfundur er formaður Samorku, samtaka orku- og veitufyrirtækja. Staðfesting framkvæmda- stjórnar ESB á því að ríki beri ekki ábyrgð á innistæðu- tryggingasjóðum er stórsigur fyrir Ís- land. Eyðum ekki tíma í að fara yfir hvað þetta stangast á við mörg hundruð þingræður, fréttir, viðtöl og yfirlýsingar um ábyrgð íslenska ríkisins (að- allega frá íslenskum stjórn- völdum.) Aðalatriðið er að menn fari að halda á málinu í samræmi við þessa grundvallarstað- reynd, þ.e. að það var ekki ábyrgð á innistæðutrygg- ingasjóðum og ekkert ríki í Evrópu hefði gert það sem reynt var að þvinga Íslendinga til. Eftir að ríkisstjórnin tók Icesave-málið aftur alfarið til sín í vor og sendi AGS alls kon- ar fyrirheit er afar mikilvægt að hún snúi sér nú að því að koma þessu grundvallaratriði til skila. Hvers vegna nú? Líklega leyfir ESB sér að staðfesta þetta nú því að það er hvort eð er verið að breyta reglunum um innistæðutrygg- ingar og því ekki lengur nauð- synlegt að viðhalda blekking- unni um að ríki hafi verið ábyrg fyrir innistæðum í einkabönk- um. Reyndar virðist for- stöðumaður ESA ekki hafa fengið minnisblaðið um að blekkingin væri orðin óþörf. Hann er nýbúinn að senda frá sér álit þess efnis að slík rík- isábyrgð hafi verið fyrir hendi og hefur alltaf byggt skoðun sína á því að ábyrgð Íslands sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir hrun kerfisins og verja evrópskan fjármálastöðugleika. Gleymdu þeir gosinu? Í svari ESB er reyndar reynt að halda því fram að Íslend- ingar eigi að ábyrgjast inni- stæðurnar burt séð frá lög- unum vegna þess að reglum um innistæðutryggingar hafi ekki verið rétt framfylgt á Íslandi og einnig vegna mismununar sem hafi falist í því að íslenskir innistæðueigendur hafi fengið tap sitt að fullu bætt en ekki hollenskir og breskir. Það er rangt að sú mis- munun sem byggðist á neyð- arlögunum hafi verið gerð eftir þjóðerni. Hún var svæð- isbundin og í þeim lögfræðiálit- um sem birst hafa um málið til þessa er fallist á að ráðstöfunin var nauðsynleg til að koma í veg fyrir algjört tap allra. Lár- us L. Blöndal og Stefán Már Stefánsson hafa gert ítarlega grein fyrir þessu og óþarfi að fara nánar yfir það hér. Hvað varðar hitt atriðið hef- ur löngu verið staðfest að Evr- ópureglur um innistæðutrygg- ingar voru rétt innleiddar á Íslandi (undir eftirliti vina okk- ar hjá ESA). Það er því hálf- skondið að reyna nú 10 árum seinna að nefna innleiðing- argalla sem rök fyrir því að Ís- lendingar eigi að ábyrgjast innistæðurnar þrátt fyrir allt. Það eina sem vantar upp á er að bæta við þriðja atriðinu, því að eldgos í Eyjafjallajökli hafi valdið evr- ópskum almenn- ingi svo miklu tjóni að eðlilegt sé að Íslend- ingar taki á sig Icesave. Nálgunin er sambærileg því að maður hefði verið sakaður um fjárdrátt og hundeltur í tvö ár þar til sannaðist að hann væri saklaus. Þá færi saksókn- ari fram á refsingu engu að síð- ur, enda hlyti maðurinn að hafa gerst sekur um einhver önnur brot. Það er því mikilvægt að láta ekki þessa tilraun ákær- enda til að halda andlitinu trufla sig. Svo er spurning hvað menn vilja gera við peningana sem hafa þegar sparast og munu sparast ef Íslendingar leyfa sér að standa á rétti sín- um. Nýtt óperuhús og Ólympíuleika Þær vaxtagreiðslur sem hafa þegar sparast (miðað við það sem gert var ráð fyrir í samn- ingi ríkisstjórnarinnar) eru akkúrat jafnar kostnaðinum við byggingu óperuhússins í Kaup- mannahöfn, en það glæsilega hús sprengdi allar kostnaðar- áætlanir og varð heimsfrægt fyrir byggingarkostnaðinn. Við gætum byggt annað eins hús við hliðina á nýja tónlistarhús- inu. Fyrir áætlaðan vaxtakostnað á öllu endurgreiðslutímabilinu gætum við byggt hæstu skýja- kljúfa í heimi (eins og þann sem var byggður í Dubai með óheyrilegum tilkostnaði), einn í London og einn í Amsterdam. Ólíkt Dubaibúunum hefðum við engar tekjur af byggingunum en það er allt í lagi því Icesave- vextirnir voru hvort eð er hrein gjöld þar sem ekkert kom á móti. Við gætum haldið HM í fót- bolta 2018 eða Ólympíuleikana 2016 (ef við reiknum með smá tekjum á móti) og útrýmt at- vinnuleysi í leiðinni eða borgað 15.400 manns meðallaun fyrir að gera ekki neitt (eða 30.000 manns ef við reiknum með margföldunaráhrifum). Við gætum líka bara sparað peninginn þannig að halli rík- issjóðs yrði minni en áætlað var (eins og gerðist 2009 vegna 40 milljarða Icesave-sparnaðar), skuldsetning ríkisins lækkaði, gjaldmiðillinn styrktist, og at- vinnulífið kæmist á skrið. Ofskuldsett þjóð er ekki frjáls eins og við höfum séð að undanförnu í deilum um auð- lindir. Icesave-deilan snýst um sjálfstæði Íslands. Eftir Sigmund Davíð Gunnlaugsson » Ofskuldsett þjóð er ekki frjáls eins og við höfum séð að undanförnu í deilum um auðlindir. Ice- save-deilan snýst um sjálfstæði Íslands. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Höfundur er alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins. Þá getum við haldið Ólympíuleika (eða bara sparað)

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.