Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.07.2010, Blaðsíða 20
20 Umræðan MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010 Andstæðingar Evr- ópusambandsins á Ís- landi hafa undanfarið haldið því fram að ef Íslendingar gangi í Evrópusambandið þá muni verða tekin upp herskylda á Íslandi. Sú fullyrðing um að það verði tekin upp herskylda á Íslandi við að ganga í Evr- ópusambandið er auðvitað röng, og stenst hvorki rök eða nánari skoðun. Ég mun fara lauslega yfir það hérna af hverju þessi fullyrðing stenst hvorki nánari skoðun eða rök hjá andstæðingum Evrópusambands- ins á Íslandi. Sameiginlegum varnarmálum innan Evrópu má skipta í tvo hluta. Fyrsti hlutinn er sá sem snýr að Evrópusambandinu sjálfu, sá seinni snýr að NATO sem Ís- land er aðili að. Íslendingar hafa ekki tekið mikinn þátt í fyrri hluta varnarmála Evrópu á grundvelli Evrópusambandsins, en voru þó með aukaaðild að WEU (Vestur- Evrópusambandinu) sem var varn- arbandalag Vestur-Evrópuríkj- anna þangað til það var lagt niður í mars 2010. Ástæða þess að WEU var lagt niður er sú að Lissabon- sáttmálinn tók yfir sameiginlega varnarstefnu Evrópusambandsins. Umrædd varnarstefna sem um ræðir í Lissabonsáttmálanum stofnar hvorki her Evrópusam- bandsins né gefur lagaheimildir fyrir slíkum sameiginlegum her. Það eina sem þar kemur fram er að aðildarríki Evrópusambandsins eiga að bæta heri sína, á sameig- inlegum grundvelli ef þeim þókn- ast svo. Þeim aðildarríkjum Evr- ópusambandsins sem vilja ekki taka þátt í þeirri uppbyggingu er frjálst að sleppa því með neitun, enda er það sérstaklega til- tekið í Lissabon-sátt- málanum að þátttaka ríkja Evrópusam- bandsins sé valfrjáls þegar kemur að hern- aðarlegum málefnum. Hernaðarleg mál- efni innan Evrópusam- bandsins eru umdeild og hafa alltaf verið það enda háttar því þannig til að mörg aðildarríki Evrópusam- bandsins hafa lýst sig hlutlaus og taka alls ekki þátt í hern- aðarlegum ákvörðunum annarra aðildarríkja Evrópusambandsins. Þar sem hvert og eitt aðildarríki Evrópusambandsins hefur vald til þess að stöðva alla nýja sáttmála Evrópusambandsins er tekið tillit til þeirra ríkja. Bæði til þess að það sé í samræmi við kröfur og hugmyndir umræddra aðildarríkja Evrópusambandsins og einnig tryggja það að nýir sáttmálar Evr- ópusambandsins fái brautargengi hjá hinum tuttugu og sjö aðild- arríkjum Evrópusambandsins. Evrópusambandið hefur haft núna um nokkurra áratuga skeið viðbragðssveitir byggðar á herjum aðildarríkja sinna, það er þeirra ríkja sem vilja taka þátt í því sam- starfi. Það samstarf byggir hins vegar eingöngu á friðargæslu og öryggisgæslu á þeim svæðum sem Sameinuðu þjóðirnar koma að, þessi sveit hefur einnig verið starfandi á Haíti síðan jarðskjálft- inn átti sér stað þar fyrr á þessu ári. Af þessum skoðanaágreiningi innan Evrópusambandsins er aug- ljóst að enginn Evrópuher mun verða stofnaður á næstu árum, jafnvel ekki áratugum þar sem ríkin sem um ræðir eru ekki lík- leg til þess að skipta um skoðun á næstu árum og áratugum. Seinni hlutinn í þessari hern- aðarumræðu er sú staðreynd Ís- land er aðili að hernaðarbandalag- inu NATO og hefur nú um nokkurra ára skeið verið með her- þjálfaða menn á sínum snærum í friðargæslusveitum víðs vegar um heiminn. Friðargæslu er ekki hægt að hafa nema vera með her, jafnvel þó svo að hann sé mjög lít- ill eins og á Íslandi. Af aðild Ís- lands að NATO hefur ekki orðið nein herskylda, og hefur Íslend- ingum verið frjálst að vera her- laust land um margra ára skeið þrátt fyrir aðild Íslands að NATO um margra áratuga skeið núna. Það er ennfremur nauðsynlegt að benda á þá staðreynd að fyrir aðild Íslands að EES-samningum árið 1994 var einnig talað í fullri alvöru um herskyldumöguleika á Íslandi. Sagan segir okkur að þessar fullyrðingar andstæðinga EES-samningsins á sínum tíma voru ekkert nema innihaldslaust orðagjálfur sem hvorki áttu við rök eða staðreyndir að styðjast. Það sama gildir um Evrópusam- bandsumræðuna í dag og Evrópu- herinn sem er ekki til. Eftir Jón Frímann Jónsson Jón Frímann Jónsson »Her Evrópusam- bandsins er ekki til í dag og mun líklega aldrei verða til vegna ósættis aðildarríkja Evrópusambandsins um málið. Höfundur er rithöfundur. Herinn sem er ekki til Nýverið felldi Hér- aðsdómur Reykjavíkur þann úrskurð að skuld- ari bílaláns skyldi greiða óverðtryggða vexti Seðlabanka Ís- lands í stað umsaminna vaxta af láni sínu. Byggðist úrskurðurinn á þeirri túlkun á nýleg- um hæstaréttardómi að fyrst gengistrygg- ing væri úr gildi fallin væru vaxtakjörin það einnig. Skammtímalán lækka Líklegt er að flestir sem tekið hafa lán til skemmri tíma, svo sem bílalán, geti notið nokkurs hagræðis af því að breyta kjörum og viðmiðun lánanna úr erlendum gjaldeyri á er- lendum vöxtum í innlend lán á inn- lendum vöxtum. Til að leggja mat á hagræði af þessu er einfaldast að líta á heildargreiðslur út lánstímann og reikna svo muninn. Í bílalánsmálinu munar þriðjungi þeirrar upphæðar sem skuldarinn hefði þurft að standa skil á annars. Það er um helmingur þess hagræðis sem hann hefði notið ef höfuðstóll hefði verið færður niður í samræmi við nýfallinn dóm Hæsta- réttar en samningsvextir staðið. SJÁ GRAF En hvað um húsnæðislán? En bankar veittu líka langtímalán í erlendri mynt. Þau voru um þriðj- ungur erlendra lána til einstaklinga. Meginforsenda lántakenda hér var það hagræði sem hlaust af lágum og óverðtryggðum erlendum vöxtum. Gengissveiflur skila sér ávallt inn í vísitöluna hvort sem er og áhætta lántaka til lengri tíma því engu meiri en hefði innlent lán verið tekið. Þrátt fyrir helmingslækkun krónunnar standa þessir lántakendur oft- ast betur að vígi þegar litið er á heildar- greiðslur en þeir sem innlend lán tóku. Full- yrða má að þessi hópur bæri yfirleitt mjög skarðan hlut frá borði yrði lánunum breytt í innlend lán. Taka má dæmi um 10 milljón króna fasteignalán með jöfnum af- borgunum í svissneskum frönkum og jenum veitt til 30 ára í upphafi árs 2004, um það leyti sem bankar tóku að bjóða slík lán. Höfuðstóll væri nú tæplega 17 milljónir króna. Væri því breytt í óverðtryggt krónulán, vaxtareiknað með innlendum vöxt- um en greiddir vextir og afborganir dregnar frá, væri höfuðstóllinn tæp- ar 16 milljónir. Kynni þá að líta út fyrir að lántakinn hefði eilítið hag- ræði af breytingunni. SJÁ GRAF Helmingsaukning greiðslubyrði Þetta hagræði er hins vegar blekking. Afborganir myndu stór- hækka um leið og ný vaxtaviðmiðun yrði tekin upp, bæði vegna hærri vaxta og vegna þess að við höfuðstól- inn legðust þá vangreiddir vextir og vaxtavextir enda hefðu afborganir samkvæmt erlendu vöxtunum vænt- anlega verið talsvert lægri en ella, í það minnsta lengst framan af. Höf- uðstólsbreyting ein og sér er því rangur mælikvarði. Eina leiðin til að bera saman kostnað af ólíkum lánum er nefnilega sú að líta á heildar- greiðslu vaxta og afborgana yfir lánstímann allan. Sé dæmið skoðað í þessu ljósi sést að við lok lánstímans væru samanlagðar afborganir og vextir af erlenda láninu ríflega 29 milljónir króna miðað við 3% vexti út árið 2010 og 4% eftir það, raungeng- isþróun frá lántökudegi og óbreytt gengi héðan af. Yrði höfuðstól breytt til samræmis við nýfallinn dóm Hæstaréttar en samningsvextir látnir standa yrðu greiðslurnar ríf- lega 15 milljónir. Væri láninu hins vegar breytt skv. dómi héraðsdóms yrðu greiðslurnar tæplega 43 millj- ónir. Þá eru framtíðarvextir eftir 2010 miðaðir við óverðtryggða vexti Seðlabankans eins og þeir hafa að meðaltali verið síðasta áratuginn. Tap lántakans af breytingunni næmi þannig tæpum 14 milljónum króna, um 47% af heildargreiðslum miðað við óbreytt kjör og gengisviðmiðun. Óhagræði af breytingunni er mest hafi lán verið tekið fljótlega eftir að bankar tóku að bjóða upp á erlend lán en minnkar sem nær dregur hruninu. Lántaki sem tók lán sitt snemma árs 2007 yrði þannig fyrir tæplega 10% kostnaðarauka sam- anborið við 47% hjá þeim sem tók lánið 2004. Aðeins þeir sem tekið hefðu lán rétt fyrir hrun hefðu örlít- inn ávinning af breytingunni. Hann gæti þó horfið fljótt ef gengið styrkt- ist á ný eins og margir vænta. Tap lánþega – hagnaður bankanna Þannig er ljóst að standi héraðs- dómurinn verða flestir skuldarar með erlend fasteignalán fyrir veru- legu fjárhagstjóni. Að sama skapi nýtur bankinn mikils hagræðis af því að breyta umræddum lánum í krónulán, verðtryggð eða óverð- tryggð. Því kemur ekki á óvart að bankar hafa nú um hríð boðið tals- verða höfuðstólslækkun gegn slíkri breytingu. Nýfengin niðurstaða hér- aðsdóms getur því tæpast orðið grundvöllur uppgjörs allra gengis- lána. Það stenst vart sjónarmið um neytendavernd að ólögleg samnings- ákvæði verði til þess að samningi sé breytt eftir á til verulegs óhagræðis fyrir neytandann. Eftir Þorstein Siglaugsson » Þannig er ljóst að standi héraðsdóm- urinn verða flestir skuldarar með erlend fasteignalán fyrir veru- legu fjárhagstjóni. Þorsteinn Siglaugsson Höfundur er hagfræðingur. Héraðsdómurinn og ólíkir hagsmunir skuldara Síðastliðinn föstu- dag féll ákaflega sér- stakur dómur í héraðs- dómi í máli Lýsingar gegn skuldara. Þessi dómur var sérstakur fyrir margra hluta sak- ir, og þá sérstaklega fyrir þær sakir að einn dómarinn er giftur manni sem hafði tekjur af því að innheimta stökkbreyttan höf- uðstól gengistryggðra lána, og auðvit- að vill hún ekki missa spón úr aski sín- um, auk þess er sækjandinn í málinu starfsfélagi mannsins hennar og svo vill líka þannig til að starfsfélagi mannsins hennar sem er sækjandi í málinu er giftur Álfheiði Ingadóttur sem er ráðherra í ríkisstjórn og náinn samstarfsmaður Steingríms J. fjár- málaráðherra, þannig að um er að ræða venslatengsl, fjárhagsleg og pólitísk tengsl og hagsmuni, sem varða dómarann beint. Það er samt annað í þessu máli sem er enn athyglisverðara, það er að í þessu máli opinberast meginstefna og markmið núverandi ríkisstjórnar mjög skýrt, því þó að þessi ríkisstjórn viðist vera lin og óstarfhæf þá er hún í raun og veru sannkölluð starfsstjórn, sem vinnur að því dag og nótt að gera tvennt, í fyrsta lagi að auka skuldir og álögur á almenning, helst þannig að hann geti ekki staðið í skilum, og í öðru lagi að afhenda kröfuna erlend- um aðilum. Þetta mynstur er endurtekið alls staðar í þjóðfélaginu, munum t.d. hvernig ránsríkisstjórnin tók á Ice- save, þar eru þessi tvö meginstef ránsríkisstjórnarinnar að verki, að skuldsetja almenning með skuldum sem ekki eru hans og hann getur ekki borgað, og að afhenda kröfuna erlend- um aðilum. Til þess að núverandi ríkisstjórn geti haldið áfram ætlunarverki sínu, þ.e. að skuldsetja þjóðina, þá verður hún að geta haldið áfram að innheimta stökk- breyttan höfuðstól gengistryggðra lána. Sjávarúvegurinn, land- búnaðurinn, heimilin og flest fyrirtæki í landinu eru með stökkbreytt myntkörfulán, og nú er það bara tímaspursmál hvenær er- lendir aðilar eignast það allt, því ránsríkisstjórnin er að afhenda og er í mörgum tilfellum búin að afhenda kröfuna á stökkbreyttu ólöglegu lán- unum í hendurnar á erlendum að- ilum. Ránsríkisstjórnin er byrjuð að af- henda auðlindirnar og hún ætlar sér að sitja áfram þangað til hún er búin að stela öllu sem hægt er að stela af þessari þjóð. Þá er fullveldið bara eft- ir og hún mun afhenda ESB það á silfurfati með þeim orðum að hér sé hvort eð er allt í kaldakoli og engar auðlindir né sjálfsvirðing eftir í eigu þjóðarinnar. Þetta eru stefnumál og starf þess- arar ránsríkisstjórnar. Ef einhver er í vafa þá bið ég viðkomandi að skoða verkin þeirra, það er svo reglulegt munstur að það er ekki hægt að loka augunum fyrir því. Eftir Signýju Hafsteinsdóttur »Ríkisstjórnin ætlar sér að sitja áfram þangað til hún er búin að stela öllu sem hægt er að stela af þessari þjóð. Höfundur er útgefandi. Ránsríkisstjórnin Signý Hafsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.