Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 30
30 Dagbók
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Samheitalyf
Í sjónvarpinu í gær-
kvöldi sagði fulltrúi Ac-
tavis að ekki væri hætt
að framleiða lyf nema
fáir notuðu þau. Þetta
er ekki rétt. Mjög
margt eldra fólk hefur
árum saman notað blóð-
þrýstings- og vatnslos-
andi lyfið Hydramil.
Sjálf hef ég tekið eina
töflu á dag af þessu lyfi
í 30 ár og það hefur
haldið blóðþrýstingi
mínum og bjúg full-
komlega í lagi. Fram-
leiðslu þess var hætt og í staðinn
kom samheitalyfið Miloride sem af-
greiðslufólk í apótekum fullyrti að
væri alveg eins.
Þessu lyfi fylgja alveg hræðilegar
aukaverkanir. Ég fæ svima, óþolandi
höfuðverk og sjóntruflanir af að taka
þetta lyf. Ég bað lækninn minn um
eitthvað annað, en
hann sagði að það væri
ekki til. Ég spurði þá
hvort ég gæti fengið
Hydramil erlendis en
hann sagði að það væri
framleitt hér á landi.
Hydramil hefur
gegnum árin verið
mjög ódýrt, en hefur
þó hækkað nokkrum
sinnum. Persónulega
skiptir það mig öllu að
fá þetta lyf, ekki hvað
það kostar. Mig langar
að leggja spurningu
fyrir Actavis: Fyrst
þið þurftuð að hætta
að framleiða Hydra-
mil, hvers vegna gátuð þið ekki haft
samheitalyfið nákvæmlega eins?
Hvað get ég gert í þessari stöðu?
Með kveðju,
Unnur Konráðs.
Ást er…
… að hvert stefnumót
sé jafn spennandi og
það fyrsta.
Velvakandi
Grétar Snær Hjartarson sendiumsjónarmanni kveðju:
„Ég hef haft mikla ánægju af
„Vísnahorni“ þínu í Morg-
unblaðinu og því langar mig til
að þakka fyrir mig með því að
senda þér nokkrar vísur eftir vin
minn Lárus Þórðarson, ef þú
skyldir hafa einhverja ánægju
af.“
Og bréfið er svohljóðandi, en
fleiri vísur Lárusar munu gleðja
lesendur á næstunni:
„Mosfellingurinn Lárus
Þórðarson söng í kirkjukór Lága-
fellssóknar. Hann var orðinn leið-
ur á að heyra sífellt lesna þessa
sömu bæn sem flutt var í messu-
lok og samdi aðra:
Héðan aftur heim ég fer
frá hugarvillu snúinn,
drottinn Guð ég þakka þér
að þessi messa er búin.
Þegar Lárus stóð í húsbygg-
ingum á sínum tíma, vantaði hann
aðstoð við parketlögn og hringdi í
vin sinn og sagði formálalaust:
Þar sem ég býð hvorki þurrt né vott
og þarf ekki að hugsa um borgun,
þá held ég mér þætti nú helvíti gott
að hafa þig hérna á morgun.
Lárus fór til altaris við helgi-
stund á Reykjalundi, en fannst
messuvínið naumt skammtað. Hann
sneri sér að presti, spennti greipar
og sagði:
Afar rýr er sérhver sopi
svekktir þeir sem fá þetta.
Það er varla að detti dropi
Drottinn ætti að sjá þetta.
Samkennari Lárusar við Álfta-
mýrarskóla þótti nokkur þverhaus
og var einnig mikill talsmaður þess
að kennarar segðu sig úr BSRB.
Í kosningum ávallt hann krossar við D
og kynlegar skoðanir lætur í T,
og nú vill hann ganga úr BSRB,
mikill bölvaður þrákálfur held ég hann C.“
Vísnahorn pebl@mbl.is
Af Lárusi og messum
Að skrifa minningagrein
Ekkert gjald er tekið fyrir birtingu minningagreina.
Þær eru einnig birtar á www.mbl.is/minningar.
Skilafrestur minningagreina er á hádegi tveimur virkum
dögum fyrir útfarardag, en á föstudegi vegna greina til
birtingar á mánudag og þriðjudag.
Fjöldi greina í blaðinu á útfarardag ræðst af stærð blaðsins
hverju sinni en leitast er við að birta allar greinar svo fljótt
sem auðið er. Hámarkslengd minningagreina er 3.000
tölvuslög með bilum. Lengri greinar eru vistaðar á vefnum,
þar sem þær eru öllum opnar.
Stórfjölskylda Hér eru samankomnir fimm ættliðir í beinan kvenlegg, en það
er ættmóðirin Ásta Ólafsdóttir (lengst til hægri og talið til vinstri), Sigurbjörg
Helga Stefánsdóttir, Ásta Jensdóttir, Tara Sif Heimisdóttir, og heldur hún á
yngstu konu ættarinnar Ástu Lilju Jónsdóttur. Ættmóðirin Ásta Ólafsdóttir
verður níræð í janúar á næsta ári en Ásta Lilja Jónsdóttir verður ársgömul í
september á þessu ári.
Grettir
Smáfólk
Hrólfur hræðilegi
Gæsamamma og Grímur
Úthverfið
Kóngulóarmaðurinn
Ferdinand
ÞÚ ÞARFT AÐ ÞRÍFA
BLETTINA Í LOFTINU
EN ÞAÐ ER EKKI
MJÖG AUÐVELT
ÉG VILDI AÐ ÉG GÆTI
GLEYMT ÖLLUM
LEIÐINDUNUM
HELGA, ÞAÐ
ER EKKI SATT...
ÉG ÞOLI
ÞETTA EKKI
LENGUR!
ÉG GERI EKKI
ANNAÐ EN AÐ
ELDA! ELDA!
ELDA!
ÞÚ EYÐIR LÍKA
DEGINUM Í AÐ ÞRÍFA,
ÞVO OG STRAUJA
ÉG SÉ AÐ
GRÍMUR
GENGUR
ENNÞÁ MEÐ
ELVIS-
HÁRKOLLUNA
JÁ, ÉG
TÓK EFTIR
ÞVÍ
ÉG HELD
SAMT AÐ ÞAÐ
SÉ FARIÐ AÐ
STÍGA HONUM
TIL HÖFUÐS
NÚ? HÉRNA...
HALTU Á
TREFLINUM
ÉG TRÚI ÞVÍ EKKI
AÐ BÍLLINN OKKAR
HAFI VERIÐ DREGINN
VIÐ NÁUM
BARA Í HANN OG
FÖRUM HEIM
VIÐ ÞURFUM AÐ KOMAST Í
BÍLAGEYMSLU LÖGREGLUNNAR
Í AUSTURBÆNUM
ÞAÐ LÍTUR
EKKI ÚT FYRIR
AÐ ÞETTA VERÐI
AUÐVELT
HVAÐ ERUM
VIÐ AÐ BORGA
BARNAPÍUNNI?
Í AUSTURBÆINN?
UM MIÐJA
NÓTT?
MIG LANGAR AÐ VITA
HVERNIG HANN LÍTUR ÚT...
UNDIR GRÍMUNNI!KÓNGULÓARMAÐURINN, DASAÐUR
EFTIR HÖGGIÐ FRÁ ELECTRO, LIGGUR
ÓSÉÐUR Í HÚSASUNDI...
EÐA NÆSTUM ÓSÉÐUR...
Svarað í síma 5691100 frá 10–12
velvakandi@mbl.is