Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 29
Dagbók 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Orð dagsins: Þú hefur frá blautu
barnsbeini þekkt heilagar ritningar.
Þær geta veitt þér speki til sáluhjálpar
fyrir trúna á Krist Jesú. (2. Tím. 3, 15.)
Krossgáta
Lárétt | 1 grískur bók-
stafur, 4 næða, 7 skoðaði
vandlega, 8 á spjóti, 9 spil,
11 sleit, 13 óánægjuhljóð,
14 matnum, 15 kostar
ekkert, 17 blíð, 20 sár, 22
matreiðslumanns, 23
slitni, 24 gabbi, 25 öskri.
Lóðrétt | 1 hreinsar, 2
áhalds, 3 lengdareining,
4 eimur, 5 komu út, 6
sigar, 10 klakinn, 12
hæfur, 13 vindblær, 15
einföld, 16 urg, 18 kon-
ungur, 19 digri, 20 tjón,
21 mýrarsund.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 tilgreina, 8 smuga, 9 rífur, 10 tíð, 11 ranga, 13
innar, 15 besta, 18 illar, 21 kið, 22 rætur, 23 játað, 24
titringur.
Lóðrétt: 2 Iðunn, 3 glata, 4 eirði, 5 nefin, 6 ósar, 7 frúr,
12 get, 14 Níl, 15 borð, 16 sótti, 17 akrar, 18 iðjan, 19
látnu, 20 ræða.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
(21. mars - 19. apríl)
Hrútur Þú ert skýjum ofar því draumar
þínir eru við að rætast. Dagurinn er til-
valinn til hópvinnu eða fundahalda. Slak-
aðu vel á í kvöld.
(20. apríl - 20. maí)
Naut Þú heyrir hugsanlega eitthvert
slúður um vin í dag. Lokaðu bara eyr-
unum. Hamingjan eltir þig á röndum
seinni part ársins. Ferðalag er í kort-
unum.
(21. maí - 20. júní)
Tvíburar Það getur verið ákaflega gefandi
að sinna öðrum þörfum en sínum eigin.
Ekki er víst að allir skilji það, en það
skiptir engu máli. Þú ferð það sem þú
ætlar þér.
(21. júní - 22. júlí)
Krabbi Settu það í forgang að hlúa að þín-
um nánustu því þá ertu um leið að hlúa að
sjálfum þér. Hafðu hljótt um áform þín.
Erjur nágranna snerta þig ekki.
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljón Þér gengur betur í dag en í gær.
Hlutir sem eru spennandi núna þarfnast
eftirfylgni og mikillar vinnu.
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyja Þú ert eitthvað líflaus þessa dag-
ana og þarft að hvíla þig betur til að
koma þér í gang. Nærvera skapandi fólks
hjálpar og tryggir eftirminnilega helgi.
(23. sept. - 22. okt.)
Vog Þér hefur vegnað vel og horfir nú
björtum augum fram á veginn. Ef fram-
farir stöðvast er ekki til nokkurs að reyna
að berjast gegn því í bili.
(23. okt. - 21. nóv.)
Sporðdreki Það er margt á döfinni hjá
þér, bæði í einkalífi og á vinnustað. Taktu
nýjum möguleikum með opnum huga.
Vonandi að fólkið í kringum þig sé á sama
máli.
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaður Þú hefur látið aðra ganga fyrir
og nú er kominn tími til þess að þú sinnir
þér. Loks færðu tækifæri til að sinna
verkefnum sem hafa setið á hakanum.
(22. des. - 19. janúar)
Steingeit Mundu að öll mál hafa tvær
hliðar, ef ekki fleiri. Stattu af þér storm-
inn og þá munt þú standa uppi sem sig-
urvegari. Ekki láta glepjast í verslunum.
(20. jan. - 18. febr.)
Vatnsberi Þú þarft fyrr eða síðar að horf-
ast í augu við staðreyndir. Afstaða him-
intungla fyllir þig orku, ákveðni og fram-
takssemi.
(19. feb. - 20. mars)
Fiskar Allt fer eins og það á að fara. Var-
astu að ofkeyra þig. Hvíldu þig um
helgina, ef þú getur. Einhver náinn kem-
ur þér virkilega á óvart.
Stjörnuspá
31. júlí 1914
Morgunblaðið sagði frá því að
fyrri heimsstyrjöldin hefði
hafist daginn áður. Fyrirsagn-
irnar voru svohljóðandi: „Alls-
herjarstyrjöld. Allt komið í bál
og brand.“
31. júlí 1927
Erlingur Pálsson yfirlög-
regluþjónn synti úr Drangey
til lands á 4 klukkustundum og
25 mínútum. Talið er að Er-
lingur hafi verið fyrstur til að
synda þessa leið síðan Grettir
Ásmundarson gerði það árið
1030. Fjórir aðrir þreyttu
Grettissund á tuttugustu öld.
31. júlí 1955
„Lög leikin fyrir ferðafólk“
voru á dagskrá Ríkisútvarps-
ins í fyrsta sinn um versl-
unarmannahelgina. Í frétta-
tilkynningu var sagt að
ferðafólk vildi gjarnan „hlusta
á fjörlega tónlist til styttingar
tímanum meðan það ekur í bif-
reiðum víða vegu“.
31. júlí 1999
Mick Jagger birtist óvænt á
Ísafirði, ferðaðist á snekkju
um Hornstrandir og fór víðar.
„Af öllu ótrúlegu þá hefði mér
fundist það ótrúlegast að eiga
eftir að hitta Mick Jagger á
götuhorni á Ísafirði,“ sagði
Ólafur Helgi Kjartansson
sýslumaður og aðdáandi Roll-
ing Stones í 36 ár í viðtali við
Morgunblaðið.
31. júlí 2009
Handrit Árna Magnússonar
voru skráð á heimslista
UNESCO yfir merkustu menn-
ingarminjar heims. Þau eru
um þrjú þúsund og flest frá
miðöldum.
Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson
Þetta gerðist…
Hafsteinn Steindórsson er sjötíu og fimm ára í
dag. Hafsteinn starfaði sem fangavörður og er
m.a. fyrrverandi varðstjóri á Litla-Hrauni. Haf-
steinn býr á Selfossi.
Þegar Morgunblaðið náði tali af Hafsteini var
hann við akstur á sænskri hraðbraut með fjöl-
skyldu sinni en hann hyggst halda upp á afmælið í
Svíþjóð.
„Ég fór með konu minni og dóttur en tvær dæt-
ur mínar eru hérna úti í Svíþjóð,“ segir Hafsteinn
sem vildi eyða afmælisdeginum erlendis. „Þetta
var bara ákveðið að vera ekki heima þegar ég
varð 75 ára.“
Hafsteinn kveðst hafa upplifað margt á afmælisdögum sínum en
þeir hafa gjarnan verið um verslunarmannahelgi. „Jú, ég hef átt af-
mæli á þessum degi núna í 75 ár. Ég hef náttúrlega séð margt á af-
mælinu,“ segir Hafsteinn. Hann segir eftirminnilegasta afmælisdag
sinn vera sextugsafmælisveisluna en þar hafi mikið verið sungið.
„Þá komu þeir alls staðar að og sungu. Bræður mínir voru miklir
söngmenn, frændur og aðrir. Það verður ekki núna. Núna bara keyr-
um við þessar hraðbrautir í Svíþjóð.“ jonasmargeir@mbl.is
Hafsteinn Steindórsson 75 ára
Þeysist á sænskri hraðbraut
Víkverji hefur lagst yfir skrif sínog komist að því að hann er
nokkuð hrifgjarn. Í raun er hann
mjög hrifgjarn. Til að mynda heldur
hann bæði með Liverpool og Man-
chester United í ensku deildinni. Ef
flett er í tveggja ára gömlum skrif-
um Víkverja kemur í ljós að þá hélt
hann bæði með Arsenal og Chelsea.
x x x
Víkverji hefur þá haft mismun-andi skoðanir á ýmsum málum.
Fyrir stuttu birtist til dæmis frásögn
af knæpuhófi Víkverja og Norð-
manna en áður hefur Víkverji látið
þá skoðun sína í ljós að hann hefur
óbeit á Norðmönnum. Þannig er
Víkverji frekar ósamkvæmur orðum
sínum og stendur sjaldnast við þau.
Hann hefur samt skoðun á flestu.
x x x
Þeir sem þekkja Víkverja per-sónulega vita að hann er ljúf-
asta skinn. Hann er glaðbeittur og
ljúfur viðmóts en hvass í skoðunum.
Sumir vilja meina að hann nöldri
fullmikið en Víkverji stendur með
skoðunum sínum þó hann standi
ekki sérlega fastur á þeim. Víkverji
er þannig dálítið valtur.
x x x
Víkverji hefur áður lýst því yfir aðþjóðhátíð í Vestmannaeyjum sé
ekki hátíð fyrir einstaklinga af hans
kalíberi. Nú hins vegar hefur Vík-
verji ákveðið að fara til eyja. Vík-
verji er það hrifgjarn að þegar tug-
þúsundir streyma til eyja getur hann
ekki lengur setið og gert ekki neitt.
Víkverji kann nefnilega að lifa lífinu
en engar áhyggjur, Víkverji fer til
eyja með gagnrýnina að vopni. Þess
má vænta að Víkverji greini frá
þeirri upplifun sinni á næstunni.
x x x
Víkverji vonar að umferðin farivel fram um helgina. Flestir Ís-
lendingar móðgast út í þá sem keyra
of hratt en keyra svo sjálfir eins og
brjálæðingar. Þeir eru nefnilega
flestir eins og Víkverji. Hafa skoðun
á flestu en fylgja henni sjaldnast eft-
ir í verki. víkverji@mbl.is
Víkverjiskrifar
Sudoku
Frumstig
9 4 3
3 4 6 8
1 2 6
1
3 9 4
6 5
1 5 3 9
9 8 2 6 1
8 6 2 1
1 3 6
6 2 3
5 8 7
7 5
3 5 6
8
2 1 7 4
9 1 7 8
6 1 7 2
8
5 7
9 2 3
3 7 8
6 1 9
7 3
1 8 5
9 3 6 5 7 4 2 8 1
5 7 1 8 2 3 4 6 9
8 4 2 1 9 6 3 5 7
7 6 5 2 8 1 9 4 3
2 8 9 4 3 5 7 1 6
3 1 4 7 6 9 5 2 8
4 5 8 9 1 7 6 3 2
1 9 3 6 5 2 8 7 4
6 2 7 3 4 8 1 9 5
4 9 6 7 3 2 1 5 8
7 3 5 1 6 8 9 2 4
1 8 2 5 4 9 6 3 7
3 6 8 2 7 1 4 9 5
2 5 7 4 9 6 3 8 1
9 4 1 3 8 5 2 7 6
8 1 4 9 5 3 7 6 2
5 2 3 6 1 7 8 4 9
6 7 9 8 2 4 5 1 3
4 5 8 9 1 6 3 7 2
3 7 9 5 4 2 6 8 1
2 1 6 3 8 7 4 9 5
5 4 1 8 9 3 2 6 7
7 8 2 4 6 5 1 3 9
6 9 3 7 2 1 8 5 4
9 3 4 2 7 8 5 1 6
8 6 7 1 5 4 9 2 3
1 2 5 6 3 9 7 4 8
Efsta stigMiðstig Lausn síðustu sudoku
Þrautin felst í því að fylla
út í reitina þannig að í
hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að
gerast þannig að hver níu
reita lína bæði lárétt og
lóðrétt birti einnig tölurnar
1-9 og aldrei má tvítaka
neina tölu í röðinni.
Í dag er laugardagur 31. júlí,
212. dagur ársins 2010
Skák
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
1. f4 d5 2. Rf3 Bf5 3. e3 e6 4. b3
Rf6 5. Bb2 Bd6 6. Be2 O-O 7. O-O
Rbd7 8. d3 c6 9. De1 Dc7 10. Rh4
a5 11. Kh1 Db6 12. Bf3 Bc5 13. e4
Bg4 14. e5 Bxf3 15. exf6 Bh5
Staðan kom upp í grísku
deildarkeppninni sem lauk fyrir
skömmu. Dimitrios Ladopoulos
(1872) hafði hvítt gegn Fragkis-
kos Tsiros (1736). 16. g4! hvítur
vinnur nú mann. 16…Bd4 17.
Bxd4 Dxd4 18. c3 Dxd3 19. fxg7
Kxg7 20. gxh5 De4+ 21. Dxe4
dxe4 22. Rd2 f5 23. Rc4 Rc5 24.
Had1 Rd3 25. Rf3 Hfd8 26. Rd4
Kf6 27. Hd2 c5 28. Rb5 Hg8 29.
Re3 Hg7 30. Rd6 Hd8 31. Rdc4
Hgd7 32. Rxa5 b6 33. Rac4 b5 34.
Ra3 Rf2+ 35. Hdxf2 og svartur
gafst upp.
Hvítur á leik.
Brids
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Tvær alkröfur.
Norður
♠10
♥--
♦KDG1085
♣ÁKD654
Vestur Austur
♠G8732 ♠54
♥G754 ♥10982
♦942 ♦Á763
♣7 ♣G109
Suður
♠ÁKD96
♥ÁKD63
♦--
♣832
Suður spilar 7♣ dobluð.
Það er umdeilanlegt hvort þrír
efstu fimmtu í tveimur litum dugi í
alkröfu, en Doug Doub taldi svo
vera. Hann seildist í sagnboxið og
dró upp miðann með 2♣. Spilið er
frá landsliðskeppni Bandaríkja-
manna. Adam Wildavsky í norður
trúði vart eigin augum, enda sjálfur
með alkröfuopnun. Hann lét þó á
engu bera og hleraði með 2♦. Doub
sagði 2♠ og Wildavsky sýndi tíg-
ulinn með 3♦. Doub kom hjartalitn-
um á framfæri, en nú var Wil-
davsky farið að leiðast þófið og
stökk í 7♣.
„Dobl!“ Austur ætlaði ekki að
missa af neinu og doblaði út á tíg-
ulásinn – vildi fá út tígul. Vestur
kom út í tígli, eins og um var beðið,
en það kom vörninni að litlu haldi:
2330 í N-S.
Nýbakaðir
foreldrar?
Sendið mynd af
barninu til birtingar í
Morgunblaðinu
Frá forsíðu mbl.is er einfalt
að senda mynd af barninu
með upplýsingum um
fæðingarstað, stund, þyngd,
lengd, ásamt nöfnum
foreldra. Einnig má senda
tölvupóst á barn@mbl.is