Morgunblaðið - 31.07.2010, Side 26
26 Minningar
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Ég kynntist Jóni
fyrir nokkrum árum
þegar ég kom fyrst í
heimsókn til hans og
Þuríðar. Fyrstu kynni
gáfu strax furðu nákvæma mynd af
manninum sem nú er farinn og við
söknum öll svo mikið. Jón var róleg-
ur í fasi, hlýlegur og hafði afskap-
lega þægilega nærveru, gestrisinn
og höfðingi heim að sækja. Meira að
segja í augum nýslegins tengdason-
ar með hjartað í buxunum. Stundin
sem margir ungir menn kvíða, að
hitta föður kærustunnar, varð að
sælli minningu í meðförum Jóns.
Og minningarnar um góðan vin
eru margar. Til dæmis öll matar-
boðin þar sem Jón galdraði fram
tælenskar krásir og sá til þess að
glasið manns væri alltaf fullt upp að
brún hið minnsta. Ferðalagið um
Flórída-ríki trónir þó líklega á toppi
minninganna enda mikið ævintýri.
Við þvældumst ásamt Þurý og
Mæju um fúlustu fen og fallegustu
Jón Magnússon
✝ Jón Magnússonfæddist í Reykja-
vík 30. október 1947.
Hann lést á krabba-
meinsdeild Landspít-
alans 16. júlí 2010.
Jón var jarðsung-
inn frá Digra-
neskirkju 27. júlí
2010.
strandlengjur Flórída,
borðuðum krókódíl,
festumst tvisvar í
sömu lyftunni á vondu
hóteli á Miami, geng-
um kílómetra frá veg-
inum inn í Evergla-
des-fenin og leyfðum
framandi skordýrum
að naga okkur, kom-
umst alla leið að
syðsta odda Banda-
ríkjanna á Key West
og keyptum ljótustu
„Hawaii“-skyrtu í
heimi á Jón í apóteki
– mæðgunum til mikils ama. Þó Jón
væri nánast alltaf óaðfinnanlega
klæddur og hreinæktaður sjentil-
maður var hann líka mikill húm-
oristi og rétt nógu stríðinn til að
ferðast um gjörvallt Flórída í
krumpufrírri skyrtu úr gerviefnum
með myndum af bílum og pálma-
trjám.
Við Jón fórum stundum saman að
veiða og góður dagur í fallegu veðri
við Brynjudalsá í fyrrasumar
gleymist seint. Honum var mikið í
mun að ég veiddi minn fyrsta lax í
þeirri ferð, en þrátt fyrir linnulaus-
an barning fram á kvöld voru veiði-
hæfileikar mínir enn ekki nógu
þroskaðir til að uppfylla ósk hans í
það skiptið. Fyrsti laxinn kom ekki
á land fyrr en núna um mitt sumar,
örfáum dögum áður en Jón kvaddi
okkur. Honum hrakaði skyndilega
og var mjög máttfarinn þegar ég
heimsótti hann á spítalann að veiði-
túrnum loknum. Hann brosti þó til
mín, hélt á lofti vísifingri og fagnaði
þannig Maríulaxinum. Þannig mað-
ur var Jón. Hann hugsaði alltaf
fyrst og fremst um sína nánustu
jafnvel þegar hann átti sem erfiðast.
Undir lokin barðist hann, held ég,
frekar fyrir fjölskylduna en sjálfan
sig, rétt eins og hann hafði alla tíð
gert með mikill vinnu og ósérhlífni.
Mestu mennirnir eru ekki þeir
sem hafa hæst heldur þeir sem
hugsa vel um það sem að þeim snýr
og smita út frá sér jákvæðni og
styrk. Ef fleiri væru eins og Jón
væru vandamál heimsins færri og
smærri.
Ég er glaður að ég fékk að kynn-
ast Jóni.
Sveinn Jóhannesson Kjarval.
Elskulegur tengdafaðir minn er
látinn og missir fjölskyldunnar mik-
ill. Undanfarna daga hefur verið
legið yfir myndum og rifjaðar upp
skemmtilegar og dýrmætar stundir.
Minningarnar eru margar og ljúfar
enda Jón mikill fjölskyldumaður.
Ánægðastur var hann þegar öll fjöl-
skyldan var saman komin til að
borða, spjalla og spila og ekki var
verra ef Bítlarnir fengu að hljóma í
græjunum líka. Hann kunni svo
sannarlega að meta fjölskylduna
sína og stóð vel með börnum sínum
alla tíð.
Það voru hlýir og hjálpsamir
Kallið er komið,
komin er nú stundin,
vinaskilnaðar við-
kvæm stund.
Vinirnir kveðja
vininn sinn látna,
er sefur hér hinn síðsta blund.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
Grátnir til grafar
göngum vér nú héðan,
fylgjum þér, vinur. Far vel á braut.
Guð oss það gefi,
glaðir vér megum
þér síðar fylgja’ í friðarskaut.
(Vald. Briem.)
Elsku Vippa, takk fyrir hvað þú
varst yndisleg við okkur. Minning
þín lifir í hjörtum okkar um
ókomna tíð.
Aníta Rut og Agnes Lóa
Gunnarsdætur.
Horfin er á braut yfir móðuna
miklu yndisleg vinkona og sam-
ferðamaður.
Þar sem Vippa mætti var ávallt
glatt á hjalla og lágum við iðulega í
hláturkasti þar sem frásagnargleði
hennar var einstaklega fyndin og
skemmtileg. Vippa háði erfiða bar-
áttu við illvígan sjúkdóm sem hún
að lokum þurfti að lúta í lægra
haldi fyrir. Ekki leið sá dagur hjá
þessari elsku öðruvísi en hún
spyrði frétta af öllum í kringum sig
þrátt fyrir veikindi sín.
Megi góður guð varðveita þig.
Vilborg Pétursdóttir
✝ Vilborg Péturs-dóttir fæddist í
Reykjavík 24. júlí
1943. Hún lést á líkn-
ardeild Landspítalans
í Kópavogi 19. júlí
2010.
Útför Vilborgar
var gerð frá Kópa-
vogskirkju 27. júlí
2010.
Elsku Siggi, Pétur,
Halli og fjölskyldur
og aðrir ástvinir, ég
votta ykkur mína
dýpstu samúð.
Farðu í friði, elsku
Vippa.
Þórunn Berg-
lind (Tóta).
Nú er komið að
kveðjustund, Vippa
mín, þessi veikindi
eru á enda. Maðurinn
með ljáinn hafði vinn-
inginn og eftir sitjum við með sorg
og allar góðu minningarnar sem þú
hefur stráð allt um kring. Svo ekki
sé minnst á allar gleðistundirnar
með þér og systkinum þínum og
fjölskyldum.
Þetta sæti verður aldrei fyllt á
ný en við getum einungis stuðst við
þær minningar sem við geymum.
Með hlýjum hug hugsum við til
þeirra stunda á Heylæk, þar sem
þið hjónin unnuð þrekvirki við að
skapa þá paradís sem þar hefur
orðið til.
Nú hverfi oss sviðinn úr sárum
og sjatni öll beiskja í tárum,
því dauðinn til lífsins oss leiðir,
sjá, lausnarinn brautina greiðir.
Þótt líkaminn falli að foldu
og felist sem stráið í moldu,
þá megnar Guðs miskunnarkraftur
af moldum að vekja hann aftur.
Í jörðinni sáðkornið sefur,
uns sumarið ylinn því gefur.
Eins Drottinn til dýrðar upp vekur
það duft, sem hér gröfin við tekur.
Sá andi, sem áður þar gisti
frá eilífum frelsara, Kristi,
mun, leystur úr læðingi, bíða
þess líkams, sem englarnir skrýða.
Og brátt mun sá konungur kalla,
sem kemur að fylla von alla.
Hann græðir á fegurri foldu
þau fræ, er hann sáði í moldu.
(Sigurbjörn Einarsson)
Elsku Vippa, minning þín lifir í
hjörtum okkar um alla eilífð.
Við biðjum Guð að gefa Sigga,
Pétri, Halla og fjölskyldum þeirra
sem og okkur öllum styrk til að
takast á við sorgina.
Guð geymi þig, elsku Vippa.
Jóhann og Heiðar.
Hinsta kveðjustund er runnin
upp, mín kæra vinkona. Fráfall
þitt er mér þungt og það er mér
óhugsandi að heyra ekki hlátur
þinn á ný en í hjarta mér og huga
ómar hann.
Frá því að við kynntumst fyrir
um 25 árum síðan í gegnum Lions
höfum við farið saman í margar
ferðirnar bæði innanlands sem ut-
an. Það eru líka ófáar uppákom-
urnar sem við brölluðum saman og
þá er skemmst að minnast klúbb-
ferðanna á Heylæk þar sem settar
voru upp heilu sýningarnar. Sú síð-
asta sem við skipulögðum var
ABBA og mun hún bíða betri tíma
þar til við hittumst á ný.
Elsku vinkona, það eru fáir sem
geta státað af því að hafa verið
jafnmiklir gleðigjafar og þú. Öll
þau ár sem við vorum samferða
eru í minningunni full af hlátri þín-
um en líka umhyggju, trausti og
virðingu.
Vinátta okkar var mjög traust
og aldrei bar skugga á hana og ég
er þér svo þakklát fyrir samfylgd-
ina, trúnaðinn og gleðina.
Mig langar líka að nefna litlu
prinsessukjólana sem þú færðir
ömmustelpunum mínum frá Am-
eríku við fæðingu þeirra. Alltaf
fylgdist þú með dætrum mínum og
barnabörnum og bauðst þau vel-
komin þegar þau voru á faralds-
fæti og langaði að gista í sælureit-
num ykkar Sigga á Heylæk.
Heylækur var sameiginlegt
áhugamál ykkar hjóna og það var
yndislegt að sjá ykkur snuddast
saman í kringum lundina sem þið
gróðursettuð af svo mikilli natni.
Síðasta sumar eyddum við hjón-
in ófáum helgum með ykkur Sigga
að Heylæk og geymum við þær
minningar og varðveitum djúpt í
hjörtum okkar.
Það var aldrei lognmolla í kring-
um þig heldur mikill hlátur og
gleði.
Veikindum þínum tókstu líka af
þínum alkunna húmor og með
þinni einstöku orðheppni. Það var
mér ómetanlegt að fá að vera til
staðar fyrir þig í veikindum þínum
og fá að taka þátt í gleði þinni og
sorg sem þeim fylgdu.
Elsku Siggi, Pétur, Halli, Sigga
og fjölskyldur, við Daníel færum
ykkur hugheilar samúðarkveðjur
við fráfall okkar ástkæru Vippu og
biðjum góðan Guð að vernda ykkur
og styðja á erfiðum tíma.
Jórunn og Daníel.
Fleiri minningargreinar um Vil-
borgu Pétursdóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
JÓHANN A. GUNNLAUGSSON
fyrrv. kaupmaður,
Skúlagötu 40,
sem andaðist á Droplaugarstöðum laugardaginn
24. júlí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju
þriðjudaginn 3. ágúst kl. 13.00.
Ása Jónsdóttir,
Ingi Valur Jóhannsson, Ragnheiður Harðardóttir,
Jón Friðrik Jóhannsson, Guðrún Geirsdóttir,
Gunnlaugur Helgi Jóhannsson, Áslaug Einarsdóttir,
Gunnar Einar Jóhannsson, Linda Björk Bentsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og
útför,
ÞÓRUNNAR ÁRNADÓTTUR,
Seli í Grímsnesi.
Aðalbjörg Skúladóttir,
Halldóra Þórdís Skúladóttir,
Árni Kristinn Skúlason,
Sigrún Guðmundsdóttir, Kristján Sigtryggsson,
Unnur Ása Jónsdóttir, Skúli Kristinsson.
✝
Þökkum innilega auðsýnda aðstoð, samúð og
heiður við andlát og útför ástkærrar móður okkar,
SVANDÍSAR ÁSMUNDSDÓTTUR,
Hvassaleiti 58,
Reykjavík,
sem andaðist á líknardeild Landspítalans
mánudaginn 5. júlí.
Jakob Ágúst Hjálmarsson,
Martha Ásdís Hjálmarsdóttir,
Hera Hjálmarsdóttir
og fjölskyldur.
✝
Okkar innilegustu þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð, hlýhug og virðingu við andlát og útför
elskulegrar móður, tengdamóður, ömmu,
langömmu og langalangömmu,
SONJU B. HELGASON,
Bakkaseli 15,
Reykjavík.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Droplaugarstaða fyrir hlýja og góða umönnun.
Helgi Þór Axelsson, Guðfinna B. Helgadóttir,
Erla Björk Axelsdóttir, Guðfinnur R. Kjartansson,
Ósk Axelsdóttir, Sigurjón Sigurðsson,
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð,
hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegs
eiginmanns, föður, tengdaföður, sonar,
tengdasonar og afa,
JAKOBS KRISTINSSONAR,
Ránargötu 25,
Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Grenihlíðar á
dvalarheimilinu Hlíð fyrir hlýja og góða umönnun.
Jóhanna Maríanna Antonsdóttir,
Ragnheiður Jakobsdóttir, Rúnar Hermannsson,
Lilja Jakobsdóttir, Sævar Ísleifur Benjamínsson,
Anna Jakobsdóttir,
Kristinn Frímann Jakobsson, Guðrún S. Þorsteinsdóttir,
Elín Árnadóttir,
Ragnheiður Árnadóttir, Anton Baldvin Finnsson,
Baldvin, Steinunn Alda, Hermann Helgi,
Maríanna Vilborg og Atli Jakob.