Morgunblaðið - 31.07.2010, Qupperneq 33
Menning 33FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. JÚLÍ 2010
Í tilefni af góðviðri og hlýjum
straumum mun Nýhil höfunda-
forlag efna til götusölu á útgáfu-
verkum sínum í miðbæ Reykjavíkur
um helgina. Útsendarar rithöf-
undaforlagsins munu sitja fyrir
góðborgurum á hverju götuhorni
og pranga inn á þá bókverkum sín-
um, segir á facebook-síðu götusöl-
unnar.
Götusala Nýhil í mið-
borginni um helgina
Fólk
Fyrri hluti tónlistarhátíðarinnar Pönk á Patró
fór fram í Sjóræningjahúsinu á Patreksfirði í lok
júní og fer annar hluti hennar fer fram laugar-
daginn 7. ágúst næstkomandi. Hátíðin gengur út
á virka þátttöku barna og unglinga sem gefst
kostur á að eyða laugardegi með hljómsveit
dagsins. Það var hljómsveitin Pollapönk sem
reið á vaðið með tónlistarsmiðju fyrir yngri kyn-
slóðina og tónleikum á fyrri hluta hátíðarinnar
og vakti mikla lukku gesta á öllum aldri.
Jóhann Ágúst Jóhannsson, skipuleggjandi
Pönks á Patró, segir að fyrri hlutinn hafi heppn-
ast ótrúlega vel.
„Ég er mjög ánægður með að hafa gert þetta.
Það var svo gaman að sjá ungu kynslóðina upp-
lifa tónlist á sínum forsendum. Strákarnir í
Pollapönkinu stóðu sig líka frábærlega. Sömdu
t.d. lag með krökkunum sem fjallaði um sjóræn-
ingja sem var vel við hæfi í Sjóræningjahúsinu.“
Um næstu helgi er það hjómsveitin Amiina
sem kemur fram ásamt tónlistarmanninum 7oi.
Amiina mun flytja frumsamda tónlist við sígildar
hreyfiklippimyndir Lotte Reiniger um þau
Þyrnirós, Öskubusku og Aladdín. Frítt er inn á
dagskrá og tónleika dagsins en inn á kvöld-
tónleikana kostar 1000 krónur fyrir fullorðna.
Boðið verður upp á pössun fyrir foreldrana í
Skjaldborgarbíóinu á meðan krakkarnir pönkast
í tónlistarsmiðjunni. Að þessu sinni er það mynd-
in Heima um tónleikaferð hljómsveitarinnar Sig-
ur Rós um Ísland árið 2006 sem verður sýnd.
matthiasarni@mbl.is
Aftur boðið upp á pössun fyrir foreldrana á Patró
Ljósmynd/MÁI
Amiina Spilar undir myndum Lotte Reiniger.
Innipúkinn í Reykjavík og Sum-
argleði Kimi records, sem verður á
Ísafirði um helgina ætla að sama-
eina krafta sína og samnýta nokkra
listamenn sem ferðast munu á milli
Ísafjarðar og Reykjavíkur. Loftbrú
hefur verið byggð á milli og munu
Snorri Helgason og Nolo fara frá
Ísafirði og spila á Innipúkanum á
laugardag og á sama tíma kemur
hljómsveitin Æla vestur á Sum-
argleðina. Retro Stefson mun síðan
fljúga til Reykjavíkur á sunnudags-
morgun og taka þátt í Innipúk-
anum. Á Ísafirði á laugardagskvöld
mun síðan Stjörnuryk bætast í hóp-
inn ásamt rapparanum Sesari A.
Innipúkinn og Sumar-
gleðin byggja loftbrú
Ball-hljómsveitin Mono gaf á
dögunum út sína fyrstu breiðskífu.
Platan inniheldur þekkta ball- og
partíslagara og koma margir þjóð-
kunnir einstaklingar fram sem
gestasöngvarar, þar á meðal
Magni, Matti Idol, Árni Johnsen og
Sjonni Brink. Platan er frí til nið-
urhals á vefslóðinni monotonlist.is.
Ný plata frá ball-
hljómsveitinni Mono
Kvikmyndahúsið Regnboginn
er ekki enn búið að gefa upp öndina
og nú vinna félgasamtökin Regn-
boginn kvikmyndasetur að því að
safna húsgögnum sem nýst gætu
kvikmyndahúsinu fræga.
Þeir sem hafa áhuga á að gefa
húsgögn geta sent mynd af þeim í
tölvupóst á netfangið regnbog-
inn.kvikmyndasetur@gmail.com.
Safna húsgögnum
í Regnbogann
„Tónlistin sem við spilum á rætur að rekja til
hefðbundnari þjóðlagatónlistar í Gíneu-Bissau en
við höfum átta tungumál með mismunandi hefðir
og tónlistin kemur þannig úr suðupottinum sem
menningin á svæðinu er.“
Endurvakin í Reykjavík
Hljómsveitin hafði sem áður segir lagt upp laup-
ana árið 1996 en það var í Reykjavík sem hug-
myndin kviknaði að endurvakningu. „Íslenskir vin-
ir okkar hjálpuðu okkur að finna fjármögnun og við
slógum til og allir voru mjög spenntir,“ segir Zé og
hlær góðlátlega en auðheyranlegt er að þeir í
hljómsveitinni eru spenntir fyrir ýmsu hér á landi.
„Ísland er mjög áhugavert, við ætlum að ferðast
um landið og skoða ýmsa staði sem Geir fer með
okkur á. Mig langar til þess að sjá eldfjallið,“ segir
Zé og hlær sem fyrr en ekki er að furða vingjarn-
legt viðmót Afríkumannsins frá vingjarnlega land-
inu ef marka má orð heimamanna sem allir bera því
vel söguna.
Gekk kátur út í sumarnóttina
Hljómsveitin kynnir okkur fyrir skemmtilegum
hljóðfærum og ætlar sér að halda líflega tónleika.
Stærstu tónleikar hennar verða á Nasa og er þeirri
dagskrá lýst sem afrískri tónlistar- og dansveislu.
Ef eitthvað má marka umsagnir um fyrri tónleika
sveitarinnar hér á landi, árið 2008, þá ætti enginn
að verða fyrir vonbrigðum. Jóhann Ágúst Jóhanns-
son skrifaði m.a. í Morgunblaðið það árið: „Sum-
arleg tónlistin var fljót að ná til viðstaddra ... engin
leið var að standa kyrr“ og þegar öllu er lokið finn-
ur fólk sig kannski í sömu sporum og Jóhann þar
sem hann „gekk kátur út í sumarnóttina, kóf-
sveittur og með bros á vör.“
Afrískir hljómar til landsins,
Super Mama Djombo
Afrísk tónlistar- og dansveisla verður haldin á NASA að hætti hitabeltisins
Super Mama Djombo Frá vinstri Atchutchi, Miguelinho, Zé, Ivan, Fernando, Tino, að aftan og lengst til hægri Armando.
Hljómsveitin Super Mama Djombo tók upp
geisladiskinn ar purro hér á landi árið 2007
og spilaði ári síðar við góðar undirtektir. Nú
ætlar hljómsveitin að halda tónleikaferðalag
um landið en hún verður hér frá 29. júlí til 10.
ágúst næstkomandi.
Þriðjudaginn 3. ágúst kl. 21
- Kaffi Rósenberg, Klapparstíg
Miðvikudaginn 4. ágúst kl. 20
- Slippfélagssalurinn, Mýrargötu 2, Inngangur
Nema forum (órafmagnað)
Föstudaginn 6. ágúst kl. 22
- Nasa við Austurvöll. Afrísk tónlist-
ar- og dansveisla.
Laugardaginn 7. ágúst kl. 22
- Græna hattinum, Akureyri
Sunnudaginn 8. ágúst kl. 21.30
- Landnámssetrinu, Borgarnesi (óraf-
magnað)
Spila mismunandi
tónleika hérlendis
AFRÍSK TÓNLISTAR- OG DANSVEISLA
FRÁ GÍNEU-BISSAU
Guðmundur Egill Árnason
gea@mbl.is
Hljómsveitin Super Mama Djombo frá Gíneu-
Bissau á vesturströnd Afríku heldur fjöldatónleika
víðs vegar um landið á næstunni, frá 3. ágúst til 8.
ágúst. Hljómsveitin kom fyrst til landsins í nóv-
ember árið 2007 að áeggjan íslenskra vina en hún
hafði lagt upp laupana árið 1996. Þá tók hljóm-
sveitin upp plötuna ar puro og kom svo á listahátíð
árið 2008 og spilaði.
Hrifnir af landi og þjóð
„Þetta var upphafið að því að þessi hljómsveit
hefur tekið til hendinni í Bissau og hefur núna verið
að spila á ýmsum tónleikum. Þannig var þeim svo
boðið að fara til Portúgal núna í ár og þegar þangað
var komið fannst þeim þeir vera komnir hálfa leið-
ina til Íslands og ákváðu að koma hingað aftur. Þeir
eru mjög hrifnir af landi og þjóð og aðstandendur
hljómsveitarinnar hérlendis hafa hjálpað henni að
láta þetta rætast,“ segir Geir Gunnlaugsson
landlæknir en hann hefur starfað í Gíneu-
Bissau sem læknir og kynntist þar m.a.
Zé Manel, einum forsprakka sveit-
arinnar sem lagði áherslu á hve vænt
þeim þætti um Ísland.
„Við komum til Íslands vegna vina
sem við eigum hérna, t.d. Geirs, en með
okkur tókst öllum góð vinátta. Okkur
finnst frábært að vera hérna og allir eru
svo opnir og skemmtilegir. Okkur líður eins
og heima,“ segir trymbill sveitarinnar, Zé
Manel, en landið hans er eins frábrugð-
ið Íslandi og tónlistin sem spratt
þaðan. Zé Manel